Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 27
26 FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ALDRAÐIR OG SAMFÉLAGIÐ HLUTFALL aldraðra sem dvelja á stofnunum er mun hærra hér en í grannríkjum. Hrafn Pálsson deildar- stjóri öldrunarmála í heilbrigðisráðuneytinu segir í við- tali við Morgunblaðið í gær að ástæðan sé ekki hvað sízt sú, að aldraðir íslendingar séu mun verr haldnir líkam- lega vegna harðræðis, kulda og lakara mataræðis fyrr á tíð en aldraðir í grannríkjum. Einsýnt er að aðbúð hvers konar var allt önnur — og lék fólk mun verr — á fyrri helmingi aldarinnar en nú er. Hýbýli almennings voru léleg. Hitaveita kom ekki til sögunnar fyrr en upp úr 1945 og náði til fárra fram undir 1960. Fyrir tæknivæðingu í íslenzku atvinnulífi var og vinnuaðstaða til sjós og lands allt önnur og verri en nú er. Gigt og önnur vosbúðareinkenni, sem herja á aldr- að fólk, eru því algengari hér en í grannríkjum. Fólk er og meðvitaðra nú en fyrr um áhrif hollrar fæðu og hreyfingar á heilsufar, lífslíkur og líðan. Ávext- ir voru, svo dæmi sé tekið, sjaldséðir, nema helzt á stórhá- tíðum, á tímum innflutningshafta og skömmtunar, sem náðu fram um 1970. Og vart er hægt að tala um fjöl- breytni í grænmeti fyrr en á níunda áratugnum. Forn- eskjulegir viðskiptahættir höfðu alltof lengi áhrif á fæðu- framboð og þar með heilsufar hér á landi. „Það er mun meira um slitið gamalt fólk á íslandi, sem hefur unnið erfiðisvinnu og gengið í öll störf sem boðizt hafa,“ segir deildarstjórinn, sem telur okkur 20 árum á eftir grannþjóðum að þessu leyti. Það er hins vegar mikil- vægt að samfélagið bregðist ekki þeim öldnu einstakling- um, sem hér eiga hlut að máli, á sviðum heilbrigðis- og félagslegrar þjónustu. í Reykjavík vantar ekki færri en 200 hjúkrunarrými fyrir öldrunarsjúklinga. Og öldrunar- lækningadeild Landspítala er, að sögn Þórs Halldórssonar forstöðulæknis, „í bráðu húsnæðishraki, leiga ótrygg [í Hátúni 10b], þar sem segja má upp samningum hús- næðis með árs fyrirvara". Urbóía er löngu þörf. Það á að vera keppikefli að gera öldruðum kleift að búa sem lengst í heimahúsum. Það samræmist vilja þorra fullorðins fólks og er hagkvæmara fyrir þjóðfélagið. Til þess þarf að styrkja heimaþjónustu og heimahjúkrun. En síhækkandi hlutfall aldraðra í samfélaginu veldur því á hinn bóginn, að jafnframt verður að búa vel að öldrunar- lækningum. Á það skortir umtalsvert. ÓVERJANLEGT SMÁFISKADRÁP BRIAN Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada, hefur upplýst að 80% af afla spænska togarans Estai, sem tekinn var af kanadískum varðskipum fyrir síðustu helgi, hefðu reynst ókynþroska smáfiskur. Þar af reyndust 6% aflans vera innan við 17 sentímetrar að lengd en fullvax- in grálúða er um 60-70 sentímetra löng. Þá virðist sem áhöfn togarans hafi haldið tvöfalt bók- hald, annað fyrir Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðinefnd ina (NAFO) og hitt fyrir útgerð skipsins. Smáfiskadráp af þessu tagi er óverjanlegt og í raun fyrirlitlegt hvernig Spánveijar virðast umgangast auð- lindir hafsins. Það er því furðulegt að stjórnvöld á Spáni og Emma Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórn ESB, skuli reyna að veija þessa rányrkju. Réttur Kanadamanna til að halda uppi