Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 17 ÚRVERINU Slitnað upp úr viðræðum sjómanna og útgerðar Talsverður ágreiningur um kjör vegna sérveiða SLITNAÐ hefur upp úr samninga- viðræðum sjómanna og útgerðar- manna og steitir þar fyrst og fremst á sérkjörum vegna ýmissa sérveiða, einkum vegna rækjuveiða og salt- fískverkunar um borð í vinnsluskip- um. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands, segir að mikið beri á milli. Flest öll félög sjómanna hafa verkfallsheimild og og verður fundað um það eftir helg- ina, hvort og hvemig þær heimildir verða notaðar. „Okkar samningar hafa verið lausir í 14 mánuði utan þess tíma sem bráðabirgðalögin giltu og nýgerðir kjarasamningar á almenna vinnu- markaðnum breyta engu um þá stöðu,“ segir Sævar. Hann segir að á surnum sviðum sérkjaraviðræðna sjómanna hafí lítið borið á mili þeirra og útvegsmanna en á öðrum sviðum væri talsverður ágreiningur. Sérkjörin snúast um ýmsar sérveið- ar svo sem rækju, söltun um borð, veiðar tveggja báta með eitt troll, loðnufrystingu um borð, humar- veiðar og humarfrystingu og veiðar með dragnót. Sævar segir að margt í yfírlýs- ingu ríkisstjómarinnar vegna kjara- samninganna sé jákvætt, sérstak- lega afnám tvísköttunar á lífeyri, auk þess sem tekið sé á verðtrygg- ingu og ekki lagður á hátekjuskatt- ur, en sjómenn hafi verið andvígir þeim hugmyndum. Það breyti hins vegar ekki því, að leysa verði deil- una um sérkjörin. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Sölumenn sjávarafurða safna gögnum í „svartan kladda“ SAMSKIPTANET með hagnýtum upplýsingum um innlenda og er- lenda aðila sem skaðað hafa ís- lenska sölumenn sjávarafurða er í burðarliðnum. Ahugamenn um netið komu sam- an til skrafs og ráðagerða á dögun- um og tóku í kjölfarið til óspilltra málanna við að skrá gögn í svo- nefndan „svartan kladda.“ Guð- mundur Ingason framkvæmdastjóri G. Ingason hf. sem tók af skarið í þessum efnum segir að viðbrögðin hafí verið mjög góð; tuttugu aðilar hafí mætt á fyrsta fundinn. Næsti fundur er á dagskrá í byijun mars og gerir Guðmundur ráð fýrir að fleiri muni slást í hópinn af því til- efni. „Við sölumenn sjávarafurða á erlendan markað erum oft að eiga viðskipti við sömu aðilana án þess að gera okkur það alltaf ljóst og erum því stundum leiksoppar þeirra á ýmsan hátt án þess að vita það. Það er því stundum spilað á ósam- heldni okkar og meira samráð og samband okkar á milli gæti gert okkur meðvitaðri um það og komið í veg fyrir óþarfa slys,“ segir Guð- mundur. „Mikil fjölgun hefur orðið í stétt sölumanna sjávarafurða á erlendan markað við aukið fijáls- ræði í útflutningsversluninni síð- ustu árin. Mér finnst meira sameina þennan hóp heldur en sundra hon- um og með því að koma saman, þó ekki sé nema með óformlegum hætti, ætti að skapast með okkur meiri samheldni og samstaða." Næsti fundur 1. mars Að lokinni gagnaskráningu munu sölumenn bera saman