Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sjávarútvegsráðuneytið úrskurðar um starfsemi fiskmarkaðanna UR VERIIMU Fiskmörkuðum óheimilt að bjóða í afla fiskiskipa SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að það samræmist ekki starfsregl- um fískmarkaða hérlendis, að þeir afli tilboða í fisk og annist sölu á fiski án uppboðs. Fiskmarkaðir hér hafa tekið að sér í einhveijum tilfell- um að bjóða í afla ísfisktogara, meðal annars frá Akureyri, í sam- vinnu við samtök sjómanna. LÍÚ dró í efa að starfsemi þessi stæðist gildandi lög um fískmarkaði, en jafnframt hefur Fiskmarkaðurinn hf. í Hafnarfirði óskað umsagnar ráðuneytisins á lögmæti þess hátar starfsemi. í bréfi frá Fiskmarkaðnum hf. til ráðuneytisins kemur fram, að beiðn- ir hafi borizt bæði frá kaupendum og seljendum afia um að Fiskmark- aðurinn hf. aflaði tilboða og annað- ist sölu á físki án uppboðs og hafi fiskmarkaðurinn ávallt reynt að verða við slíkum óskum. Samkvæmt lögum um uppboðs- markað fyrir sjávarafla þarf sér- stakt leyfí ráðherra til reksturs upp- boðsmarkaðar. „Í starfsreglum Fiskmarkaðarins hf. í Hafnarfirði, sem sjávarútvegsráðuneytið stað- festi í apríl 1987 er ekki gert ráð fyrir starfsemi af því tagi sem fyrir- spurn yðar lýtur að. Telur ráðuneyt- ið að eðlilegt sé að í starfsreglum markaðarins séu ákvæði um öll þau fískviðskipti sem Fiskamrkaðurinn hf. hyggst standa að eða hafa milli- göngu um. Að óbreyttum starfsregl- um telur ráðuneytið Fiskmarkaðn- um hf. því óheimilt að leita tilboða með þeim hætti, sem lýst er í bréfí yðar,“ segir í svari ráðuneytisins. í svari ráðuneytisins segir enn- fremur að berist formleg ósk um breytingu á starfsreglum í ofan- greinda átt muni hún að sjálfsögðu verða tekin til skoðunar og af- greiðslu. Ráðuneytið vill þó þegar láta koma fram að draga verði í efa að sú starfsemi að gera tilboð í afla fyrir tiltekna kaupendur samrýmist því meginverkefni markaðarins að leita óbundið kaupenda að tilteknum afla með uppboði á físki. „Hlýtur að vera hætta á að sá aðili sem hyggst stunda starfsemi af ofan- greindu tagi lendi í hagsmunaá- rekstrum sem eru til þess fallnir að draga úr trúverðugleika hans,“ seg- ir í bréfí ráðuneytisins. Víðtækt páskastopp ALLA.R fískveiðar verða bannaðar á hrygningarstöðvum þorsks í hálfan mánuð um miðjan apríl. Þar er um að ræða páskastoppið svokallaða, en sjávarútvegsráðu- neytið hefur nú gefið út reglugerð um veiðinbann á ákveðnum svæðum. Bannið tekur gildi klukkan 8 að kvöldi þriðjudagsins 11. apríl næst- komandi og stendur til klukkan 10 árdegis miðvikudaginn 26. apríl. Samkvæmt reglugerðinni verða allar fiskveiðar bannaðar á stóru svæði fyrir Suður- og Vesturlandi umrætt tímabil. Bannsvæði þetta er hið sama og á síðasta ári að öðru leyti en því að norðurmörkum svæð- isins hefur verið breytt lítillega. Sama tíma eru allar veiðar bann- aðar innan þriggja sjómílna frá fjörumarki meginlandsins fyrir Norður- og Austurlandi frá Horni að Stokksnesi. Heimilt verður að stunda allar veiðar, þar með taldar netaveiðar, utan bannsvæðanna. Innan svæð- anna verður þeim heimilt að stunda veiðar á grásleppu, innfjarðarrækju, hörpudiski og ígulkerum, sem leyfí til slíkra veiða hafa. -----» ♦ ♦---- Grandi með 520 tonn af hrognum GRANDI hf. hefur nú fryst um 520 tonn af hrognum, sem er nærri jafn- mikið og á allri vertíðinni í fyrra. Frysting hjá Granda hófst 5. marz og er stefnt ða því að frysta að minnsta kosti 700 til 800 tonn, jafn- vel meira. Gert er ráð fyrir að hrognafrysting geti staðið fram á helgi. Tvö skip, Helga II RE og Faxi RE sjá Granda fyrir loðnu til hrogna- töku og landa þau nánast daglega. Nýting út förmunum hefur verið um 7% og hafa um 100 tonn verið fryst á sólarhring undanfarna daga. Steindór Gunnarsson stjórnar loðnu- vinnslunni hjá Granda. Hann segir að mikill gangur sé í vinnslunni, enda gangi vel að landa og skilja hrognin frá loðnunni. Tölvu bókhald 35 klukkusfundir Kvöldnámskeið hefst21.mars Aflaðu þér hagnýtrar kunnátlu í tölvubókhaldi. K Ó L I STJÓRNUNARFÉLAGS ISLANDS 1 OG NYHERJA 569 7769 - 569 7770 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.