Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónsmiðja í Gerðubergi FYRSTU tónleikar Tónsmiðju Guðna Franzsonar, klarinettuleik- ara í Gerðubergi, voru haldnir 19. febrúar sl. Á tónleikunum blés Guðni, sem kom fram í gervi tón- smiðsins Hermesar, í ýmis hljóðfæri og lék Þorsteinn Gauti Sigurðsson á píanó. Þátttaka tónleikagesta, sem voru á aldrinum þriggja til tíu ára, reyndist i meira lagi miðað við það sem gérist og gengur meðal gesta á tónleikum í Gerðubergi og ætla Guðni og Þorsteinn Gauti að endur- taka dagskrána í sömu uppfærslu sunnudaginn 26. febrúar kl. 15. í kynningu segir: „í deiglunni er að gera klassískt tónleikahald fyrir böm að föstum lið í starfsemi Menn- ingarmiðstöðvarinnar og hefur Guðni umsjón með fyrstu tónleika- röðinni. Tónsmiðjan hefur að mark- miði að glæða áhuga bama á tón- list, virkja þau til að greina tóna og veita áhrifum þeirra eftirtekt. Hlutverk tónsmiðsins Hermesar í dagskránni er táknrænt og er hug- myndin að honum fengin að láni hjá Forngrikkjum. Í grískum goð- sögnum segir frá því þegar guðinn Hermes smíðar sitt fyrsta hljóðfæri úr skjaldbökuskel og sauðagörnum og uppgötvar að tónarnir búa yfir töfmm sem gera honum kleift að hrífa með sér og breyta hugará- standi þeirra sem verða þess aðnjót- andi að heyra hann spila. Tónsmið- urinn fetar á leikrænan hátt í fót- spor nafna síns ásamt Þorsteini Gauta Sigurðssyni, píanóleikara, næstkomandi sunnudag." Miðaverð er kr. 500 og em allir velkomnir meðan húsrúm leyfír. Á TÓNLEIKUNUM í Gerðubergi um síðustu helgi. VIKAM S4. Barnakór Grensáskirkju -----:------- 1 k •4Bt- Skussavaldur W wt-éd? W:1.4skJCS'! oo 1 Þjóðleikhúsinu 26. febrúar kl. 20.00 sýnir Þjóðleikhús Sama, Beaivvás Sámi Teáhter, leikritið Skuggavald eftir Inger M. Olsen í leikstjórn Hauks J. Gunnarssonar. Aðeins þessi eina sýning. Sric Sricson og kammerkór hans Handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár, Eric Ericson, verður ásamt kammerkór sínum með tónleika í Langholtskírkju 26. febrúar ki. 17.00. Makhnomtshina I leikhúsinu Frú Emilia verður í kvöld kl. 20:00 sýnt leikritið Makhno- vitshina í uppsetningu Ylioppilasteateri frá Finnlandi. Síðasta sýning. mSSSSmm^" finmitwismi til póstmódernisma Norræn höggmyndasýning með verkum eftir Bror Hjorth, Mauno Hartman, Gunnar Torvund og Sigurjón Ólafsson verður opnuð í Listasafni Sigurjóns í dag og í Hafnarborg á morgun, laugardag. Olle (Éœrtling_____________________________________ Sýning með verkum þessa þekkta sænska myndlistarmanns opnar í Listasafni Islands 26. febrúar. t „Þótt hundrað bursar,.. “____________________________ Haukur J. Gunnarsson leikhússtjóri ræðir um vinnu sína með Sömum í Noregi. Samískir listamenn flytja nokkur atriði úr sýningunni „Þótt hundrað þursar..." sem sýnd verður á Akureyri. Þjóðleikhúskj. 27. feb. kl. 20:30. , Jiátídardagskrá______________________________________ Þjóðleikhúsið 28. feb. kl. 19:00. Afhending.tónlistar- og bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. t Jón JCeifs: Sögusinfónían________________________ Sinfóníuhljómsveit íslands í Hallgrímskirkju 2. mars kl. 20:00. JClingjandi mnátta______________________________ Tónleikar á Sólon Islandus í kvöld kl. 21.00 fem og unglingar________________________________ Karlinn í tunnunni - Eldfjörug trúðasýning, full af gríni og gamni Akureyri 27. og 28. febrúar, Möguleikhúsið í Reykjavík 1. til 4. mars. Eins og tungl í fyllingu - Nýstárlegur látbragðsleikur um þróunarsögu mannsins. Möguleikhúsið í Reykjavík 28. febrúar og 1. mars, ísafirði 2. og 3. mars. Kvikmyndasýning í Norræna húsinu - Lína langsokkur, sunnudaginn 26. febrúar, kl. 14:00. Jiönnunardagar 1995_____________________________ Sýningar og fyrirlestrar um hönnun og arkitektúr verða víðsvegar um borgina 23. febrúar til 5. mars. (Éókmenntir_______________________ Stóra, litla land - ísland séð með augum norrænna frænda okkar. Norræna húsinu 27. febrúar kl. 20:30 Jyrirlestrar og málþing___________________________ Fjöldi fyrirlestra verða í Norræna húsinu dagana 24. febrúartil 2. mars. Meðal fyrirlesara er Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Nánari upplýsingar veitir Norræna húsið. Bollukaffi | og söng- skemmtun BARNAKÓR Grensáskirkju stend- ur fyrir bollukaffí og söngskemmt- un í Grensáskirkju sunnudaginn 26. 1 febrúar kl. 15.30. Þar syngur kórinn ásamt gestum og rennur ágóðinn til starfsemi kórsins. Foreldrafélagið býður upp á veitingar á meðan á söngnum stendur. Stjómandi er Margrét J. Pálma- dóttir. -----»-♦ ♦--- Landslag Hlífars Más HLIFAR Már Snæbjömsson myndlistarmað- ur opnar sýn- ingu í sýning- arsal Listhúss- ins í Laugardal laugardaginn 25. febrúar kl. 15. Þar sýnir hann landslags- Hlífar Már stemmningar unnar í olíu. Myndirn- ar em aliar frá síðasta ári. Hlífar er fæddur 1954 og nam við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1981-85. Hann hefur dvalist erlendis undanfarin ár. Sýningin stendur til sunnudags 11. mars. i ----» ♦ ♦ Gríma Eik í Gallerí Umbru NÚ STENDUR yfír sýning Grímu Eikar á öskjum í Gallerí Úmbm við Amtmannsstíg. Öskjumar em í mismunandi stærðum, allar unnar í pappa, hannaðar og málaðar af , listakonunni. Þetta er fyrsta einkasýning Grímu Eikar, en hún útskrifaðist úr textíldeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1990. Sýningin er opin þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-18 og sunnudaga frá kl. 14-18. Henni lýkur miðvikudaginn 8. mars. nn í framtíðina með Novell NetWare 4.1 Mest selda netstýrikerfið í heiminum í dag. NetWare frá Novell. Tæknival Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.