bækur sínar og er Guðmundur sannfærður um að sömu nöfnin muni koma upp aftur og aftur. Hann segir að sam- starf hópsins verði óformlegt til að byija með. „Þetta gæti verið óform- legur sölumannaklúbbur eða vísir að fagfélagi sölumanna sjávaraf- urða. Hópurinn hyggst stinga saman nefjum á Lækjarbrekku þann 1. mars næstkomandi og verður sá fundur tileinkaður greiðslutrygg- ingum. Guðmundur segir að allir sölumenn sjávarafurða sem vilji taka þátt í þessu óformlega starfí séu velkomnir á þann fund. „Stóridóm- ur“ felldur Grindavík. Morgunblaðið. TVEIR Japanar frá fyrirtækinu K&T Inc. sem kaupir frysta loðnu frá Fiskimjöl og lýsi í Grindavik voru í Grindavík í vikunni. Það eru þeir Kusayanagi T. og Taka- hashi Y., en þeir þíddu upp nokkrar pakkningar af Sunnu- bergi. Þeir vega og meta hverja einustu loðnu úr pakkningum. Niðurstaðan verður nokkurs kon- ar stóridómur um í hvaða gæða- flokki frystingin er og því mikil- vægt að vel takist til. Fryst loðna þykir mikið lostæti í Japan, en markaðurinn hefur þó dregist nokkuð saman síðustu árin. Unn- ið er að því að vinna loðnunni aukna markaðshlutdeild. RANNÍS AUGLÝSING UM SKIPAN FAGRÁÐA OG ÚTHLUTUNARNEFNDA HJÁ RANNSÓKNARRÁÐIÍSLANDS Lög um Rannsóknarráð íslands nr. 61/1994 tóku gildi á sl. ári með sameiningu á Vísindaráði og Rannsóknaráði ríkisins. Nýlega gekk Rannsóknarráð íslands frá skipun í fagráð og úthlutunarnefndir á vegum ráðsins í samræmi við lögin. Rannsóknarráð íslands skipar tvær úthlutunarnefndir til eins árs í senn, eina fyrir Vísindasjóð og aðra fyrir Tæknisjóð og sitja 5 manns í hvorri nefnd. Hlutverk úthlutunarnefnda er að gera tillögur um styrkveitingar úr sjóðunum innan ramma ráðstöfunarfjár þeirra með hliðsjón af stefnu ráðsins. Rannsóknarráð skipar fagráð til að fjalla um einstök svið vísinda og tækni og gefa faglegar umsagnir um styrkumsóknir til sjóðanna. Jafnframt er fagráðum ætlað að meta stöðuna á viðkomandi vísinda- og tæknisviði og vera Rannsóknarráði íslands til aðstoðar við stefnumörkun og eflingu rannsóknastarfseminnar í landinu. Skipuð voru sex fagráð. Eftirfarandi einstaklingar hafa verið skipaðir í útflutningsnefndir og fagráð ÚTHLUTUNUNARNEFNDIR Úthlutunarnefnd Vísindasjóðs Dr. Þorsteinn Loftsson, lyfjafr, prófessor Háskóli [slands (formaður) Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir, bókasafnsfr. próf., Háskóli íslands Dr. Jakob Ingvason, eðlisfr., próf. Háskóli Islands Dr. Loftur Guttormsson, sagnfr., próf. Kennaraháskóli Islands Dr. Ingvar Birgir Friðleifsson, jaröfr., forstöðum. Jarðhitaskóla SÞ Hug- og félugsvísindi Dr. Halldór Armann Sigurðsson, málfr., próf. Háskóli (slands (formaður) Dr. Rúnar Vilhjálmsson, félagsfr., dósent Háskóli (slands Dr. Guðný Guðbjörnsdóttir, uppeldisfr., dósent Háskóli jslands Siguröur Snævarr, hagfræðingur Þjóðhagsstofnun Halldór J. Kristjánsson, lögfræðingur, iðnaðanáðuneyti Dr. Anna Agnarsdóttir, sagnfr., dósent HÍ Dr. Gunnar Kristjánsson, guðfr., sóknarprestur Reynivöllum Heilbrigðis- og lífvísindi Dr. Einar Stefánsson, próf. Háskóli íslands yfirl. Landakotsspítala (formaður) Dr. Jórunn Erla Eyfjörð, sameindalfffræðingur, Krabbameinsfélagið Dr. Hannes Pétursson.yfirlæknir á Borgarspftala Dr. Fjalar Kristjánsson, lyfjafræðingur, Delta hf. Davíð Á. Gunnarsson, vélaverkfr., forstjóri Ríkisspftala Dr. Ingileif Jónsdóttir, ónæmisfr., deildarstjóri Landspftala Dr. Sigurður Guðmundsson, yfirlæknir Landspítala FAGRAÐ Úthlutunarnefnd Tæknisjóðs Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafr., frkvstj. Eimskipafél.lslands (formaður) Dr. Þorgeir Pálsson, flugvélaverkfr., flugmálastjóri Dr. Bjarni Guðmundsson, fóðurfr., búvísindadeild á Hvanneyri Dr. Pétur Reimarsson, efnaverkfr.. framkvæmdastjóri Árness hf. Dr. Ágústa Guðmundsdóttir, matvælafr., dósent Háskóli Islands Iðnaðar og tæknirannsóknir Dr. Þorsteinn I.Sigfússon, eðlisfr., prófessor Háskóli íslands (formaður) Davfð Lúðvíksson, vélaverkfr., forstöðum. Samtökum iðnaðarins Gunnar Svavarsson, viðskiptafr., frkvstj. Hampiðjan hf. Ingvar Kristinsson, vélaverkfr. forstöðumaður Iðntæknistofnun Dr. Júlíus Sólnes, byggingaverkfr. prófessor Háskóli íslands Jónas Frfmannsson, byggingaverkfr., tæknil. framkvstj. fstak h.f. Sigrún Pálsdóttir, vélaverkfr., (slenska járnblendifélagið hf. Nýting lífrænna auðlinda Dr. Áslaug Helgadóttir, plöntuerfðafr. deildarstj. Rannsóknastofnun landbúnaðarins (formaöur) Dr. Jón V. Jónmundsson, búfjárfræðingur Búnaðarfélag íslands Dr. Ólafur Ástþórsson, líffræðingur Hafrannsóknastofnun Jón Þórðarson, sjávarútvegsfræðingur, Háskólanum á Akureyri Dr. Ragnar Árnason, hagfræðingur, prófessor Háskóli íslands Dr. Vigfús Jóhannsson, líffr. frkvstj.Laxeldisst. rík., Stofnfiskur hf. Dr. Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur, LÍÚ Núttúruvísindi og umhverfisrannsóknir Dr. Axel Björnsson, eölis- og jarðeðlisfræðingur (formaður) Dr. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, Veðurstofunni Dr. Eggert Briem, stærðfr. prófessor Háskóli íslands Dr. Þorsteinn Hannesson, eðlisefnafr. íslenska járnblendifélagið Dr. Borgþór Magnússon, plöntuvistfr. Rannsókanst.landbúnaðarins Dr. Páll Hersteinsson, dýrafræöingur, fv. veiðistjóri Jóhann Már Maríusson, byggingaverkfr. aðstoðar.forstj. Landsvirkjun Matvælavinnsla og matvælarannsóknir Dr. Einar Matthíasson, matvælaverkfr., Mjólkursamsalan hf. (formaður) Emilía Martinsdóttir, efnaverkfr. deildarstjóri Rannsóknast. fiskiðnaðarins Dr. Snorri Þórisson, matvælafr. frkvstj. Rannsóknaþjón./Sýni hf. Guöjón Þorkelsson, matvælafr., deildarstjóri Rannsóknast.landbúnaðarins Ragnheiður Héðinsdóttir, matvælafr. deildarstj. Samtök iðnaðarins Guðbrandur Sigurðsson, matvælafr., frkvstj. nýsköpunarsv. (sl.sjávarafurðir h.f. Magnús Magnússon, vélaverkfr. úterðestjóri Utgerðarfél.Akureyringa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.