Morgunblaðið - 24.02.1995, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
+ Guðmundur
Sveinsson
fæddist í Djúpuvík
í Strandasýslu 11.
desember 1946.
Hann lést í Borgar-
spítalanum 17.
febrúar sl. Foreldr-
ar Guðmundar eru
Sveinn Guðmunds-
son, f. 1913, d. 1984,
og Emma Magnús-
dóttir, f. 1921.
Systkini Guðmund-
ar eru Kamilia, f.
1942, Guðrún, f.
1944, dó sama ár,
og Gunnlaugur, f. 1950. Eigin-
kona Guðmundar er Guðlaug
Kristmundsdóttir, f. 1956.
Hennar foreldrar eru Krist-
mundur Guðmundsson, f. 1905,
d. 1994, og Ragnhildur Magnús-
dóttir, f. 1913. Börn Guðmund-
ar og Guðlaugar eru Sveinn,
f. 1979, Kristmundur, f. 1981,
og Helga, f. 1986.
Guðmundur verður jarð-
sunginn frá Hafnarfjarðar-
kirkju í dag og hefst athöfnin
kl. 15.
ÞORRINN var að kveðja og dag-
inn var tekið að lengja, harður og
erfíður vetur var að byija að lúta
í lægra haldi fyrir vorinu. Sólin var
að koma upp á fögrum og kyrrlátum
febrúarmorgni þegar minn ástkæri
vinur og bróðir Guðmundur Sveins-
son yfírgaf þetta jarðlíf. í tvö ár
hafði hann barist hetjulegri baráttu
við illvígan og ólæknandi sjúkdóm
og í sameiningu höfðu þau Guð-
. mundur og Guðlaug hans ástfólgna
eiginkona sýnt aðdáunarverðan
styrk og þolgæði í þessari orrahríð
sem því miður gat ekki endað nema
á einn veg. Þau létu hveijum degi
nægja sína þjáningu og reyndu eft-
ir fremsta megni að njóta til hins
ýtrasta þeirra stunda sem gáfust,
því í raun vissu þau aldrei hvað
morgundagurinn bæri i skauti sér.
Guðmundur kvartaði aldrei og sýndi
ótrúlegt æðruleysi og hugrekki, lét
aldrei bugast og hélt reisn og still-
ingu fram til hinstu stundar, enda
sagði hann við mig eftir mjög erfítt
veikindakast í nóvember sl. að hann
ætlaði að beijast meðan stætt væri
en þegar hann félli myndi hann
falla með reisn. Þegar ég hugsa um
þessi orð minnist ég æskuáranna
norður á Djúpuvík þegar við lékum
okkur í fommannaleikjum og oftast
var það að undirlagi Guðmundar
að skipa í hlutverkin. Oft féllu okk-
ar menn með reisn í hörðum bar-
dögum.
Þá strax sem barn sýndi hann
mér þá umhyggju og bróðurkærleik
sem hann fylgdi eftir allt sitt líf og
hefur aldrei borið skugga á vináttu
okkar og bræðralag. I minningu
okkar eru æskuárin á Djúpuvík og
staðurinn sjálfur sveipaður ævin-
týra og dýrðarljóma sem hefur
bundið okkur báða og sérstaklega
Guðmund traustum böndum við
fæðingarstað okkar.
