Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 39 FRÉTTIR Ný nuddstofa í Garðabæ NUDD- og trimmformstofan Höndin hefur verið opnuð að Kirkju- lundi 19, Garðabæ. Eigandi er Guðmunda S. Óskarsdóttir, sem fram að þessu starfaði hjá Garðasól. í Höndinni má fá alhliða nudd, sogæðanudd, Cellolite nudd og raf- nudti. Stofan er opin frá klukkan 10 til 20 virka daga. Guðmunda S. Óskarsdóttir á nuddstofu sinni Fyrirlestur um stöðu smáríkja í Evrópu- sambandinu DR. MEINHARD Hilf, prófessor við Hamborgarháskóla flytur fyrirlestra hér á landi dagana 17. og 18. mars nk. er nefnast: „The Role of Small States in the EC (U) e.g. Luxemburg". Fyrirlestramir eru haldnir hjá Útflutningsráði 17. mars og Félagi ungra jafnaðarmanna Kópavogi 18. mars nk. Dr. Mein- hard Hilf er forstöðumaður Evr- ópusambandsréttardeildar Hamborgarháskóla og hefur að baki yfir tuttugu ára reynslu og þekkingu á Evrópusamband- inu (ESB). Fyrirlestra sína hjá Útflutn- ingsráð og Félagi ungra jafn- aðarmanna Kópavogi flytur Hilf á ensku. Fyrirlestur hans mun, eins og nafnið bendir til, Qalla um stöðu smáríkja í ESB og þá frá sjónarhorni og reynslu Lúx- emborgarríkis. Hann mun einn- ig svara almennum spurningum um ESB, einkum varðandi að- ildarumsóknir og þróun sam- bandsins í austur. Dr. Hilf heldur opinn fyrir- lestur á Sólon Islandus laugar- daginn 18. mars kl. 15. Þar mun hann ásamt fleirum ræða stöðu smáríkja í Evrópu. Dr. Hilf sækir ísland heim í boði Halldórs E. Sigurbjörns- sonar, þjóðréttarfræðings, með stuðningi ýmissa aðila. Umræðukvöld í Fríkirkjunni í Hafnarfirði NÆSTU þijú fimmtudagskvöld mun Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði hafa umræðukvöld í safnaðarheimili kirkjunnar á Austurgötu 24. Samverustund- irnar hefjast kl. 20.30 og verður fjölbreytt dagskrá, þar sem góð- ir gestir koma í heimsókn og flytja fyrirlestra og svara fyrir- spurnum fundargesta. Fimmtudagskvöldið 16. mars mun sr. Bragi Skúlason, sjúkra- húsprestur, koma í heimsókn og fjalla um sorg og sorgarvið- brögð. Með hvaða hætti getum við stutt þá sem um sárt eiga að binda? Hvernig getur trúin hjálpað okkur í gegnum dimmar stundir lífsins? Reynt verður að svara slíkum spurningum. Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður boðið upp á kaffiveit- ingar. Fyrirlestur um austur- þýskan sósíalisma BRESKI stjórnmálafræðing- urinn Dr. David Childs mun flytja opinberan fyrirlestur í boði félagsvísindadeildar Háskóla ís- lands sem nefnist: „The Rise and Fall of East German Socialism". Childs er fæddur í Mið-Eng- landi 1933. Hann lauk B.Sc,- prófí í hagfræði í Lundúnahá- skóla 1956 og doktorsprófi í stjórnmálafræði í sama skóla 1962. Einnig stundaði hann framhaldsnám í Hamborgar- háskóla. Childs hefur ritað margar bækur, þ.á m. þrjár um Austur- Þýskaland; GDR Moscow’s Ger- man Ally, East Germany, East Germany to the 1990’s. Af öðr- um bókum hans má nefna Ger- many since 1918, Mars and the Marxist og Britain since 1945, A Political History sem nýlega kom út í þriðju útgáfu (Routledge-forlagið). Eftir Childs liggur einnig mik- ill fjöldi ritgerða í safnritum og fræðitímaritum og hann var um árabil ritstjóri PASGAS (Politics and Society in Germany, Austria og Switzerland). Childs hefur einnig skrifað ijölda greina í bresk og þýsk dagblöð og frétta- tímarit, einkum The Times og Independent í Lundúnum. Fyrirlesturinn verður föstu- daginn 17. mars kl. 17 í Há- skóla íslands, Odda, stofu 101 og er öllum opinn. Kynningardag- ar Miðbæjar í Hafnarfirði í KJÖLFARIÐ af nýútkomnu fréttabréfí Miðbæjar í Hafnar- firði verður ýmislegt um að vera bæði á föstudag og laugardag 17. og 18. mars. JC Hafnarfjörður verður