Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Formaður stjórnarskrárnefndar Alþingis Grundvöllur að víðtækri sátt TALSVERÐAR breytingar hafa orðið á frumvarpi um nýjan mann- réttindakafla stjórnarskrárinnar í meðförum stjómarskrámefndar Al- þingis. Formaður nefndarinnar seg- ist telja að breytingartillögumar geti orðið gmndvöllur víðtækrar sáttar í þjóðfélaginu. Stjómarskrámefnd lagði til breytingar á 13 greinum af 17 í frumvarpinu. Til dæmis er því bætt inn í 3. grein um jafnrétti að allir skuli njóta mannrréttinda og kveðið sérstaklega á um að „konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hví- vetna“ sem ekki var áður. í 11. grein um tjáningarfrelsið er setningarhlutanum „enda teljist þær nauðsynlegar og samræmist lýðræðishefðum" bætt aftan við upptalningu á undantekningartil- fellum sem setja eiga heimild lög- gjafans til að hefta tjáningarfrelsið skorður. Tekið er fram í greinar- gerð stjómarskrárnefndar að verið sé að setja heimildum löggjafans þrengri skorður um takmörkun tjáningarfrelsisins en verið hafí í stjórnarskránni en umræddri setn- ingu sé bætt við til að slá frekari varnagla við að heimildin sé misnot- uð. Hvað ákvæði um félagafrelsi áhrærir hefur því verið breytt á þann veg að tilgreina stjórnmálafé- lög og stéttarfélög sérstaklega í fyrstu málsgrein þar sem kveðið er á um rétt manna til þess að stofna félög. í greinargerð með breyting- artillögunum segir að stjómar- skrámefnd líti svo á að í engu sé verið að hrófla við núverandi réttar- stöðu á vinnumarkaði. Harkaleg utnræða Málið var rætt á Alþingi í gær, og þar sagði Geir H. Haarde þing- maður Sjálfstæðisflokks og formað- ur stjómarskrámefndar að þótt umræðan um fmmvarpið hafí á köflum verið býsna harkaleg á opin- bemm vettvangi hafí hún í heild verið gagnleg og vakið menn til umhugsunar um þau réttindi sem væm til umfjöllunar. Hann sagðist telja að breytingartillögur nefndar- irinar ættu að geta orðið gmndvöll- ur víðtækrar sáttar í þjóðfélaginu. Talsmenn þingflokka vom sam- mála uiri að breytingamar, sem nú væm. lagðar til á stjómarskránni væm til bóta. Kristín Einarsdóttir þingmaður Kvennalistans sagði þær skref í rétta átt. Ragnar Amalds þingmaður Alþýðubandalagsins sagði að um væri að ræða fyrstu meiriháttar endurskoðunina á stjórnarskránni frá lýðveldisstofnun og vonandi væri þetta aðeins upp- hafið að víðtækri endurskoðun. Andlát ANNA JÓNSDÓTTIR ANNA Jónsdóttir iðn- rekandi, ekkja Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfírði 22. febr- úar sl., á sjötugasta og sjöunda aldursári. Anna fæddist 31. maí 1918 að Felli í Sléttuhlíð, Skagafírði, dóttir Valgerðar Guð- rúnar Sveinsdóttur, bóndadóttur þar, og Jóns Ámasonar frá Garði í Mývatnssveit. Anna ólst upp á Kópa- skeri þar sem faðir hennar var héraðs- læknir, en hélt til Reykjavíkur 1935 og hóf nám í Verslunarskóla ís- lands. Að námi loknu starfaði hún við skrifstofustörf fram yfír lok seinni heimsstyijaldar. Hún hóf rekstur Pijóna- stofu Önnu Jónsdóttur í Suðurgötu árið 1949 og rak fyrirtækið. allt til ársins 1983. Éftir að Anna lét af rekstr- inum starfaði hún á Listasafni íslands til ársins 1989. Anna gekk í hjóna- band með Ólafi Jó- hanni Sigurðssyni rit- höfundi 22. apríl 1943 og bjuggu þau allan sinn búskap á Suður- götu 15 í Reykjavík. Þau áttu tvo syni, Jón og Ólaf Jóhann. Anna var eindreginn stuðnings- maður Kvennalistans og var virk í starfí hans frá upphafí. FRÉTTIR Júpíter dælir loðnu um borð í pramma „Pramminn er ekki vel lagaður til gangs“ Morgunblaðið/RAX LÁRUS Grímsson skipstjóri var hæstánægður