Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 27 Mannlegi þátturinn er flókið fyrirbæri sem hefur afgerandi áhríf í flugi Aðgerðarleysi getur dregið úr árvekni fhigmanna Flemming Kirkegaard flugstjórí hjá SAS er formaður fímm manna ráðgjafanefndar dönsku flugmálastjómarinnar sem fjallar um mannlega þáttinn í starfí flugmanna og gerir tillögur um nýjar aðferðir við val og þjálfun flugmanna, skipulag og stjómun flugfélaga í þeim tilgangi að auka flugöryggi. Agúst As- geirsson ræddi við hann um þessi mál. Morgunblaðið/Sverrir FLEMMING Kirkegaard (t.v.) flugstjóri hjá SAS hélt erindi í gær- kvöldi á vegum Flugmálasljórnar íslands um mannlega þáttinn í starfi flugmanna. Hér er hann með gestgjafa sínum, Skúla Jóni Sigurðarsyni deildarstjóra í Loftferðaeftirlitinu. t haldið á íslandi fyrir fímm árum, tímamótaþingi í Reykjavík. í Norðurlandaráðinu. Út frá sjónar- miðum Islendinga er ákveðin hætta á að Islendingar verði hafðir útund- an, til dæmis við val á nefndafor- mönnum. Hins vegar á að leggja þá skyldu á flokkana að gæta jafnvæg- is milli þjóða, og á þeim forsendum náðist samkomulag í umbótahópn- um. Allt er þetta til þess ætlað að efla samstarf Norðurlanda um þau mál, sem efst eru á baugi í alþjóðasam- skiptum og fá því þannig nýjan til- gang. „Annars er þetta bara búið. Ef samstarfið verður einhvers konar Árbæjarsafn, þar sem menn mæra í þjóðrembingi söguna, arfleifðina, menninguna og það allt saman, verð- ur þetta innantómt hjal og enginn nennir að mæta,“ sagði viðmælandi Morgunblaðsins, sem hefur langa reynslu af Norðurlandasamstarfi. Afdrif vegabréfsfrelsis prófsteinn á samstarfið Mörg fleiri mál koma auðvitað til umræðu á Norðurlandaráðsþinginu. Eitt þeirra verður til dæmis þær ógöngur, sem eitt helzta stolt Norð- urlandasamstarfsins, norræna vega- bréfsfrelsið, virðist vera að rata í með inngöngu þriggja ríkja í Evrópu- sambandið. Forsætisráðherrar Norð- urlandanna munu taka málið upp á fundi sínum á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu Danir vera tilbúnir að beita sér fyrir samningum við ísland og Noreg um að áfram sé hægt að fara á milli Norðurlandanna án vegabréfs, gangi Finnland og Svíþjóð ásamt Dan- mörku í Schengen-samkomulagið um afnám vegabréfsskyldu innan ESB. Þetta mál verður einn fyrsti --------- prófsteinninn á það hvern- hópum ig gengur að samræma Forysta Norðurlandasamstarf og ‘ður- Evrópusamstarf og halda , í heiðri yfirlýsingarnar _____ fögru um að samstarfið haldi gildi sínu þrátt fyrir ESB-aðild þriggja ríkja. Til umfjöllunar á fundi forsætisráð- herra Norðurlanda, sem haldinn verð- ur í upphafi þings, verður meðal ann- ars heimskautasamstarf, þar sem Rússland, Kanada, Bandaríkin og Evrópusambandið tækju þátt ásamt Norðurlöndunum. Rætt verður um tillögur að auknu samstarfí stofnana ríkja og sveitarfélaga á Norðurlönd- um á grundvelli nýrrar upplýsinga- tækni, þar sem auka mætti samstarf og verkaskiptingu. Þá verður fjallað um það hvemig fækka megi hindrun- um í vegi samskipta íbúa Norðurland- anna innbyrðis, og era uppi hug- myndir um að setja inn í Helsinkisátt- málann um samstarf Norðurlanda almennt jafnræðisákvæði, þar sem kveðið væri á um að Norðurlandabú- ar skuli njóta