Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rannsóknaleiðangur fyrir norðan- og austanverðu landinu Sjór ekki kaldari 130 ár Gæti haft áhrif á uppvaxtar skilyrði þorskstofnsins SJÓRINN fyrir norðan- og austan- verðu landinu hefur ekki mælst kaldari í 30 ár og gæti sjávarkuld- inn haft áhrif á uppvaxtarskilyrði þorskstofnsins. Þetta segir Svend- Aage Malmberg haffræðingur, sem var leiðangursstjóri um borð í rannsóknaskipinu Bjarna Sæ- mundssyni í árlegum rannsókna- leiðangri þess um miðin umhverfis landið frá 22. febrúar til 12. mars sl. Tengist viðvarandi norðanátt „Það er kalt í sjónum við land- ið. Við höfum reynslu af því að þetta hangir saman við veðurfar og þótt það sé ekki fullsannað þá er það líklegt að kaldur sjórinn tengist viðvarandi norðanátt. Einnig höfum við reynslu af því að þessar niðurstöður eru nei- kvæðar fyrir allt lífríki í sjónum,“ sagði Svend-Aage. Hann segir að sjávarkuldinn geti haft áhrif á uppvaxtarskilyrð- in í sjónum. Farinn verður annar leiðangur í vor en Svend-Aage segir að alltaf séu horfur á því að slíkt ástand haldist í einhvern tíma. Jafnkaldari sjór en áður „Það hefur líka gerst að þetta hefur komið og faríð, hafísár og hlýsjávarár skipst á og þriðji þátt- urinn sem kallast svalsjávarár. Þá höfum við hvorki hafís né hlýsjó og þá kemur svalur sjór úr djúpun- um fyrir norðan okkur. Þetta er dálítið ólagskiptur sjór og óþægi- legur fyrir sviflífverur." Kaldara en árið 1983 Svend-Aage segir að á þessum svæðum séu einmitt uppvaxtar- slóðir þorsks. „í þau 30 ár sem ég hef starfað við þetta hef ég aldrei svona vítt og breitt mælt eins kaldan sjó. Það er jafnkaldara en ég hef séð áður. Við höfum þó reynslu af því að þetta getur lag- ast, sérstaklega á haustin þegar vindar byija aftur að blása. 1983 var ekki ósvipað, en þó heldur kaldara núna, en þá hlýnaði um haustið og entist það fram til árs- ins 1987. Það geta alltaf orðið svona sviptingar." Svend-Aage segir vart hægt að tengja sjávarkuldann hér við land góðri stöðu þorskárganga í Bar- entshafi. Frá Nýfundnalandi um íslandsmið til Barentshafs séu viss ferli í sjó og lofti. Oft sé áberandi gott ástand í Barentshafi þegar verr árar við Nýfundnaland og Vestur-Grænland. „Við erum mitt á milli, búum við lægðimar að sunnan annars vegar og grænlensku hæðina hins vegar og því er ekki eins glöggur ferill á íslandsmiðum,“ sagði Svend-Aage. Bændasamtök Islands Ari Teitsson formaður ARI Teitsson, ráðunautur hjá Bún- aðarsambandi S-Þingeyinga, var í gærkvöldi^ kosinn formaður Bænda- samtaka íslands, en það nafn hefur verið valið nýjum sameinuðum sam- tökum bænda. Ari hlaut 22 atkvæði af 39 í kosningu milli hans og Hauks Halldórssonar, fyrrum formanns Stéttarsambands bænda, en hann hlaut 16 atkvæði í kosningunni. Einn atkvæðaseðill var auður. í fyrri umferð formannskosning- anna, sem var óhlutbundin, hlaut Ari 18 atkvæði, Haukur 12 atkvæði og Jón Helgason, fyrrum formaður Búnaðarfélag's íslands, hlaut 9 at- kvæði. Á þessum fyrsta ársfundi hinna nýju bændasamtaka var í gærkvöldi kosið á milli þess að kalla samtökin Bændasamtök íslands eða Búnað- arfélag íslands, og auk þess var kos- ið um hvort kalla skyldi ársfund sam- takanna Búnaðarþing eða aðalfund. Samþykkt var með 27 atkvæðum