löggæslu utan landhelgi sinnar er vissulega umdeilanlegur. Það réttlæt- ir hins vegar ekki smáfiskadráp. Evrópusambandið og þá ekki síst Spánverjar hafa lengi haft mjög slæmt orð á sér í fiskveiðimálum. Skammtíma- gróði og stundarhagsmunir virðast ráða ferðinni við stefnumótun en ekki umhyggja fyrir fiskimiðunum. Ein helsta ástæða þess hve stíft Spánveijar sækja nú á fjar- læg mið er að flest hefðbundin heimamið þeirra eru þurr- ausin. Þorskstofninn við Kanada er hruninn og bera þar Kanadamenn sjálfir sem aðrar þjóðir mikla sök. Ef smá- fiskadráp Spánverja verður látið óátalið mun grálúðu- stofninn brátt heyra sögunni til. EIMSKIP í SÓKIM Markaðsvirði bréfa jókst um tæpa 2 milljarða króna 14.500 hluthafar njóta þó batans aðeins takmarkað Háskólasjóður Eimskips Varðaf 47,5 milljónum seminnar af veltu, á næstu þremur árum, næði því að verða 18%-20%. Augljóslega er landvinningastarf sem þetta hárrétt stefna stjómenda Eimskips. Fjárfestingar Eimskips á erlendri grund hafa skilað félaginu þeim ávexti að vegur þess hefur vax- ið á alþjóðlegum markaði og skilað félaginu stórauknum umsvifum og tekjum. í þessum efnum eru stjórn- endur félagsins á heimavelli og eru að einbeita sér að því sem þeir best kunna, flutningastarfsemi. Fjárfest í þágu hverra? Öðru máli gegnir á hinn bóginn með geysilega hlutabréfaeign Eim- skips á íslenska hlutabréfamarkaðin- um, í gegnum dótturfélag sitt Burða- rás, í fjölmörgum fyrirtækjum sem eru í óskyldri starfsemi. Slík eign félagsins var í árslok 1994 rúmir 1,5 milljarðar króna að nafnvirði, en að markaðsvirði var hlutabréfaeignin talin vera rétt tæpir 2 milljarðar króna, samkvæmt upp- lýsingum frá Verðbréfaþingi íslands og Opna tilboðsmarkaðnum. í árs- byijun 1994 var markaðsverðið talið vera tæpir 1,6 milljarðar króna. Ef bornir eru saman þeir kostir að Eimskip hefði fest fjármuni þessa á árunum 1991 til 1994 í spariskírtein- um ríkissjóðs, í stað þess að festa þá í hlutabréfum þessara fyrirtækja, þá hefðu hluthafar Eimskips átt liðlega 1,2 milljörðum króna meira í árslok 1994, en þeir áttu. Munurinn var enn meiri í fyrra, þegar litið var yfir þriggja ára tíma- bil, árin 1991-1993, því þá var mun- urinn samtals rúmir 1,4 milljarðar kr. En það er hægt að reikna þessar 1200 milljónir króna á ýmsa vegu, sem eigendurnir, hluthafar í Eimskip, hafa mátt sjá á bak á þessu tímabili. Til dæmis ætti 10% hluthafi í Eim- skip nú 120 milljónum króna meiri eign ef fjárfest hefði verið í spariskír- teinum i stað hlutabréfafjárfestingar- innar; 5% hluthafinn auðvitað helm- ing þeirrar fjárhæðar, eða 60 milljón- um meiri eign en hann á í dag og HÁSKÓLASJÓÐURINN er næst- stærsti hluthafinn í Eimskip. Hlut- ur hans hefur vaxið úr 5,0% frá árinu 1990 til ársloka 1994 í 5,4%, vegna þess að í reglugerð sjóðs- ins, sem ákveðin er af sljórn hans, segir að helmingi arðs skuli varið til hlutafjárkaupa í Eimskip. Há- skóli Islands ræður engu um stjórnun sjóðsins, heldur stjórn- endur Hf. Eimskipafélags Islands. Raunávöxtun Háskólasjóðs frá 1. janúar 1991 til ársloka 1994 var að meðaltali 3,5%. Ef fjármunir sjóðsins hefðu á sama tíma verið ávaxtaðir í spariskírteinum ríkis- sjóðs hefði það gefið 6,8% raun- ávöxtun. Þannig ætti Háskólasjóð- urinn rúmlega 47 milljónum króna meiri eign, en hann átti í árslok 1994. Háskólasjóður Eimskips er í raun einskonar sjálfseignarstofn- un. Ekkert í samþykktum sjóðsins kveður á um hver er raunveruleg- ur eigandi sjóðsins. Stjórn sjóðsins er skipuð Herði Sigurgestssyni, forstjóra Eim- skips, Indriða Pálssyni, stjórnar- formanni Eimskips, og Garðari Halldórssyni, varaformanni stjóm- ar Eimskips. Háskóli Islands á engan stjórnarmann í sjóðnum og hefur ekkert með stjórnun hans að gera né ráðstöfun fjármuna hans. í árslok 1990, þegar sjóðurinn átti 5,0% í Eimskip, nam nafnverð hlutarins tæpum 47 milljónum króna, en raunverulegt verðmæti eignanna tæpum 316 milljónum króna, á núgildandi verðlagi. Eins og sést af meðfylgjandi töflu var nafnvirði hlutafjár sjóðs- ins í árslok 1994 komið í rúmar 73 milljónir króna, en raunveru- legt verðmæti eignarhlutans stóð þá í tæpum 350 milljónum króna. Á árabilinu 1990 til 1994 vom arðgreiðslur miðað við raunvera- lega eign, greiddar til Háskóla íslands, þessar: 1990 0,5%, 1991 0,7%, 1992 1,1%, 1993 1,1% og 1994 1,0%. Vart verður séð, miðað við þá arðsemi eignarinnar, sem Háskóli íslands fær að njóta, að honum takist að uppfylla þann lið í skipu- lagsskrá sjóðsins, þar sem segir: „Tilgangur sjóðsins er að stuðla að velgengni Háskóla íslands, svo og að styrkja efnilega stúdenta til náms við háskólann eftir ákvörðun háskólaráðs." Ákvæðið í reglugerð sjóðsins, sem vísað var til hér að ofan, um að helmingi arðs skuli varið til hlutafjárkaupa í Eimskip felur í raun og vem í sér, að sjóðurinn mun verða sífellt stærri hluthafi i Eimskip, eftir því sem árin líða. Það eina, sem sem gæti breytt því, væri að til kæmi verulegt nýtt hlutafjárútboð, en ekki virðist þörf á því, miðað við núverandi eigin- fjár- og eignastöðu félagsins. Stjómendur, starfsmenn og hluthafar í Eim- skip geta vel við þá arðsemi unað sem félag- ið skilaði á síðastliðnu ári. Agnes Bragadótt- ir lýsir því hér að enn vantar mikið upp á að félagið hafi náð að vinna upp það tap sem það mátti þola á ámnum 1991 -1993, af hlutabréfaeign sinni í öðmm félögum. EGAR markaðsvirði hluta- bréfa í Eimskip um miðjan mars í fyrra er borið saman við markaðsvirði bréfanna í gær, kemur á daginn að markaðs- virði þeirra jókst um 1.864 milljónir króna - fór úr 5,14 milljörðum króna, í 7,0 milljarða króna. Þetta jafngildir því að bréfin hafi hækkað í verðmæt- um um 36,3%, sem er geysilega góð- ur árangur. Hin góða afkoma Hf. Eimskipafélags íslands á liðnu ári, þar sem hagnaður samkvæmt árs- reikningi reyndist vera 557 milljónir króna, gerði það að verkum að ávöxt- un hlutabréfa í Eimskip frá ársbyrjun 1991 til ársloka 1994 var jákvæð um 3,8% að meðaltali á ári. Hér er um mikinn viðsnúning að ræða, miðað við samskonar útreikn- inga í fyrra, þar sem á daginn kom að ávöxtunin var neikvæð um 4% á ári, miðað við 1.1. 