Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 31 . GUÐMUNDA S. KRISTINSDÓTTIR + Guðmunda Stefanía Krist- insdóttir fæddist 28. maí 1904 í Mið- engi í Grímsnesi þar sem hún ólst upp. Guðmunda lést á Borgarspíta- lanum þann 13. febrúar 1995. For- eldrar hennar voru Kristinn Guð- mundsson frá Mið- engi og Sigríður Bjarnadóttir frá Arnarbæli í Gríms- nesi. Þau hjónin eignuðust fimm börn, Sigríði sem dó úr berklum 1921 aðeins 23 ára; Guðmundu Kristínu sem dó á fyrsta ári; Soffíu, sem dó 1969; Guðmundu Stefaníu; og Gunnlaug Bjarna sem dó 1976. Árið 1912 dó faðir henn- ar rúmlega fertugur að aldri, en móðir hennar dó í hárri elli. Guðmunda fluttist til Reykja- víkur 1923 og bjó þar síðan. Hún hóf starfsferil sinn í Viðey við saltfiskverkun og síðan við ýmis verslunarstörf í Reykja- vík, lengst af í Haraldarbúð. Utför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ÞAÐ ER kyrrlát morgunstund árið 1986, mitt á milli svefns og vöku, þegar frost er að hörfa úr jörðu og | af grýlukertum dijúpa stór tár sem | smella á gangstéttina, og klakinn í vetrarhjartanu þiðnar, - þá loks- I ins skín sólin aftur á gluggann. Borgin vaknar, teygir úr sér með geispa en stekkur síðan með takt- föstu slagi inn í daginn. í svefnrof- unum heyrist veikt þrusk í garðin- um eins og verið sé að rífa hey úr stabba, og þegar tjaldið er dregið frá sést ofan á bakið á grannri veru sem bogr- ar í beðinu við suður- vegginn að reita saman fúna blómstilka svo hægt sé að mýkja vel í kringum ræturnar. Og áhorfandinn hugs- ar; Nú, fyrst að hún Guðmunda mín er komin út í garð, þá er vorið örugglega á næsta leiti. Stundum lofar tíðin upp í ermina á sér mánuði fyrr, jafnvel upp úr góu með hlýjum þey og glennu, en garðyrkjukonan lætur ekki blekkj- ast, hún heldur sínu striki sem á sér upphaf í Grímsnesinu og hefur tekið kúrsinn sem dugir í fallvalt- leik heimsins. Þessi fíngerða kona sem talar lágum rómi ofan í moldina, hvaða afrek hefur hún unnið önnur en þau að sjá blómin sín spretta með meira krafti en aðrar jurtir í Þingholtun- um? Svo sem ekki neitt sem er í frásögur færandi, nema það að vera sönn manneksja sem lifír í kærleik og góðvild, gjafmildi og veitandi af rausn hjartans, sátt við tilver- una, fjölskyldu og vini, og þá niður- stöðu sem er skrifuð í lífsins bók að lokum. Freyjugata 34 er að mörgu leyti merkilegt hús, form þess er ílangt og klassískt, yfirbragðið tiginmann- legt en þó látlaust. Innan veggja • þessa húss hafa flestar listgreinar átt sér athvarf: leiklist og leiklistar- kennsla, handritagerð fyrir kvik- myndir og þýðingar, myndlistar- starf og söfnun á alþýðu- og æsku- listaverkum, vísnagerð, píanóleikur og söngur, hannyrðir og matargerð- MINNINGAR arlist. íbúarnir hafa verið hver með sínu móti, tjáningarháttur þeirra margbreytilegur, stundum krefj- andi en oftar en ekki lágt stilltur að eðli hússins, samhljómi og sál. Guðmunda Kristinsdóttir var kjöl- festan í þessu húsi og gekk um það með reisn og eðlislægu stolti sem var hennar aðal og fas hennar höfð- inglegt, en um leið milt og umvefj- andi. Hún