með þessa nýstár- legu aðferð við að flylja loðnu til bræðslu í landi. Morgunblaðið/RAX ALLS var um þúsund tonnum dælt úr Júpíter yfir í „Mississippi" og tók verkið fjórar klukkustundir. Loðnuskipið Júpíter dældi bræðsluloðnu yfir í flutningaprammann „Mississippi“ í Kollafírði í gær en það mun vera einsdæmi í sögu loðnu- veiða við Island að hrá- efni sé flutt frá miðun- um í land með þessum hætti. Orri Páll Orm- arsson og Ragnar Ax- elsson voru á vettvangi. LOÐNUSKIPIÐ Júpíter ÞH dældi þúsund tonnum af bræðslu- loðnu um borð í flutninga- pramma norðvestur af Viðey í gær og lagði dráttarbáturinn Orion II af stað með hann áleiðis til Bolungarvíkur síðdegis. Þetta er í fyrsta skipti sem loðna er flutt til bræðslu í landi með þessum hætti en Lárus Grímsson skipstjóri á Júpíter segir að nauðsynlegt sé að grípa til allra ráða til að auka afköst- in. Gert hafði verið ráð fyrir að grænlenska loðnuskipið Amm- assat flytti hænginn frá Júpíter til bræðslu í landi en sjávarút- vegsráðuneytið segir skipum undir erlendum fána óheimilt samkvæmt lögum að flytja loðnu frá miðunum í land. Júpíter er eitt þriggja loðnu- skipa sem flokka loðnu um borð. „Við getum náð virkilega góðum afköstum en það er þessi afgang- sloðna sem tefur okkur,“ segir Lárus. „Hratið er svo mikið mið- að við vinnsluloðnuna að við þurfum að koma því frá okkur eins fljótt og hægt er. Við eigum mikinn kvóta og það er því baga- legt að þetta sé að hægja á okk- ur.“ Standa alltaf upp aftur Lárus segir að sú hugmynd að nota prammann hafi kviknað í herbúðum útgerðar Júpíters, Skála hf. „Þetta eru ungir menn og uppfullir af hugmyndum og hugdettum. Það þýðir ekkert að snúa þá niður; ráðamenn hafa reynt það en þeir eru eldsnöggir að láta krók koma á móti bragði. Ef menn fmna erlent ryð í þess- um pramma og dæma hann ólög- legan eins og Ammassat þá er alveg eins víst að þeir finni ein- hveija nýja Ieið.“ Pramminn sem notaður er við flutninginn er kominn til ára sinna; smíðaður árið 1938. Hann var meðal annars notaður við gijótflutninga á Mississippi hér á árum áður og var Lárus ekki lengi að nefna hann eftir fljótinu. „Þetta er jómfrúrferð þessa pramma með loðnu og það bíða því allir voðalega spenntir eftir því að sjá hver árangurinn verð- ur. Mér sýnist hins vegar að það komi meiri sjór inn að framan en loðna. Það er búinn að vera mikill hasar í kringum þetta og strákarnir í áhöfninni hafa haft gaman af; enda er þetta alveg nýtt.“ Það tók um fjóra tíma að fylla prammann og var Lárus ánægð- ur með hvað mikið rúmast í hon- um. Skipstjóranum þótti hins vegar heldur lakara hvað hann fer hægt yfir. „Pramminn er ekki vel lagað- ur til gangs; hann er eins og Glæsileg laugardagskynning á morgun í Tæknivali: Tölvupóstur / margmiðlun / hljóðkort.. Opið frá 10.00 til 14.00 á laugardögum. Við kynnum: • Tölvupóstkerfi (e-mail) • Margmiðlun • Sound-Blaster hljóðkortin vinsælu • Geisladrif • Tölvuleiki fyrir fólk á öllum aldri - og fjölmargt fleira á stórskemmtilegri kynningu. Athugið: Úrdráttur í Disclosure-leiknum verður í beinni útsendingu á Effemm 95,7 í verslun okkar um kl. 14.00. Nú er síðasta tækifærið að senda inn nafn og kennitölu eða koma f verslunina (fyrir kl. 12.00) og skrá sig I spennandi tölvuleik! .^g * Ml/, Hátækni til framfara tn O % f Si Tæknival w T*o l C/> X leikurinn FM@957 Misstu ekki afglæsilegum og spennandi tölvuleik. Vertu með - þú hefur engu að tapal Skeifunní 17 • Sfmi 568-1665 • Fax 568-0664 • Internet póstfang Disclosure-leiksins: Disclosure @ skima.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.