Morgunblaðið - 07.03.1995, Síða 32

Morgunblaðið - 07.03.1995, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RÍKISFJÁRMÁL RÍKISSTJÓRNIN varð að hverfa frá upphaflegri stefnu sinni um hallalaus fjárlög vegna stórfellds niðurskurðar á þorskafla og almenns efnahagssam- dráttar. Hún hefur háð varnarbaráttu í efnahags- og fjármálum nær allan valdatíma sinn og það var fyrst á síðari hluta liðins árs sem tók að birta til í efnahags- málum. Við þessar aðstæður var borin von, að takast mætti að reka ríkissjóð hallalausan. Ríkissjóðshallinn var 14 milljarðar króna árið, sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks tók við. Hann var kominn niður í 7,6 milljarða á sl. ári. Hall- inn var 12,5% af heildartekjum ríkissjóðs 1991, en um 6,8% á síðasta ári. Skuldir ríkissjóðs höfðu hins vegar tvöfaldast á sama tíma, voru tæpir 65 milljarðar 1991, en voru orðnar um 128 milljarðar í fyrra. Þetta er alvarlegasta arfleifð samdráttaráranna. Ný ríkisstjórn þarf að taka hér til hendinni á næsta kjörtímabili, stöðva hallareksturinn og hefja niðurgreiðslu skuld- anna. Slíkt á að vera kleift með vaxandi efnahagsum- svifum. Nauðsynin sést bezt á því, að ca 12 krónur af hveijum 100 sem ríkissjóður aflar eru bundnar til vaxtagreiðslna. Fénu væri að sjálfsögðu betur varið til annars og ekki bætir úr skák, að verulegur hluti vaxtagreiðslnanna fer til útlendinga. Þrátt fyrir þetta hefur ríkisstjórnin náð verulegum árangri í ríkisfjármálum. Sjálfvirk útgjaldaaukning hefur verið stöðvuð, en útgjöldin hafa tilhneigingu til að vaxa um 3-5% á ári, m.a. vegna fjölgunar lands- manna. Útgjöld til landbúnaðarmála hafa minnkað mest, eða um fjóra milljarða, en einnig er mikilvægt að útgjaldasprenging heilbrigðis- og tryggingakerfis- ins hefur verið stöðvuð. í úttekt Morgunblaðsins sl. sunnudag um ríkisfjármálin kemur m.a. fram hjá Hall- dóri Árnasyni, skrifstofustjóra fjárlagadeildar, að tek- izt hafi að ná fram 11,5-12 milljarða sparnaði á ári, eða 36-39 milljarða sparnaði á kjörtímabilinu öllu. Þá er miðað við, hver kerfislæg útgjaldaaukning hefði orðið án sparnaðaraðgerða. Dæmi um þróunina má sjá af því, að útgjöld ríkissjóðs voru 125,5 milljarðar árið 1991, en voru 120 milljarðar á sl. ári. Þegar þetta er haft í huga er það sanngjarnt mat, að ríkisstjórnin hafi náð verulegum árangri í því að hemja ríkisútgjöldin. Enginn gat séð fyrir vorið 1991 þann gífurlega niðurskurð þorskafla sem varð eða hversu lengi efnahagssamdrátturinn stæði. ÖRYGGI BORGARANNA GLEYMUM ÞVÍ ekki, sagði Halldór Blöndal land- búnaðar- og samgönguráðherra í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag, að ræningjaflokkar og eitur- lyfjabraskarar vaði uppi í Reykjavík! Þetta eru stór orð, en því miður ekki út í hött. Það telst ekki til undantekninga, þvert á móti, að brotizt sé inn í bíla, íbúðir og verzlanir, rænt og ruplað. Það er og liðin tíð að fólk geti gengið óhult um götur borg- arinnar í kvöldhúmi. Jafnvel í dagsbirtu er fólk barið til óbóta og rænt. Fjölmiðlar greina iðulega frá með- ferð og sölu eiturlyfja. Landasala til ungmenna er daglegt brauð. Siðmenntaðar þjóðir leggja réttilega vaxandi áherzlu á varðveizlu umhverfisins — sem rammans'um mannlíf- ið. En ramminn sá er ofinn úr fleiri þáttum. Einn þeirra, og ekki sá veigaminnsti, felst í þeim samskiptareglum, stem samfélagið setur þegnum sínum, og hvern veg þeim er fylgt eftir af til þess bærum aðilum. Þegar svo sverfur að öryggi almennings sem