Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Frakkar deila innbyrðis vegna brottvísunar njósnara Reynt að beina athygli frá hler- unarhneyksli? ALA.IN Juppé, utanríkisráðherra Frakklands, er ævareiður yfir því að upplýsingum um væntanlegan brott- rekstur fimm bandarískra stjómaer- indreka vegna njósna skuli hafa ver- ið lekið í fjölmiðla, að sögn Reuters. Juppé, sem segir málið of viðkvæmt til að fjalla megi um það opinber- lega, krefst þess að lekinn verði kannaður og sögðu embættismenn utanríkisráðuneytisins að líklega væri sökudólgurinn í ráðuneyti inn- anríkismála. í innanríkisráðuneytinu ræður ríkjum Charles Pasqua innanríkis- ráðherra sem styður Edouard Ballad- ur forsætisráðherra í slagnum um forsetamebættið. Juppé styður á hinn bóginn Jacques Chirac, borgarstjóra A-Þýskaland Hagröxt- urínn 8% Bonn. Reuter. MIKILL hagvöxtur í Austur-Þýska- landi mun draga verulega úr íjár- lagahalla þýska ríkisins á næstu árum en langt er þó í land með, að fjárlögin verði hallalaus. Hag- vöxtur í austurhlutanum er áætlað- ur 8% á þessu ári. Þýskaland er eina iðnríkið, sem getur rakið fjárlagahallann til einn- ar ástæðu, sem er fjárflutningurinn til austurhlutans en aðeins á síðasta ári var hann 7.303 milljarðar ísl. kr. Þá var fjárlagahallinn nokkru minni og raunar miklu minni en spáð hafði verið vegna fjörkippsins, í Austur-Þýskalandi. Hallinn var 6,1% af þjóðarframleiðslu 1993, 4,7% á síðasta ári og spáð er, að hann verði 2% um aldamótin. Parísar. Segja embættismenn Juppé að upplýsingunum hafi líklega verið komið á framfæri til að beina athygl- inni frá símahlerunarmáli þar sem þeir Pasqua og Balladur hafa átt mjög í vök að veijast. Vinstriblaðið Liberation tekur undir þetta, málið hafí verið gripið fegins hendi og eink- um sé hentugt að beita þessu gamla bragði þegar nýja málið sé ekki al- veg úr lausu lofti gripið. Njósnamálið þykir minna á stirða sambúð Bandaríkjamanna og Rússa í kalda stríðinu en ekki vinsamleg samskipti tveggja aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins. Talsmenn Bandaríkjastjómar segja að brott- reksturinn eigi ekki við rök að styðj- ast. Þeir gagnrýna einnig Frakka fyrir að meðhöndla málið með öðrum hætti en tíðkast hafi í samskiptum vinaþjóða. Franskir ráðamenn, þ. á m. Juppé og Balladur, reyndu að gera sem minnst úr deilunni, sögðu að oft kæmu upp mál af þessu tagi, beggja vegna Atlantshafs. Njósnað um kvikmyndastefnu Franska blaðið Le Monde hafði í gær eftir frönskum embættismanni að „fremur þroskuð og fáguð kona“ hefði haft rætt við sig í hanastéli hjá menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, í París og sagst vera yfirmaður almannatengsla hjá öflugum sjóði í Dallas. Maðurinn leyfði frönsku leyniþjónustunni að hlera símtöl sín við konuna. Blaðið The New York Times segir að umrædd kona starfi fyrir banda- rísku leyniþjónustuna, CIA, og njóti ekki diplómatavemdar. Bandaríkja- mennirnir séu sakaðir um að reyna að múta embættismönnum til að veita upplýsingar um afstöðu Frakka í alþjóðlegum viðræðum um viðskipti með kvikmyndir og annað afþreying- arefni, einnig trúnaðarmál er varði frönsk stjómmál og fjarskiptamál. ALLAR meiriháttar byggingarframkvæmdir í írak eru til dýrðar Saddam Hussein. Hér er verið að vígja brú í Bagdad og hafin er bygging mikillar marmarahallar í borginni. Ný skýrsla um mannréttindabrot í írak Ognarstjórnin ein sú mesta sem um getur Lundúnum. The Daily Telegraph. ÓGNARSTJÓRN Saddams Husseins, einvalds í írak, er ein sú skelfileg- asta sem sögur fara af frá því að mannréttindanefnd Sameinuðu þjóð- anna (Sþ) hóf eftirlit með þessum málaflokki. