Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ PltrgiíiniMalíilf STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EIGNARHALD ST J ÓRN ARSKRÁR- BUNDIÐ ÞAÐ ER fagnaðarefni að ríkisstjórnin hefur sam- þykkt að leggja fram frumvarp á Alþingi um að lögfesta í stjórnarskrá, að nytjastofnar við ísland skuli vera sameign þjóðarinnar. Þótt Alþingi hafi nauman tíma til stefnu til þess að afgreiða frumvarpið, er rík ástæða til að hvetja þingheim til að samþykkja frum- varpið. í lögum um stjórnun fiskveiða segir, að fiskimiðin umhverfis ísland séu sameign þjóðarinnar. Raunar er sú málsgrein undirstaða þeirrar miklu umræðu, sem fram hefur farið á undanförnum árum um stjórnun fisk- veiða og nauðsyn þess að breyta því kerfi, sem við nú búum við. Með skírskotun til fyrstu greinar laganna um stjórn- un fiskveiða, þar sem eignarhald þjóðarinnar á auðlind- inni er lögbundið, hefur þess verið krafist, að þeir sem hafa fengið sjósóknarrétt, greiði þjóðinni, eiganda auð- lindarinnar, gjald fyrir veiðileyfin. í frumvarpi ríkisstjórnarinnar segir m.a.: „Nytja- stofnar á hafsvæði því sem fullveldisréttur íslands nær til eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Með því að sam- þykkja frumvarpið og binda í stjórnarskrá, væri Alþingi að festa eignarhald þjóðarinnar f sessi. Talsmönnum gjaldtöku í sjávarútvegi fjölgar stöðugt. Að því mun koma, vonandi fyrr en síðar, að útgerðin greiðir þjóðinni gjald fyrir afnot af auðlindinni. GETA SVÍAR VERIÐ HLUTLAUSIR? RÍKISSTJÓRN Ingvars Carlsson í Svíþjóð hefur ítrek- að hlutleysisstefnu landsins. í þingræðu í fyrradag sagði Lena Hjelm-Wallén, utanríkisráðherra, að vanga- veltur fyrri ríkisstjórnar, sem var undir forystu íhalds- manna, um aðild að NATO eða Vestur-Evrópusamband- inu (VES) ættu ekki lengur við. Svíar myndu heldur ekki snúast nágrönnum sínum til varnar, yrði á þá ráðizt. Vera kann að Svíar geti áfram staðið utan varnar- bandalaga. Hins vegar gengu þeir í Evrópusambandið um áramótin og gerðust þar með þátttakendur í mótun sameiginlegrar utanríkis- og öryggismálastefnu sam- bandsins. Hlutleysi og Evrópusambandsaðild fer ekki saman. Þótt varnarsamstarf ESB-ríkja, í þrengsta skilningi, fari fram á vettvangi VES, eru mikilvægar ákvarðanir í öryggis- og utanríkismálum teknar í sjálfu ráðherra- ráði ESB, þar sem Svíar sitja með fullum atkvæðis- rétti. Þeim mun fleiri stefnumótandi ákvarðanir í örygg- ismálum verða teknar á þeim vettvangi sem það er viður- kennt i ríkara mæli að öryggishugtakið hefur víkkað. Það sýnir til dæmis ný áherzla Evrópusambandsins á að tryggja stöðugleika grannsvæða sinna í Norður-Afr- íku og Austur-Evrópu með þróunaraðstoð. Hjelm-Wallén hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa í ræðu sinni ekki gert grein fyrir því hver væri stefna Svía í utanríkis- og öryggismálum á vettvangi Evrópu- sambandsins. Það er réttmæt gagnrýni, og sýnir fram á þversagnirnar í afstöðu sænsku stjórnarinnar. Á árum áður, þegar hlutleysisstefna Svía lifði góðu lífi, gátu þeir treyst á þann varnarskjöld, sem NATO var Vestur-Evrópu, og ekki sízt hervernd Bandaríkja- manna í álfunni. Nú gera Bandaríkin þá kröfu til Evr- ópu að hún sjái að mestu leyti um varnir sínar og ör- yggi sjálf. í því máli er ekkert ríki eyland, ekki Svíþjóð heldur. Fullyrðingar sænskra stjórnmálamanna um endur- reisn hlutleysisstefnunnar eru því óraunsæjar. Svíþjóð er nú í innsta kjarna vestræns samstarfs og mun deila örlögum sínum með öðrum Evrópuríkjum. Afturhvarf til úreltra trúarsetninga sósíaldemókrata á ekki við í Svíþjóð dagsins í dag; hvorki í þessum efnum né öðrum. NORRÆIMT SAMSTARF Lokaglíman við tilvistar- vandann? Margir telja að þing