Um það leyrti sem við vorum að
koma okkur fyrir í Hafnarfirði voru
umbrotatímar í lífi ungs fólks að
ganga í garð. Við bræðumir telj-
umst til svokallaðrar 68 kynslóðar
og saman kynntumst við tónlistar-
byltingunni með töfrum Bítlanna,
fjölbreytileik Rolling Stones og síð-
ar hinum frumlegu Jethro Tull og
ómótstæðiiegu og dulúðgu In-
credible String Band. Við gerðumst
síðhærðir og skeggjaðir og hófum
upp raust okkar. Seinna stofnaði
Guðmundur hljómsveitina Randver
ásamt nokkrum samkennurum sín-
um og náðu þeir talsverðum vin-
sældum og gáfu út þijár hljómplöt-
ur. I Randver naut hin háa og tæra
rödd Guðmundar sín vel hvort sem
var í einsöng eða bakröddun. Á
þessum áram fóram við einnig að
fá áhuga á íþróttum og íþrótta-
starfí sem æ síðan hefur verið sam-
eiginlegt áhugamál
okkar bræðranna. Við
höfum alltaf talist í
hópi dyggustu stuðn-
ingsmanna FH og sam-
an höfum við fagnað
ýmsum glæstum sigr-
um, en einnig höfum
við mátt kyngja beisk-
um ósigram eins og
haustið 1989 þegar við
gengum þungstígir
heim frá Kaplakrika
eftir tapleik gegn
Fylki. í 30 ár hefur
Guðmundur unnið
fómfúst og óeigin-
gjarnt starf fyrir Fimleikafélagið
og hefur hann uppskorið þakklæti
og virðingu þessa félags sem honum
þótti alltaf svo vænt um. Guðmund-
ur var einn af þessum tryggu og
staðföstu mönnum sem trúðu því
ekki að grasið væri grænna hinum
megin við túnfótinn. Hann hóf störf
við Öldutúnsskóla meðan hann var
enn við kennaranám og þótt honum
hafí einhvem tíma á lífsleiðinni
boðist annar starfsvettvangur hélt
hann alltaf tryggð við sinn upprana-
lega vinnustað. Guðmundi var
kennarastarfið í blóð borið og sinnti
starfí sínu ávallt af lífi og sál. Hann
var vinsæll meðal nemenda og vel
liðin af samkennuram sínum sem
reyndust honum svo frábærlega í
veikindunum og voru óþreytandi að
heimsækja hann og styðja hann og
Guðlaugu á alla lund.
Að leiðarlokum þyrlast upp minn-
ingamar um góðan dreng sem öll-
um þótti vænt um. Ég minnist ótal
ferðalaga okkar saman innanlands
og utan eins og til dæmis sumarið
í Ribe, hringurinn 1974, ættarmótið
á Djúpuvík og heimsóknir til systur
okkar í Danmörku sem er okkur
svo kær. Ferskust í minningunni
er svo ferð okkar til Lúxemborgar
ásamt eiginkonum okkar haustið
1993. Þá var öllum veikindum ýtt
til hliðar og við nutum öll lífsins
saman. Minnistætt er kvöldið er við
brugðum okkur inn á karaoke-bar
og Guðmundur sýndi troðfullum sal
heimamanna fram á hver væri besti
söngvarinn það kvöldið.
Eg er stoltur af því að hafa átt
slíkan bróður sem var svo fómfús,
óeigingjam og skynsamur. Allt sem
hann gaf mér og fjölskyldu minni
andlegt eða veraldlegt var í hæsta
gæðaflokki og þá staðreynd að
hann sé ekki lengur á meðal okkar
er erfíðara að sætta sig við en orð
fá lýst. Ég vil biðja algóðan Guð
að blessa og varðveita Guðlaugu,
Svein, Kristmund og Helgu, þeirra
missir er mestur og sorgin sárast.
Við Ella, Pétur og Þóra viljum
þakka okkar yndislega vinni og
bróður samfylgdina og gæsku hans
og væntumþykju í okkar garð. Það
verður fagnaðarfundur þegar við
hittumst aftur.
Gunnlaugur Sveinsson
og fjölskylda.
Þegar við kveðjum vin okkar
Guðmund Sveinsson er okkur efst
í huga þakklæti fyrir allar þær
gleðistundir sem við áttum með
honum. Við kynntumst honum
fyrst þegar hann sem kennaranemi
kom í Öldutúnsskóla og hann féll
svo vel inn í hópinn að honum voru
falin kennslustörf þegar í stað og
áður en hann lauk kennaraprófi og
síðan var Öldutúnsskóli hans
starfsvettvangur þar til yfir lauk.
Samskipti okkar við Guðmund
náðu því yfír 30 ára skeið og á
þeirri vegferð var oft glatt á hjalla.
Guðmundur var hrókur alls fagnað-
ar hvar sem hann var, hvort heldur
var á kennarafundum eða á
skemmtunum og það þótti vart
„messufært" ef Guðmundur var
ekki með. Það virtist allt leika í
höndum hans og honum var einkar
lagið að koma skipulagi á þar sem
þurfti. Bera kennsluáætlanir sem
MINIMINGAR
hann tók að sér þess merki og
nutu aðrir góðs af.