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu sem Max van der Stoel, fyrr- um utanríkisráðherra Hollands, vann fyrir mannréttindanefndina. í skýrslunni segir að sannað þyki að mannréttindabrot hafi færst í aukana á nýliðinu ári í írak og hafi ástandið þó verið skelfilegt fyrir. Hvetur skýrsluhöfundur til þess að eftirlit með mannréttindum verði hert á vegum Sameinuðu þjóðanna í írak og bendir á að samtökin hafi fylgt eftir því að írakar standi við skuldbindingar sínar hvað uppræt- ingu vopnakerfa varðar. Þar með hafi fengist fordæmi fyrir svo ströngu eftirliti. Aftökuaðferðir miðalda Dauðarefsingum er óspart beitt í írak, að því er fram kemur í skýrsl- unni og gjalda bæði raunverulegir og ímyndaðir andófsmenn fyrir skoð- anir sínar með lífi sínu. Pyntingar eru viðteknar og aftökuaðferðir margar hveijar sóttar aftur til mið- alda. í einu tilfelli fengu ættmenni sex manna sem teknir voru af lífi lík þeirra send heim og höfðu augun verið slitin úr þeim. Limir eru óspart hoggnir af smá- þjófum og frá því í júlímánuði hefur hægri höndin verið hoggin af hveij- um þeim sem staðin er að hnupli sem metið er á 600 íslenskar krónur eða meira. í skýrslu utanríkisráðherrans fyrr- verandi segir að svo virðist sem stjómvöld í írak séu stolt af því hamsleysi sem einkenni alla refsi- löggjöfma í landinu og ekkert sé gert til að dylja óhugnaðinn. Tæplega 16.000 saknað Fram kemur að 15.781 manns var saknað við áramót í írak og vita Sameinuðu þjóðirnar ekki til þess að svo margra sé saknað í öðru landi. Tekið er undir það sjónarmið að lífskjör almennings hafi versnað stór- lega vegna refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna. Þess er á hinn bóginn get- ið að Saddam hafi neitað að fallast á tiliögu Sameinuðu þjóðanna þess efnis að frökum verði leyft að selja olíu úr landi að verðmæti 100 millj- arða króna til að unnt reynist að festa kaup á matvælum og lyfjum og standa straum af stríðsskaðabót- um Sameinuðu þjóðunum og Kúveit til handa. Maramarhöll á bökkum Tígris Fullyrt er að vaidastéttin í landinu líði ekki skort. Á sama tíma og haf- in hafi verið herferð í því skyni að fá refsiaðgerðum aflétt hafi stjórn- völd hafið byggingu mikillar marm- arahallar á bökkum Tígrisfljóts í Bagdad. Mun hún ætluð fyrir erlenda fyrirmenn í heimsókn. Þess jj/'qg getið að þúsundir fjöl- skyldna hafi verið neyddar til að flytj- ast á brott úr suðurhluta landsins til að unnt reyndist að ræsa þar fram mýrar. Hin opinbera skýring sé sú að land skorti en raunverulega sé um að ræða ofsóknir á hendur and- stæðingum Husseins. Hœrri vextír á Sparileib 48: Nú bjóöast hærri vextir á Sparileib 48 í íslandsbanka. Sparileib 48 er verbtryggb og bundin í 48 mánubi. Meb því ab gera samning um reglubundinn sparnaö er öll upphœöin laus ab loknum binditíma reikningsins og hvert innlegg nýtur verötryggingar, óháb því hvab þab hefur stabib lengi á reikningnum. Taktu markvissa stefnu í sparnaöi. Þaö borgar sig aö spara á Sparileiöum í íslandsbanka. ÍSLANDSBANKI - í takt vib nýja tíma!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.