Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 6
6 FIM^TUp^GtlR lf »MAK7. 1995 MORGUNBLAÐIÐ XENNARADEILAIM Tilboð samninga- nefndar kennara Kennarar sátu í tvo tíma með ráðherra Launabreytingar Hækkanir miðað við samninga á almennum markaði: Almenn hækkun launatöflu um 3,2% (gildi frá 1. mars 1995). Almenn hækkun launatöflu um 3,0% (gildi frá 1. jan- úar 1996). Starfsferilshækkanir: Hækkun allra starfsheita um 1 launaflokk eftir 1 árs starf (gildi frá 1. ágúst 1995). Hækkun allra starfsheita um 1 launaflokk eftir 2 ára starf (gildi frá 1. mars 1996). Umsjónarkennarar: Hækkun um 1 launaflokk fyrir umsjónarkennara (gildi frá 1. febrúar 1996). Launakerfi: Tekin verði upp sú einföldun og samræming á röðun í launaflokka með tilliti til námsstiga sem kennarafélögin hafa þegar lagt til (gildi frá 1. janúar 1995). Jafn- framt verði gert ráð fyrir sérstöku álagi vegna hinnar löngu vinnuviku kennara innan skólaársins samanber vinnuskjal M0303951 sem kennara- félögin hafa þegar lagt fram (gildi frá 1. apríl 1995). V innutímabreytingar Kennsluskyldulækkunin sem fram kemur í kröfugerð kennarafélaganna byggist á tvennu, annars vegar því að undirbúningstími kennslunnar sjálfrar sé vanmetinn miðað við að- stæður í dag og hins vegar viðleitni til þess að koma til móts við vaxandi kröfur og þörf fyrir aðra vinnu kenn- ara en þá sem lýtur beint að kennslu. Til að greiða fyrir raunhæfri áætl- un um skipulagsbreytingar, sem komið gætu í áföngum á næstu miss- erum leggja kennarafélögin til eftir- farandi: 1. Kennsluskylda minnki um 1 klst. á viku frá 1. maí 1995 miðað við óbreyttan vinnutíma að öðru leyti. 10 ára reglan í grunnskóla (gildi frá 1. maí 1995). 15 ára reglan í grunnskóla (gildi frá 1. maí 1996). 2. Fyrir hveija stund sem vikuleg kennsluskylda minnkar umfram það sem segir í lið 1 fáist 3 viðbót- ardagar og 1 klukkutími í aukna töflusetta viðveru á viku. Um mál sem þegar hafa verið rædd í samningaviðræðum kennara- félaganna og samninganefndar rík- isins og þarf að Ijúka samningum um eða vinnu við eftir atvikum. 1. Námsleyfi kennara. 2. Greiðslum dagpeninga sbr. 5.11.1 í kjarasamningum félaganna verði breytt. 3. Yfirvinnuþakið hverfí. 4. Ákvæði um prófaldur. 5. Málefni skólastjómenda. 6. Málefni ýmissa annarra sérhópa. 7. Fagleg stjórnun (árganga- og fagstjórn og deildarstjórn). 8. Um tilrauna- og þróunarstarf. Um önnur atriði í kröfugerð kennaraf élaganna Vísindasjóður Hins íslenska kenn- arafélags og Verkefna og náms- styrkjasjóður Kennarasambands ís- lands verði efldir. Einnig er vísað í kaflann um rétt- indamál í kröfugerð kennarafélag- anna og atriði af samstarfsnefndar- listum kennarafélaganna er fylgdu kröfugerð. Fara þarf yfir bókanir með eldri samningum sem ekki hafa komið til framkvæmda. FORYSTUMENN kennara, Eirík- ur Jónsson og Elna K. Jónsdóttir, komu af fundi með fjármálaráð- herra um miðjan dag í gær eftir að hafa kynnt honum gagntilboð kennara. Fundurinn stóð í tæpa tvo klukkutíma. Seinni part dags hittust samninganefndirnar kenn- ara og ríkisins á sameiginlegum fundi lijá sáttasemjara þar sem SNR hafnaði tiiboði kennara með formlegum hætti. Að mati samn- inganefndar kennarafélaganna kostar gagntilboð kennara ríkið um 3 milljarða á samningstimabil- inu og er þá gengið út frá því að ekki verði farið út í skipulags- breytingar. HIK tapaði máli fyrir héraðsdómi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær með dómi kröfu Hins íslenska kennarafélags á hendur ríkinu um að félagsmenn í HÍK ættu rétt til launa í verk- falli vegna veikinda eða slysa. HÍK höfðaði málið gegn fjár- málaráðherra fyrir hönd ríkissjóð til að fá úr því skorið hvort félags- menn innan HÍK sem væru óvinnu- færir vegna veikinda eða slysa ættu rétt á launum á meðan á verkfalli kennara stæði samkvæmt reglugerð um veikindaforföll ríkis- starfsmanna. Niðurstaða