1991, neikvæð um 3,4% í árslok 1992, miðað við 1. jan- úar 1991, en jákvæð um 4% í árslok 1991, miðað við ársbyrjun sama árs. Ef ávöxtun hlutabréfa í Eimskip frá ársbyijun 1991 til ársloka 1994 upp á 3,8% er borin saman við 3-5 ára spariskírteini ríkissjóðs, á sama tíma, þá hafa spariskírteini gefið 6,8% ávöxtun að meðaltali á ári. Með slíkum samanburði, verður niðurstaðan sú að hluthafar í Eimskip hefðu getað fengið 14% meiri ávöxtun á tímabilinu, með því að fjárfesta í tekju- og eignarskattsfijálsum ríkis- skuldabréfum. í þessu samhengi er rétt að geta þess að aðalstarfsemi Eirrtskips, flutn- ingastarfsemin, hefði skilað hluthöfum 8% raunávöxtun í stáð 3,8%, ef ekki hefðu tapast rúmlega 1,2 milljarðar króna á tímabilinu á hlutabréfaeign ■ fyrirtækisins í gegnum Burðarás. Mun betra en í fyrra En einnig á þessu sviði er félagið að bæta sinn hag, miðað við það sem var um sama leyti í fyrra, því þá var samanburðurinn á milli ávöxtunar hlutabréfaeignarinnar og spariskír- teina ríkissjóðs enn verri, þannig að munaði yfir 1,4 milljörðum króna, enda hafa hlutabréf á markaði hækk- að um nálægt 25% á milli ára. Engu að síður er fróðlegt að velta því fyrir sér að raunávöxtun af flutn- ingastarfseminni, að hlutabréfaeign- inni frátalinni, hefði skilað hluthöfum ofangreindri ávöxtun upp á 8%, sem er jú nokkuð hærri ávöxtun en spari- skírteini ríkissjóðs gefa. Rétt er að vekja athygli á því, að í grein um Eimskip, hér í Morgunblað- inu fyrir einu ári, eða þann 12. mars 1994, var m.a. greint frá því að á árinu 1993 hefði Eimskip náð 4% raunávöxtun af aðalstarfsemi sinni, flutningastarfseminni, í stað nei- kvæðrar raunávöxtunar upp á 4% ef fjármunirnir, sem bundnir voru í hlutabréfaeign í gegnum Burðarás, hefðu verið bundnir í spariskírteinum ríkissjóðs.. Fraramistaða stjórnenda Annar mælikvarði sem hægt er að styðjast við, þegar reynt er að rýna í hver frammistaða stjómenda fyrir- tækja hefur verið, er að reikna út vexti, sem eðlilegt er talið að þeir skili á eigið fé fyrirtækja. Þannig má líta á eigið fé hlutafélags sem lán á áhættufjármagni frá hluthöfum fé- lagsins. Af þeim sökum ætlast hlut- hafar tií þess að fá ávöxtun á fé sitt sem er nokkru hærri en hægt er að fá eftir áhættuminni leiðum, til dæm- is ríkisskuldabréfum, eins og áður hefur verið bent á í hliðstæðum grein- um á þessum vettvangi. Ef notaðir eru meðalútlánsvextir bankanna á verðtryggð lán, sem mælikvarði á frammistöðu síðustu fjögurra ára, kemur í ljós að Eimskip vantar 247 milljónir króna upp á til að skila þessum vöxtum. Hér er mið- að við bókfært verð eigin fjár sam- kvæmt ársreikningum. Þessi mynd var enn verri í sam- bærilegri grein í fyrra, þar sem fram kom, miðað við sömu forsendur, að Eimskip vantaði 434 milljónir upp á, á árunum 1991 til ársloka 1993, tjl þess að skila sambærilegum vöxtum. Vantar 838 milljónir með duldu fé Ef litið er á ársreikning Eimskips og tekið tillit til dulins eigin fjár, sam- kvæmt skýringum í ársreikningi, er afkoman enn verri fyrir árið 1994. Ef dulið eigið fé er tekið með, vantar 838 milljónir króna upp á að rekst- urinn skili meðalútlánsvöxtum á tíma- bilinu 1991 til 1994. Aftur er rétt að rifja upp hver út- koma Eimskips var á þessu sviði, fyrir einu ári þegar dulið eigið fé var tekið með. Þá vantaði liðlega 900 milljónir króna upp á, til þess að sam- bærileg ávöxtun næðist á eigið fé, og náðst hefði á þriggja ára tímabili, hefði eigið fé borið meðalútlánsvexti bankanna á tímabilinu. Ánægjulegir landvinningar Eitt það ánægjulegasta sem fram kom á aðalfundi Eimskips í síðustu viku voru fregnir af vaxtarbroddi fé- lagsins erlendis. Hlutdeild flutninga- starfsemi og skyldrar starfsemi Eim- skips erlendis