Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ1995 23 LISTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bölvun Benedettíanna KVIKMYNDIR Iláskólabíó FIORILE ★ ★ Vi Leiksljórar Paolo og Vittotío Tav- iani. Handrit Sandro Petraglia, Pa- olo og Vittorio Taviani. Kvikmynda- tökusijóri Giuseppe Lanci. Tónlist Arola Piovani. Aðalleikendur Claudio Bigagli, Galatea Ranzi, Mich- ael Vartan, Nino Cappolichio. Frönsk/ítölsk/Þýsk. Gerð með styrk kvikmyndasjóðs ESB. Sacis Int. 1993. SÖGUSVIÐ nýjasta verks hinna athyglisverðu Taviani-bræðra, sem m.a. eiga að baki Nótt halastjarn- anna, Padre Padrone og Góðan dag- inn, Babylon, er hið undurfagra og búsældarlega Toscanahérað, . en myndin spannar yfir síðustu tvær aldimar. Þetta er stórbrotin saga Benedettifjölskyldunnar sem rakin er fyrir ung systkin á leið þeirra til Flórens með foreldrum sínum. Þeim er sagt frá ættarbölvuninni sem hófst er Napóleon Frakklandskeisari heij- aði á Norður-Ítalíu. Forfaðir þeirra, Jean, var í gullflutningum er á vegi hans varð stúlkan Elisabetta. Þau urðu ástfangin og upphófst þá sorg- arsaga ættarinnar sem hófst á af- töku þessa franska ættarföður í kjöl- far þess að íjölskylda stúlkunnar rændi gullinu. Var þá búinn að leggja grundvöllinn að Benedettiunum ásamt Elisabettu sinni. Öld síðar kom þó afkomandi hennar, Elisa, fram hefndum, en örlög hennar urðu svip- uð formóðurinnar. Systkinin fléttast hægt og sígandi inní framvinduna og verða um síðir nýjustu leiksoppar ættarsögunnar. Þeir Táviani-bræður hafa vissu- lega oftast gert betur, Fiorile er fyrst og fremst einstaklega falleg mynd fyrir augað, tekin á fögrum söguslóðum, leiksviðin og búning- arnir óaðfinnanlegir. Tíðarandi hvers tíma svífur yfir vötnunum, leikararnir standa vel fyrir sínu í dramatískum hlutverkunum í mikilli sorgarsögu. Maður bjóst vissulega við meiru af valmönnum í hveiju rúmi og ótæpu fjármagni frá Euroi- mage, hinum feikisterka kvik- myndasjóði Evrópusambandsins sem á eftir að setja mikinn svip á alla kvikmyndaframleiðslu í álfunni. Eftir situr engu að síður tilfinninga- þrungið augnakonfekt, kærkomin tilbreyting frá ofbeldissíbyljunni og argaþrasi hversdagsins. Sæbjörn Valdimarsson Glóðaglóð LEIKLIST Halaleikhópurinn ALLRA MEINA BÓT Hala-leikhópurinn: Allra meina bót. Höfundar:Patrekur og Páll. Tónlist: Jón Múli Arnason. Leiksijóri: Edda Guðmundsdóttir. Leikendur: Krist- inn Guðmundsson, Jón Marteinsson, Kolbrún KrLstjánsdóttír, Baldvin Sig- urðsson, Jón Eiríksson, Arni Salom- onsson, Ingólfur Birgisson o.fl. Hal- anum, Hátúni 12, Reykjavík Frum- sýning 10. mars. HALA-leikhópurinn er iðinn við að skemmta sér og öðrum. Síðan leikhópurinn var stofnaður fyrir tæplega þremur árum (haustið 1992) með það að markmiði „að iðka leiklist fyrir alla“, hafa verið sýnd fjögur ieikrit og haldinn fjöldi námskeiða fyrir félagsmenn leik- hópsins, en þeir eru um fimmtíu talsins. „Allra meina bót“ er fimmta verkið sem leikhópurinn sýnir og fyrsti söngleikurinn. Edda Guðmundsdóttir leikstjóri hefur starfað mikið með leikhópn- um og leikstýrði m.a. uppfærslu hans á leikritinu „Rómeo og Ingi- björgu" sem Hala-leikhópurinn sýndi 1993 og var í senn áhrifarík og eftirminnileg sýning. I Allra meina bótum er róið á önnur mið. Hér er skopið í fyrir- rúmi, hið góðlátlega grín sem af- hjúpar strax höfunda sína, Patrek og Pál, svo glittir óumdeilanlega í Jónas Árnason og Stefán Jónsson. Og þegar ljúfir tónar Jóns Múla (sem er orðinn svo hagvanur í vit- und íslendinga að ekki þarf að segja hvers son hann er) hljóma þá fer um mann notaleg tilfinning, góða- góð. Leikararnir standa vel fyrir sínu og það var gaman að sjá aftur í nýjum hlutverkum og á framfara- braut þá Jón Eiríksson, Árna Salom- onsson og Kristinn Guðmundsson. Og