Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Dagskrá um ís- lenska hestinn VIGFÚS Björnsson hefur sent At- vinnumálnefnd Akureyrar erindi þar sem hann kynnir hugmyndir að Bílbeltin björguðu STÚLKA slapp ómeidd eftir að hafa velt bíl sinum & Ólafsfjarð- arvegi, skammt ofan Árskógs- strandar, fyrr í vikunni, Óhappið varð með þeim haetti að bill stúlkunnar lenti utan í ruðningi, kastaðist til og valt nokkuð langt út af veginum. Stúlkunni var ekið til aðhlynn- ingar á heilsugæslustöðinni á Dalvík. Meiðsl hennar reyndust óveru- leg og er talið að bilbelti hafl bjargað að ekki fór verr. skemmti- 'og fræðsludagskrá með íslenska hestinn og kynningu á þjóð- lífi og þjóðháttum í aðalhlutverkl. Gert er ráð fyrir í hugmyndum Vig- fúsar að afnot þurfl að stórri skemmu vegna þessarar dagskrár, Forstöðumanni atvinnuskrifstofu Akureyrarbæjar var falið að ræða við Vigfús um mállð, en hann hafði m.a. spurst fyrir um áhuga nefndar- innar á umræddum hugmyndum. Ferðaátak Atvinnumálanefnd hefur sam- þykkt að veita átakshópi hagsmuna- aðila i ferðaþjónustu 150 þúsund króna styrk vegna ferðaátaks á Akureyri. Hópurinn hafði sótt um 500 þúsund króna styrk, en fram kemur 1 bókun nefndarinnar að frek- ari stuðnlngur sé háður því að gögn berist nefndinni um hvemig til tókst um samskonar verkefni á síðasta ári, [i Morgunblaðið/Hermlna Gunnþóradðttir Afleit tíð o g léleg aflabrögð valda Grímseyingum áhyggjum Krókabátar komist í 5 róðra í febrúar Mörg heimili hafa verið tekjulítil í á fjórða mánuð Grímsey. Morgunblaðið. GRÍMSEYINGAR eru mjög uggandi um sinn hag, krókaleyfísbátar hafa komist í fimm róðra frá þvl þeir komu úr tveggja mánaða stoppi og aflabrögð hafa verið afar léleg. Þess eru dæmi að eyjarskeggjar hafi ver- ið tekjulausir 1 langan tíma. Veðráttan það sem af er vetri hefur verið afleit, en þá sjaldan menn hafa komist á sjó hafa afla- brögðin verið mjög léleg. Litlar tekjur ■ Tveggja mánaða stöðvun króka- leyfisbáta stóð yfir mánuðina des- ember og janúar, tíð var risjótt og aflabrögð mismunandi stærstan hluta nóvembermánaðar og febrúar hefur verið afleitur, krókabátamir komist I fimm róðra allan mánuðinn og lítið fengið. Þeir mega ekki róa um helgina, þó gefi, banndagar em frá föstudegi til sunnudags og þá eru tveir dagar eftir af þessum mánuði, og veðurútlit ekki gott. Það er því Ijóst að eitthvað á fjórða mánuð hafa margir verið tekjulitlir eða jafnvel alveg tekjulausir. Bræludagar nýtist sem banndagar Félagar I smábátafélaginu i Grímsey hittust á fundi I vikunni en þeir eru afar ósáttir við útfærslu banndaganna. Þeir segjast ekki vera á móti banndögum sem slíkum, held- ur vilja m.a. að bræludagar geti nýst þeim sem banndagar. Það sé þeim þymir í augum í svo slæmri tlð sem verið hefur að undanfömu að geta ekki róið þá sjaldan að gef- ur. Aðra hvora helgi verða þeir að vera heima vegna banndaganna. Útgerðarmenn sem eiga báta fá ekki atvinnuleysisbætur, en einhver hluti íbúanna hefur aðgang að slíkum bótum. Eins og tíðin hefur verið það sem af er vetri þegar lítið er hægt að róa og nánast ekkert aflast þegar gefur er þvl ljóst að mörg heimili em tekjulftil eða jafnvel tekjulaus. Snjóbretta- mót á Dalvík Dalvlk. Morgunblaðið. UM síðustu helgi dvaldi níu manna hópur siyóbrettafólks í Böggvisstaðafjalli við Dalvík með það í huga að kynna sér aðstæður fyrir