jókst, þannig að tekjur af starfseminni námu rúmlega 1,5 milljörðum króna árið 1994, sem var um 16% af veltu félagsins. Veltuaukn- ing á milli áranna 1993 og 1994 reyndist vera 22%. Stjórnendur fé- lagsins lýstu því markmiði á aðalfund- inum, að hlutfall þessa þáttar starf- Háskólasjóður Eimskips í umsjá Eimskips TEKJUR: 1990 1991 1992 1993 1994 Vaxtatekjur og verðbætur 315.500 767.194 387.196 258.985 120.090 Arður frá Eimskip 3.737.954 7.008.664 7.810.868 5.920.539 6.621.081 Hagnaður fyrir hli'tdeild Háskóla íslands 4.053.534 7.775.858 8.198.064 6.179.524 6.741.171 GJÖLD: Afhent Háskjólaráði 1.250.000 2.000.000 3.000.000 3.000.000 3.500.000 Hagnaður eftir hlutdeild Háskóla íslands 2.803.534 5.775.858 5.198.064 3.179.524 3.241.171 Nafnverð hlutabréfa í Eimskip 46.724.425 52.100.312 58.653.881 66.210.807 73.318.489 Eignarhlutur í Eimskip 5,0% 5,1% 5,2% 5,4% 5,4% Raunverulegt verðmæti eigna á verðlagi í jan. 1995 315.608.308 325.671.752 292.183.964 275.625.683 349.103.016 Raunávöxtun eigna Háskólasjóðs Eimskips - 3,9% -9,3% -4,6% 27,9% Raunávöxtun spariskírteina frá 1.1 1991 -1994 6,8% Raunávöxtun Háskólasjóðs frá 1. jan. 1991 -1994 3,5% Tap eigenda 1991 -94 m.v. 3-5 ára spariskírteini 47.514.214 Greiddur arður til Háskóia íslands, hlutfall af eign 0,5% 0,7% 1,1% 1,1% 1,0% Arleg ávöxtun hluthafa í Eimskip 1991-94 30,8% Raunávöxtun hluthafa í Eimskip 4,0% 1992 1993 1991 1994 Raunávöxtunar- krafa 3-5 ára spariskírteina Ml L4% 6,7% !■■■ 1991 1992 1993 1994 Meðalvextir vísitölubundinna útlána bankanna 9,1% 9,3% 9,1% 8,0% 1991 1992 1993 1994 -5,1% -10,2% Afkoma Eimskips eftir vexti af eigin fé 1991-94 Hagnaður/tap eftir vexti af bókfærðu eigin fé Hagnaður/tap eftir vexti af eigin fé og duldu eigin fé 1991 1993 1994 Hagnaður/tap sam- kvæmt ársreikningi Upphæðir í milljónum króna 37 1991 1992 1993 185 _■ -20 1994 1991 1992 1993 63 -450 1994 -585 Samanburður á raunávöxtun 1991-94 Raunávöxtunar- Raunávöxtun hluthafa 30i8,; krafa 3-5 ára í Eimskip án hluta- spariskírteina bréfaviðskipta 21,0% £ 74% 6,7% Ifiíti '91 '92 '93 ’94 14,1% 13,1% I '92 ■■ '91 ’93 '94 -4,6% Raun- ávöxtun hluthafa í Eimskip 4,0% '92 '93 '91 Raunávöxtun af hlutafjáreign Eimskips 19,8% ’91 '92 '93 '94 -5,1% -4,9% 10,2% -16,2% -13,4% '94 Markaðsverðmæti hlutafjár í Eimskip 1991-94 Markaðsvirði hlutafjár í iok árs Markaðsverð hlutafjár í Eimskip án hlutafjárviðskipta 7.783 6.548 1991 1992 1993 1994 1991 1992 1993 1994 Uppsafnaður hagnaður/tap vegna hiutafjáreignar 1991 1992 1993 1994 8®QB -1.416-1-235 1% hluthafinn ætti 12 milljónum króna meiri eign. Ef hver og einn hluthafi í Eimskip, sem voru nákvæmlega 14.574 í árslok 1994, ætti jafnan hlut í fyrirtækinu, ætti hver um sig 0,007% í félaginu, sem er að sjálfsögðu tilbúið dæmi. Ef við skiptum svo þeim Ijármunum sem ávöxtun spariskírteina ríkissjóðs hefði gefið hluthöfunum, umfram hluta- bréfaeignina í Burðarási á ofangreindu fjögurra ára tímabili, sem er liðlega 1200 milljónir króna, kemur á daginn að hver hluthafi ætti í dag um 85 þúsund krónum meiri eign en hann á. Þótt hlutabréf hafi stigið umtals- vert í verði á liðnu ári, og arðsemi hlutafjáreignar Burðaráss í ýmsum óskyldum félögum því orðið jafngóð og raun ber vitni, skal dregið í efa, að fjárfestingarstefna