Morgunblaðið - 07.03.1995, Side 20

Morgunblaðið - 07.03.1995, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hollensk samsteypa veitir 69 milljörð- um í gjaldþrota banka í Bretlandi ING bjarg- ar Barings London. Reuter. HOLLENSKA banka- og trygg- ingasamsteypan ING hyggst kaupa Baringsbanka, sem varð gjaldþrota vegna áhættuviðskipta starfsmanns í Singapore, og veita jafnvirði 69 milljarða króna í bankann svo hann geti haldið áfram starfsemi sinni. Aad Jaeobs, stjórnarformaður ING, sagði þetta mikilvægan lið í út- þensluáformum samsteypunnar. „Ég er mjög ánægður. Þetta fell- ur frábærlega inn í áætlanir okkar og tryggir okkur feykilegan vöxt,“ sagði Aad Jacobs. „Ég ætla nú að fá mér glas af kampavíni - eða kannski nokkur." Samkomulag náðist seint á sunnudag milli stjórnenda Barings og ING (Intemationale Nederland- en Groep) eftir að hollenski bankinn ABN AMRO og bandaríska verð- bréfafyrirtækið Smith Bamey höfðu boðið í hluta bankans. ING ætlar ekki að breyta nafni Baringsbanka, sem hefur verið rek- inn í 233 ár, og 4.000 starfsmenn hans halda atvinnunni. ING kaupir nánast öll fyrirtæki Barings, eignir og skuldir. „Eftir endurskipulagningu og afskráningu lána mun Baringsbanki hafa vara- sjóð upp.á 200 milljónir sterlings- punda [21 milljarð króna], sem ING er sannfært um að nægi,“ sagði talsmaður Barings. Búist er við að bankinn fari að skila ING arði þeg- ar á næsta ári. Kenneth Clarke, fjármálaráð- herra Bretlands, kvaðst ánægður með samkomulagið og sagði það réttlæta þá ákvörðun hans að ríkið kæmi ekki bankanum til bjargar. Leeson sendi afsagnarbréf Bretinn Nick Leeson olli Barings- banka jafnvirði 60 milljarða króna tapi með áhættuviðskiptum sínum í Singapore. Dagblaðið The Busi- ness Times skýrði frá því i gær að Leeson hefði sent fax í útibúið í Singapore föstudaginn 24. febrúar þar sem hann kvaðst vera á barmi taugaáfalls og tilkynnti afsögn sína. „Eg biðst innilega afsökunar á þeim vanda sem ég hef valdið ykk- ur,“ sagði í faxinu. „Það var hvorki ætlun mín né ásetningur að þetta skyldi gerast en álagið, bæði í starfí og einkalífí, er orðið meira en ég get þolað og hefur að mati iæknis bitnað svo á heilsunni að tauga- áfall er yfírvofandi." Yfírmenn útibúsins í Singapore höfðu ekki staðfest fréttina í gær. Viðvaranir allt frá 1992 Goh Chok Tong, forsætisráð- herra Singapore, sagði á sunnudag að stjórnendur Barings gætu sjálf- um sér um kennt hvernig fór, bank- inn hefði orðið gjaldþrota vegna „skorts á innra eftirliti". Embættismenn í Singapore skýrðu frá því um helgina að bank- inn hefði allt frá árinu 1992 verið varaður við því að hann kynni að lenda í ógöngum vegna áhættuvið- skipta Leesons. Englandsbanki og bresk stofnun, sem rannsakar al- varleg fjársvikamál, rannsaka nú hvemig Leeson gat gert saminga upp á 1.800 milljarða króna án þess að stjómendur bankans gripu í taumana. : fíy; - ***L.i»r' jjpaNt# IS*.* Reuter ÍBUI Sarajevo hleypur meÖ son sinn framhjá frönskum friðar- gæsluliðum eftir að leyniskytta hóf skothríð á sporvagn. Ný ál- ver ekki ráðleg Varað við verðlækk- un vegna smíði vera í Persaflóaríkjum Abu Dhabi. Reuter. VERÐI áætlanir um smíði nýrra álvera í Persaflóaríkjum að veru- leika, er hætt við, að álverðið lækki í kjölfarið. Kemur þetta fram í skýrslu frá Iðnaðarbanka Samein- uðu arabísku furstadæmanna, EIB. í Persaflóaríkjum eru nú tvö álver, í Bahrain og Dubai, og er fýrirhugað að stækka þau bæði. Auk þess eru áætlanir um 300.000 tonna álver í Qatar og annað jafn stórt í Kúveit og í Saudi-Arabíu hafa tvö álver verið á teikniborðinu í nokkum tíma. Háð sveiflum í skýrslu bankans er varað við smíði nýrra álvera þar sem hún geti gert hvorttveggja í senn að lækka verðið á áli og gera ríkin háð sveiflum á þessum markaði. Miklu viturlegra sé að auka fram- leiðslugetu þeirra vera, sem fyrir eru. Álverðið komst í 2.181 dal á tonnið í janúar og hafði þá ekki verið jafn hátt í fjögur ár. A föstu- dag var það komið niður í 1.908 dali. Utanríkisráðherra Bosníu gagnrýnir Sameinuðu þjóðirnar Varað við allsherjarstríði London. Reuter. IRFAN Ljubijankic, utanríkisráð- herra Bosníu, sagði í gær að hætta væri á að allheijarstríð blossaði upp að nýju í landinu þar sem friðarum- leitanir fímmveldanna svokölluðu hefðu siglt í strand. Utanríkisráðherrann er í London til að ræða við breska ráðamenn um hvernig bregðast eigi við and- stöðu Slobodans Milosevie, forseta Serbíu, við að viðurkenna sjálfstæði Króatíu og Bosníu. Ljubijankic sagði að fímmveldin, sem hafa beitt sér fýrir friði í Bosníu - Bandarík- in, Rússland, Þýskaland, Bretland og Frakkland - væm komin í tíma- þröng þar sem tveggja mánaða vopnahlé í Bosníu félli úr gildi 30. apríl. Sameinuðu þjóðirnar auðmýktar Fimmveldin hafa boðist til þess að aflétta refsiaðgerðum gegn Serbíu ef Milosevic viðurkenndi sjálfstæði Króatíu og Bosníu. Serb- neski forsetinn hefur hafnað tilboð- inu og sagt að fyrst yrði að aflétta refsiaðgerðunum án skilyrða. „Það eina sem Milosevic skilur er valdbeiting," sagði Ljubijankic og hvatti til þess að íþrótta- og menningarsamskipti við Serbíu yrðu bönnuð að nýju. Bosníski utanríkisráðherrann sakaði Sameinuðu þjóðirnar um aðgerðaleysi í Bosníu-málinu og sagði Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, hafa auðmýkt sam- tökin. „í fyrra var okkur sagt að fimm- veldin myndu sniðganga Karadzic... en eftir heimsókn Jimmys Carters, fyrrverandi for- seta, til Pale [höfuðstöðva Bosníu- Serba] var enn einu sinni haft sam- band við hann í von um að hann féllist á tilslakanir. Karadzic svar- aði þessu með því að herða á kröf- um sínum. Sameinuðu þjóðirnar voru auðmýktar," sagði Ljubijankic og bætti við að samtökin ættu að aflétta vopnasölubanninu á Bosníu- stjóm ef Bosníu-Serbar undirrituðu ekki friðaráætlun fímmveldanna fyrir lok apríl. 10-14 Við bjóðum til dúkaveislu aðeins þessa einu viku! Komdu og erðu einstök kaup! Teppaland tD Parketland Grensásvegi 13, sími 581 3577 og 588 1717

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.