Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐID VIÐSKIPTI Breytingartillögur við olíugjaldafrumvat'p afgreiddar Niðurfelling þunga- skatts frestast um láár EFNAHAGS- og viðskiptanefnd Alþingis afgreiddi í gær frumvarp um vörugjald af oliu með breyting- Borgin kaupir hol- ræsarör fyr- ir 20 tnillj. BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu gatnamálastjóra um að framlengja samning við Pípu- gerðina hf., um kaup á holræsa- rörum. Gert er ráð fyrir að heildarkaup á árinu 1995 verði 20 milljónir króna. í erindi gatnamálastjóra til stjómar innkaupastofnunar kemur fram að á síðasta ári hafi verið keypt holræsarör af Pípugerðinni hf., samkvæmt samningi. Veittur hafi verið 32% afsláttur frá verðskrá fyr- irtækisins fyrir stærri innkaup og 20% afsláttur fyrir einstakar afhendingar þegar um- minna magn var að ræða. Þá segir að verðlisti fyrirtæk- isins verði óbreyttur frá árinu 1994 og að gert sé ráð fyrir að svo verði áfram út árið 1995. artillögum, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að gildistöku lag- anna verði frestað frá 1, júlí í ár til næstu áramóta. Einnig er gert ráð fyrir að skipuð verði sérstök samráðsnefnd um undirbúning og framkvæmd laganna, en fyrir- komulag breytingarinnar frá þungaskatti til olíugjalds hefur verið gagnrýnd af mörgum aðilum, þar á meðal olíufélögunum. Árni Ól. Lárusson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Skelj- ungs, sagðist vera ánægður með breytingarnar á frumvarpinu, enda væri með þeim komið til móts við óskir olíufélaganna. Það væri þó margt óunnið áður en hægt væri að hrinda svo víðtækri kerfisbreyt- ingu í framkvæmd. Ámi sagði að olíufélögin hefðu ekkert á móti því í sjálfu sér að breyta skattlagningu á díselbfla úr formi þungaskatts í olíugjald; gagnrýnin beindist að vinnubrögð- um og' óraunhæfum hugmyndum um framkvæmd innheimtu. Þegar frumvarpið var kynnt 19. desem- ber sl. hefði það verið gjörsamlega óframkvæmanlegt, enda hefði það verið samið án samráðs við olíufé- lögin, sem ættu þó samkvæmt því að standa í flókinni og kostnaðars- amri innheimtu fyrir ríkissjóð. í greinargerð með upphaflega frumvarpinu hefði verið rætt um að kostnaður við innheimtu skatts- ins minnkaði um 70 milljónir króna við breytinguna, en sannleikurinn væri sá að þeim kostnaði væri ein- ungis velt frá ríkinu yfir á olíufé- lögin og endanlega til viðskipta- manna. 38,5 krónur á lítrann af díselolíu í dag er innheimtur þungaskatt- ur af díselbílum að upphæð 2,1 milljarður króna af 15.000 aðilum en með olíugjaldinu - sem átti að nema 38,50 krónum á lítrann af díselolíu að viðbættum virðisauka- skatti - væri ætlunin að innheimta 5,8 milljarða og endurgreiða síðan um 3,7 milljarða til þeirra sem fengju undanþágu frá innheimt- unni, sagði Árni. Hann gæti full- yrt að sú innheimta yrði ekki ódýr- ari, til dæmis hefði verið gert ráð fyrir að gjalddagar verði 12 í stað tveggja og að olíufélögin greiddu olíugjald af óinnheimtum og töpuð- um_ kröfum. Árni sagði að sér skildist að samráðsnefndin ætti að nota tim- ann fram að gildistöku laganna til að finna þá galla sem enn kynnu að vera á framkvæmd frumvarps- ins og að gera tillögur til haust- þingsins um breytingar á lögunum og að sjá til þess að reglugerð um framkvæmd yrði ásættanleg. 