Norðurlandaráðs, sem hefst í Reykjavík í næstu viku, verði tíma- mótaþing. Olafur Þ. Stephensen telur að þar muni koma í ljós hvort Norðurlandaráði takist að skapa sér alvöruhlutverk í nýrri Evrópu og fínna norrænu samstarfí þar stað. NORÐURLANDARÁÐ var seinasl árið 1990. Nú spá margir ÞING Norðurlandaráðs, það 46. í röðinni, kemur saman í Reykjavík næstkomandi mánudag. Þing Norður- landaráðs á undanförnum árum hafa einkennzt mjög af glímu við tilvistar- vanda Norðurlandasamstarfsins. Fjöldamörg mál, sem verið hafa verkefni norræns samstarfs, hafa flutzt á vettvang Evrópusambands- ins, þar sem þrjú Norðurlönd eiga heima síðan um áramót, eða Evr- ópska efnahagssvæðisins, sem hin tvö eiga aðild að. Þar með hefur Norðurlandasamstarfið orðið síður áhugavert, bæði í augum stjórn- málamanna og almennings. Árangur þess á liðnum áratugum hefur hins vegar verið mikill og fáir vilja kasta þvi fyrir róða. Margir telja þingið í Reykjavík munu verða tímamóta- þing. Nú hafa aðstæður í Evrópu- málunum skýrzt og í Reykjavík mun koma í ljós hvort Norðurlandaráð getur lagað sig að breytingunum og skapað sér alvöruhlutverk í nýrri Evrópu. íslendingar eiga líka mikið undir því að það takist. Öflugt Norður- landasamstarf getur veitt íslending- um áframhaldandi áhrif í öðrum al- þjóðastofnunum og aðgang að upp- lýsingum. Þetta á ekki sízt við um Evrópusamstarfið. Helzti grundvöllur umræðna á Norðurlandaráðsþinginu verður skýrsla svokallaðs „umbótahóps“, sem skipaður er sameiginlega af ráðherranefnd Norðurlanda og Norðurlandaráði til að gera tillögur um breytingar til að blása lífí í Norðurlandasamstarfið. í hópnum sátu af íslands hálfu Sighvatur Björgvinsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, og Halldór Ásgrímsson, sem sæti á í forsætisnefnd Norður- landaráðs. Þrjár stoðir samstarfsins Norðurlanda- samstarf jget ur veitt Is- landi áhrif Skýrsla hópsins er enn ekki opin- ber, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru þar lagðar til grundvallar þijár stoðir Norður- landasamstarfsins. Þar er í fyrsta lagi um að ræða innra samstarf Norðurlandanna á hefðbundnum lín- um, sem einkum og sér í lagi á að taka til menntamála, menningar og rannsókna. í öðru lagi er lögð áherzla á samstarf Norðurlandanna við grannsvæði sín, t.d. ríkin við Eystrasalt og umhverfis Norður- heimskautið. I þriðja lagi — og að því sviðinu beinist mestur áhugi — segja nefndarmenn Norðurlanda- samstarfið munu hvíla á stoð sam- skipta við Evrópusambandið og sam- ráðs um Evrópumálefni. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja stuttlega upp skipulag Norð- urlandasamstarfsins. í fyrsta lagi er um að ræða þingmannasamstarf í Norðurlandaráði. í öðru lagi er norræna ráðherranefndin, sem er samstarfsvettvangur ríkisstjórna Norðurlandanna og hefur hið eigin- lega vald til að gera samninga um norræn samstarfsverkefni og útdeila fé til þeirra. Auk þessa eiga Norður- löndin með sér óformlegt samstarf í ýmsum alþjóðastofnunum, til dæm- is á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Sameiginleg afstaða til mála á vettvangi ESB Nýjasta viðfangsefni Norður- landasamstarfsins, sem eru sam- skiptin við ESB og samráð í Evrópu- málum, er að mestu leyti verkefni norrænu ráðherranefndarinnar. Um- bótahópurinn leggur til að tvisvar á ári, skömmu eftir að formennsku- landið í ráðherraráði Evrópusam- bandsins leggur fram starfsáætlun fyrir sex mánaða formennskutímabil sitt, komi ríkisstjórnir Norðurland- anna saman og ræði hvernig þær geti mótað sameiginlega afstöðu til þeirra mála, sem efst verða á baugi hjá ESB. Þetta skiptir ekki sízt máli fyrir ísland og Noreg, vegna þess að eftir að ákvörðunartökuferli ESB hefst, hafa þessi ríki engin áhrif á útkomuna. Samráð við Norð- urlöndin þijú, sem eru í ESB, er því mikilvægt á þessu stigi. Þegar rætt er við þá, sem vel þekkja til norræns samstarfs, koma reyndar fram efasemdir um að Dan- mörk, Svíþjóð og Finnland muni endast mjög lengi til a.