Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ _________LISTIR_______ Myrkir músíkdagar TONLIST Gerðarsaf ni TVÍLEIKAR Einar Kristján Einarsson, gitar. Gerður Gunnarsdóttir, fiðla, Geir Rafnsson, ásl.hljóðf., Martial Nardeau, flauta. Áskell Másson, tónskáld, Þorkell Sigurbjömsson, tónskáld, Láms H. Grímsson, tón- skáld. _ „PARTITA (Nokturne)", kallar Áskell Másson verk sitt fyrir gítar og slagverk, skrifað 1984 og frum- flutt í Norræna húsinu 1985. „Verkið er í einum þætti og hefur að uppistöðu lítið lagrænt frum, auk C- og Cis-dúr tónaraða", segir Áskell um verk sitt í efnisskrá. Satt og rétt er það að þessum uppi- stöðum brá alltaf öðru hvoru fyrir. Fyrir mér voru þó aðal-uppistöðurn- ar sú hljómasinfónía, sem Áskell náði út úr þessum tveim hljóðfær- um. Reyndar er ekki rétt að tala um tvö hljóðfæri, því ásláttarhljóð- færin voru jú mörg sem Geir hafi á sinni könnu. Áskell notar ýmsar aðferðir til að nýta ásláttarhljóðfær- in, m.a. fiðluboga til að stijúka með víbrafóninn, nær við það fram tón- um sem minna á þegar spilað er á sög. Þetta er aðeins ein aðferðin, sem Áskejl grípur til, en sérlega vel kann Áskell að laða fram töfra ásláttarhljóðfæranna, en það kunni reyndar Geir einnig. Fallega hljóm- andi verk og sérdeilis vel spilað af þeim báðum, Geir og Einari. Gerður Gunnarsdóttir virðist mjög góður fiðlari, ef dæma má eftir eina verkinu sem hún tók þátt í á þessum tónleikum, en það var í verki eftir Þorkel Sigurbjömsson, sem hann kallar Vapp, frá árinu 1993. Vapp kallar hann verkið vegna þess, eins og hann segir sjálf- ur í efnisskrá, „mér fannst hreyf- ingar tónanna minna mig dálítið á vapp fugla“. Hvað sem þessari sam- líkingu líður, er um að ræða traust og vel uppbyggt verk, kannske dá- lítið teygður lopinn á kafla, en er áreiðanlega í takt við vapp sumra fugla. „Tis a Stairway not a Street“ eftir Láms Grímsson var síðast á efnisskrá, fyrir gítar og flautu og reyndar mætti bæta hér við, fyrir þijú nótnapúlt og tvo aðstoðar- menn. Hér bættist við Martial Nardeau með flautuna sína og sýndi nú, enn einu sinni, yfirburði á hljóð- pípuna sína. Einar fékk og tæki- færi til að sýna hæfni sína á gítar- inn og saman sýndu þeir frábæran samleik í mjög svo tæknifreku verki Lámsar. Ekki verður því á móti mælt að verkið er líflegt, þétt og heimtar mikla leikni frá höndum flytjenda. Maður hefur á tilfinning- unni að verkið sé unnið, að ein- hveiju leyti, út frá tölvuforskrift, sem gerir það kannske hvorki betra né verra, en verður dálítið miskunn- arlaust, gefur lítil grið, áheyrandinn fær lítinn tíma til að staldra við og staðsetja sjálfan sig og verkið um leið, snögglega er það búið, forritið náði ekki lengra. Eigi að síður var hugurinn límdur við flutninginn, meðan á honum stóð, en hvar á stalli væri tónsmíðin ef ekki stæðu frábærir fiytjendur á bak við? Þetta em spurningar sem seint verður svarað svo allir verði ánægðir, en hvenær verður Rómarsáttmálinn undirskrifaður, sem færir flytjend- unum einnig nokkra aura? Ragnar Björnsson \69 Vtð , , * pr ótrú^e§;, af att besst uu- ÓtruVeSa yiðref11 EITT VERÐ A OLLUM VORUM Morgunblaðið/Ámi Sæberg KEITH John, konsertorganisti. Hallgrímskirkja Breskur konsert- organisti leikur LISTVINAFÉLAG Hallgríms- kirkju stendur fyrir orgeltón- leikum með enska konsertorgan- istanum Keith John, sunnudag- inn 26. febrúar kl. 20.30. Leikin verða orgelverk eftir J.S. Bach, R. Schumann og Oliv- ier Messiaen. Keith John vinnur nú að upptökum við Klaisorgel Hallgrímskirkju á fjölbreyttri efnisskrá fyrir útgáfufyrirtækið Priory Records í Englandi. Á efnisskrá orgeltónleikanna í Hallgrímskirkju eru Prelúdía og fúga í h-moll og Chaconna í d- moll eftir J.S. Bach, síðarnefnda verkið upprunalega fyrir fiðlu í orgelumritun F. Busoni. Tveir keðjusöngvar ópus 56 eftir R. Schumann og Combat de la mort et de la vie eftir Olivier Mess- aien. í kynningu segir: „Keith John er fæddur í Gloucester í Eng- landi og þar söng hann í drengja- kór dómkirkjunnar. Hann fékk styrk til náms í orgelleik við The Royal College of Music í London, þar sem kennarar hans voru Ralph Downes og Bernard Rob- erts. Mikill áhugi á franskri nú- tímaorgeltónlist hvatti hann til náms hjá Jean Guillon auk þess sem hann fékk verðlaun sviss- nesku Master Classes stofnunar- innar. Verkefnaval Johns er fjöl- breytt, einkum er hann þekktur fyrir umritanir sínar á þekktum tónverkum og útgáfum þeirra á geisladiskum. Má þar nefna „vatnamúsík" Handels, Sirkus- polkann og Hnotubijótinn, en síðasttalda verkið hljóðritar hann nú við orgel Hallgríms- kirkju. Upptaka hans á eigin umritun af Myndum á sýningu eftir Moussorgski á hið þekkta orgel í Tonhalle í Ziirich hefur vakið mikla athygli og verið nefnd ein besta umritun þessa fræga verks. Nýlegur geisladisk- ur hans fékk viðurkenningu tímaritsins Gramophone sem orgelupptaka ársins, en þar leik- ur hann nýja orgeltónlist á orgel dómkirkjunnar í Gloucester.“ Tekið skal fram að tónleikarn- ir voru ráðgerðir klukkan 17.00, en vegna kórtónleika Erics Ericssons í Langholtskirkju á þeim tíma ákvað Listvinafélagið að færa sína tónleika til klukkan 20.30. 100 70 40 GB Ókeypis lögfræðiþjónusta í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 ísíma 55 11012. orator, félag laganema.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.