Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆH 85 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Skipveijar á Sigurvík ÓF björguðu 2 mönnum af sökkvandi trillu „Rétt náðu að stökkva áður en báturinn sökk“ fyrr í gær og var búinn að fara inn og landa fullfermi en fór út aftur til að klára að draga línuna. Skipverjarnir voru að því þegar báturinn fyllti sig. Mikil mildi „Við vorum á landleið og vorum búnir að keyra 3-4 mílur framhjá þeim þegar þeir kalla út að bátur- inn sé að sökkva. Við gátum rétt rennt upp að þeim og þeir stokkið yfir áður en hann sökk,“ sagði Sigurður Valdimarsson, sem rær á Sigurvík ásamt Valdimar syni sínum. „Það var mikil mildi að við vorum þama hjá þeim því það mátti engan tíma missa.“ Til Ólafsvíkur var komið með skipsbrotsmennina á áttunda tím- anum í gærkvöldi. Sigurður sagði að Pétur Jó- hannsson maraði nú í kafi og peran á stefninu stæði ein upp úr. Stórir bátar komu á slysstað í gærkvöldi til að athuga hvort unnt yrði að lyfta trillunni eða draga hana inn til Ólafsvíkur. Það reyndist ekki unnt. Morgunblaðið/Alfons SKIPVERJARNIR á Pétri Jóhannssyni, Gunnar Guðmundsson (t.v.) og Hafsteinn Björnsson, á bryggjunni í Ólafsvík. BJÖRGUNARMENNIRNIR: Sigurður Valdimarsson og Valdimar Sigurðsson á Sigurvík. MANNBJÖRG varð þegar 6 tonna trilla úr Ólafsvík, Pétur Jóhanns- son SH-177, fylltist og sökk í þokkalegu veðri skammt frá Rifi síðdegis í gær. Trillan Sigurvík var nærstödd þegar sent var út neyðarkall og gátu skipverjamir á Pétri Jó- hannssyni, þeir Gunnar Guð- mundsson, skipstjóri, og Haf- steinn Bjömsson, stokkið þurrum fótum yfir i Sigurvík SH-117 rétt í þann mund sem trillan var að sökkva. „Við gátum rennt upp að þeim og þeir rétt náðu að stökkva áður en báturinn sökk,“ sagði Sigurður Valdimarsson, skipstjóri á Sigur- vík, í samtali við Morgunblaðið. Gunnar Guðmundsson, skip- stjóri á Pétri, vildi lítið ræða um málið við Morgunblaðið þegar samband náðist við hann um borð í Sigurvík í gærkvöldi. Hann sagði þó að þeir hefðu verið að draga línuna þegar báturinn fylltist af sjó og sökk. Hann sagði að ekk- ert amaði að þeim Hafsteini. Pétur Jóhannsson hafði fyllt sig Vísitala neysluverðs í stað fram- færslu- vísitölunnar VÍSITALA neysluverðs kemur í stað núverandi framfærsluvísitölu sam- kvæmt fmmvarpi sem viðskiptaráð- herra hefur lagt fram á Alþingi. Vísitölunni er ætlað að taka við af lánskjaravísitölunni sem grundvöll- ur verðtryggingar fjárskuldbind- inga. Frumvarpið breytir ekki eðli framfærsluvísitölunnar eða reikni- aðferðum, en heiti hennar verður breytt. Jafnhliða þessu lagði við- skiptaráðherra fram frumvarp sem bætir nýjum kafla um verðtrygg- ingu spariíjár og lánsfjár við núgild- andi vaxtalög vegna breytinganna sem ákveðnar hafa verið á grund- velli lánskjaravísitölunnar. Þegar er búið að birta lánskjara- vísitöluna fyrir mars 1995, þannig að 1. apríl er fyrsti mögulegi dagur til að ný skipan geti komið til fram- kvæmda. Þann dag mun verðtrygg- ingarkafli „Ólafslaga" falla úr gildi. Ríkisstjómin gaf aðilum vinnu- markaðarins loforð um að unnið verði að því að draga úr verðtrygg- ingum í áföngum og hefur verið ákveðið að viðskiptaráðherra beini því til Seðlabankans að hann leggi fram tillögur fyrir 1. maí um leng- ingu á lágmarkstíma verðtryggðra innstæðna og lána. ■ Verðtrygging/6 Morgunblaðið/Kristinn Samningavíðræður ríkisins og kennara liggja nánast niðri Hörð átök eru um frum- varp til grunnskólalaga Litla bókin á krónunni YMSIR höfðu samband við Morg- unblaðið í gær vegna fréttar um litlu bókina frá Tævan, sem greint var frá í blaðinu. Þeirra á meðal var Ásta Gunnarsdóttir og í samanburði við bókina henn- ar virðist krónupeningurinn risa- vaxinn. ■ Litlar bækur lesnar/4 EKKERT varð úr samningafundi í kjaradeilu kennara í gær vegna ágreinings kennara og stjómvalda um grunnskólafrumvarpið. Sam- band íslenskra sveitarfélaga féll í gær frá andstöðu sinni við frum- varpið. Þetta kom kennurum mjög á óvart og vakti reiði í þeirra röð- um. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sagði að ágreiningurinn um grunnskólafmmvarpið væri búinn að eyðileggja allan vinnufrið. Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveit- fflíf, VSK og Iðja samþykktu kvæðum gegn 17. Einn sat hjá. Hjá Verslunarmannafélagi Hafn- arfjarðar voru samningarnir sam- þykktir með 35 atkvæðum gegn 5. Samningarnir vom sömuleiðis sam- þykktir á fundi í Verslunarmannafé- lagi Suðumesja með 30 atkvæðum gegn 4. Samningamir vom sam- þykktir samhljóða hjá Rafiðnaðarfé- lagi Suðurnesja. Rafvirkjafélag Norðurlands samþykkti samningana með 18 atkvæðum gegn einu. VERKALÝÐS- og sjómannafélag Keflavíkur, Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði og Iðja, félag verk- smiðjufólks, samþykktu í gær ný- gerða kjarasamninga. Samningamir vora samþykktir á félagsfundi Hlífar með 44 atkvæðum gegn 23. Um 120 vom á fundi VSK og vom samningamir samþykktir með meirihluta atkvæða, en 13 vora á móti. Iðja, félag verksmiðjufólks, samþykkti samningana með 63 at- Kennarar segja ágreininginn hafa eyðilagt allan vinnufrið arfélaga, sagði að menhtamála- nefnd hefði tekið tillit til athuga- semda sambandsins. Settur hefði verið fyrirvari í frumvarpið um réttindamál kennara. Tilflutningi á gmnnskólanum til sveitarfélag- anna hefði verið frestað til 1. ág- úst 1996 og auk þess hefði verið tekið tillit til margra athuga- semdra sambandsins um einstakar greinar. Vilhjálmur sagði að sveit- arfélögin hefðu alla tíð lagt áherslu á að þessi tilflutningur ætti sér stað í sátt við sveitarfélög- in og kennara. Hann sagðist líta svo á að í frumvarpinu væri tryggt að ef ekki næðist samkomulag við ríkið um starfsréttinda- og lífeyris- mál kennara og um tilflutning tekjustofna til sveitarfélaga yrði ekkert úr því að grunnskólinn yrði fluttur til sveitarfélaganna. Breytingartillögur mennta- málanefndar eru um að fresta gild- istíma gmnnskólalaganna til 1. ágúst 1996, enda hafí Alþingi þá samþykkt lög um réttinda- og líf- eyrismál ríkisráðinna kennara, og breytt hafi verið lögum um tekju- stofna sveitarfélaga og skiptingu skatttekna milli ríkis og sveitarfé- laga með tilliti til þess að sveitarfé- lögin hafi tekið að sér rekstur grunnskólans. Fyrirvari ekki nægur Eftir að kennumm bárust frétt- ir af yfirlýsingu stjórnar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga var gert hlé á samningafundi i Karp- húsinu, sem þá hafði staðið í rúma klukkustund. Fundi var ekki fram haldið en nýr fundur hefur verið boðaður í dag. í stað þess að ræða um gerð nýs kjarasamnings fóm forystu- menn kennara niður í Alþingishús til að ræða við þingmenn og ráð- herra um grunnskólafmmvarpið. Þeir áttu m.a. fund með Ólafi G. Einarssyni menntamálaráðherra. Sá fundur breytti engu. Ólafur sagði að stjórnvöld hefðu komið á móts við kröfur kennara og sett inn í fmmvarpið ákvæði um að lögin tækju ekki gildi nema að sértök lög hafi verið sett um réttindamál kennara. Hann sagð- ist telja að með þessu hefðu kenn- arar fengið tryggingu fyrir því að ekki yrði gengið á réttindi þeirra. Yfírfærsla gmnnskólans til sveit- arfélaganna myndi ekki eiga sér stað fyrr en 1. ágúst 1996 og þangað til gæfíst góður tími til að fara í gegnum réttindamál kennara. Eiríkur Jónsson sagði að þessi fyrirvari dygði kennumm ekki. Fyrirvarinn fæli einungis í sér að samþykkja ætti lög um réttindi kennara, en ekki um hvað þau ættu að fjalla. Kennarar hefðu enga tryggingu fyrir því að ekki yrði í þessum lögum gengið gegn kröfum þeirra. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, vara- formaður KÍ, sagði að vinnubrögð stjórnvalda í þessu máli ýttu undir tortryggni hjá kennumm, ekki síst í ljósi þess að í menntamálaráðu- neytinu væri til frumvarp um rétt- indamál kennara. Þetta frumvarp fengju kennarar af einhveijum orsökum ekki að sjá. Fulltrúar allra þingflokka gerðu tilraun til að ná samkomulagi um afgreiðslu grunnskólafmmvarps- ins í gærmorgun, en án árangurs. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar eru mjög ósáttir við vinnubrögð stjórnvalda í þessu máli og á þeim var að heyra í gær að þau hefðu ýmislegt um frumvarpið að segja þegar það kæmi til umræðu í nótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.