Morgunblaðið - 07.03.1995, Síða 51

Morgunblaðið - 07.03.1995, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSIIMS Leikstjórnarafrek hjá Ingunni Frá Elírtu Guðjónsdóttur: ÞAÐ VAR ánægjuleg kvöldstund að fara á sýningu Menntaskólans á Laugarvatni og sjá Fiðlarann á þakinu, eftir Jos- eph Stein og Jerri Hoch. Þessi sýning sannaði hveiju dugmikill leik- stjóri fær áork- að, þar sem fjöl- mennur hópur ungmenna, flestir eða allir óvanir leikarar, tak- ast á við söng- og dansleikverk sem þykjir með afbrigðum vandmeðfar- ið. Leikstjórinn sem hélt um taum- ana á þessari sýningu, og á heiður- inn af þessu leiklistarafreki var Ingunn Jensdóttir. Hún hefur leikið mörg hlutverk, bæði á léiksviði og í kvikmyndum, og að auki leikstýrt á milli tuttugu og þijátíu leiksýn- ingum. Auk þess að starfa í leikhús- um er Ingunn áhugasamur frí- stundamálari, húsfreyja og móðir fjögurra uppkominna barna. Hún er búsett á Hvolsvelli, gift Friðjóni Guðröðarsyni sýslumanni. Það var því engin nýgræðingur, sem nemendur Menntaskólans á Laugarvatni fengu til liðs við sig, þegar ákveðið var að setja upp Fiðl- arann á þakinu. Til hamingju með sýninguna öll sömul. Þakka ykkur fyrir áræðið og árangurinn. ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, Asvallagötu 64, Reykjavík. Ing'unn Jensdóttir Eru þjónustugjöld bankanna orsök Lækjargöturánsins? Frá Kristjáni Jónssyni: Eru þjónustugjöld bankanna or- sök Lækjargöturánsins? Nú nýlega var haft eftir forstjóra Skeljungs hf., í sjónvarpi og blöðum, að magn seðla í umferð hefði aukist verulega við það að debetkort voru tekin í gagnið. Þetta'er að sjálfsögðu rangt, það er að segja magn seðla í umferð hefur aukist en ekki vegna þess að debetkort voru tekin í notkun held- ur vegna þeirrar gjaldtöku sem bankarnir hófu á sama tíma. En kostnaður greiðénda er nú um kr. 19 af hverri ávísun og um kr. 9, - af hverri debetkortafærslu. Þetta er kostnaður sem fólk á erfitt með að sætta sig við og hefur því í auknum mæli farið að ganga með reiðufé á sér, sem hefur síðan í för með sér aukna peningaflutn- inga milli fýrirtækja og banka. Hvað er til ráða? Það eina sem komið getur alfarið í veg fýrir rán af því tagi sem átti sér stað í Lækj- argötu nú nýverið, er að vera yfir- leitt ekkert að flytja verðmæti milli staða. Þessu markmiði er erfitt að ná, en það má nálgast verulega með því að afnema umrædd gjöld bank- anna af þessum færslum. Með af- námi þessara gjalda myndu rafræn- ar greiðslur fljótlega verða allsráð- andi í viðskiptalífinu, sem sparaði fýrirtækjum bæði kostnað, fýrir- höfn og hugarangur vegna þessara flutninga og bönkunum kostnað vegna breytinga sem fyrirtækin krefjast við móttöku þessara verð- mæta. Því væri ekki ósanngjarnt að bankarnir og fyrirtækin skiptu með sér þeim kostnaði sem þessi greiðslumiðlun hefur í för með sér og hún verði því almenningi að kostnaðarlausu. KRISTJÁN JÓNSSON, korthafi í Austurbænum. Upplýsingar um Internettengingu við Morgunblaðið VEGNA fjölda fyrirspurna varð- andi Internet-tengingu við Morgunblaðið, skai eftirfarandi áréttað: Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýs- ingar um blaðið, s.s netföng starfs- manna, upplýsingar um hvemig skila á greinum til blaðsins og Ihelstu símanúmer. Morgunblaðið á Internetinu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á Intemetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heimasiðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á Intemetinu Iog kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Intemetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upp- lýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir, auglýsingar og myndir eins og fram kemur á heim- asíðu blaðsins. Mismunandi tengingar við Internet Þeir sem hafa Netscape/Mosaic- tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 51 Þú færð fleira en gott kaffi frá Merrild Þegar þú hellir uppá með Merrild kaffi færðu fleira en gott kaffi því nú geturðu um leið eignast fallega skandinavíska nytjalist. Það eina sem þú þarft að gera er að taka þátt í söfnunarleik Merrild og klippa toppa af rauðum Merrild eða Merrild Light og senda ásamt seðlinum með nafni þínu og heimilisfangi og ávísun ef þarf. Fyrir 30 toppa og 990 kr. ávísun er hægt að fá dúk frá Södahl, fyrir hverja 6 toppa færðu diskamottu frá Södahl, fyrir 40 toppa og 990 kr. ávísun færðu vasa frá Finlandia, fyrir 45 toppa og 1.290 kr. ávísun færðu hitakönnu frá Enjja og fyrir 35 toppa færðu skreytta Merrild kaffidós og mæliskeið frá Eva Trio. Einnig er hægt að fá greitt fyrir toppana. Hvert heimili má senda hárnark 60 toppa og gildir Ieikurinn til 15. janúar 1996. Nánari upplýsingar eru í Merrild bæklingnum sem fæst í öllum matvöruverslunum. Utanáskriftin er: Merriid Kaffi Pósthólf 4132 124 Reykjavík □ □ □ Södahl diskamottur___stk. Meðjýlgjandi eru___x 6 toppar. Södahl dúkur (140x180 cm)_____stk. Meðjylgjandi eru ___x 30 toppar auk___x 990 kr. dvísunar. Mewuát Finlandia glervasi. Meðjýlgjandi eru 40 toppar auk 990 kr. ávlsunar. -setur brag á sérhvem dag! □ Merrild kajjidós og Eva Trio mœliskeið. Meðjýlgjandi eru 35 toppar. □ Emsa hitakanna. Meðjýlgjandi eru 45 toppar auk 1.290 kr. ávísunar. □ Endurgreiðsla (hámark 30 toppar i hvert sinn). Ég vilgjaman fá meðjýlgjandi__toppa greidaa. Hver toppur er 20 kr. virði. Najh:.............................................. Heimilisfang:...................................... Póstnúmer:......................................... Skrifið með prcntstöfum YDDA F27.16/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.