Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra um stjórnarskrárákvæði um þjóðareign á fiskimiðum Málið í sjálfu sér gott en málatilbúnaðinum áfátt DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að málatil- búnaður ríkisstjómarinnar væri ámælisverður varðandi tillögu- smíði um að kveða á um það í stjómarskrá að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar. Þingmenn gagnrýndu ríkis- stjómina fyrir að ætla að koma með slíka tillögu á síðustu dögum þingsins og án þess að kynna hana áður fyrir forustumönnum þing- flokka og stjómarskrámefnd Al- þingis sem fjallað hefðu um sams- konar tillögur í tengslum við end- urskoðun á mannréttindakafla stjómarskrárinnar. „Málið er þannig vaxið að það hafði verið sáttmálsatriði í stjómarsáttmála flokkanna. Það er engin launung að það kom inn vegna óska Alþýðuflokksins á sín- um tíma. Síðan var ekki vakið máls á þessu atriði fyrr en eftir aukaþing Alþýðuflokksins og þá var þetta mál hermt upp á flokk- ana báða. Þess vegna bar þetta að með þessum hætti. Ég er sam- mála því að málatilbúnaður ríkis- stjómarinnar er hvað þetta varðar ámælisverður. En málið er í sjálfu sér gott,“ sagði Davíð Oddsson. Davíð tók það einnig fram að ef ekki yrði samstaða um málið á Alþingi yrði það látið liggja, eins og hann komst að orði. Á sömu mínútu Fréttir bámst af því á miðviku- dag að ríkisstjómin hefði sam- þykkt að leggja fram frumvarp þessa efnis fyrir Alþingi. Á mið- vikudagskvöld afgreiddi stjórnar- skrámefnd þingsins frumvarp um nýjan mannréttindakafla stjómar- skrárinnar og á Alþingi í gær sagðist Ragnar Arnalds þingmað- ur Alþýðubandalagsins hafa margsinnis flutt slíka tillögu í nefndinni, en henni verið hafnað. „Á sömu mínútunni er ríkis- stjórnin að ræða samskonar tillögu án samráðs við forustumenn þing- flokkanna. Þetta eru yfírgengileg vinnubrögð," sagði Ragnar. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins sagðist í sjálfu sér ekkert hafa á móti því að taka ákvæði af þessu tagi inn í stjórnarskrána en ef' það yrði gert væri mikilvægt að fyrir lægi hver tilgangurinn væri og upplýs- ingar frá ráðhemim um tilganginn væm misvísandi. Halldór sagði að utanríkisráð- herra vildi tiyggja að íslendingar gætu sótt um aðild að Evrópusam- bandinu en forsætisráðherra vildi að kvótalögin væm bundin í stjómarskrá, ef marka mætti um- mæli þeirra í fjölmiðlum. „Ég er ekki viss um að allir alþingismenn séu tilbúnir að festa svokölluð kvótalög svo í sessi að þau séu nánast stjórnarskrárbund- in,“ sagði Halldór og sagði að sú löggjöf hlyti að verða til endur- skoðunar eftir því sem aðstæður leyfðu. Kvótalögin styrkt Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að engin óvissa ríkti um að fiskimiðin væra sam- eign þjóðarinnar. „Hitt er svo ann- að mál að það hafa verið nokkuð skiptar skoðanir um það hvort ákvæði núverandi fiskveiðistjórn- unarlaga samrýmdust. En með stjómarskrárbindingu um að fiskimiðin og auðlindirnar séu þjóðareign en nýtingarréttur skuli ákveðinn í lögum erum við að styrkja með ótvíræðum hætti stöðu gildandi fiskveiðistjómunar- laga. Það væri höfuðmarkmið slíkrar stjórnarskrárbreytingar við þessar aðstæður," sagði Þorsteinn. Hann sagðist þó ekki líta svo á að hægt yrði að breyta