Morgunblaðið - 07.03.1995, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.03.1995, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 17 Fjarskipti Gervihnatta- símar á góð- an rekspöl New York. Reuter. FYRIRTÆKIÐ Iridium, sem hygg- ur á þjónustu með gervihnattasíma, hefur yfirtigið flestar erfiðustu hindranir, sem staðið hafa í vegi fyrir fyrirætlunum þess, og stefnir að því að tryggja sér fjölmennan hóp viðskiptavina og öruggan hagnað. Iridium hyggst koma 66 gervi- höttum á braut nálægt jörðu til þess að auðvelda viðskipti milli staða víðs vegar í heiminum með handhægum gervihnattasímtækj- um. Fyrirtækið ráðgerir að koma sér upp 1.5 milljónum viðskiptavina á þremur árum eftir að þjónusta þess hefst í desember 1998. Símtalið á að kosta 3 dollara mínútan og gengið er út frá því að fyrirtækið beri sig áður en það eignast milljónasta viðskiptavininn. „Við komum slétt út, þótt not- endur verði innan við eina milljón," sagði Robert Kinzie, stjórnarfor- maður og forstjóri. Hindranir yfirstignar Erfiður farartálmi var yfirstiginn í Bandaríkjunum í janúar þegar fyrirtækið hlaut samþykki Alrík- isfjarskiptanefndarinnar. Eina reglugerðarhindrunin sem nú er eftir er leyfi í hvetju landi til þess að nota gervihnattasímtæki. Fyrirtækið hefur aðsetur í Wash- ington, D.C., og þrátt fyrir allar hrakspár hefur því tekizt að afla 1.6, milljarða dollara hjá fjárfest- ingarfyrirtækjum víða um heim. Reynt er að afla 2.4 milljarða doil- ara til viðbótar með lánum, en áhugasömum einstaklingum gefst ekki kostur á að eignast hlutabréf fyrr en fyrirtækið verður komið á traustan grundvöll. Iridium hyggst notar Delta-eld- flaugar frá McDonnell Douglas, rússneskar Protonflaugar og kín- verskar flaugar af gerðinni Long March til þess að skjóta gervihnött- um á braut frá 1997. Kinzie er vongóður um að áætlanir Iridiums standist, þótt tilraunir til að skjóta gervihnöttum nokkurra annarra aðila hafi farið út um þúfur að undanförnu. Einstakt tækifæri til að hlýða á einn fremsta sérfræðing Bandaríkjanna á sviði þjónustugæða fjalla um: 50 ÁHRIFARÍKAR AÐFERÐIR TIL AÐ AUKA ÞJÓNUSTUGÆÐI OG HALDA í VIÐSKIPTAVINI Vegna mikillar aðsóknar hefur verið bætt við aukanámstefnu með dr. Timm að morgni fimmtudagsins 9.mars, 1995. Uppselt er á áður auglýsta námstefnu síðdegis: NÁMSTEFNUR IAJSAL HÓTEL SÓGU. fimmtudaainn 9.mars. 1995: Námstefna kl. 08:30 -12:30 SKRÁNING STENDUR YFIR Námstefna kl. 13:00 - 17:00 UPPSELT. NOKKUR SflETI LAUS. Allir þátttakendur fá samnefnda bók dr. Timm í íslenskri útgáfu. Innifalið í námstefnugjaldi er bókin, mappa með námsgögnum og síðdegiskaffi. Almennt verð: kr. 14.900 • SFÍ verð: kr. 12.665 SKRANING & UPPLÝSINGAR: 562 1066 3+1 Ef þrír eru skráðir frá sama fyrirtæki fær fjórði þátttakandinn FRÍTT. 7+3 Ef sjö eru skráðir frá sama fyrirtæki fá þrír til viðbótar FRÍTT. ▲ Stjörnurtarféiag íslands Nýjumg frá Sj öva-AliTren nutiy Ef þú sameinar tryggingar þínar í STOFNI geturðu fengið allt að 20% afslátt af iðgjöldum og auk þess 10% af þeim endurgrcidd. Hjá Sjóvá-Almennum geturðu nú raðað saman tryggingum og myndað STOFN sem er samheiti yfir allar tryggingar heimilisins. Kjaminn í STOFNI er ávallt Fjölskyldutrygging en til viðbótar velurðu þær tryggingar sem fjölskyldan þarfnast. Með STOFNI öðlastu góða yfirsýn og líkur á gloppum í tryggingavemdinni minnka til muna. Lyf ESBsam- þykkir tilboð Glaxo Briissel. Reuter. EVRÓPU S AMB ANDIÐ hefur samþykkt tilboð brezka lyfjafyrir- tækisins Glaxo í keppinautinn Wellcome. Framkvæmdastjórn ESB sagði að fyrirtækin bættu hvort annað upp á markaðnum og samruni þeirra bryti ekki í bága við reglur. Stjórnin gaf þó Glaxo fyrirmæli um að heimila framleiðslu á mí- grenulyfinu Imigran eða svipuðum lyfjum, sem Glaxo og Wellcome kynnu að innleiða á markað í fram- tíðinni. Forsvarsmenn Wellcome hafa þó ekki gefið upp alla von um að „hvít- ur riddari“ komi fram á síðustu stundu eða fyrir 8. mars með væn- legra tilboð fyrir hluthafa sína, sem þeir geti þá tekið fram yfir tilboð Glaxo. Beinist athyglin einkum að öðru bresku fyrirtæki, Zeneea Gro- up, sem taldið er hafa hugleitt sam- einingu við Wellcome á síðasta ári. Orðrómur hefur verið á kreiki að forsvarmenn þess hafi setið alla helgina með ráðgjöfum sínum og kannað til þrautar hvort fyrirtækið gæti boðið betur. STOFNI fylgir einnig margs konar forgangsþjónusta: Bónusvernd í Ábyrgðartryggingu ökutækis BFrir bílalcigubíll meðan gert er við bíl vegna kaskótjóns Tjónaþjónusta allan sólarhringinn j| I.ægri kostnaður af bílalánum Áskrift að fréttablaðinu Bót í máli g* Persónuleg ráðgjöf STOFN er án efa skynsamleg lausn enda sameinar hann hámarksöryggi og lágmarkskostnað. Starfsfólk Sjóvá-Almennra er boðið og búið að laga hann að þörfum þínum og óskum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.