ð ræða innri mál ESB við Noreg og ísland, vegna þess að einhvers konar samkomulag við þau ríki gæti bundið hendur þeirra innan ESB. Engu að síður er --------- hér um að ræða tilraun til að tryggja norrænt samstarf um Evrópumál- in. Þetta samstarf mun sennilega ekki sízt snúa að ýmiss konar lögum og um Norðurlanda verði falið að tryggja áfram samstarf Norðurland- anna, til dæmis á vettvangi Samein- uðu þjóðanna og undirstofnana þeirra. Þetta er eitt af hagsmunamál- um íslendinga, þar sem samvinna við hin Norðurlöndin hefur bæði sparað mikla vinnu og peninga í al- þjóðlegu samstarfi okkar og veitt málstað íslands aukinn þunga á al- þjóðavettvangi. Flokkamir taki forystuna reglum, sem samþykkt verða í ESB og munu síðar verða tekin upp í samninginn um Evrópskt efnahags- svæði. Umbótahópurinn leggur til að Norðurlöndin hafi með sér samráð um framkvæmd þessara reglna, þar sem yfirleitt er gefið nokkurt svig- rúm varðandi framkvæmdina í hveiju landi. Óformlegu samstarfi haldið áfram Hvað varðar þingmannasamstarf- ið í Norðurlandaráði leggur umbóta- hópurinn til að reynt verði að gæða það auknum pólitískum slagkrafti með því að veita flokkahópunum forystu um starfsemi ráðsins, í stað þess að sendinefndir ríkjanna séu í fararbroddi eins og nú er. Þetta er róttæk breyting og á sér meðal ann- ars fyrirmynd í Evrópuþinginu. Hún þýðir að t.d. íhaldshópurinn (þar sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild) og hópur vinstrisósíalista (þar á Alþýðu- bandalagið heima) munu ráða vali í nefndir þingsins og stýra því hvaða mál verða tekin fyrir. Leiðtogar flokkahópanna munu sitja í tíu til fimmtán manna nefnd, sem fer með pólitíska forystu þings- ins, en núverandi forsætisnefnd verður gerð að nokkurs konar stjórn- unarnefnd og fækkað í henni þannig að þar mun aðeins sitja einn fulltrúi hvers ríkis. Nefndum Norðurlanda- ráðs á jafnframt að fækka um tvær samkvæmt tillögunum. Þær fjórar, sem eftir verða, munu fjalla um menningarmál, velferðarmál, um- hverfismál og efnahagsmál. Þvert á þær mun svo ganga fimmta nefndin, sem á að sinna samskiptunum við Evrópusambandið og --------------- grannsvæðin. Ætlunin er að fulltrúar úr fastanefnd- unum og einstakir þing- menn geti tekið þátt í starfi þessarar nefndar. Þá er lagt til að flokka- hóparnir í Norðurlandaráði Flokka fengin 1 í Noi land< efli tengsl við skoðanabræður á Evrópu- þinginu, að nefndirnar leiti sam- starfs við samsvarandi nefndir á vegum Evrópusambandsins og á annan hátt verði reynt að samræma starf Norðurlandaráðs því, sem er að gerast í Evrópusamstarfinu. Fundur um ríkjaráðstefnuna Ein tillaga umbótahópsins er að reynt verði að halda áfram hinu óformlega samstarfi Norðurlanda í ýmsum alþjóðastofnunum. Allir við- urkenna að það er nú í hættu, eftir að meirihluti norrænu ríkjanna gekk í ESB. Þau munu væntanlega frem- ur samræma afstöðu sína með öðrum Evrópusambandsn'kjum. Engu að síður er lagt til að utanríkisráðherr- Ein af tillögunum er sú að Norður- landaráð haldi á þessu ári Evrópu- fund, þar sem Norðurlöndin sam- ræmi afstöðu sína til ríkjaráðstefnu ESB, sem haldin verður á næsta ári. Ætlunin er að þar fái íslending- ar og Norðmenn að leggja orð í belg, þótt þeir eigi enga aðild að ríkjaráð- stefnunni. íslendingar og Norðmenn voru nokkuð tregir til að samþykkja að flokkahóparnir ættu að fá meiri völd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.