Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 31- Norðurstíg 4, en keyptu síðan Fjölnisveg 16. Þar var glaðvært rausnarheimili og gott ð koma. Jafnframt hafði fjölskyldan sumar- aðsetur í Þjórsártúni, og þar rækt- aði Inga garð, sem rómaður var fyrir fegurð og smekkvísi. Þau Loftur byggðu síðan sumarbústað í Laugardal í seinni heimsstyrjöld, en þá hafði Þjórsártún verið selt. I Laugardalnum réð sama smek- kvísi ríkjum. Ég fékk að dvelja þar tvo sumarparta sem ungur drengur og minnist þeirra sem sumra gleði og sífellds sólskins. Upp úr 1960 halda henni engin bönd. „Út vil ég“' — og vestur. í Los Angeles bjó hún eftir það. Þar leið henni vel. Hún kom hingað heim þegar hún varð 75 ára. Hún var mjög listræn, og starfaði þar ytra mikið við stækkun ljósmynda og málun þeirra. Bílpróf tók hún vestra, og fór allra sinna ferða um stórborgina, þó ég minn- ist þess ekki, að hún hafi nokkuð ekið hér á íslandi, áður en hún flutti. Það var svo fyrir fáum árum, að sjónin gaf sig svo, og hvoru tveggja varð hún að hætta, þó nokkurri sjón héldi hún alltaf. Hún og yngsti sonur hennar, Júlíus Huxley, héldu alltaf heimili saman, og síðustu árin var hann henni mikil stoð og stytta. Inga var meðalmanneskja á hæð, og samsvaraði sér alltaf vel, ör í skapi og framkvæmdasöm. Fyrir þremur árum var ég með hluta fjölskyldu minnar í Kalifor- níu. Við buðum þeim til kvöldverð- ar. Hún hafði okkar mest úthald, og það var langt eftir miðnætti sem við skildum. Ættfræði var henni hugleikin, og tengsl okkar við Am- grím málara fullkönnuð. Hún kvaddi okkur óbuguð og með reisn. Fyrrum leitaði ég stundum ráða hjá Ingu. „Þetta fer allt vel,“ var hún vön að segja. Líf hennar var mjög í samræmi við einkunnarorð föður hennar, og þau hæfa lífsvið- horfí hennar vel: „Mín gæfa er af Guðs náð byggð, og bregst því ei©.“ I vissu góðrar heimkomu frænku minnar, votta ég aðstandendum öllum samúð mína. Ámundi H. Ólafsson. BOLA- I PRENTUN Sími: 568 0020 varanleg gæði glæsileiki borðplötur I sólbekkir skápahurðir HUSASMIÐJAN Súðarvogi 3-5, Reykjavik Skútuvogi 16, Reykjavik Helluhrauni 16, Hafnarfirði Komdu til okkar, fáðu vandaðan bœkling og góð ráð. —I Duropal borðplötur eru til á lager í 13 mismunandi litum og fjölmörgum áferðum. -—I Duropal borðplötur eru pœr einu á markaðnum með dropabrjót sem ketnur í vegfyrir að harðplastið flagni af plötunni. —H Duropal gefur mikla möguleika, er fallegt og slitsterkt. —I Duropalpolir mikinn hita og er auðvelt íþrifum. —I Duropal er kjörið fyrir heimili, skrifstofur, skóla og mötuneyti. Inn í framtíðina með Novell NetWare 4.1 Mest selda netstýrikerfið í heiminum í dag. NetWare frá Novell. Tæknival Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.