Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT PfSTUTT Ætla að velja for- sljóra WTO á 10 dögum SENDIHERRAR hjá Heim- sviðskiptastofnuninni (WTO) gáfu sér í gær 10 daga frest til þess að ljúka níu mánaða leit að framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Ágreiningur hefur verið um valið en mestar líkur eru þó taldar á að ítalinn Renato Ruggerio hreppi hnossið. > Iranir taka njósnara ÍRANIR kváðust í gær hafa handtekið ísraelskan njósnara i borginni Karaj, 40 km suður af Teheran. Fjöldi samverka- manna hans hefði verið hand- tekinn sömuleiðis. Balladur vill kappræður EDOUARD Balladur forsætis- ráðherra Frakklands er reiðu- búinn ið mæta Jacques Chirac í sjónvarps- kappræð- um vegna forseta- kosning- anna 23. apríl og 7. maí. Stuðn- ingsmenn borgarstjór- ans tóku fálega í hugmyndina í gær og minntu á, að af hálfu Balladurs hefðu tillögur úr herbúðum Chiracs um kapp- ræður af því tagi ekki hlotið hljómgrunn þegar Balladur hafði mikið forskot í skoðana- könnunum. Balladur NATO Aðild hlut- lausra ríkja nauðsynleg WOLFGANG Scháuble, leiðtogi þingflokks Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sagði nýlega að hlut- lausu ríkin fjögur í Evrópusamband- inu (ESB) - írland, Austurríki, Finn- land og Svíþjóð - yrðu fyrr eða síð- ar að ganga í Atlantshafsbandalagið (NATO). Scháuble sagði að írland hefði getað notið sérstöðu sem eina hlut- lausa landið innan ESB þegar aðild- arþjóðirnar voru aðeins tólf, en stað- an hefði breyst við inngöngu þriggja hlutlausra ríkja til viðbótar, að sögn The Irish Times. „Ef Austurríkismönnum, Svíum og Finnum er alvara með Evrópuköll- un sinni geta þeir ekki haldið sig utan við svo mikilvægt svið stjórn- málanna,“ sagði Schaeuble og bætti við að gera ætti hlutlausu ríkjunum kleift að öðlast aðild að NATO í áföngum. Scháuble er líklegur eftirmaður Helmuts Kohls kanslara þegar hann fer frá árið 1998. 60 klst tölvunám Almenn tölvufræði, Windows, stýrikerfi, Word 6.0 ritvinnsla, Exel 5.0 töflureiknir og tölvufjarskipti, m.a. kynning á „lnterneti“. [1 Tölvuskóli Revkiavíkur KffnFfitM ■ Boröartúni 28. sími 561 6699 Mikill afsláttur fimmtudag, föstudag og laugardag! Bútar — bútar — bútar Gluggatjaldaefni, húsgagnaáltlsði Sófar, sófaborð, stólar Varðarvoðír, íslensk ull kr. 1.900 epol 1 Faxafeni 7, sími 687731 ( Reuter IBÚAR í Karte Seh-hverfinu í Kabúl flýja heimili sín undan sókn stjórnarhersins gegn Taleban-hreyfingunni. Fyrstu ósigrar Taleban Kabul. Reuter. TALEBAN-hreyfingin í Afganistan beið ósigur í gær þegar stjórnarher- menn hröktu liðsmenn hennar frá herstöð, sem þeir höfðu náð á sitt vald fyrr um morguninn. Er herstöð- in rétt fyrir vestan Kabul, höfuð- borgina, og var taka hennar liður í áætlunum Taleban um að ná borg- inni á sitt vald. Hermenn Taleban náðu Gala-i- Hyder-herstöðinni á sitt vald á að- eins hálftíma en létu síðan undan síga fyrir gagnsókn stjórnarhersins eftir átta tíma viðureign. Á laugar- dag voru. Taleban-liðar hraktir frá Karte Seh-hverfinu í Kabul þannig að stríðsgæfan virðist liafa snúist gegn þeim í svipinn að minnsta kosti. Taleban og stjórnarherinn börðust með stórskotaliðsvopnum í gær á nýrri víglínu en beittu ekki fyrir sig fótgönguliðum. Taleban-hreyfingin, sem náms- menn hrundu af stað, hefur farið sem logi yfir akur í suðausturhluta Afganistans á síðustu mánuðum og gáfust margir stríðsherrar upp fyrir henni næstum án þess að veita mót- spyrnu. Nú virðist sem átökin í land- inu muni aðallega standa á milli hennar og stjórnarhersins. Israel og Sýrland Friðarvið- ræður hefj- ast að nýju Jerúsalem, Gaza. The Daily Telegraph. WARREN Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í fyrrakvöld að ísraelar og Sýrlend- ingar hefðu fallist á að hefja friðar- viðræður að nýju eftir þriggja mán- aða hlé. Christopher tilkynnti þetta eftir langa fundi með ráðamönnum í Damaskus, síðasta viðkomustað hans á ferð um Miðausturlönd. Hann sagði að sendiherrar Sýrlands og Israels myndu hefja viðræður að nýju i Washington á næstu dög- um, með milligöngu bandarískra embættismanna. Enn er þó óljóst hvernig Christ- opher