miðlaði íbúunum af reynslu sinni, tók þátt í gleði þeirra og sorgum, var allra vinur, ávallt velkomin. Hún sá það stóra í því smáa, lifði sig inn í atburði líðandi stundar en hélt þó tryggð við fortíð- ina, rætur sínar, sveit og frænd- garð. Það var gott að leita til henn- ar um fróðleik, stykki sem vantaði í sögu, ýmislegt smálegt, eða bara spjall út úr leiðindum því að Guð- munda bar með sér ríka kímnigáfu og var orðheppin með afbrigðum, skaut að fólki frumlegum upphafs- orðum eða tilsvörum sem voru snið- in, ræktuð og fáguð þar til þau smullu inn í réttan farveg. Og sam- kvæmið leystist upp í glaðværum hlátri. Nú er húsið hljótt, enginn galsi í stigaganginum, og garðurinn bíð- ur vorsins undir snjónum. Þegar líður að mæðradegi má eiga von á því að sölnuð grösin í beðunum fari að lyftast undan fijómagni moldar- innar og árrisulir menn sperri eyru við hljóðlegu skijáfi er minnir á lið- inn tíma. Níels, Magnhildur, Rósa og Haraldur. Elsku Munda frænka. Ýmislegt kemur upp í hugann nú, þegar þú eftir stutt en erfið veikindi ert gengin á vit feðra þinna. Þú varst uppáhalds frænka okkar og ótal ánægjulegar minningar leita á hugann. Frá því við munum fyrst eftir okkur hefur þú búið á Freyju- götunni. Þangað höfum við oft litið í kaffi, fengið þynnstu og bestu pönnukökur í heimi, filterslausan camel sem þú kallaðir eiturbunur, fréttir af öllu skyldfólkinu og sögur frá liðnum tíma. Þú sagðir okkur frá því þegar þú vannst við saltfísk- verkun í Viðey í kringum 1920, frá stórhátíðum á Þingvöllum, daglegu amstri í Haraldarbúð og svo mætti lengi telja. Ógleymanlegar eru frá- sagnir af ævintýrum þínum á ferða- lögum um landið með vinkonum þínum, við aðstæður sem mörgum fullfrískum karlmönnum nútímans myndi hijósa hugur við. Frá fyrstu ferð ykkar vinkvennanna austur á Kirkjubæjarklaustur árið 1932 þeg- ar þið fóruð á hestum með strönd- inni yfir óbrúuð jökulvötn og eyði- sanda. Upp frá því komst þú á hveiju ári í heimsókn til ættingja og vina á Síðunni. Þú varst ávallt ung í anda, létt og kát og stutt í grallaraskapinn. Það tók enginn eftir því að þú elt- ist, þrátt fyrir hvert stórafmælið á fætur öðru, þú tókst ekki einu sinni eftir því sjálf. Rétt fyrir jól á nítug- asta aldursári þínu fékkstu tvær ungar frænkur þínar til að keyra þig í banka og árlegan leiðangur með pönnukökur. Þegar erindinu í bankann var lokið fór bíllinn ekki í gang og það fyrsta sem þér datt í hug var að fara sjálf út að ýta. Það afþökkuðu frænkurnar en fengu leigubílstjóra til að gefa „start“, áttir þú ekki til orð yfír að hann skyldi taka gjald fyrir. Á eft- ir var ferðinni heitið með pönnukök- urnar til „gamla“ mannsins í Rammagerðinni sem var reyndar rétt um sjötugt. Þegar þangað var komið, fundust þær ekki þrátt fyrir mikla leit, datt þá upp úr þér. „Ég sit þó varla á þeim.“ - Jú, sú var raunin og ekki stóð á svari: „Ja, þær eru þá að minnsta kosti heitar.