Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 25 KVIKMYNPIR Bíóborgin, Bíóhöllin, og Borgarbíó Akurcyri AFHJÚPUN (,,DISCLOSURE“) ★ ★★ Leikstjóri Barry Levinson. Handrit byggt á skáldsögu eftir Michael Crichton. Tónlist Ennio Morricone. Aðalleikendur Michael Douglas, Demi Moore, Donald Sutherland, Caroline Godall, Dennis Miller, Maff- ia. Bandarisk. Wamer Bros 1994. MICHAEL Crichton, einn vin- sælasti rithöfundur samtíðarinnar, er í mikilli uppsveiflu um þessar mundir sem rithöfundur og til allr- ar guðslukku hættur að dunda sér bak við tökuvélamar, en hann á Valgerður Hauksdóttir Valgerður sýnir á Akureyri VALGERÐUR Hauksdóttir opnar sýningu á myndlistarverkum unn- um í grafík og á pappír, í nýjum sýningarsal gallerí AllraHanda á Akureyri laugardaginn 25. febrúar. Valgerður er fædd 1955. Frá 1984 hefur hún kennt við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Hún var deildarstjóri grafíkdeildar frá 1987-1994 og starfar nú sem að- stoðarskólastjóri og kennari við grafíkskor. Valgerður var formaður félags- ins íslensk grafík frá 1987-1990 og hefur verið formaður verkstæð- isnefndar félagsins frá 1988. Sýning Valgerðar er sjötta einkasýning hennar, en hún hefur jafnframt tekið þátt í yfir 40 sam- sýningum frá 1983 út um allan heim. Myndlistarverk Valgerðar í opin- berri eigu er m.a. að fínna í Lista- safni Islands, Norræna húsinu, Kjarvalsstöðum, Listasafni ASÍ, Menningarmiðstöð Hafnarborgar, Alvar Alto Museum, Finnlandi, Södertálje Konsthall, Svíþjóð, The Art Museum of Grado and Catania, Ítalíu, ásamt fjölda stofnana á ís- landi, Evrópu og í Bandaríkjunum. ------♦ ♦ ♦---- Lína lang- sokkur í Nor- ræna húsinu TVÆR myndir um Línu langsokk verða sýndar i Norræna húsinu, sunnudaginn 26. febrúar kl. 14. í kynningu segir: „Lína, Tommi og Anna fara í dagsferð með flug- drekana sína og seinna bijótast þjófar inn í Sjónarhól í leit að pen- ingum. En þeir þekkja ekki hana Línu og henni tekst að hræða þá svo þeir hafa sig á brott með hraði. Lína er alltaf svo sniðug og skemmtileg." Myndirnar eru tæplega ein klukkustund að lengd og eru með sænsku tali. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. LISTIR • • Ollum brögðum beitt að baki sem leikstjóri (Looker; Runaway, Physical Evidence. Af- hjúpun er byggð á samnefndri bók hans sem fjallar um baktjaldam- akk í hátæknitölvubúnaðarfyrir- tæki þar sem einn yfirmannanna, Tom Sanders (Michael Douglas), á von á stöðuhækkun. Svo fer ekki því ung og glæsileg kona, Meredith Jones (Demi Moore), hreppir hnossið. Hún er gömul ástkona Sanders og vill taka upp þráðinn á skrifstofu sinni strax fýrsta kvöldið. En Sanders nær að rífa sig af konunni í tíma, enda orðinn hamingjusamur heimil- isfaðir. Morguninn eftir er Jones hinsvegar búin að koma því á framfæri að Sanders hafi reynt að nauðga henni en hún hyggist ekkert gera í málinu. Sanders bregst ókvæða við og kærir döm- una fyrir kynferðislega áreitni. Karlmenn hafa löngum tekið slíkri áreitni og nauðgunum með jafnaðargeði. Konur misboðið þeim í skjóli þess að það hefur ekki þótt mikill slægur í því að kæra slíka framkomu. Sanders karlinn brýtur hinsvegar blað í þessari sögu allri og kærir. Þorir þó ekki að láta konu sína vita fýrr en um seinan, svo sterkt er helsi vanans. Nauðgunin er þó aðeins einn þáttur, veigamikill að vísu, í margslungnu bakthaldamakki þar sem kemuur við sögu framtíð fyr- irtækisins, samruni og framleiðsla, auk valdataflsins á toppnum. Þetta er einkar vel gerð spennumynd sem notar hátækni og þessi óvenjulegu málaferli til að krydda þráðinn. Crichton hefur þekkingu á tækni og innviðum stórfyrir- tækja og nýtist hún einkar vel svo afleiðingin er lýtalaus skemmtun, ekkert verðlaunaefni en hinsvegar dæmigerð, óaðfinnanleg afþrey- ing, þetta ódrepandi vörumerki Hollywood á góðum degi. Topp mannskapur hvar sem litið er og sérstaklega gaman að sjá að Barry Levinson er kominn aftur í fyrra form eftir tvo hortitti í röð. Það var ekki um annað að ræða hjá honum en að duga eða drepast og það gekk eftir. Moore er orðin helsta kvenstjarnan í Vesturheimi og Maffia er minnisstæð í hlut- verki valkyijunnar, lögmanns Sanders. Morricone semur áhrifaríka tón- list að venju. Afhjúpun er fáguð Hollywoodfagmennska frá upp- hafi til enda, mynd sem fólk hefur gaman af og viðheldur áhuga þess á bíómyndum, hvar sem er á heimskringlunni. Sæbjörn Valdimarsson. Chrysler NEON er amerískur bíll eins og þeir gerast bestir - NEON sameinar kosti sportbíls og fjölskyldubfls með óvenjulegum og glæsilegum hætti. Ný hönnun CHRYSLER NEON er sannkölluð bylting í hönnun. Með nýju „cab-forward" hönnuninni fæst hámarksnýting á farþegarými og meiri lengd og breidd milli hjóla gera aksturseiginleika NEON einstaka. Komdu og reynsluaktu tímamótabílnum CHRYSLER NEON! ,,BESTI framhjóladrifsbíll sem ég hef ekið“ Gunnlaugur Rögnvaldsson, ritstjóri bilablaðsins 3T. Aðrar umsagnir sem CHRYSLER NEON hefur fengið: „Hann hefur frábæra aksturseiginleika." „ Þaö er ótrútega mikið rými í honum. " „ Útlitið kemur á óvart." Aukið öryggi Öryggisloftpúði fyrir ökumann og farþega í framsæti eru staðalbúnaður í NEON bílnum. Verð: Frá kr. 1.895.000,- Nýbýlavegur 2 Síml: 554 2600 Heimilisfang heimasíðu Jöfurs á Internetinu: http://w.w.w./centrum.is/jofur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.