Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 7 Stykkishólmsbær Ekki þörf á að kjósa nýja sveit- arsljóm FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ tel- ur að eFíbúar Stykkishólmsbæjar samþykkja sameiningu Helgafells- sveitar og Stykkishólms í endurtek- inni atkvæðagreiðslu sé ekki þörf á að endurtaka kosningu sveitar- stjórnar. Sveitarstjómin sem kosin var 1. október í fyrra geti því starf- að áfram til loka kjörtímabilsins. Félagsmálaráðuneytið óskaði eft- ir áliti ríkislögmanns um þetta at- riði. í bréfi ráðuneytisins til bæjar- stjórnar Stykkishólmsbæjar segir að Hæstiréttur hafi einungis dæmt kosningu um sameiningu Helga- fellssveitar og Stykkishólmsbæjar, sem fram fór 16. apríl 1994, ógilda, en ekki kosningu sveitarstjórnar, sem fram fór 1. október sl. Ráðuneytið telur að verði tillaga um sameiningu sveitarfélaganna samþykkt þurfi því ekki að kjósa nýja sveitarstjóm. Ef tillaga um sameiningu verði felld þurfi hins vegar að kjósa nýjar sveitarstjóm- inr í báðum sveitarfélögunum. Ólafur H. Sverrisson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, sagði að bæjar- stjómin muni fljótlega taka ákvörð- un um hvenær kosningin færi fram, en hann sagðist telja líklegt að kosið yrði 8. apríl, samhliða þing- kosningum. -----♦ ♦ 4---- Klæðning átti lægsta tilboð TILBOÐ í lagningu Norðurlands- vegar um Garðagrundir hafa verið opnuð hjá Vegagerð ríkisins. Klæðning hf. í Garðabæ átti lægsta tilboð, 9.746.000 krónur, eða tæp- lega 72% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 13.585.100. Arnarfell hf. á Akureyri bauð 9.980.100 kr. í verkið, Sniðill hf. í Mývatnssveit bauð 10.684.000 krónur, Jarðverk á Dalvík bauð 10.739.400 krónur, Borgarverk hf. í Borgarnesi 10.926.000 kr. og Jarðverk hf., Nesi í Fnjóskadal, bauð 11.544.100 krónur. -----♦ ♦ ♦---- Erindi Drafn- ar hf. hafnað BÆJARRÁÐ Hafnarf'jarðar sam- þykkti samhljóða á aukafundi í vik- unni að ekki yrði unnt að verða við erindi Drafnar hf., skipaþjónustu, um kaup á hlutabréfum í fyrirtæk- inu. Að sögn Magnúsar Gunnarsson- ar formanns bæjarráðs, gat bæjar- ráð ekki orðið við erindinu eins og það hafi verið lagt upp. Farið hafi verið fram á að bæjarsjóður kæmi inn í fyrirtækið, en það sé ekki nægilega vel statt fjárhagslega að mati bæjarins. „Við sáum okkur ekki fært að taka þátt í því,“ sagði hann. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Morgunblaðið/RAX Tjón á skíðalyftum ísfirðinga Viðlagatrygging borgi bætur HEILBRIGÐIS- og trygginganefnd Alþingis leggur til að Viðlagatrygg- ingu Islands verði gert með lögum að greiða Ísafjarðarkaupstað 90 millj- ónir króna í bætur vegna tjóns sem varð á skíðalyftum á Isafirði í snjó- flóðum veturinn 1994. Skíðalyftumar voru ekki tryggðar þegar tjónið varð. í nefndaráliti heil- brigðis- og trygginganefndar kemur fram að ekki sé talið rétt að lögfesta afturvirkt ákvæði sem byggist á því að munir séu tryggðir eftirá, eins og fmmvarp til laga um Viðlagatrygg- ingu gerði í fyrstu ráð fyrir. Því sé lagt til að kveðið verði á um tiltekna eingreiðslu úr sjóðum Viðlagatrygg- ingar í þessu afmarkaða tilfelli. Fram hafði komið hjá stjóm Við- lagatryggingar að hún myndi ekki greiða tjónið á skíðalyftunum nema mælt yrði fyrir um það með lögum. ÁRGERÐ1995 Sama verð á Volvo440/460 en keppinauturinn hækkar um VOLVO BIFREIÐ SEM ÞÚ GETUR TREYST Áriö 1994 seldust 131 Volvo 440/460 en 162 Toyota Carina E.* Þetta setur Volvo 440/460 í annað sæti yfir mest seldu bíla á (slandi í þessum stæröarflokki. * Heimild Bifreiðaskoöun íslands Á þessu ári verður verður einn stór munur á þessum tveimur tegundum: Volvo 440/460 verður á sama verði og í fyrra en Toyota Carina E hækkar í verði um 130.000 kr. Eitt núll fyrír Volvo! Mynd: Volvo 460, ólfetgur og sóllúga ekkl Innlfallð í verðl. Fjölbreyttir lánamöguleikar - lán til allt að 5 ára Framhjóladrifinn a m m q prjri Volvo 440/460 kostar frá I /f40.UUU kr. RAOCRBIÐSLUR TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA vrsA ni allt aö 24 mánaöa SPARISJÓÐIRNIR E BRIMBORG FAXAFENI 8 • SlMI 91- 685870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.