með kynningu á starfsemi sinni og í tilefni ferminga og hækkandi sólar hafa allar verslanir í Mið- bænum tekið upp nýjar vörur. Ymsar kynningar verða um helg- ina og ber fyrst að nefna ítalsk- an heimalagaðan ís sem seldur er í fyrsta sinn nú um helgina í Hafnarfírði, snyrtivöruverslunin Dísella verður með snyrtivöru- kynningu á nýjum vörum, versl- un 10-11 verður með kynningu á Kims snakki og Merrild kaffí um helgina. Annar og þriðji flokkur Hauka í handknattleik ætla að bjóða upp á bón og þvott í bílkjallaran- um í fjáröflunarskyni fyrir keppnis- og æfíngaferð sína út fyrir landsteinana. Einnig mun Kristján klippari sýna tilþrif við að klippa valinn viðskiptavin á ganginum fyrir framan Hár- snyrtistofuna Carter. Tóbaksfrír söluturn SAMTÖKIN Hrein jörð, náttúru- verndarsamtök, opna í dag sölut- urn á Hverfisgötu 82 á horninu við Vitastíg. Þar verða seldar allar vörur, sem fást í venjuleg- um söluturnum, nema tóbak. Söluturninn heitir Homer og einn eigendanna, Sigfús Sverris- son, kvað samtökin eins konar náttúruverndarsamtök, sem bera indverska nafnið Dexoud, sem hann segir að þýði „hrein jörð“. 58 skólar heimsóttir ÁRIÐ 1994 heimsóttu erindrek- ar Áfengisvarnaráðs, Hörður Zóphaníasson og Jón K. Guð- bergsson, 58 skóla víðs vegar á landinu m.a. nánast alla grunn- skóla á Norðausturlandi. Þeir héldu fræðslufundi með nem- endum og víða einnig með kenn- urum og foreldrum. I samvinnu við Fræðsluleik- húsið var efnt til sýninga á leik- ritinu Gúmmíendur synda víst í fjölmörgum skólum, á vinnu- stöðum, í félagsmiðstöðvum og á fundum ýmissa félaga, m.a. í öllum grunnskólum Reykjavík- ur. Jafnan fóru fram umræður um efni leikritsins að sýningum loknum. Alls var leikritið sýnt rúmlega 200 sinnum. Auk þeirra skóla, sem heim- sóttir voru, fengu nemendur úr 32 skólum frá grunnskólastigi til háskólastigs aðstoð hjá Áfengisvarnaráði við að afla sér margs konar upplýsinga um vímuefnamál. Þá fengu 65 aðrar stofnanir og félög ýmiss konar aðstoð auk fjölmargra einstakl- inga. Öll þjónusta Áfengisvarn- aráðs er ókeypis. Dr. Mein- hard Hilf írskir dagar á Kaffi Reykjavík ÍRSKIR dagar hefjast í dag, fímmtu- daginn 16. mars, á Kaffi Reykjavík og standa til 22. mars. Víðsvegar um heim er haldið upp á dag heilags Patreks, sem er 17. mars, en þann dags mun Kaffi Reykjavík standa fyrir hátíðahöldum í Áðalstræti. Boðið verður upp á íjölbreytta dag- skrá, m.a. troða Paparnir og Hálft í hvoru uppi. Á Kaffi Reykjavík verður boðið upp á lukkukökur (Fortune Cookies), en í þeim leynast glæsilegir vinningar frá Ferðabæ. Sem dæmi um vinninga má nefna páskaferð fyr- ir tvo til Irlands, en innifalið er flug og gisting í fjórar nætur með morgun- verði, kvöldverð fyrir tvo á Kaffí Reykjavík og létt öl að hætti íra. Matseðill hússins verður með írsku sniði, ljúffengur mjöður á boðstólnum, írsk tónlist leikinn og húsið skreytt í írsku fánalitunum. Ókeypis lögfræðiaðstoð á hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012. ORATOR, félag laganema. , Sunddeild Armanns Hin sívinsælu sundnámskeið eru að hefjast. Ungbarnasund Fyrir íullordna Framhald ungbarnasunds Fyrir vatnshrædda 2-3 ára, 4-6 ára Innritun virka daga frá kl. 16.30 og um helgar frá kl. 13.00. í síma 76618 (Stella) Framsókn '95 Halldór Asgrímsson verður í morqunútvarpi Bylqjunnar í daq kl. 8 morgunútvarpi Byígjunnar í dag kl. 8:00 og síðan á vinnustaðafundum í Reykiavík. Milli kl. 1 8 og 1 9 verður hann í þættinum Landsíminn á Bylgjunni. Föstudaginn 17. mars verður hann á vinnustaSafundum í Kópavogi og á herrakvöldi knattspyrnudeildar IBK í Keflavík. B Framsóknarflokkurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.