sryóbretti. Hópurinn, sem kom frá Reykjavík, utan einn frá Akureyri var mjög ánægður með aðstæður og viðtökur skíðamanna frá Dalvik og ákveðið hefur verið að halda snjóbrettamót á Dalvík 18. og 19. mars næstkomandi. Keppt verður til verðlauna en markmiðið er fyrst og fremst að kynna íþróttina og fá þá sem stunda siyóbretti til að hittast og eiga skemmtilega helgi. ----»-♦ »-- Kvenna- listi styður kennara KVENNALISTINN á Norðurlandi eystra lýsir fullum stuðningi við kjarabaráttu kennara. í áskorun frá listanum til ríkis- stjómar íslands segir að undanfar- inn áratug hafi uppeldis-, umönn- unar- og fræðsluhlutverk I íslensku þjóðfélagi færst í æ ríkara mæli yfir til skólanna. Samhliða vaxandi kröfum um aukna menntun og ábyrgð hafa kennarar þurft að sæta því að stöðugt er gengið á rétt þeirra til mannsæmandi launa og hafa þeir dregist verulega aftur úr starfs- stéttum sem fyrir nokkrum árum höfðu sambærileg laun. „Kvennalistinn á Norðurlandi eystra lýsir fullri ábyrgð á hendur stjómvalda um hvemig komið er og skorar á þau að sýna vilja I verki og semja hið fyrsta við kennara um laun sem em I samræmi við skyldur þeirra og ábyrgð." Sýningin Sólgin í Lista- safninu LISTASAFNIÐ á Akureyri tekur þátt I „Sóistöfum", menningarhátíð sem haldin er I tilefni fundar Norrænu ráðherranefndarinnar á ís- landi með sýningu á ungum og efnilegum sænskum og dönskum listamönnum. í vestursal safnsins sýna Andres Boqvist, Ann Kristin Lislegaard, Peter Hagdahl og Maria Lindberg. Sýningin verður opnuð á morgun, laug- ardaginn 25. febrúar kl. 16.00. Hún er samvinnuverk- efni milli Listasafnsins á Ak- ureyri, Nýlistasafnsins og Slunkaríkis á ísafirði og kall- ast „Sólgin" (Addicted). Valgerður sýnir í nýjum sal Gallerís Allrahanda VALGERÐUR Hauksdóttir opnar sýningu á myndlistar- verkum unnum I grafík og á pappír I nýjum sýningarsal gallerís AllraHanda, I gamla matsal Hekluhússins á Gleráreyrum á morgun, laug- ardaginn 25. febrúar. Sýning- in verður opnuð kl. 15 og verður opin til kl. 18. Valgerður er fædd í Reykjavík 1966, hún lauk Maser og Fine Arts gráðu í grafík í Bandaríkjunum árið 1983, en hafði áður lokið BA-gráðu í myndlist og tón- list og píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík. Hún hefur kennt við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands frá 1984 og starfar nú sem aðstoðarskólastjóri og kenn- ari við grafíkskor. Þá hefur hún verið formaður félagsins íslensk grafík og verkstæðis- nefndar félagsins. Þetta er sjötta einkasýning Valgerðar, en hún hefur einn- ig tekið þátt I yfir 40 samsýn- ingum víða um lönd. Verk eftir hana í opinberri eigu er einnig að finna víða, heima og erlendis. FLUGLEIDIR^W Aðalfundur Flugleiða hf. Aðalfundur Flugleiða hf verður haldinn fimmtudaginn 16. mars 1995 í Efri þingsölum Scandic Hótels Loftleiða og hefst kl 14.00. Dagskrd: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10 gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við lög nr. 2/1995 um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeildá 2. hœð frá og með 9. mars kl. 14:00. Dagana 10. og 13- til 15. mars verða gögn afgreidd frá kl 09:00 til 17:00 og fundardag til kl. 12:00. Hluthafar eru vinsamiegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12:00 á fundardegi. Stjórn Flugleiða hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.