gegn 12 að nefna samtökin Bænda- samtök íslands, og með 28 atkvæð- um gegn 11 var samþykkt að kalla ársfundinn framvegis Búnaðarþing. Morgunblaðið/Ámi Sæberg ARI Teitsson, nýkjörinn formaður Bændasamtaka íslands, tekur við árnaðaróskum frá Hauki Halldórssyni, til hægri á myndinni, eftir að úrslitin í formannskjörinu lágu fyrir í gærkvöldi. Flokkur frá Istaki í Rostock VINNUFLOKKUR frá ístaki hf. hefur undanfamar vikur unnið við byggingu sorp- hreinsistöðvar í Rostock í Þýskalandi. Vinnunni er nú að ljúka og er helmingur mann- skaparins kominn heim og hinn helmingurinn kemur í lok vikunnar. Að sögn Lofts Árnasonar yfirverkfræðings hjá ístaki eru þrír verktakar að byggja skolphreinsistöðina, þar á meðal Phil & sön, samstarfs- fyrirtæki Istaks í Danmörku. Danska fyrirtækið er með verkefni um allan heim og leit- ar oft eftir starfsmönnum frá ístaki í tímabundin verkefni, „þeir vita hvar þeir geta feng- ið góða menn,“ segir Loftur. Ut fór þrettán manna vinnu- flokkur, tveir verktakar, einn verkstjóri og tíu trésmiðir og hafa þeir unnið við að steypa upp hluta af sorphreinsistöð- inni og eru að Ijúka verkinu um þessar mundir, að sögn Lofts. Flugleiðir réðu 12 flugmenn FLUGLEIÐIR hafa ráðið tólf nýja flugmenn til starfa en auglýst var eftir flugmönnum fyrir skömmu, í fyrsta skipti í þijú ár. Umsóknir bárust frá 167 flugmönnum. Skilyrðin, sem gerð voru til umsækjenda, voru þau að vera 21 árs, hafa lokið stúdentsprófi og hafa atvinnuflugmannsskírteini með blindflugsréttindum. Um- sækjendur þurftu síðan að gangast undir almennt flug- þekkingarpróf, enskupróf, sál- fræðipróf, blindflugspróf og viðtal við ráðningarnefnd. Niðurstaðan var sú að tólf voru ráðnir. Af þeim hófu fimm störf 6. mars sl., þrír hefja störf 21. ágúst og fjórir 1. október nk. Þeir byija allir á námskeiði og flugið sjálft hefst með því að fljúga Fokker 50-vélum í innanlandsflugi. Unnið er að útboðslýsingu fyrir útboð blóðmeina- og meinefnarannsókna á Stór-Reykjavíkursvæðinu Árlegnr kostnaður rannsókna 500 millj. STEFNT er að því að útboðslýsing- ar vegna blóðmeina- og meinefna- rannsókna á Stór-Reykjavíkur- svæðinu verði tilbúnar um næstu mánaðamót. Guðjón Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, segir að við fjárlagagerð árið 1995 hafí verið gert ráð fyrir að rannsóknir yrðu boðnar út. Krist- ján Guðjónsson, deildarstjóri í Tryggingastofnun ríkisins, segir að útboðið gæti aðeins í fáum tilfellum haft breytingu í för með sér fyrir sjúklinga og kostnaðarhlutfall breytist ekki. Guðmundur I. Eyj- ólfsson, í Samtökum sjálfstætt starfandi rannsóknarlækna, telur öruggt að hugsanleg þátttaka rann- sóknarstofa spítalanna í útboðinu verði kærð til Samkeppnisráðs. Samanlagður kostnaður vegna rannsóknanna, þ.e. annarra en vegna inniliggjandi sjúklinga á sjúkrahúsum, hefur verið um 500 milljónir á ári. Guðjón sagði að tilgangurinn með útboðinu væri að leita eftir því að ný tækni lækkaði kostnað við rannsóknir. „Okkur finnst að ný tækni hafi ekki valdið eðlilegri lækkun á kostnaði við rannsóknir. Ekki hefur í samningum við sér- fræðinga eða sjúkrahús tekist að fá fram neina lækkun. Þegar svo er komið sýnist mönnum eðlilegt að athuga einfaldlega með útboði hvað sé eðlilegt verð fyrir þjón- ustuna. Að