raun er á orðin hér á höfuðborgarsvæðinu, er tímabært að athuga, hvort ekki þurfi að herða aðhald, eftirlit og viðurlög. Almenningur, borgaryfirvöld, löggjafi og löggæzla þurfa að leggjast á eitt um að tryggja öryggi fólks. í þeim efnum duga engin vettlingatök. Baráttan um Osvör hf. í Bolungar Látíð reyna á lög sölunnar til Heim; Menn sem leggja áherslu á að Bolvíkingar — ráði sjálfir kvóta Osvarar komu í veg fyrir það um helgina að bæjarstjóm gæti tekið afstöðu til tilboðs Bakka hf. í Hnífsdal um kaup á meirihluta fyrirtækisins samhliða vil- yrði um að efla atvinnustarfsemi í bænum. Forseti bæjarstjómar er ósáttur við gang mála og telur koma til greina að láta kanna lögmæti sölu hlutafjárins sem setti bæjarsjóð í minnihluta í félaginu. AGÚST Oddsson, forseti bæj- arstjórnar Bolungarvíkur, segist vera afar ósáttur með að bæjarstjórn skuli hafa verið sett til hliðar í Ósvör hf. með þeim hætti sem gerðist um helg- ina og forsendunum kippt undan því að hún gæti tekið afstöðu til kauptil- boðs Bakka hf. í Hnífsdal í hlutafé bæjarins. Hann segir að til greina komi að láta kanna lögmæti sölu hlut- afjár Ósvarar hf. til hins nýstofnaða hlutafélags Heimaafls,lögrnaður bæj- arfélagsins hafi talið að heimild til sölunnar væri úr gildi fallin. Vildi efla atvinnulíf í Bolungarvík Rækjuverksmiðjan Bakki hf. í Hnífsdal sendi bæjarstjórn á þriðjudag ákveðið kauptilboð í 35 milljóna króna hlut bæjarins, sem þá var meirihluta- eigandi hlutafélagsins, og bauðst til að-kaupa bréfin á nafnverði. Forsend- ur Bakka fyrir kaupunum voru þær að svokölluð Vestijarðaaðstoð fengist en talið hefur verið að hún gæti num- ið 80 milljónum. Bakki ætlaði að leggja fram 50 milljóna króna nýtt hlutafé í Ósvör og aflaheimildir að markaðsverði 57 milljónir. Það var einnig skilyrði Bakka að það tækist að lækka skuldir Ósvarar um allt að 150 milljónir kr., meðal annars með því að þjónustuaðilar breyttu skuldum hlutafé. Einnig að veðkröfuhafar Ósvarar breyttu veðlánum þannig að þau yrðu að jafnaði afborgunarlaus næstu tvö ár og greiddust síðan á tólf árum. Vaxtakjör yrðu jafnframt endurskoðuð. Bakki Iýsti því yfír að fyrirtækið myndi leitast við að tryggja öfluga atvinnustarfsemi í Bolungarvík á næstu árum meðal annars með því að tryggja að heimilisfesti og rekstur Ósvarar hf. yrði áfram í Bolungarvík, að veiðiheimildir yrðu ekki seldar af staðnum umfram það sem talist gæti nauðsynlegt og eðlilegt til að styrkja sem traustastan rekstur í Bolungar- vík, að löndun eigin skipa og við- skiptabáta Bakka hf. og Osvarar hf. yrðu að jafnaði í Bolungarvík í fram- tíðinni og að með kaupum á frysti- húsi og fastafjármunum Þuríðar hf. yrði vinnsla efld. Bæjarsjóður missir meirihlutann Á laugardagskvöldið gerðist það síðan að sextán aðilar og fyrirtæki í Bolungarvík tóku sig til og stofnuðu félag sem þeir kalla Heimaafl og keyptu 22 milljóna króna óseldan hlut í Ósvör hf. á nafnverði. Þar með breyttust valdahlutföllin í félaginu, bæjarsjóður sem fyrir helgi átti liðlega 60% hlutafjár átti nú aðeins tagp 44%. Eftir þennan gjörning Heimaafls- manna er hlutafé Ósvarar nú 80 millj- ónir og skiptist þannig að bæjarsjóður á 35 milljónir kr., Heimaafl 22 milljón- ir og aðrir aðilar í Bolungarvík 23 milljónir kr. Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var á sunnudag og boðaður var til að, taka afstöðu til tilboðs Bakka hf. var samþykkt bókun þar sem meirihluti bæjarstjórnar viðurkenndi efnislega þá staðreynd að bæjarsjóður hefði ekki lengur meirihluta í Ósvör og því væri ekki hægt að taka afstöðu til eða afgreiða kauptilboð Bakka hf. Fulltrúar Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags í bæjarstjórninni lögðu fram hvor sína tillögu þar sem lagt var til að leitað verði eftir því hvort þær niðurfellingar á skuldum Ósvarar sem loforð lágu fyrir vegna tilboðs Bakka stæðu Bolvíkungum til boða eftir þessar breytingar á félaginu. „Nauðvörn heimamanna" Lárus Benediktsson, stjórnarmaður í Verkalýðsfélagi Bolungarvíkur og einn þeirra manna sem stendur að Heimaafli hf., segir í samtali við fréttaritara að stofnun félagsins og kaupin á hlutabréfunum í Ósvör hafi verið nauðvörn heimamanna til að tryggja áframhaldandi yfírráð yfír veiðiheimildum Ósvarar og koma í veg fyrir brask með fjöregg byggðarlags- ins. „Fólk óttast að fela einum aðila yfírráð yfir 80 til 90% af veiðiheimild- um byggðarlagsins,“ segir Lárus. „Það þarf ekki að fela í sér vantraust á neinn, en kvótastefnan hefur skapað þessar aðstæður. Við stóðum frammi fyrir því að tapa öllum veiðiheimildum þeim sem Einar Guðfinnsson hf. réð yfír þegar það fyrirtæki varð gjald- þrota en þá var bæjarsjóður tilbúinn að setja fé í fyrirtækið í trausti þess að áform stjórnenda þess gengju eft- ir. Þannig er það skiljanlegt .að bæj- arbúar telji það ekki vænlegan kost að sleppa hendinni alveg af þessum hlutum.“ Lárus segist vonast til að farsæl lausn fínnist á atvinnumálum staðar- ins og tryggt verði að friður haldist um fyrirtækið þannig að mönnum auðnist að styrkja rekstur þess. Bæjarstjórn ýtt til hliðar Ágúst Oddsson, forseti bæjarstjórn- ar, kveðst. vera ósáttur með gang mála hjá Ósvör hf. „Bæjarstjórn hefur lagt þessu fyrirtæki til mikla fjár- muni, í raun þvert gegn vilja sínum því hún hefur ekki viljað standa í at- vinnurekstri. Lengi hefur verið leitað eftir nýjum hluthöfum og bæjarstjórn einnig viljað selja sinn hlut. En enginn hefur sýnt þessu áhuga. Við fengum kauptilboð á þriðjudag og á aðalfundi Ósvarar þá um kvöldið var bæjarsjóð- ur enn með meirihluta í félaginu. Við vorum síðan skyndilega komnir í minnihluta á laugardagskvöld og þurftum á sunnudegi að vísa frá kauptilboði vegna þess að forsendur höfðu brostið á nokkrum dögum. Ég er mjög ósáttur við þann aðila sem stendur að baki svona ferli. Finnst að bæjarstjórn hafi verið ýtt til hliðar. Hún á áfram nærri helming fyrirtæk- isins en hefur nánast ekkert yfír því að segja,“ segir Ágúst. Spurður að því hvort framkvæmda- stjóri Ósvarar nyti trausts hans eftir það sem á undan er gengið segir Ágúst að Björgvin Bjarnason hafi staðið sig ágætlega við að reka fyrir- tækið, en viss trúnaðarbrestur hafí orðið vegna atburða helgarinnar. „Stofnun þessa nýja hlutafélags bar brátt að og við munum skoða í róleg- heitum hvernig að henni var staðið," segir Ágúst um framhald málsins. Spurður að því hvort hann efaðist um lögmæti sölunnar segir Ágúst að lög- maður bæjarins hafí talið að heimild til sölu þessa hlutafjár væri úr gildi fallin og því hefðu þeir unnið að sölu meirihlutaeignar bæjarins án þess að hafa af þessu áhyggjur. Þeir sem keypt hefðu bréfín undir forystu fram- kvæmdastjóra Ósvarar hefðu væntan- lega aðra skoðun á því. Ágúst segir að slík athugun hljóti að taka langan tíma og hún myndi væntanlega ekki breyta þeirri stöðu mála sem nú væri uppi. Tilboð Bakka væri úr gildi fallið og Vestfjarðaaðstoð út úr myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.