Þegar við nokkrir kennarar
stofnuðum til blaðaútgáfu fyrir
rúmum tuttugu áram var Guð-
mundur sjálfkjörinn að sjá um útlit
blaðsins fyrir utan hvað penninn
lék í höndum hans. Hins vegar var
alvaran aldrei langt undan og
áhugamál Guðmundar vora marg-
þætt og skrif hans báru þess merki.
Þegar vinahópurinn var saman kom
einnig fram hinn brennandi áhugi
sem Guðmundur hafði á kennslu
og kennsluháttum og margar ræð-
uraar hélt hann um það sem betur
mátti fara í þeim efnum.
Vinahópur Guðmundar var stór
og það getur stundum verið erfítt
fyrir eiginkonu að samlagast hópn-
um. En þegar Guðmundur kvæntist
Gullu var slíku ekki fyrir að fara.
Hún var hinn trausti bakhjarl og í
veikindum Guðmundar síðustu tvö
ár hefur hún enn frekar vakið að-
dáun okkar með sálarró sinni og
innri styrk.
Við þökkum fyrir allar þær góðu
minningar sem við áttum með Guð-
mundi í leik og starfi og munum
geyma þær með okkur um ókomin
ár.
Á þessari kveðjustund er hugur
okkar hjá Gullu og börnunum, hjá
Emmu móður hans og systkinum
og biðjum við þess að þær góðu
stundir sem þið áttuð saman verði
ykkur styrkur um alla framtíð.
Dóra og Rúnar.
Dáinn, horfinn! - Harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit, að látinn lifir.
Það er huggun harmi gegn.
(Jónas Hallgr.)
Guðmundur Sveinsson vinur okk-
ar er horfínn úr heimi. Við ótíma-
bæra brottkvaðningu þessa góða
drengs setur menn hljóða og ekki
er örgrannt að erfitt sé að sætta
sig við þennan dóm almættisins.
En fagrar og góðar minningar
tengdar nafni Guðmundar Sveins-
sonar leggja líkn með þraut og
nálægðar hans mun gæta um langa
framtíð.
Kynni okkar af Guðmundi vora
margvísleg. Þau vora helguð leik
og starfí og hvort heldur var, þá
var Guðmundur alltaf hinn sanni
góði og einlægi vinur, - vinur sem
gott var að eiga að. Hann var að
eðlisfari dulur og flíkaði ekki tilfinn-
ingum sínum. Engu að að síður
færði áratuga náið samstarf og vin-
átta okkur félaga saman og án
margra orða skynjuðum við glöggt
tilfínningar hver annars. í huga
okkar og hjarta eram við tengdir
Guðmundi óijúfanlegum böndum
sem ná út yfír óravíddir lífs og
dauða.
Við áttum saman stundir sem era
og verða um ókomin ár perlur minn-
inga. Kennslan, blaðaútgáfan,
söngurinn, íþróttimar, ferðalögin,
gleðistundirnar með ættingjum og
vinum. Við allt þetta era tengdar
ljúfar minningar þar sem Guðmund-
ur var ómissandi þátttakandi. Hóg-
værð hans og hjartahrein gleði settu
sterkan svip á allt sem hann kom
nærri. Hann fór ekki fram með
hávaða og fyrirgangi heldur með
stefnufastri ákveðni og yfirvegun.
Hann hafði þó mjög ákveðið skap
undir rólegu og ljúfu yfirbragði.
Guðmundur var alla tíð sérlega
trúr ætt sinni og upprana. Hann
var fæddur í Djúpuvík á Ströndum
og þangað hvarflaði hugur hans oft
og í hópi ættingja og vina heim-
sótti hann oft bernskuslóðir.
Ástúð og umhyggja hans í garð
fjölskyldu sinnar var einstök.
Ásamt eiginkonu sinni, Guðlaugu
Kristmundsdóttur, og þremur börn-
um þeirra, eignaðist hann hlýlegt
heimili þar sem sama ljúfa hóg-
værðin réð rikjum. Þá var einlæg
sú umhyggja er hann sýndi foreldr-
um sínum og þá ekki síst móður
sinni, Emmu Magnúsdóttur, en föð-
ur sinn, Svein Guðmundsson, missti
hann fyrir nokkrum áram.
Við andlát Guðmundar er missir
þeirra sem þekktu hann mikill, en
mestur þó missir ástvina hans.