“ Já, það var stutt í góða skapið, grínið, hnyttin tilsvör og alltaf sástu spaugilegu hliðarnar á hversdags- leikanum, en svo áttirðu líka til að hneykslast af litlu tilefni, að okkur fannst. Til dæmis þegar þvottavélin þín bilaði lítillega eftir 28 ára notk- un þótti þér það léleg ending. Einn- ig þegar þú varst send í sónar 87 ára gömul, en þú taldir að í slík tæki færu aðeins ófrískar konur. Eins og við var að búast var stutt í glettnina, þú steigst af bekknum og spurðir lækninn alvarleg í bragði hvort barnið væri drengur eða stúlka. Eitt af því sem kemur í hugann er þessi endalausa umhyggja og vinnusemi sem við yngra fólkið mættum taka okkur til fyrirmynd- ar. Þú pijónaðir, saumaðir, bakaðir og ræktaðir garðinn þinn sem var yndi þitt og stolt. Þú skildir nú samt ekki hvað þér var oft illt í bakinu, þá varstu kannski búin að liggja á hnjánum í margar klukku- stundir og reyta arfa. Þær eru ótelj- andi heimaunnu jóla- og afmælis- gjafirnar sem við frændsystkinin höfum frá bamsaldri og fram á þennan dag fengið frá þér. Þegar við lítum yfír farinn veg setur að okkur söknuð, þú aldursfor- setinn, elsti unglingurinn í stórfjöl- skyldunni, hefur yfírgefíð þennan heim. Ekki áttum við von á því að níræðisafmæli þitt í Viðey, síðastlið- ið vor, yrði síðasta skiptið sem við ættum eftir að hittast öll og gleðj- ast með þér. Það er erfítt að hugsa sér bamaafmælin, fermingamar og giftingamar í framtíðinni, án þín. Elsku Munda, í dag verður þú lögð til hvílu við hlið ættingja þinna í gamla kirkjugarðinum en þú hefur af alúð hugsað um leiði þeirra í fyjölda ára. Kemur þá upp í huga okkar þegar þú 85 ára gömul fórst að vetri til ásamt frænku þinni sem var rúmum 50 árum yngri að leggja blóm á leiði þeirra. Þú gekkst á undan og náði snjórinn í mið læri. Skyndilega stoppaðir þú, snerir þér við og spurðir áhyggjufull: „Kemstu þetta?“ Munda, skarð þitt verður ekki fyllt, þú munt ávallt lifa í minningu okkar. Við trúum því að nú sért þú meðal ættingja þinna sem án efa _ hafa beðið þín. Við þökkum þér ómetanlega samfylgd. Börn Lárusar, Kristins og Gyðu. I I I I ) I I ) I I í ð I I + Ágúst Filippus- son fæddist að Hærekslæk, Hró- arstungu, 1. ágúst 1904. Hann lést 11. febrúar síðastliðinn á Kumbaravogi, Stokkseyri. For- eldrar hans voru Guðríður Sigurðar- dóttir, f. 1884, d. 1918, og Filippus Jónsson, f. 1879. Faðir hans fluttist til Ameríku 1905 og átti þar annan son, Þorleif Jóhann, f. 1900, d. 1989. Börn Jóhanns voru þrjú og öll á lífi. Ágúst ólst upp hjá móður sinni sem gerðist vinnukona hjá séra Vig- fúsi Þórðarsyni, presti á Hjaltastað í Hjaltastaðaþinghá, og konu hans Sigurbjörgu Bogadóttur. Siðar flytjast presthjónin að Heydölum í Breiðdal. Ágúst kvæntist Svövu Bjarnadóttur, f. 2. júlí 1910, d. 16. september 1989. Foreldrar hennar voru Mar- GÓÐUR vinur okkar, Ágúst Filipp- usson, er látinn. Hann átti við veik- indi að stríða og hafði á orði, að hann yrði hvíldinni feginn. Ágúst var traustur og góður drengur, sem gott var að geta leitað til. Kona hans var hin mætasta kona, sem lét margt gott af sér leiða, hún lést árið 1981. Var það honum mikið áfall, eftir áralangan búskap þeirra, þau voru svo samhent og lifandi í sinni sambúð alla tíð. Við hjónin áttum þess kost að kynnast þeim ágætu hjónum við stofnun Framfarafélags Selás- og grét Benedikts- dóttir, f. 1884, d. 1949, og Bjarni Eyjólfsson, f. 1879, d. 1951. Ág- úst og Svava áttu fjögur börn: 1) Benedikt Bjarni, f. 26. september 1935, kvæntur Bergþóru Gunn- björtu Kristins- dóttur. Benedikt á fjögur börn og fjórtán barnabörn. 