fiskveiði- stjórnunarlöggjöfinni án þess að breyta stjórnarskránni. Kristín Einarsdóttir þingmaður Kvennalista sagði Kvennalistann vera sammála stjórnarskrár- ákvæði um eignarrétt fiskimið- anna en það væri ámælisvert þeg- ar skyndilega kæmi inn tillaga frá ríkisstjóminni um mál sem menn hefðu gjaman viljað taka upp í stjómarskrárnefnd. Hún boðaði að Kvennalistinn myndi leggja fram framvarp um ýmsar tillögur sem fulltrúar hans hefðu komið með í stjómarskrárnefnd en ekki náðst fram. Morgunblaðið/Júltus Klemmdist milli bíls og húss MAÐUR slasaðist illa þegar hann klemmdist milli bíls og húsgafls í gær. Bilun varð í vökvakerfi vörubíls, sem mað- urinn var að vinna við og olli það slysinu. Maðurinn var að vinna við bílinn við bifreiðaverkstæði á Smiðshöfða þegar slysið varð í gærmorgun. Talsverðan viðbúnað þurfti af hálfu lögreglu og slökkviliðs til að losa manninn úr klemm- unni en hann var síðan fluttur á slysadeild til rannsóknar og aðhlynningar. Húshitunarkostnaður á köldum svæðum lækkaður IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og samkvæmt heimild í fjárlögum sam- ið við stjómir Landsvirkjunar, Raf- magnsveitna ríkisins (Rarik) og Orkubús Vestíjarða um auknar nið- urgreiðslur og aukinn afslátt á raf- STJÓRN Landsvirkjunar ákvað á fundi í gær að láta Rafmagnsveitum ríkisins (RARIK) endurgjaldslaust í té aukið yfirafl um rúmlega 10 megawött til 1. maí nk. vegna mik- ils álags á raforkukerfí RARIK. í frétt frá Landsvirkjun segir að nokkuð hafí borið á kvörtunum und- anfarið vegna skerðingar RARIK á orkuafhendingu, m.a. frá gróður- húsabændum og loðnufrystingu. „Á undanförnum vikum hefur mikill kuldi og erfítt veðurfar, eink- um á Austurlandi, leitt til að fram- leiðsla í vatnsaflsvirkjunum Raf- magnsveitnanna er nánast engin. magni til húshitunar. Þessar auknu niðurgreiðslur ríkissjóðs og aukinn afsláttur Landsvirkjunar og Rarik lækka hit- unarkostnað meðalfjölskyldu miðað við algengasta hitunartaxta Rarik um tæplega 7.600 krónur á ári, eða Sérstaklega á þetta við um Lagar- foss en þar er vatnsmiðiun gengin til þurrðar sem er mjög óvenjulegt," segir Landsvirkjun. Hið mikla álag á raforkukerfi Rafmagnsveitnanna vegna rafhitun- ar, loðnubræðslu og loðnufrystingar samfara framangreindum erfiðleik- um í rekstri vatnsaflsvirkjananna hefur neytt fyrirtækið til að beita rofi og umframaflgjaldi í samræmi við ýtrustu gjaldskrár og sölusamn- inga til að fírra fyrirtækið verulega auknum kostnaði við orkuöflun sem lenda mundi á hinum almenna orku- kaupanda." um 8,3%. Svipuð lækkun verður á orkuveitusvæði Orkubús Vest- fjarða. 50 milljónir úr ríkissjóði Landsvirkjun eykur afslátt á raf- magni til hitunar íbúðarhúsnæðis um 9 aura á hverja kílówattstund og Rarik og Orkubú Vestfjarða veita afslátt sem nemur 3 auram á hveija kílówattstund. Niðurgreiðslur og afsláttur á raf- orku til hitunar á sveitabýlum og orku frá rafkyntum hitaveitum verða auknar til samræmis við þessa hækkun niðurgreiðslna. Áðumefnd heimild í fjárlögum ársins 1995 gerir ráð fyrir að semja megi við orkusölufyrirtækin um að- gerðir til að lækka húshitunarkostn- að þar sem hann er hæstur og greiða allt að 50 milljónir króna í mótfram- lag úr ríkissjóði í því skyni. Staðið við fyrirheit