Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, BORGHILDUR PÉTURSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Hringbraut 47, lést á Droplaugarstöðum þann 22. febrúar. Sveinn Kjartansson, Helga Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Fraenka okkar, RAGIMA JÓHANNSDÓTTIR, lést á Hvítabandinu 11. þessa mánaðar. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Starfsfólki Hvítabandsins er þökkuð sérstök umhyggja og alúð við hina látnu. Guð blessi ykkur. Þökkuð samúð. Fyrir hönd vandamanna. Hólmfríður Júlíusdóttir, Ágústa Júlíusdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, vistheimilinu Seljahlíð, Hjallaseli 55, lést 22. febrúar. Unnur E. Melsted, Gunnar Melsted, Ástrfður L. Eyjólfsdóttír, Gyða Hansdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR BJÖRNSON ÁRSÆLSSON, Hólmgarði 28, Reykjavík, lést í Landspítalanum 22. febrúar. Sigfrfður Níeljohníusdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Jón Heiðar Gestsson, Júlfus Guðmundsson, Helga Gottfreðsdóttir, Ársœll Guðmundsson, Gunnnhildur Harðardóttir og barnabörn. t Fósturfaðir minn, ÁSGEIR Þ. NÚPAN fyrrverandi útgerðarmaður frá Höfn í Hornafirði, sem andaðist í Vífilsstaðaspítala að morgni 18. febrúar sl., verður jarð- sunginn frá Hafnarkirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Þórarinn Þorgeirsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, PÁLL ÁGÚST JÓNSSON, Norðurgötu 5, Siglufirði, andaðist í Sjúkrahúsi Siglufjarðar 13. febrúar sl. Að ósk hins látna hefur jarðarförin farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýndan hlýhug og samúð- arkveðjur. Una Sigrfður Ásmundsdóttir, börn, tengdabörn, afabörn og langafabörn. Lokað Skrifstofur okkar í Aðalstræti 6-8 verða lokaðar frá kl. 12 á hádegi í dag vegna jarðarfarar GÍSLA ÓLAFSONAR, stjórnarformanns. Tryggingamiðstöðin hf. ODDBJÖRG SONJA EINARSDÓTTIR + 0ddbjörg Sonja Einarsdóttir fæddist 18.12.1920. Hún lést í Borgar- spítalanum í Reykjavík að kvöldi 17. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Einarsson ættaður frá Fá- skrúðsfirði og kona hans Arnþrúður Lára Pétursdóttir ættuð frá Vopna- fírði. Foreldrar Oddbjargar Sonju fluttu til Rituvíkur í Færeyjum árið 1919 með fyrsta barn sitt, Sigurjón Einar, og þar bjuggu þau alla tíð utan árið 1925, en það ár voru þau hér á landi. Oddbjörg Sonja kom til íslands rúmlega tvítug og bjó hér allan sinn aldur. Systkini Oddbjargar Sonju eru: Sigurjón Einar (lát- inn), Amieé (látin), Ingvar, býr í Færeyjum, Sólveig, býr í Fær- eyjum, og Jenný Elsa, býr í Dragör í Danmörku. Oddbjörg Sonja og Gunnlaugur Valdi- marsson frá Rúffeyjum, f. 20.5. 1927, hófu sambúð árið 1946. Foreldrar Gunnlaugs voru Valdimar Sigurðsson frá Rúf- feyjum og kona hans Ingigerð- ur Sigurbrands- dóttir frá Skáleyj- um. Böm Odd- bjargar Sonju og Gunnlaugs em: Einar George Dav- íð Gunnlaugsson, f. 13.11. 1946, kvænt- ur Þóm Margréti Sigurðardóttur, f. 29.10. 1950. Yngv- inn Valdimar Gunn- Iaugsson, f. 27.9. 1951, kvæntur Jó- hönnu Þorleifsdótt- ur, f. 19.7. 1952. Fyrir átti Oddbjörg Sonja dóttur sem heitir Anna Elisabeth, f. 21.8. 