best var að sjá hvernig unga fólkið, frítt og þokkafullt, leggur leikhópnum lið og auðgar hann, þau Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Baldvin Jón Sigurðsson. Ég átti góða kvöldstund í Halan- um og hlakka til að sjá hvað leikhóp- urinn færir fram næst. Breiddin innan hans hefur aug- ljóslega aukist og áhrifa reynslunn- ar er þegar farið að gæta. Eftir sýningu var Steindór Hjörleifsson gerður fyrsti heiðursfélagi Hala- leikhópsins, en hann hefur fylgst með starfi hans frá upphafi og safn- aði fyrir ljósabúnaði sem vígður var við frumsýningu. Jón Múli var líka kallaður upp og þeir Steindór sögðu nokkrar góðagóðar sögur. Þeim var klappað hlýlega lof í lófa og ég þóttist greina í klappinu þakklæti fyrir að hafa haldið uppi, áratugum saman, þessu hvita laki sem hver þjóð vefur utan um vitund þegna sinna svo þeir ærist ekki í víðáttu reynslunnar og heitir menning. Guðbrandur Gíslason Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! Nýjar bækur • FJÓRAR fyrstu bækurnar í bóka- flokknum Dætur lífsins eftir norska höfundinn May Grethe Lerum eru komn- ar út. í kynningu seg- ir: „Lesendahóp- urinn er á öllum aldri og hafa bæk- umar verið met- sölubækur í Nor- egi. May Grethe Lerum er um þrít- ugt og þykir feta ífótspor Margit Sandemo. “ Útgefandi er ísfólkið bókaút- gáfa. Guðmundur Sæmundsson þýddi bækurnar. May Grete Lerum • SKÓGARDÝRIÐ ettir Flemm- ing Quist MoIIer er komið út. Skógardýrið Húgó býr djúpt inni í frumskóginum en kemur óvænt og óvart til Danmerkur í bananapoka. í kynningu segir: „Allir vilja eign- ast Húgó því hann er skemmtilegur og sniðugur. En hann vill bara flakka um í skóginum og leika við vini sína apana Sikk og Sakk. Það gæti því reynst erfitt því heimsfræg leikkona með gæludýradellu vill bæta Húgó í safnið sitt. Húgó á því fótum fjör að launa.“ Ævintýrið um Húgó var upphaf- lega útvarpssaga sem var gefin út á bók. Síðan var gerð teiknimynd um skógardýrið og tók gerð mynd- arinnar fjögur ár en í myndinni eru 75.000 teikningar. Nú er bókin komin út á íslensku og einnig er verið að sýna myndina með íslensku tali í kvikmyndahús- um. Plaggat með litmynd af Húgó fylgir bókinni. Útgefandi er bókaútgáfan Skjaldborg hf. Reykjavík. Bókin Skógardýrið er 82 bls. ístóru broti. Þýðandi er Agúst Guðmundsson. Umbrot og frágang annaðist Skjaldborg hf. Bókin er prentuð í Portúgal. Tilboðsverð bók ogplag- gat kr. 990. Oregið var 13, mars ■ Dregið 20» mars Dregið 27. mars 1. aukavinningur Ferð fyrirtvo til Mallorka eóa Benidorm i tvær vikur Vinningshafi Pálína Oddsdóttir 2. aukavinningur Tvær þriggja nátta ferðir á haustdögum til Dublinar fyrir 2. Vinningshafar Drífa Garðarsdóttir pg Rannveig Eiríksdóttir 1. aukavinningur Ferð fyrirtvo til Mallorka eða Benidorm í tvær vikur Vinningshafi Birgitta Ebenesersdóttir 2. aukavinningur Tvær þriggja nátta ferðir á haustdögumtil Dublinar fyrir 2. Vinningshafar Steinunn L. Porva/dsdóttir og Stefnirhf. Þrír aukavinningar Mallorka eða Benidorm fyrirtvo ítvær vikur. Varðmæti vinnings - kr. 145.000.- ogtvær þriggja nátta haustferóir fyrir tvo til Dublinar. Verðmæti vinninga - kr. 60.000 - hvorferð. Verður þú næsti vinningshafi? Þrír aukavinningar Mallorka eda Benidorm fyrir tvo í tvær vikur. Verðmæti vinnings - kr. 145.000,- og tvær þriggja nátta haustferöir fyrir tvo til Dublinar. Verðmæti vinninga - kr. 60.000 - hvorferð. Verðurþú næsti vinningshafi? Aðalútdráttur er 6. apríl Aðalvinningar - Tvo raðhús á Torrevieja á Spáni og 248 ferðavinningar. Af tæknilegum ástæðum verða vinningar ekki birtir fyrr en 21. mars; kl. 20.55 á RÚV og kl. 20:30 á Stöð 2 og i Mörgunblaðinu 22. mars. YKKAR ÞATTTAKA - OKKAR STYRKUR - YKKAR ÖRYGGI úió'jlú Túi ii. liili/J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.