Samkomulagið var kynnt í iðnað- arráðuneytinu í gær. Þar kom fram að með þessum aðgerðum hefði rík- isstjórnin staðið við fyrirheit um jöfnun húshitunarkostnaðar sem ríkisstjórnin gaf í yfírlýsingu sinni í tengslum við kjarasamninga. RARIK færyfirafl frá Landsvirkjun Formaður Sérfræðingafélags lækna Hártogun Tryggingastofnunar FORMAÐUR Sérfræðingafélags ís- lenskra lækna, Sigurður Bjömsson, segir að þeir liðlega fjöratiu sér- fræðilæknar sem hafa sagt sig af samningi við Tryggingastofnun vegna tilvísanakerfisins eftir 1. febrúar muni að sjálfsögðu vinna samkvæmt samningnum þar til uppsögn þeirra tekur gildi, þ.e. 1. júní. Þau orð í augiýsingu lækna sem gátu gefíð til kynna að allir hættu 1. maí og orðið hefur Trygg- ingastofnun tilefni til athugasemda hafí ekki verið sett fram til að gefa rangar upplýsingar. í athugasemd Tryggingastofnun- ar er vakin athygli á því að af þeim 257 sérfræðilæknum sem skrifðuðu undir auglýsinguna hafí 35 sagt upp frá og með 1. júní og uppsagn- ir 6 til viðbótar hafi ekki borist stofnuninni. Sigurður segir að um- ræddar sex uppsagnir hafí verið sendar Tryggingastofnun áður en auglýsingin birtist og hefðu allar borist þangað daginn sem stofnunin sendi frá sér athugasemd sína. Tel- ur Sigurður það hártogun hjá Tryggingastofnun að halda því fram að læknar hafi verið að veita almenningi rangar upplýsingar með auglýsingu sinni. Velya athygli á ástandinu Tilgangur auglýsingar sérfræði- læknanna er, að sögn Sigurður Björnssonar, að vekja athygli al- mennings á því ástandi sem skap- ast í þjóðfélaginu með upptöku til- vísanakerfisins. Sýna fólki hvaða læknar séu að segja sig undan samningum við Tryggingastofnun og benda því á stöðu þess eftir að uppsagnimar taka gildi. „ Morgunblaðið/Kristinn BOK Ástu Gunnarsdóttur er líklega ein minnsta bók í heimi. Litlar bækur lesnar í gegnum stækkunargler Morgunblaðið/Júlíus STEFÁN Sigurðsson með litlu Biblíuna. ÁSTA Gunnarsdóttir á ef til vill minnstu bók á íslandi og þó víðar væri leitað. Hún er jafnvel minni en bókin sem sagt var frá í blaðinu i gær, bók Chen Fong- hsien á Tævan, sem talin var ein minnsta bók í heimi og rætt var um að skrá í Heimsmetabók Guin- ness. Stefán Sigurðs- son á einnig afar litla bók. JBún er þó held- ur stærri en bók Ástu. í bók Ástu er „Fað- ir vorið“ skráð á sjö tungumál- um og er lesmálið 3,5 sinnum 3,5 millimetrar að stærð. Hægt er að greina stafina með stækk- unargleri. Bókin er handbundin í leður og skreytt með gyllingu. „Ég sá þessa bók á sýningu þjá Handíða- og myndlistarskólanum fyrir all- mörgum árum og varð svo hrif- in að ég bað kennara við skól- ann um að útvega mér eintak, sem hann svo fékk frá Sviss,“ sagði Ásta. Bók Stefáns er Biblía, nær alit Nýja testamentið. Hún er 206 blaðsíður að stærð og vel hægt að lesa hana með stækk- unargleri. Þegar fréttin um minnstu bók í heimi birtist mældi Stefán bók sína og reyndist hún vera 3,2 sentí- metrar á hæð og 2,8 á breidd. Hún er 9 millimetrar á þykkt. Af myndum að dæma er bók Chen Fong-hsien á Tævan nokkru minni, hún vegur að- eins 0,6 grömm. Stefán safnar Biblíum á ýms- um tungumálum. Sonardóttir Stefáns keypti bókina í Banda- ríkjunum og færði honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.