2) Guðbjörg, f. 13. mars 1947, d. 1950. 3) Guðbjörg, f. 31. mars 1952, gift Jóni Valgarði Daní- elssyni. Guðbjörg á þrjú börn. 4) Margrét (uppeldisdóttir), f. 9. nóvember 1948, gift Gísla Þór Þorbergssyni. Margrét á fjögur börn og tvö barnabörn. Ágúst stundaði sjómennsku á yngri árum og verkamanna- vinnu lyá byggingafélagi í Reykjavík. Hann var húsvörður hjá Arbæjarskóla frá 1965 til ársins 1981. Árbæjarhverfis árið 1954. Það félag vann að framfaramálum og eflingu á samhug og bræðralagi með íbúum hverfanna. Á fyrsta ári í sögu fé- lagsins var ráðist í að hefja bygg- ingu félagsheimilis sem skyldi þjóna starfsemi félagsins og meðal annars leitað á náðir íbúa í hverfunum um fjárframlög til byggingarinnar. Þó við værum fátæk og fá gekk sú söfnun vonum framar. Þau hjónin tóku mikinn þátt í framtaki okkar, unnið var við bygginguna í öllum okkar frístundum. Þar kom í ljós hve heppin við vorum að hafa feng- ið svo góðan verkmann til liðs við okkur sem Ágúst var. Félagsheimil- ið sannaði sitt hlutverk með því að barnaskóli var starfræktur, barna- stúka, tómstundaiðja, danskennsla og svo mætti lengi telja. Árið 1972 ákvað aðalfundur Framfarafélags- ins að gefa Árbæjarsöfnuði allar eigur, hús og lóð, til byggingar kirkju fyrir byggðarlagið. Þau hjón- in Svava og Ágúst unnu að sama áhuga fyrir kirkju sína og framfara- félagið á sínum tíma. Við hjónin áttum margar góðar og ljúfar stundir með þeim Svövu og Ágústi í góðra vina hópi. Við minnumst þeirra með þakklæti fyrir allt gam- alt og gott. Að leiðarlokum óskum við þess að Guð geymi þau um alla eilífð. Blessuð sé minning þeirra. Bömum þeirra, barnabörnum og öðrum skyldmennum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Sigurjónsson. Elsku langafi, nú ertu loksins kominn þangað sem þú þráðir svo heitt. Við vitum að þér líður nú vel og að nú ertu loksins hjá henni langömmu. Við söknum þín, því þú hafðir alltaf tíma til að tala við okkur og finna eitthvað góðgæti þegar við komum í heimsókn. En við eigum minningarnar og þær eru okkur mikils virði. Við kveðjum þig og langömmu með bæninni sem þið vilduð að við lærðum öll: Vertu nú yfir allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Kveðja frá langafabörnum. Þitt er menntað afl og ðnd eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, hjartað saman og góða. (St. G. St.) Langri ævi er lokið. Gústi okkar er fallinn í valinn níræður að aldri. Við kynntumst honum fyrir tæpum 30 árum þegar við hófum störf við Árbæjarskóla. Þá var hann hús- vörður þar og Svava, kona hans, matráðskona. Það má með sanni segja að þau hjón hafí gegnt nokk- urs konar afa- og ömmuhlutverki í ungum og óreyndum kennarahópi. Þau voru bæði glaðlynd og félags- lynd og sjálfsagðir þátttakendur í öllu félagslífi