sams konar réttinda . tog heimamenn í hveiju ríki fyrir sig. T“ FLEMMING Kirkegaard seg- ist hafa hlotið þjálfun sem orrastuflugmaður í danska flughemum. Hann réðst til starfa hjá SAS fyrir um 30 árum. Þar vann hann sig upp, var um tíma yfirflugstjóri á DC-9 þotum félagsins og nú yfirflugstjóri á þotum af gerð- inni McDonnell Douglas MD-80. „Eg hef alltaf verið áhugasamur um það sem gerist í kringum mig og hefur áhrif á starfið og starfsum- hverfi. Fyrir 11 áram var mér boðin seta í ráðgjafanefnd dönsku flug- málastjórnarinnar sem fjallaði um áhrif mannlegra þátta á flugmennsku og vandamál í flugi er talin vora stafa af mannlegum mistökum. Viðfangsefnið gagntók mig fljót- lega, enda mjög áhugavert. Það líkist trúarbrögðum að því leyti að ekki er til einhlítt svar við neinu vandamáli. Þegar fengist er við einstaklinga er fjölbreytileiki þeirra mikill, persónu- gerðirnar afar ólíkar. Engir tveir bregðast eins við sama vandamáli eða áreiti. Það er í hnotskurn sá vandi, sem við er að etja þegar fjallað er um mannlega þáttinn í flugi.“ -Þú ert kominn út í sálfræði? „Það verður að skoða alla þætti mannlegrar hegðunar frá fleiri en einum sjónarhóli. Einstaklingar kunna að leysa sama viðfangsefnið með ólíkum hætti en niðurstaðan verður sú sama. 75% flugslysa vegna mannlegra mistaka Staðreyndin er sú að rekja má þijú af hveijum fjóram flugslysum til mannlegra mistaka. í þessu sam- bandi má hafa í huga að ætlað er að 80-90% allra slysa á öðrum svið- um, á heimilum, í umferðinni o.s.frv., eru talin stafa af mannlegum mistök- um. Þess vegna mætti segja að stað- an væri að þessu leyti betri í flug- rekstri þar sem tekist hefur að koma hlutfallinu niður í 75%. En það vekur athygli, að fyrir hvert flugslys eru að minnsta kosti um 350-400 svonefnd flugtilvik sem rekja má til mannlegra mistaka. Það er að þessum atvikum sem við beinum - einkum sjónum, okkar í ráðgjafa- nefndinni, áður en þau verða að slys- um. Þau geta sýnt okkur hvað hneig- ir manninn til þess að gera mistök. Við fáumst reyndar við öll svið flugsins þar sem mannshöndin kemur nærri. Tilgangurinn er að reyna að stuðla að auknu flugöryggi. Þess vegna verðum við að greina bæði flugslys og flugtilvik. Við rannsókn flugslysa er víðast hvar eingöngu leitað skýringarinnar á því hvaða gjörð mannsins leiddi til slyssins. Ekki er kannað hvers vegna mistökin áttu sér stað.“ -En er það ekki mikilvægast ef forvarnir eiga vera skilvirkar? „Einmitt. Það er langmikilvægast að leita að ástæðunni fyrir því af hveiju flugmaður gerði mistökin. Ef við komumst að því eram við komin áð kjama málsins, érum fyrst í stakk búin til að bregðast við til hins betra.“ -Hafið þið náð árangri í því? „Já, að vissu leyti, þó erfitt sé að leggja aðra mælistiku á það en skoða tölur um fækkun tjóna eða annarra atvika. Því má þó halda fram að tekist hafi að reisa skorður eða slá varnagla á sviðum þar sem tilhneiging til óhappa er greinileg. Virða ekki fyrirmæli Einkum hefur verið reynt að staðla stjórnun flugvéla og úrlausnir við- fangsefna, þ.e. á hvern hátt það er gert. í þessum efnum gera flugmenn ofast mistök. Komið hefur í ljós að þeir fara ekki eftir þeim starfsháttum sem ætlast er til af þeim. Ljóst