héraðs- dóms varð sú að kennarar ættu ekki þennan rétt samkvæmt meg- inreglu vinnuréttarins. Kennarar ætla að áfrýja til Hæstaréttar Elna Katrín Jónsdóttir, formað- ur HÍK, sagði í samtali við Morgunblaðið að samtökin hefðu ákveðið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Tilboð ríkisins, 19. febrúar Sömu grunnkaupshækkanir og sérkjör og aðrir 6,3% Hækkun vegna aukinnar vinnu 5% Launaleiðréttingar 5% Hækkun launa án aukinnar vinnu 12% Hækkun launa vegna meiri vinnu 5% Samtals 17% Túlkun ríkisins á gagntilboði kennara, 15. mars ^ Kostnaður rikisins, kr. 1.250.000.000 Sömu grunnkaupshækkanir og sérkjör og aðrir Ef skipulagsbreytingar, þá Starfsferilshækkanir Hækkun vegna umsjónarkennara Nýtt rööunarkerfi Vinnutímabreytingar Hækkun launa án aukinnar vinnu Hækkun launa með skipulagsbreytingum Kostnaður rikisins án aukinnar vinnu Kostnaður ríkisins m. skipulagsbreytingum Kennarar telja þessar tölur vera 1) 10% og 2) 4,5% 29.6- 32% 43.6- 46% kr. 2.100.000.000 kr. 3.000.000.000 SAMNINGANEFND ríkisins hefur gert kennarafélögunum tillögu um breytingar á kjarasamningum kenn- ara vegna almennra kjarasamninga í landinu og vegna breytinga á skóla- starflnu og endurmats á störfum kennara. Tillögur SNR eru þessar: A. Almennar kjarabætur Með hliðsjón af almennum kjara- samningum í landinu gerir SNR til- lögu um þessar breyfíngar á samn- ingum kennarafélaganna. 1. Upphafshækkun. Við upphaf samningstímans hækki grunnlaun almennt um kr. 2.700 á mánuði. Laun undir 84.000 hækki um 1/40 af því sem á kr. 84.000 vantar. Hækkun launa KÍ yrði skv. þessu 3,2% að meðaltali og um 2,9% að meðaltali hjá HÍK. 2. Hækkun 1. janúar 1996. Hinn 1. janúar 1996 hækki öll laun um 3%. 3. Ýmis atriði: Önnur atriði hinna almennu samninga nái til samninga kennara eftir því sem við getur átt. B. Skipulagsbreytingar og endurmat á störfum kennara Vegna skipulagsbreytinga og end- urmats á störfum kennara gerir SNR tillögu um breytingar sem í heild kosta um 740 milijónir kr. til hækk- unar á um 7 milljarða launalið grunn- skóla og framhaldsskóla. Þær breyt- ingar á ákvæðum kjarasamninga kennara um vinnutíma, sem SNR miðar tillögur sínar við, eru í aðalatr- iðum þessar: 1. Kennsludagar og nemenda- dagar í grunnskólum. Gert verður kleift að nýta sem flesta daga tíma- bilsins frá 1. september til maíloka til kennslu og annarra starfa með nemendum. Nú eru allt að 12 dagar á þessu tímabili, svonefndir starfs- dagar kennara, notaðir til ýmissa starfa kennara en nemendur sækja ekki skólann. Með þessu gæti virkur Viðbrög'ð ríkisins tími nemenda í skólanum lengst um allt að 7,5%. Þessi breyting ein út af fyrir sig hefur ekki áhrif á umsam- inn vinnutíma kennara, þar sem þeir hafa vinnuskyldu þessa daga. 2. Starfsdagar kennara í grunn- skólum. Til þess að koma við fjölgun kennsludaga eða annarra daga, sem varið er til starfa með nemendum, sbr. framangreint, leggur SNR til að átta dagar í ágúst eða júní verði teknir undir starfsdaga auk þess sem 1. desember, öskudagur og þriðju- dagur eftir páska verði nýttir í því skyni. Kennarar hafa nú vinnuskyldu á síðastnefndu þremur dögunum þannig að þessi tillaga gerir ráð fyr- ir að þeim dögum sem k'ennarar hafa viðveruskyldu í skólunum ijölgi um 8 á ári. 3. Kennsludagar í framhalds- skólum. Samkvæmt núgildandi samningum er kennslu- og prófa- tímabil í framhaldsskólum takmark- að við 34 vikur á kennsluárinu, innan þess tíma eru kennsluvikur yfirleitt ekki nema 26. SNR hefur lagt til að þessi takmörkun verði afnumin þannig að unnt verði að nota allt tímabilið til kennslu. Með því feng- just 35 vikur til kennslu og prófa og er það um 3% lenging þess tíma, en full þörf er á að fjölga virkum kennsluvikum meira en þessu nemúr þannig að þær verði fleiri en 26. 