Frá heimsins harða lífi
leiddi Guð ljúfan dreng
inn í ljómandi birtu himins.
Barátta hörð er að baki.
Minningar ijúfar þó lifa
og líkna í djúpri sorg.
(EBÞ)
í baráttu sinni við illskeyttan
sjúkdóm kom æðraleysi Guðmund-
ar best í ljós. Hann barðist hljóðl-
átri, hetjulegri baráttu til síðustu
stundar. Styrkur hans var ekki sist
fólginn í því, að hlífa þeim sem
næstir honum stóðu við þeirri kvöl
og kvíða er þrengdu að honum.
Hann kaus þá leið að bera raunir
sínar í hljóði. „Léttar raunir era
málgefnar, djúpar sorgir þöglar.“
Illvígur andstæðingur bar ioks
þennan góða, ljúfa dreng ofurliði.
Elsku Gulla, Sveinn, Kristmund-
ur, Helga, Emma, Gulli, Milla og
aðrir ástvinir. Megi algóður Guð
gefa ykkur styrk til að sætta ykkur
við þau örlög er lífið hefur búið
ykkur. Öll él birtir upp um síðir
og trúin á orð Páls postula, að
„föðurland vort er á himni“ sefar
sorgina og færir okkur þá vissu
að Guðmundur Sveinsson, öðlings-
drengur, er Guði falinn og í hans
skjóli laus undan þjáningu og sorg.
Fjölskyldur okkar votta ykkur
dýpstu samúð og látnum vini virð-
ingu með heitri bæn um góða heim-
komu hans í ríki hins algóða Guðs.
Guð þerri tregatárin stríð og
leggi líkn með þraut!
Flýt þér, vinur, í fegra heim.
Kijúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(Jónas Hallgr.)
Ellert Borgar, Jón Jónas-
son og Ragnar Gíslason.
Fallinn er frá, langt fyrir aldur
fram, Guðmundur Sveinsson, kenn-
ari í Hafnarfirði. Með honum er
genginn góður drengur. Hann var
ástsæll kennari, farsæll forystu-
maður í íþróttastarfí, traustur jafn-
aðarmaður, hrókur alls fagnaðar í
góðum vinahópi og síðast, en ekki
síst, kær fjölskyldufaðir. Guðmund-
ur Sveinsson var féiagslyndur og
alls staðar aufúsugestur þar sem
hann kom að verki, enda úrræða-
góður og léttur í lund, en þó fastur
fyrir og dugmikill þegar taka þurfti
til hendi.
Ég átti samleið með Guðmundi
á ýmsum vettvangi þótt nokkur ár
skildu okkur að. Ég minnist hans
fyrst sem ungs manns á Hvaleyrar-
holtsvelli með dómaraflautuna í
munninum, þar sem hann reyndi
að hafa skikk á okkur stráklingun-
um í kappsfullum knattspymuleikj-
um. Það að vera dómari í fótboltan-
um hefur sjaldan þótt neitt sérstak-
lega þakklátt starf eða til vinsælda
fallið, enda erfítt að gera svo öllum
líki í þeim efnum. Hins vegar minn-
ist ég þess að við strákarnir virtum
ævinlega úrskurði hans og þótti
vænt um þennan skeggjaða dómara
og það fór ævinlega vel á með
okkur og honum innan sem utan
leikvallar. Hann var enda ætíð
reiðubúinn að leggja unglingastarf-
inu lið hjá FH-ingum og við strák-
arnir fundum það. Mörgum göml-
um og góðum minningum hefur
hann einnig til haga haldið í gegn-
um tíðina með skrifum sínum og
útgáfustarfsemi á vegum Fimleika-
féiags Hafnarfjarðar.
Og það er sama hvort var á vett-
vangi fótboltans eða handboltans;
ötulli stuðningsmann en Guðmund
Sveinsson áttu kapplið FH-inganna
tæpast. í harðri baráttu á vellinum
og í glaðværu félagsstarfí FH-inga
var viðvera og þátttaka Guðmund-
ar Sveinssonar hreinlega svo sjálf-
gefín, að eftir var tekið ef hann
var ekki með. En nú verður náláegð
hans ekki lengur sýnileg, þótt andi
hans svífí áfram yfir vötnum. Svo
djúp spor hefur hann markað í
starfsemi félagsins á umliðnum
áratugum.