er, að 33% allra slysa, sem rakin eru til mannlegra mistaka, hafa orðið vegna þess að ekki hefur verið farið eftir fyrirmælum flug- rekstrarbókar. í mörgum tilfellum má segja að öll fyrirmæli og allt skipulag hafi verið of flókið." -Af hverju hlýða flugmenn ekki þessum fyrirmælum? „Skýringin liggur að nokkru leyti í ákveðinni mótsögn. Þess er krafíst af flugmanninum að hann geti leyst nær öll vandamál sem upp kunna að koma. Hann verður að taka af skar- ið, vera fær um að finna leið út úr öllum þeim vanda s_em hann kann að lenda í á flugi. Á það jafnt við um einkaflugmann og þotuflugstjóra. Það kallar á ríkt hugmyndaflug og hugvitsemi, tápmikinn einstakling sem er fljótur að hugsa og Jeysa flókin vandamál. Á sama tíma er þess krafist af honum að fylgja settum fyrirmælum mjög grannt, sýna mikla ögun. Við viljum ekki að hann fari afleiðis frá fyrirfram ákveðnum reglum sem gilda um stjóm flugvélarinnar. { þessu liggur mótsögnin; um leið og krafíst er hugvitsemi til þess að leysa vandamál er ætlast til þess að flugmaðurinn fylgi settum starfs- háttum mjög stíft.“ Sljórnunarvandi í flugrekstri -Er sanngjamt að skella skuldinni alfarið á flugmennina. Getur ekki rót vandans legið annars staðar? „Jú og þess vegna beinum við einn- ig sjónum okkar að fjölda annarra þátta, svo sem að skipulagi og yfír- stjóm flugfélaga. Starfshættir sem stjómendur ákveða eru ekki endilega þeir bestu, geta verið vanhugsaðir og ekki kenndir flugmönnum rétt. Þeir era verk einstaklinga, endurskoðaðir og skipt út af ólíkum einstaklingum og þriðji einstaklingurinn víkur frá þeim eða jafnvel hirðir ekki um þá. í aðalatriðum má segja, að séu brot á starfsháttum og fyrirmælum algeng sé um stjórnunarvanda í við- komandi fyrirtæki að ræða. Stjórn- endur þess standa sig ekki í stykk- inu. Séu frávikin hins vegar í lægri kantinum er venjulega um agavanda í röðum flugmanna að ræða.“ -Hvaða skýringar hefur þú á agaleysi afþessu tagi? „Við teljum okkur vita með nokkurri vissu af hveiju flugmenn fara ekki eftir sett- um fyrirmælum. Ástæðan er sú að þeir era argir eða fullir einstaklings- hyggju, jafnvel sjálfsánægju. Sjálf- virknin fyllir þá falskri öryggiskennd, menn halla sér bara aftur á bak og láta tölvurnar um málið. Starfsánægjan eða skortur á henni er önnur ástæðan fyrir því að menn hegða sér öðru visi en ætlast er til. Starfið ber að taka mjög alvarlega en það er ætíð svo að menn vildu helst hafa einhveija skemmtan af starfinu. Frávik frá settum reglum í þeim tilgangi geta reynst hættuleg.“ -Verður þá ekki að vanda valið vel þegar flugmenn eru ráðnir? „Segja má, að það ráðist strax við val á flugmönnum hver árangurinn verður. Velji maður rétta flugmann- inn, þann sem fellur best að starfinu, fylgir því velgengni. Rangt val getur hins vegar reynst afdrifaríkt og leitt til slysa. Hættulegt viðhorf í þessu sambandi skiptir afstaða flugmannsins til starfsins öllu m&0 Með tilliti til viðhorfs þeirra era fímm tegundir flugmanna mjög varasam- ar.