Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ HELGAR TILBOfl Excellent „Luxus“ boxdýna með tvöföldu gormakerfi og þykkri dýnuhlíf stærö____verö áöur: verö nú: 90x200 26.900 22.900 120x200 34.900 28.900 ; 140x200 36.900 32.900 160x200 42.900 36.900 Vinsælu ullarsokkarnir komnir aftur_____ 3 pör aöeins: 499 kp Barna- frottesokkar 10 pör aðeins: 499 kP h:200 cm, b:150 cm, d:58 cm verð áður: 19.900 Verö nú aðeins: c E sæng verð áður: 2.990 Nú 2 stk. á aðeins: ^►HoUagörðum Skotfunm 13 Reykjarvíkufvegi 72 Norðurtanga 3 £ RoyVjavfk Reykjavik Hainarfirði Akureyrl £ LISTIR VERK eftir Olle Bærtling. Verk Olle Bærtlings í Listasafni Islands FRAMLAG Listasafns íslands til norrænu menningarhátíðarinnar, Sólstafa, sem haldin er á íslandi í fyrsta sinn í tengslum við þing Norðurlandaráðs nú í febrúar, er sýning á verkum hins merka sænska myndlistarmanns Olle Bærtlings. Verður hún opnuð formlega sunnudaginn 26. febrúar af menntamálaráðherra Ólafi G. Einarssyni að viðstöddum forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadótt- ur. í kynningu segir: „Olle Bærtling fæddist í Halmstad í Svíþjóð árið 1911. Hann bjó lengi í París og var einn þeirra listamanna sem hinn þekkti listaverkasali Denise René kom þar á framfæri. Bærtl- ing var einn merkasti fulltrúi konkretmyndlistarinnar sem varð allsráðandi um öll Norðurlönd á sjötta áratugnum. Bærtling fór til Parísar árið 1948, og stundaði um tíma nám hjá Fernand Léger. En það voru kynni hans af listmálaranum Aug- ust Herbin, og fyrir hans tilstilli Salon des Réalitiés Nouvelles sem leiddu Bærtling til hins óhlutlæga málverks strax um 1950. Hann þróaði síðan afar persónulegan stíl með opnum, stórum þríhyrn- ingsformum og óvenjulegu litav- ali. Þessir opnu þríhyrningar við myndjaðarinn, sem Bærtling sjálf- ur kallaði hin „opnu form“, halda áfram að lifa sjálfstæðu lífi utan myndrammans og verða þá um leið hluti nýs veruleika. Bærtling afmarkaði alla litfleti svörtum línum sem eru ekki bein- ar, eins og þær virðast við fyrstu sýn, heldur bogadregnar, enda málaðar fríhendis. Þessar svörtu línur eru mjög mikilvægar í leit listamannsins að innra jafnvægi litflatanna sem hann reyndi stöð- ugt að fullkomna. Mikilvægast í augum Bærtlings var að afmá öll tengsl við umheim- inn í verkum sínum. Myndtjáning- in fólst í spennunni sem skapaðist milli lita og forma. Bærtling gerði einnig stóra skúlptúra úr stálrörum. Þeir jafn- gilda í þrívídd svörtu línunum sem skilja að litfletina í málverkum hans. Á magnaðan hátt fanga þessar línur tómarúmið sem þeir afmarka jafnframt. Bærtling lést árið 1981, sjötug- ur að aldri.“ Sýningin í Listasafni íslands spannar nær þijátíu ár af listferli Bærtlings, frá árinu 1952 til 1980, og eru sýnd bæði málverk og skúlptúrar. Á sýningunni er síð- asta verkið sem Bærtling málaði. Sýningin á verkum Olle Bærtlings kom hingað með styrk frá mennta- málaráðuneytinu. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Á efri hæð hússins stendur enn yfir sýning á Nýjum aðföngum II, en þar eru sýnd ný verk, einkum málverk, sem hafa verið keypt til safnsins. Menningar- verðlaun DV af- hent í 17. sinn MENNINGARVERÐLAUN DV voru afhent í gær í hádegisboði í veislusalnum Þingholti, Hótel Holti, en þetta var í 17. sinn sem Menningarverðlaun DV voru af- hent. Menningarverðlaun DV eru veitt fyrir listsköpun á nýliðnu ári í sjö listgreinum: Bókmenntum, leiklist, tónlist, listhönnun, myndlist, bygg- ingarlist og kvikmyndum. Þriggja manna dómnefndir tilnefndu fyrst aðila sem að þeirra mati komu til greina sem menningarverðlauna- hafar. Eftirtaldir aðilar hljóta Menn- ingarverðlaun DV 1995: Bók- menntir: Sjón; Tónlist: Caput-hóp- urinn; Listhönnun: Jan Davidsson; Myndlist: Ragnheiður Jónsdóttir; Byggingarlist: Dr. Maggi Jónsson; Kvikmyndir: Ari Kristirisson. Sjón fær menningarverðlaunin fyrir bók sína Augu þín