Guðmundur lét sig stjómmálin
varða, þótt það hefði ekki verið
fyrr en á árinu 1986, sem hann
með beinum hætti hóf þátttöku á
GUÐMUNDUR
SVEINSSON
þeim vettvangi. Þá tók hann að
beiðni okkar Alþýðuflokksmanna
að sér formennsku í stjórn Byggða-
safnsins í Hafnarfírði og eftir kosn-
ingamar 1990 síðan við stjórnar-
formennsku í Bókasafni Hafnar-
flarðar. I starfi mínu sem bæjar-
stjóri og oddviti Hafnarfjarðar-
krata hafði ég allnokkur samskipti
við Guðmund um ýmis mál byggða-
og bókasafnsins. Það var alveg
sama hvar borið var niður í þeim
efnum, ævinlega fann maður að
Guðmundur var vel með á nótum
og hafði hugsað þau mál í botn sem
upp komu hveiju sinni og einnig
lagt drög að skynsamlegri úrlausn
þeirra. Með festu og öryggi, en
öfgaleysi og kurteisi, kom hann
málum áfram og gjarnan í góðri
sátt við samstarfsfólk sitt. Þó var
langt í frá, að Guðmundur Sveins-
son væri skaplaus maður. Hann var
tilfinningaríkur, enda með lista-
mannablóð í æðum, en þó jafnlynd-
ur og brosmildur. Og gjarnan stutt
í gáskafullan hláturinn.
Þau era mörg hafnfírsku ung-
mennin, sem hafa fengið sína
fræðslu af vöram kennarans Guð-
mundar Sveinssonar í gegnum tíð-
ina, og eiga honum margt að
þakka. Öldutúnsskóli hefur því
misst mikið með fráfalli hans.
Fjölskylda og vinir Guðmundar
eiga um sárt að binda. Við Jóna
Dóra og börnin sendum Gullu,
Guðlaugu Kristmundsdóttur, eigin-
konu hans, og börnunum, Sveini,
Kristmundi og Helgu, sem og öðr-
um ættingjum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guðmundur Sveinsson er allur.
Hann varð undir í baráttunni við
krabbameinið. En minningar um
góðan dreng munu lifa með okkur
öllum sem höfðum við hann sam-
skipti.
Blessuð sé minning Guðmundar
Sveinssonar.
Guð gefi dánum ró og þeim líkn
sem lifa.
Guðmundur Arni Stefánsson.
Kveðja frá samstarfsfólki
í Oldutúnsskóla
Og þegar dauðinn kemur segi ég ekki:
komdu sæll þegar þú vilt
heldur segi ég:
máttu vera að því að bíða stundarkom?
Ég bíð aldrei eftir neinum
segir hann
og heldur áfram að brýna ljáinn sinn.
Þá segi ég:
æ lof mér að lifa fram á vorið segi ég
bara ofurlítið fram á vorið
þvi þá koma þessi litlu blóm þú veist
sem glöddu mig svo mikið í vor er leið
og hvemig get ég dáið án þess að fá að sjá þau
einu sinni enn
bara einu sinni enn?
(Jóhannes úr Kötlum.)
Við erum öll að missa svo mikið.
Við söknum eins okkar reynd-
asta kennara, sem þekkti gjörla til
kennslu á öllum aldursstigum.
Við njótum ekki lengur víðsýnis
hans við deildarstjórnun og nám-
skrárgerð.
Við fáum ekki lengur úthugsaða
og uppbyggilega gagnrýni hans á
málefni skólans og líðandi stundar.
Við búum ekki lengur að yfir-
gripsmikilli þekkingu hans og nýj-
ungagirni í starfí.
Við eigum ekki lengur að þennan
ráðagóða samstarfsmann sem allan
vanda vildi leysa.
Við héyrum ekki lengur hans
hnyttnu ræður á kennarafundum,
spaugsögur yfír kaffíbolla eða
hnitmiðuð innskot.
Við syrgjum gleðimanninn og
söngvarann sem var ómissandi á
kennaraskemmtunum.
Við grátum góðan vin og félaga.
Samstarfsfólk í Öldutúnsskóla
sendir öllum aðstandendum inni-
legar samúðarkveðjur.
• Fleiri minningargreinar
um Guðmund Sveinsson bíða
birtingar ogmunu birtast í blað-
inu næstu daga.