starfsfólksins. Þau voru bæði ung í anda og þá skiptir aldurinn ekki máli. Gústi sinnti starfi sínu af mikilli samviskusemi og var afar fljótur að sinna hvers konar kvabbi. Hann hafði gaman af glettum og smá- stríðni og hafði næmt auga fyrir spaugilegu hliðunum á tilverunni. Öll eigum við minningar um smit- andi hlátur hans og glettnislegan svip. Þau hjón, Gústi og Svava, áttu fallegt heimili og þar ríkti mikil gestrisni. Ósjaldan opnuðu þau hús sitt fyrir öllu starfsliðinu og enginn mannfagnaður þótti fullkominn nema þau væru þar á meðal. Gústi hafði til að bera góða greind og átti ýmis áhugmál. Hann átti auðvelt með að umgangast fólk á öllum aldri og þvi olli mest for- dómaleysi hans. Gústi og Svava voru meðal frum- byggja Árbæjarhverfis og börn þeirra og barnabörn ílentust þar. Þau áttu því láni að fagna að hafa fjölskylduna í kringum sig og þau ræktu fjölskyldubönd sín vel. Minningin um þessi góðu hjón verður okkur dýrmæt. Við kveðjum Gústa með virðingu og þökk fyrir góð kynni. Fjölskyldu hans vottum við dýpstu samúð okkar. Vinir úr Árbæjarskóla. Þegar ég kom fyrst að Árbæjar- skóla fyrir um aldarfjórðungi vakti strax athygli mína kvikur og hnell- inn náungi, sem þó var greinilega kominn til fullorðinsára. Þessum manni kynntist ég fljótt náið og tókst með okkur hið besta sam- band. Hér var Ágúst Filippusson, umsjónarmaður skólans og afi allra barna er skólann sóttu. Jón Árna- son, þáverandi skólastjóri, var ótrú- lega laginn við flest sín verk, þótt ýmsir sæju það ekki fyrr en síðar. Eitt af hans meistarastykkjum var að ráða þau hjón, Svövu Bjarnadótt- ur og Ágúst Filippusson, að stofn- uninni. Svövu fyrst sem kaffikonu og Ágúst síðar sem húsvörð. Hafi þau verið afi og amma nemend- anna, þá vorum við kennarar, sem þóttumst þeim aðeins yngri, eins og börnin þeirra. Fyrir utan að Ágúst væri hinn besti félagi og mjög traustur er á reyndi, var hluti af ánægjunni við að umgangast hann að koma hon- um í spjall til að beita sinni oft kaldhæðnu fyndni. Hann var af- bragðsgóður húsvörður og gott til hans að leita með hvað eina og hann hafði vakandi auga á öllu því er umsjón hússins snerti. En þrátt fyrir sérstakan hæfni sína sem umsjónarmaður, varð hann sam- kvæmt starfsreglum að láta af störfum fyrir aldurs sakir, enda þótt hann væri þá betur hæfur í starfið og harðskeyttari til verka en margir honum yngri menn. Ekki fjölyrði ég um hans ævi- kvöld eftir að störfum lauk við Ár- bæjarskóla, en mikill veit ég að var söknuður hans við fráfall Svövu. Ættingjar hans og tengdafólk sinnti honum ætíð vel, en ekki voru tengsl- in minnst við yngri afkomendurna. Alltaf var gaman að heimsækja Gústa, þótt heimsóknum fækkaði síðustu árin. Ógleymdir eru ýmsir persónulegir greiðar og viðvik er hann gerði mér, eftir að störfum hans lauk við Árbæjarskóla. Vil ég þakka það ásamt góðri vináttu og samstarfi gegnum árin. Ég votta þessum látna heiðurs- manni virðingu mína og ættingjum hans og aðstandendum samúð við fráfall hans. Marinó Þ. Guðmundsson. AGUST FILIPPUSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.