4. Undirbúningsdagar í fram- haidsskólum. í þeim tilgangi að unnt verði að skipuleggja og meta kennslutímabilið betur leggur SNR til að 5 dagar í ágúst eða júní verði teknir undir skipulagða vinnu kenn- ara. Með því myndi viðverudögum kennara fjölga um tæplega 3%. 5. Mat á skipulagsbreytingum Samantekt: 1. Mánaðarlaun kennara í HÍK a) Meðalmánaðarlaun nú b) Meðalmánaðarlaun skv. tillögu SNR Til samanburðar c) Meðalmánaðarlaun annarra BHMR-félaga nú d) Meðalmánaðarlaun annarra BHMR-félaga m. alm. hækkunum 2. Mánaðarlaun kennara í KÍ a) Meðalmánaðarlaun nú b) Meðalmánaðarlaun skv. tilboði SNR 3. Kennsluskylda framhaldsskólakennara a) Kennslusk. frhsk.kennara nú b) Kennslusk. frhsk.kennara skv. tilboði SNR c) Kennslusk. frhsk.kennara nú að meðaltali d) Kennslusk. frhsk.kennara skv. tilb. SNR, meðalt. 4. Kennsluskylda í grunnskólum a) Kennsluskylda grunnskólakennara nú b) Kennslusk. grsk.kennara m. umsjón skv. tilb. SNR c) Kennslusk. grsk.kennara nú, meðaltal d) Kennslusk. grsk.kennara m. umsjón skv. tilb. SNR, meðalt. 5. Sundurliðun launahækkana a) Hækkun grunnlauna b) Hækkun v. skipulagsbr. Þar af: vegna aukins vinnutíma vegna annars endurmats 6. Breytingar á launum kennara skv. tillögu SNR, meðaltölur a) Hækkun árslauna fyrir dagvinnu hjá framhaldsskólakennara í HÍK 16,4% eða um kr. 187.000 b) Hækkun heildarlauna framhaldsskólak. í HÍK 16,9% eða um 305.000 c) Hækkun ársl. fyrir dagv. hjá grunnskólak. í KÍ 15,4% eða um kr. 159.000 d) Hækkun heildarlauna grunnskólak. f KÍ 17,0% eða um kr. 230.000 kr. 94.400 kr. 109.700 kr. 102.300 kr. 108.400 kr. 86.800 kr. 100.200 17-26 kennslust./viku 17-25 kennslust./viku 23,5 kennslust./viku 23,2 kennslust./viku 19,33-29 kennslust./viku 19-28 kennslust./viku 27,2 kennslust./viku 26,4 kennslust./viku um 6% um 5% um 6% samtals 17% o.fl. Ekki er unnt að leggja einhlítt mat á áhrif þessara breytinga á vin- nutíma kennara. Þeim dögum, sem kennarar hafa viðveru í skólunum fjölgar um 8-10 eða 4-6% á ári, auk þess sem einhver breyting kann að verða á undirbúningsvinnu þeirra. SNR hefur lagt til að þessar breyt- ingar o.fl. verði metið til um 10,5% breytinga á kjörum. Sú breyting svara til rúmlega mánaðar vinnu. Ljóst er að aukning vinnuframlags, mælt í tíma, nær því hvergi. Að því leyti sem breyting þessi er umfram beina aukningu vinnutíma felur hún í sér endurmat á störfum kennara m.t.t. breyttra verkefna og breyttra krafna um menntun o.fl. C. Kjarabætur vegna skipulagsbreytinga o.fl. SNR gerir tillögu um að þessari fjárhæð verði varið á eftirfarandi hátt og komi til framkvæmda jafn- hliða skipulagsbreytingum á næstu tveimur árum. 1. Breyting á röðun kennara í launaflokka. Breyting á röðun í launaflokka skv. tillögu SNR hækkar laun kennara í HÍK um ca. 3,65% og laun kennara í KÍ um ca. 2,65%. 2. Hækkun eftir eins árs kennslu. Tekin yrði upp hækkun um 1 launaflokk eftir eins árs kennslu- feril. Hækkun milli launaflokka er 3% og áhrif á hækkun heildarlauna eru um 2,9%. 3. Hækkun eftir tveggja ára kennslu. Tekin yrði upp hækkun um 1 launaflokk eftir tveggja ára kennsluferil. Hækkun milli launa- flokka er 3% og áhrif á hækkun heildarlauna eru um 2,8%, 4. Kennsluskylda í grunnskól- um. Kennsluskylda flestra kennara í grunnskóla sem ekki hafa fengið lækkaða kennsluskyldu vegna aldurs lækki úr 29 í 28 kennslustundir og kennsluskylda hinna eldri lækki einn- ig nokkuð. Þessi lækkun kennslu- skyldunnar svarar til um 2,2% hækk- unar á heildarlaunum. Á móti þessu var gert ráð fyrir að sérstök umsjón- arþóknun lækkaði um ígildi 0,7% af heildarlaunum. 5. Kennsluskylda í framhalds- skolum. Kennsluskylda kennara í framhaldsskólum sem eru með fulla kennsluskyldu, þ.e. 26 kennslustund- ir á viku, lækki í 25 kennslustundir. Fyrir þá sem fá lækkun kennslu- skyidu er hér um að ræða um 4% hækkun launa og áhrif á heildarlaun í framhaldsskólum eru um 0,6% hækkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.