sáu mig, Viðar Eggertsson fyrir leikgerð og leikstjórn á frásagnarleiknum Sönnum sögum af sálarlífi systra, Caput-hópurinn fyrir flutning ís- lenskrar og erlendrar samtímatón- listar innan lands og utan, Jan Davidsson fyrir hönnun útifatnað- ar fyrir Sjóklæðagerðina hf., 66 gráður norður, Ragnheiður Jóns- dóttir fyrir mikilfenglegar teikn- ingar á Kjarvalsstöðum, dr. Maggi Jónsson fyrir Fjölbrautaskóla Suð- urlands og Ari Kristinsson fyrir kvikmyndatöku sína á Bíódögum. -----» 4 4---- Stefnumót við Davíð FÉLAG áhugamanna um bókmennt- ir gengst í kvöld, föstudagskvöldið 24. febrúar, fyrir stefnumóti í Skólabæ v/Suðurgötu og hefst dag- skráin kl. 20.30. I kvöld verða haldin fjögur erindi um Davíð Stefánsson og skáldskap hans. Ármann Jakobsson, íslensku- nemi, heldur erindi sem hann nefn- ir: Nokkur alþýðleg orð um breyt- ingaskeið í skáldskap Davíðs Stef- ánssonar, Gunnar Stefánsson nefnir sitt erindi: Hin frjálsi söngvari og Sigríður Albertsdóttir, ræðir m.a. um viðtökur Ijóða Davíðs í erindi sem nefnist: Oft er hlátur innri grátur. Dabbis Buste nefnist svo erindi Þór- arins Eldjárns, rithöfundar þar sem hann fjallar m.a. um bijóstmynd af Davíð sem verður til sýnis í Amt- bókasafninu á Akureyri. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. -----4-4-4---- Tónlistarskóli Rangæinga „Wollemi-furan“ í Gerðarsafni Kennarar o g nemendur leika „WOLLEMI-furan“ er sýning sem opnuð verður í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, laugardaginn 25. febrúar kl. 16. Þar sýna: Eggert Pétursson, Hallgrímur Helgason, Húbert Nói Jóhannsson, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Kristinn G. Harðarson, Kristján Stein- grímur Jónsson, Ráðhildur Ingadóttir, Sigurður Árni Sig- urðsson og Tumi Magnússon. í kynningu segir: „Þessir níu listamenn hófu flestir feril sinn um það leyti sem gagnrýnin á framúrstefnu nútímahyggj- unnar var orðin hávær og við blasti að finna þyrfti ný gildi í myndlist,“ segir í kynningu. Ennfremur segir: „Flest ef ekki öll höfðu þau kynnst kons- eptlistinni á skólaárum sínum og þegar þau fóru að mála á níunda áratugnum mátti greina áhrif frá þessari stefnu því að þau lögðu áherslu á hugsun og merkingu í list sinni. Kveikjan að sýningunni var líka sú að velja saman lista- menn sem telja að hugmynd og hugsun sé undirstaða hins saman TÓNLISTARSKÓLI Rangæinga verður með uppákomu í Hvoli í til- efni af „Degi tónlistarskólanna", sunnudaginn 26. febrúar kl. 15. í kynningu segir: „Skólinn hefur haft það fyrir venju undanfarin ár að slá á léttari strengi þennan dag. Leika þá bæði kennarar og nemend- ur saman og einir sér á hin ýmsu hljóðfæri. Einnig mun lúðrasveit skólans leika nokkur lög, forskóla- börn ætla að syngja og gítarhópur kemur fram.“ -------4-4-4-------- TUMI Magnússon, Kristján Steingrímur Jónsson, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Ráðhildur Ingadóttir, Húbert Nói Jóhannsson og Sigurður Árni Signrðsson. sjónræna og efnislega þáttar í málaralistinni. Nýir miðlar í myndlist sem komið hafa til sögunnar á undanförnum ára- tugum eru taldir hafa aukið möguleika málverksins í stað þess að ganga af því dauðu eins og haldið hefur verið fram. Málverkið er með öðrum orðum lifandi miðill sem nota má til jafns við aðra miðla. Það lifir góðu lífi Iíkt og Wollemi- furan sem nýlega fannst í sam- nefndum þjóðgarði í Ástraliu og var talin útdauð fyrir mörg- um milljónum ára.“ Sýningin, sem stendur til 19. mars, er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18. Að- gangur er 200 kr. Gallerí Greip Síðasta sýn- ingarhelgi Berglindar SÝNINGU Berglindar Sigurðardótt- ur í Gallerí Greip lýkur nú á sunnu- dag, 26. febrúar. Sýningin ber yfirskriftina „Mynd- ir af augnablikum" og eru verkin unnin með olíu- og pastellitum. Þetta er þriðja einkasýning Berg- lindar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.