1940, en hún ólst upp í Færeyjum og í Dan- mörku þar sem hún býr nú ásamt fjölskyldu sinni. Odd- björg Sonja starfaði við ýmis störf á starfsævi sinni, en 59 ára að aldri lærði hún til sjúkraliða og starfaði við sjúkraliðastörf alla tíð eftir það eða allt þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Odd- björg Sonja og Gunnlaugur störfuðu að málefnum skipti- nemasamtakanna AFS á ís- landi allt frá árinu 1976. Útför Oddbjargar Sonju fer fram frá Grafavogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15.00. FREGNIN af andláti Sonju Einars- dóttur berst víða um veröld. Vinir hennar í Afríku, Bandaríkjunum, Evrópu, sem og annars staðar, syrgja hana hver á sinn hátt, í samræmi við trú þeirra og siði. Sonja og Gunnlaugur, maður hennar, tengdust fyrst nemenda- skiptum AFS á íslandi fyrir tæpum tveimur áratugum þegar þau hýstu erlendan skiptinema sumarlangt. Síðar varð íjöldi ungs fólks víða að úr heiminum þess aðnjótandi að fá að dveljast í lengri eða skemmri tíma á heimili þeirra heiðurshjóna. Þau hjón voru á rétt rúmlega miðjum aidri þegar fyrsti skipti- neminn, bandarísk stúlka á átjánda ári, kom til þeirra. Sonja og Gunn- laugur sýndu þá og sönnuðu að aldursmunur skiptir litlu þegar menn tengjast vináttuböndum. Þau tóku öllu því unga fólki sem til þeirra kom opnum örmum og eign- uðust þannig fjölda vina af ýmsum þjóðernum, ólíkum kynþáttum og með margvísleg viðhorf til trúar og stjómmála. Auk þess að opna heimili sitt fyrir þessu fólki tók Sonja einnig virkan þátt í starfsemi AFS hérlendis með margskonar sjálfboðaliðastarfí, sem allt var leyst af hendi með miklum sóma. Stjóm AFS á íslandi vottar Gunnlaugi og öðrum ástvinum Sonju dýpstu samúð. Við munum öli sakna þess að hafa ekki Sonju lengur meðal okkar, en við munum geyma góðar minningar um stund- imar sem við áttum með þessum tilgerðarlausa en sanna heims- borgara. Blessuð sé minning Sonju. F.h. stjómar AFS á íslandi, Erlendur Magnússon. Hún amma Sonja er dáin. Okkur langar að kveðja ömmu með örfáum orðum. Við vissum að amma okkar væri búin að vera mikið veik, þó svo að hún léti ekki mikið á því bera en gekk til allra þeirra verka sem hún gat unnið án þess að kveinka sér, því þannig var hún. Alltaf vonuðum við að ömmu myndi batna. Við eigum svo margar góðar minningar um ömmu okkar. Sárt munum við sakna hennar. Jólahaldið mun ekki verða eins án jólabúðingsins sem amma var vön að koma með til okkar um jólin. Það var alltaf gaman að heim- sækja ömmu og fá hjá henni klatta og vöfflur sem hún bakaði handa okkur. Maturinn hennar ömmu var engum líkur, hún var listakokkur og þegar hún bauð okkur að borða vissum við að nú yrði veisla. Enginn fór svangur úr húsi ömmu og afa á Langholtsveginum. Ein er sú minning sem okkur er ofarlega í huga, en það var hvað amma okkar var alltaf fín. Hún var smekkmanneskja, og kenndi okkur að meta hið fagra í hinu smæsta. Amma lagði mikla áherslu á að við kynnum og færum rétt með bænimar okkar, þó að hún gengi ekki fast eftir því, en með hæversku sinni, þolinmæði og umburðarlyndi náði hún þessu markmiði sínu sem og öllum mark- miðum í lífí sínu. Þótt amma okkar hafi ekki verið hávaxin minnumst við hennar sem stórveldis. Hún var ákveðin manneskja og hafði sitt fram án þess að vera með nokkra frekju, og ekki þýddi fyrir okkur krakkana að mótmæla henni. Elsku afí, þinn missir er mikill og biðjum við Guð að styrkja þig í þessari miklu sorg. Við þökkum allar þær stundir sem við áttum með ömmu. Við biðjum Guð að blessa minningu ömmu Sonju, og við vitum að vel verður tekið á móti að ferðalokum. Að lokum viljum við birta ljóð sem afí Gulli samdi til ömmu eftir andlát hennar. Harmur er i hjarta hrynja tárin. Bliknað er blóm sem blítt ég unni burt er borin til æðri heima. (Gunnlaugur Valdimarsson.) Jóhann Svanur, María og Helga Sigríður. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir cina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega Knulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sfn en ekki stuttnefni undir greinunum. Ég kynntist Sonju þegar ég var lítil stelpa eftir að Jóhanna systir mín trúlofaðist Yngvini, syni Sonju og Gulla. Það er margs að minnast á þeim 25 árum sem liðin eru. Sumarbú- staðaferðirnar þegar ég var lítil, heimsóknir mínar fyrst inn i Gnoð- arvog og síðar á Langholtsveginn til þeirra hjóna, þar sem ávallt var tekið á móti mér með ástúð og hlýju, öll löngu samtölin sem við Sonja áttum saman á unglingsá- rum mínum um allt og ekkert. Síð- ar þegar ég eignaðist mína eigin fjölskyldu fylgdust þau afí Gulli og amma Sonja með uppvexti son- ar míns eins og hann væri eitt af þeirra barnabörnum. Minningarn- ar eru margar og ljúfar og þær munum við varðveita. Elsku Gulli, Yngvinn, Jóhanna, Jói, Maja, Helga og aðrir ástvinir, megi al- góður guð veita ykkur styrk í ykk- ar miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Helga, Karl og Gunnlaugur. Góðvildin var greypt í hug og sál og geislaði frá hveijum andlitsdrætti. Glettni og kímni gæddi allt sitt mál, græskulaust, en létti skap og bætti. Sumum er slík hjálparhendi léð að hika aldrei nætur jafnt sem daga. Geta ekkert aumt né dapurt séð án þess helst að bæta um og laga. (Jakob Jónsson.) Þessi erindi eiga vel við þegar við minnumst Sonju Einarsdóttur. Margar minningar koma upp í hugann, allar tengdar góðvild hennar, gleði og stuðningi í okkar garð. Sonja var einn af dyggustu fé- lögum AFS á íslandi. Sjaldan lét hún sig vanta á fundi félagsins, tók jafnan virkan þátt í umræðu um hin ýmsu málefni og var ekki að liggja á skoðunum sínum. Hún bjó yfír mikilli reynslu sem nýttist okkur vel í starfí samtakanna og var hennar sárt saknað á aðal- fundi félagsins sem haldinn var fyrir skömmu. Sonja og Gunnlaugur, eftirlif- andi eiginmaður hennar, voru ávallt reiðubúin að leggja okkur lið. Nær tuttugu ár eru liðin síðan þau hýstu sinn fyrsta skiptinema en margir nemar hafa notið hjarta- hlýju þeirra síðan. A undanförnum árum beindist hugur Sonju æ meir til Afríku en flestir skiptinemar sem AFS hefur tekið á móti frá þeirri heimsálfu dvöldu um lengri eða skemmri tíma á heimili þeirra hjóna. Það kom því ekki á óvart er Sonja lagði leið" sína til Afríku fyrir þremur árum, þá orðin rúmlega sjötug, til þess að kynnast betur lífsháttum fóstur- barna sinna. Sonja var ekki hætt að ferðast því nú í haust ætlaði hún í langferð til Bandaríkjanna til þess að heimsækja börn sín og „skiptinema-börn“ þar í landi. Því miður kom í ljós að heilsa hennar leyfði það ekki. Við hittum Sonju í síðasta sinn rétt fyrir jól þegar hún og Gulli komu færandi hendi með jóla- skreytingu á skrifstofuna til þess að gleðja okkur. Þannig viljum við minnast hennar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Við vottum Gunnlaugi og fyöl- skyldu okkar innilegustu samúð. F.h. starfsfólks AFS á íslandi, Elín Eiríksdóttir, Elín Rögnvaldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.