8ala óverðtryggðra ríkl»bréfa slðustu daga Flm. 16. feb.:| o Fös. 17, feb.:| 1 mlllj. kr. Mán. 20. feb.:[J 22 mlllj. kr. Þrl.21.feb.C •/' 600 millj. kr. Miö. 22. feb.:| 10 millj. kr. Fim. 23. feb.:| :Æ 61 miiij. kr. Heimild: Lsndsbrél | SALA óverðtryggðra rikisbréfa til tveggja ára tók mikinn kipp með fréttum um að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði væru í höfn. Á sláritinu sést að viðskiptl voru nær engin dagana fyrir kjarasamninga en tóku síðan gífurlega kipp á þriðjudag. Salan hefur dalað á ný en var þó töluverð í gær, þannig að hugsanlega er aftur komið jafnvægi á markaðinn eftir að ’ óvissunni um kjarasamninga var eytt. Lagafrumvarp komið fram um lífeyrissjóði Kosið verði ísjóðs- stjomir a SAMKVÆMT lagafrumvarpi um stjómun lífeyrissjóða, sem Finnur Ingólfsson og sex aðrir þingmenn Framsóknarflokks hafa lagt fram á Alþingi, mega stjómarmenn og framkvæmdastjórar lifeyrissjóðs ekki eiga sæti í stjórn fyrirtækja sem sjóðurinn á hlut í. í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að kosin sé fimm manna stjórn frá sjóðfélögum lífeyrissjóðs á aðal- fundi og fimm manna varastjórn úr sama hópi. Fram kemur í grein- argerð með frumvarpinu að í nú- gildandi löggjöf sé ekki að finna nein almenn ákvæði um stjórn líf- eyrissjóða eða skipulag og í ríkjandi aðalfundi fyrirkomulagi, sem kemur fram í reglugerðum eða samþykktum líf- eyrissjóðanna, hafi sjóðfélagar ekki beina aðild að stjórnum viðkomandi lífeyrissjóða. Dregið úr hags- munaárekstrum Bann við setu stjórnarmanna eða framkvæmdastjóra lífeyrissjóða í stjórnum fyrirtækja sem viðkom- andi sjóður á hlut í, er að sögn flutn- ingsmanna til að minnka líkur á hagsmunaárekstrum. Upp geti komið tilvik þar sem einstaklingar fá völd í fyrirtækjum án þess að þeir eigi sjálfir í þeim. SKIÐAUTSALA ÍE&TJ&f Ódýrir skíðapakkar, barna, unglinga og fullorðinna Skíði barna verð frá kr. 4.900 Skíði unglinga verð frá kr. 6.900 Skíði fullorðinna verð frá kr. 8.900 Vty* Skíðaskór barna verð frá kr. 3.300 Skíðaskópokarverðfrá kr. 1.190 Leðurskíðahanskar verð kr. 970 Skíðahúfur verð frá kr. 350 - Skiöapokar verð frá kr. 1.900 Skíöasokkar verð frá kr. 690 Bakpokarverðfrá kr. 1.290 ^“*^4SS'tt'st°sl<ur ver^ ttá kr. 590 ___Skíðalúffur verð frá kr. 490 Ódýrir, vandaðir DYNASTAR skíðagallar Barnastæröir 6-16 ára, litir; blár, lilla og svartur. Verö kr. 5.200. Stgr. 4.940. Dömustæröir, litir; grænn, burgundy og blár. É Herrastæröir, litir; dökkblár, svartur og burgundy. (; Verð 7.300. Stgr. 6.935. . Æ . . \ l/erslunin ^ Símar: 35320 & 688860, Æ Æ Æ I 1 Ármúia 40,108 R.vík. ÆmáfmÆmmMmá Big Foot tilboð kr. 6.900. Verðáður 12.500. ELDRI ARGERÐIR AF SKIÐUM OG SKÍÐAVÖRUM Á FRÁBÆRU VERÐI DowJones vísitala yfir 4.000 stig New York. Reuter. DOW JONES vísitalan sló öll met í gær þegar hún fór yfir 4,000 stig í fyrsta sinn, því að almennt er gert ráð fyrir að bandaríski seðlabankinn muni halda vöxtum óbreyttum. Vfsitalan hækkaði í yfir 4,000 stig laust fyrir kl. 10 f.h. að staðar- tíma og einum og hálfum tlma sfðar hafði hún hækkað um 40,71 stig í 4,013.76. Verðbréfamarkaðurinn styrktist við það að Alan Greenspan seðla- bankastjóri sagði í fyrrakvöld að bankinn kynni að halda vöxtum stöðugum meðan draga mundi úr þenslu. Seðlabankinn hefur hækkað vexti sjö sinnum á einu ári til þess að draga úr vexti og halda verðbólgu- þrýstingi í skefjum. „Allir telja að seljabankinn hafi hætt vaxtahækkunum í bili,“ sagði verðréfasali og spáði góðum horfum á næstu vikum. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 6,08 stig í 794,01 og Amex vísitalan um 2,18 stig í 450,67.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.