“ -Hvers konar flugmenn eru það? „í fyrsta lagi era það menn sem finna mikið til karlmennsku sinnar, ofurmannsins í sjálfum sér. í öðra lagi þeir sem ekki vilja lúta forsjá annarra, vilja fá að ráða ferðinni sjálfir, telja sig vita allt betur en aðrir. í þriðja lagi möglunarlausu flug- mennirnir, þeir sem taka gagnrýnis- laust öllu sem að höndum ber fljúga inn í hættur í stað þess að snúa við. í fjórða lagi era það hvatvísu flug- mennimir sem láta stjómast af hug- dettum og tilfínningum augnabliks- ins, grípa til þeirrar ráðstöfunar sem þeim fyrst dettur í hug án þess að íhuga afleiðingarnar. I fímmta Iagi era það óhagganlegu hetjurnar, sem halda að ekkert komi fyrir þær, bara hina. í flestum slysum sem rakin verða til mannlegra mistaka má finna vís- bendingar um að viðkomandi flug- menn hafí fallið undir einhvetja fram- angreinda skilgreiningu." -Er svarið við þessu að reyna breyta einstaklingunum? „Ýmsir telja að hægt sé að breyta - afstöðu flugmanna. Því eram við ós- ammála. Árangursríkara er að okkar mati að breyta hegðun þeirra. Vegna þessa höfum við reynt að fínna að- ferðir til þess að aðlaga hegðun flug- manna að kröfum starfsins." -Á sínum tíma var talið að aukin sjálfvirkni, áreiðanlegri tækni og ör- uggari búnaður flugvéla myndi draga úr álagi á flugmenn og þar með auð- velda þeim störfin?. „Reynslan hefur orðið önnur. Að-— gerðarleysið hefur gert þá óvirka, dregið úr árvekni þeirra. Starf flug- mannsins felst í því að stjóma tölv- um, ekki að tölvumar stjórni þeim. í upphafí er það mjög áhugavert, einkum þegar flugvélartegundin er flugmanninum ný og tækjabúnaður- inn einnig. Hann matar tölvuna og fylgist með starfsemi hennar af inn- lifun. Fljótlega kemst hann þó að því að tölvan er mjög áreiðanleg, hún stjómar þotunni mjög vel og gerir sjaldan eða aldrei mistök. Venjulega hefur hún rétt fyrir sér. Flugmaður- inn hallar sér því aftur á bak, árvekn- in minnkar og hann lætur tölvuna ráða ferðinni. Flugmaðurinn hefur rangt fyrir sér, ekki tölvan Tölvan gæti hins vegar stefnt flug- vélinni í aðra átt en flugmaðurinn ætlaði. Hún gæti hafið aðflugið og lækkun fyrr en ætlast var til. Þegar viðvöranarkerfin um jarðnánd fara í gang tekur hann þau ekki trúaníeg. Flugmaðurinn er sannfærður um að hann hafí matað tölvuna rétt. Því hljóti hún að hafa rangt fyrir sér og heldur athugasemdalaust áfram. Staðreyndin er hins vegar sú að tölvurnar eru í besta lagi, flugmaðurinn hafði rangt fyrir sér, þotan fer í jörðina og ferst með manni og mús.“ -Þarf þá ekki að þjálfa flugmennina öðru visi? „Jú, það er mjög brýnt að breyta þjáifun flugmanna með tilliti til tölvu- tækninnar. Að mínu mati er kennslan á tækin, þjálfunin bæði of lítil og ekki nógu ströng. Menn meðtaka ekki nýja tækni til fulls á þriggja vikna námskeiði. Það verður að taka lengri tíma til kennslunnar og sömu- leiðis verklegrar þjálfunar áður en mönnum er sleppt upp í tölvuvæddar farþegaþotumar." -Þetta er nánast spurning um aulg'-. ið öryggi? „Já það verður bæði að auka þjálf- unina og stokka hana upp. Þjálfunin er að nokkra leyti orðin tölvuvædd sem er mjög umdeilanlegt. Menn sitja fyrir framan tölvuskjá og læra á nýja flugvélategund. Það er enginn kennari til að tala við. Þeir hafa eng- ah til að ræða við nema tölvuna. „ Samtöl af því tagi era ekki vitsmuna- leg.“ Mótsagnir í kröfum til flugmanna Viðhorf flug- mannsins afgerandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.