gekk að sætta sjónarmið ísra- ela og Sýrlendinga í hinum fjöl- mörgu ágreiningsmálum. Banda- rískir embættismenn sögðu að Christopher hefði rætt einstök at- riði varðandi skipan öryggismála í hugsanlegum friðarsamningi, með- al annar stærð hlutlausra svæða og varðstöðvar við landamærin. Þegjandi samkomulag um Gólan-hæðir? Líklegt þykir að ísraelar og Sýr- lendingar hafi náð þegjandi sam- komulagi um að friðarsamningur- inn feli í sér að ísraelar flytji alla hermenn sína af Gólan-hæðunum, sem þeir hertóku árið 1967, og að Sýrlendingar taki upp fullt stjórn- málasamband við ísrael. Stjómin hefur lofað að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu verði samið um að láta landsvæði af hendi og kveðst sannfærð um að ísraelar leggi blessun sína yfir niðurstöðu friðarviðræðnanna. Láta fanga borga fæði og húsnæði ingin Leona Helmsley og mafíufor- inginn John Gotti. Boston. Morgunblaðið. SÚ VAR tíðin að fangar gátu huggað sig við það að þeir þyrftu að minnsta kosti ekki að borga húsaleigu og fæði meðan þeir sætu inni, en sá munaður virðist vera á hröðu undanhaldi í Bandaríkjun- um. Bandaríkjastjórn leggur nú gjald á dæmda sakamenn og víða mega tukthúslimir gera sér að góðu að borga fyrir hvern dag, rétt eins og á hóteli. Almenningur hefur fengið sig fullsaddan af þeirri glæpaöldu, sem ríður yfir bandarískt þjóðfé- lag. Þótt tíðni glæpa hafi staðið í stað og jafnvel lækkað finna Bandaríkjamenn fyrir meira ör- yggisleysi en nokkru sinni fyrr og þrýstingurinn á stjórnmála- og embættismann að ráðast á vand- ann eykst stöðugt. 1.000 kr. ádag Á sama tíma fyllast fangelsi með óheyrilegum kostnaði og eitt þeirra ráða, sem farið er að grípa til, er að láta fangana borga brús- ann. Að sögn dagblaðsins The Wall Street Journal þurfa fangar í Washington-ríki að borga um 15 dollara á dag (um 1.000 krónur), að undanskildum þeim, sem teljast undir fátæktarmörkum. í Ber- sýslu í Pennsylvaníu er ekki farið í manngreinarálit og fá menn reikning þótt þeir hafi engar tekj- ur. í Michigan-ríki hefur sú upp- hæð, sem krefjast má af fanga, verið tvöfölduð og nemur nú 60 dollurum (um 4.000 krónum) á dag. Það er svipað og nótt á hótel- inu Holiday Inn. ER nú komið að því að glæp- ir borgi sig ekki? Dómstólum á vegum Banda- ríkjastjórnar, hins svokallaða airík- is, var í sjálfsvald sett hvort þeir létu fanga borga fyrir fangavist- ina. Seilst var í pyngju ýmissa og mátti Marion Barry, fyrrverandi og núverandi borgarstjóri Was- hington-borgar, gera sér að góðu að borga 10.000 dollara (um 660.000 ÍSK) fyrir að sitja inni í sex mánuði fyrir kókaínneyslu. Það vakti hins vegar reiði að ýmsir vellauðugir hvítflibbaglæpa- menn, sumir í pilsum, sluppu alfar- ið við að borga með sér. Þeirra á meðal voru fjárfestingafrömuður- inn Michael Milken, hóteldrottn- -*'■'*- inginn John Gotti. Háir reikningar Valdið var því tekið úr höndum dómara og frá og með áramótum hafa nýir fangar með fáum undan- tekningum fengið reikning upp á 21.000 dollara (tæplega 1,4 millj- ónir króna) þegar þeir hafa verið leiddir inn fyrir þröskuld airíkis- fangelsa. Talið er að þetta muni skila 48 milljónum dollara árlega í hirslur ríkissjóðs, en það hefur ekki verið öllum ástæða til kæti. Gagnrýn- endur halda því fram að sumir fangar verði svo skuldum hlaðnir þegar þeir loks verða leystir úr haldi að þeir muni ekki eiga ann- ars kost en að halda beint inn á glæpabrautina á ný. Roger Grott, lagaprófessor við háskóla í Virginíu, segir hugmynd- ina minna á miðaldir og bendir á að sparnaðurinn verði á endanum enginn fyrir ríkið. Skuldir fanga muni hrekja þá undir fátæktar- mörk með þeim afleiðingum að þeir þurrausi féiagsmálasjóði. Almenningi finnst hins vegar engin refsing of hörð um þessar mundir að því er virðist og fagnar hveiju skrefi í átt til hertra refs- inga og erfiðari fangelsisvistar. Að minnsta kosti hafa fáir fundið að því að glæpalöggjöfin, sem Bandaríkjaþing samþykkti á síð- asta ári, kvað á um það að fangar í airíkisfangelsum mættu ekki hafa munað á borð við kaffivélar og hljóðfæri í fórum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.