auki sýnist okkur líklegt að ef einn og sami aðilinn getur komið við meiri hagkvæmni í rekstri með því að fá meira magn geti hann boðið lægra verð,“ sagði Guð- jón og hann tók fram að útboðið næði aðeins til koma á heilsugæslu- stöðvar, til heimilislækna, sérfræð- inga á stofum eða á göngudeildir spítala. Spítalar greiddu sjálfir kostnað við rannsóknir vegna inni- liggjandi sjúklinga. Að hluta byggt á erlendri reynslu Guðjón sagði að verkefnið væri unnið í samvinnu heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis, Trygginga- stofnunar ríkisins og Ríkiskaupa. Fulltrúar þeirra hafi kynnt sér sams konar útboð í öðrum löndum og að hluta væri byggt á því. Hann játti því að útboðið gæti verið fyrsta útboðið af mörgum á sviði rann- sókna. Með sama hætti ætti t.d. að vera tiltölulega auðvelt að bjóða út röntgenrannsóknir og meina- fræðirannsóknir, þ.e. rannsóknir á alls kyns sýnum úr mannslíkaman- um öðrum en blóðsýnum. Ekki útilokaði Guðjón að niður- stöður útboðsins gætu haft þær afleiðingar að minna magn kæmi til spítalanna og þeir þyrftu að end- urskoða starfsemi sína. Hann sagði að margar rannsóknastofur hefðu aðstöðu til rannsóknanna og dæmin sýndu að rannsóknastofur gætu verið tilbúnar til að leggja út í fjár- festingu til að taka verk að sér. Ekki væri heldur hægt að útiloka að erlendir aðilar gerðu tilboð í rannsóknimar. Yfirleitt ekki breyting fyrir sjúklinga Kristján Guðjónsson, deildar- stjóri í Tryggingastofnun ríkisins, sagði að stofnunin greiddi á hveiju ári um 250 milljónir í kostnað vegna blóðmeina- og meinefnarannsókna eftir komur til sérfræðinga. Sjúk- lingar greiddu misháa upphæð á móti, 900 kr. eru t.d. fullt gjald og 300 kr. gjald fyrir ellilífeyrisþega, en miðað við um 700 kr. meðal- greiðslu næmi kostnaðurinn um 30 milljónum. Ofan á upphæðina bætt- ist svo um 200 milljóna króna kostnaður við rannsóknir á sjúkra- húsum vegna sjúklinga sem ekki væru vistaðir á þeim. Árlegur kostnaður við rannsóknimar næmi því, gróflega áætlað, um 500 millj- ónum á ári. Kristján tók fram að útboðið hefði trúlega aðeins í fáum tilfellum > för með sér breytingu fyrir sjúk- linga því líklega yrði áfram tekið við sýnum á flestum heilsugæslu- stöðvum. Kostnaðarhlutfall yrði hið sama og áður. Hann sagði að séð yrði um að framkvæmd útboðsins yrði eins og best yrði á kosið og gera þyrfti ráð fyrir gæðaeftirliti í framhaldi af því. Guðmundur I. Eyjólfsson, for- maður samninganefndar sérfræð- inga við Tryggingastofnun og lækn- ir í samtökum sjálfstætt starfandi rannsóknarlækna, telur öruggt að hugsanleg þátttaka rannsóknastofa spítalanna í útboðinu verði kærð til Samkeppnisráðs. Engu skipti að sett verði á stofn svokölluð pappírs- fyrirtæki og reksturinn ekki aðskil- inn á annan hátt. Hann nefndi þar að auki að fyrir lægi samningur Læknafélags Reykjavíkur og Tryggingastofnun- ar um rannsóknirnar og honum yrði að segja upp áður en útboðið yrði að veruleika. Almennt væru hugmyndir um útboð enn í lausu lofti og ekki vel að þeim staðið, sagði Guðmundur um leið og hann minnti á að Svíar hefðu í einu til- felli farið flatt á útboði af þessu tagi. Einn lægstbjóðenda hefði búið til syör og t.d. ekki framkvæmt eyðnipróf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.