stjórnenda Eimskips, í öðrum og óskyldum fyrir- tækjum, hafi verið í þágu hagsmuna tæplega 15 þúsund hluthafa. Fjárfesting stjórnenda Eimskips í öðrum og óskyldum félögum, er auð- vitað ekkert annað en áhættufjárfest- ing. Því væri eðlilegast að eigendurn- ir sjálfir, hluthafamir í Eimskip, hefðu það á sínu valdi, að ákveða hvort þeir kæra sig um að fjármunum þeirra sé hætt með slíkri íjárfestingu. Ef vilji íjöldans stendur ekkl til slíkra fjárfestinga í öðmm og óskyld- um rekstri, er sá kostur fyrir hendi að selja bréf í Eimskip á markaði þar sem gengi bréfanna er mjög hátt núna. Síðustu viðskipti með bréf í Eimskip ■ fyrir aðalfund vom á genginu 5,16, en hæst hefur gengi bréfa félagsins verið 5,48. Rétt er að taka fram að engin viðskipti hafa átt sér stað með hlutabréf í Eimskip eftir að útgáfa 20% jöfnunarhlutabréfa var ákveðin á aðalfundinum í síðustu viku. Snúa þeir við blaðinu? Vissulega fóru stjórnendur fyrir- tækisins sér í engu óðslega í slíkum fjárfestingum á liðnu ári, þar sem einungis var fjárfest í hlutabréfum fyrir rúma 21 milljón króna í þessum félögum. Nú kann að vera lag fyrir stjórnendur félagsins að snúa við blaðinu og hefja sölu á hlut félagsins í einstökum félögum á markaði, ekki síst vegna þess að gengi hlutabréfa er almennt mjög hátt. Þannig fengju eigendurnir til ráð- stöfunar hluta eigna sinna, sem þeir hafa takmarkaðan aðgang að og hafa notið afar takmarkaðrar arðsemi af, þegar þeir hafa ekki beinlínis mátt þola eignarýrnun. Þannig væri það á valdi hvers og eins hluthafa, hvernig hann vildi veija 'fjármunum sínum og stjórnendur Hf. Eimskipafélags íslands gætu þar með beint starfskröftum sínum heilum og óskiptum að þeirri starfsemi sem þeir '■ kunna best, flutningastarfsemi. Á bak við stjórn fyrirtækisins sem tekur allar ákvarðanir um fjárfesting- ar og hverskonar stefnumörkun er um það bil 30% hlutafjáreignar félagsins. Auk þeirrar 30% hlutafjáreignar sem stjórn félagsins hefur yfir að segja, bætist við 5,4% hlutur Háskóla- sjóðs Eimskips og 1,55% hlutur Líf- eyrissjóðs Eimskipafélags íslands. Það orkar í raun tvímælis, hvort þau hlutabréf eigi að hafa atkvæðis- rétt á aðalfundum félagsins, þar sem ráðstöfunarréttur atkvæðanna er ekki 1 í höndum eigenda bréfanna, heldur í höndum stjórnenda Eimskips. í 82. grein um hlutafélög laga númer 2, 1995, segir m.a.: „Eigin : * hlutir félags og hlutir, sem dótturfé- lag á í móðurfélagi, njóta ekki at- kvæðisréttar. Slíkir hlutir skulu ekki taldir með þegar krafist er samþykk- is allra hluthafa, ákveðins meirihluta alls hlutafjár, eða þess sem farið er með á hluthafafundi.“ Spurningin er sú hvort stjórnarseta í viðkomandi félagi, eins og stjórnar- seta forstjóra og stjórnarmanna Eim- skips í sjóðunum, færir þeim aukið vald í aðalfélaginu - í þessu tilviki Eimskip. Markmið ofangreindrar lagagreinar er augljóslega að tryggja að svo verði ekki. Þótt hvorki Lífeyrissjóður Eimskips né Háskólasjóðurinn séu dótturfélög Eimskips, þá er um svo sterk stjóm- unartengsl að ræða á milli viðkom- andi sjóða og Eimskips, að óhætt er að fullyrða að atkvæðisréttur þeirra atkvæða sem stjórnarmenn Eimskips og forstjóri fara með, fyrir hönd sjóð- anna, sé í það minnsta á gráu svæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.