Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR MIIMIMINGAR Stj órnmálafræðing- ar stofna fagfélag Tímamót verða í sögu félagsvísinda á íslandi í kvöld. Þá verður stofnað lang- þráð félag stjórn- málafræðinga. Löngu tímabært er að stjórn- málafræðingar eign- ist sitt eigið fagfélag. Stjórnmálafræðin sem fræðigrein hefur síðan 1970 (þá sem undirgrein í þjððfé- lagsfræði) verið kennd við Háskóla íslands og um 200 einstaklingar (að meðtöldum þeim sem lokið hafa námi er- lendis) hafa útskrifast með gráðu í stjórnmálafræði. Sé miðað við fjölda nemenda við Háskóla ís- lands, sem stunda nám í stjóm- málafræði, bendir allt til þess að útskrifuðum stjórnmálafræðing- um muni áfram fjölga verulega. Þetta staðfestir að nú er lag að stjómmálafræðingar taki höndum saman og fari að sinna sameigin- VpKVABUNADUR IVINNUVÉLAR DÆLUR PVG $AMSVARANDI STJ0RNL0KAR 0G FJARSTYRINGAR GÍRAR 0G BREMSUR GOTT VERÐ - GÓÐ ÞJÓNUSTA = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 Sjábu hlutina í víbara samhengi! legum hagsmunum og áhugamálum. Mik- il þörf er á að auka tengsl og samskipti stjómmálafræðinga í landinu. Of mikil til- hneiging hefur verið til að menn hafi starf- að hver í sínu homi, reynt að skapa sín eigin tækifæri, en þá stundum fundið til einangrunar í faginu. Að sjálfsögðu eiga menn að geta skapað sín eigin tækifæri og starfað á eigin for- sendum. Hins vegár verður núna skapaður vettvangur fyrir stjórnmálafræð- inga til samvinnu, samræðna og Stofnfundur félags stj ómmálafræðinga verður í kvöld að Odda, segir Ragnar Garðars- son, sem hvetur alla við- komandi til að mæta. endurmenntunar. Það er mjög mikilvægt fyrir áframhaldandi uppbyggingu fagsins og jákvæða þróun fræðistarfa innan stjóm- málafræðinnar að mönnum gefist tækifæri til að bera saman bækur sínar, miðla hugmyndum, leita og veita aðstoð, öðlast meiri þekkingu og yfirhöfuð að stuðla að fram- sækinni þróun stjómmálafræð- anna. Með stofnun félagsins mun stjórnmálafræðingum opnast auknir möguleikar á samstarfi við aðrar fræðigreinar. Stjómmála- fræðin sækir í brunn heimspekinn- ar, sagnfræðinnar, guðfræðinnar, hagfræðinnar, félagsfræðinnar og fleiri greina. Það má því sjá fyrir samstarfsmöguleika á mörgum sviðum. Rétt væri einnig að minnast á að Félag íslenskra félagsvísinda- manna rekur kjaranefnd sem fjall- ar um hagsmuni félagsvísinda- manna í kjaramálum. Mikilvægt er að viðhalda og efla samstarfið á þessum vettvangi. Það em því ekki uppi hugmyndir um að félag stjórnmálafræðinga taki kjaramál- in í eigin hendur, heldur standi vörð um kjaranefnd Félags ís- lenskra félagsvísindamanna. Starfsemi félags stjórnmálafræð- inga væri hins vegar rekin á fag- legum og fræðilegum nótum. Mikil þörf er á að kynna stjórn- málafræðina betur fyrir lands- mönnum._Þekking manna á faginu virðist vera af skomum skammti. Félag stjórnmálafræðinga væri kjörinn vettvangur til slíkrar kynn- ingar. Aðstandendur stofnunar félags- ins hafa orðið varir við gífurlega þörf á þessum sviðum og að sama skapi hefur áhugi manna á stofnun félagsins verið mjög mikill. Fyrir hönd undirbúningsnefndarinnar að stofnun félags stjórnmálafræð- inga hvet ég stjórnmálafræðinga til þess að mæta á stofnfundinn í kvöld í Odda, sal 101, kl. 20.00 og taka þátt í og móta þennan merka viðburð. Það er vilji manna að halda félaginu opnu öllum stjórnmálafræðingum hvort sem þeir eru með B.A.-próf eða „meira- próf“. Það þarf krafta sem flestra til þess að gera félag stjómmála- fræðinga að öflugum og fram- sæknum félagskap. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Ragnar Garðarsson INGVELDUR ÓLAFSDÓTTIR + Ingveldur Ólafsdóttir fæddist á Þjórsárt- úni 1. september 1901. Hún lést I Kaliforníu 26. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Isleifs- son, f. 17.1. 1859 í Bakkakoti, d. 19.4. 1943, læknir í Þjórsártúni, og Guðríður Eiríks- dóttir, f. 24.8. 1869 á Minnivöllum, d. nóvember 1960, húsmóðir í Þjórsártúni. Hinn 24. október 1920 giftist Inga Lofti Loftssyni útgerðarmanni. Þau eignuðust sex börn, eitt þeirra dó mjög ungt, en upp komust: Ólafur, kvæntur Svein- björgu Jónatansdóttur; Loftur, kvæntur Rannveigu Ágústs- dóttur; Inga Heiða, d. 1993, gift Giinther Stent, prófessor, þau bjuggu í San Francisco; Valgerður Rósa, gift Birni Sveinbjörnssyni hæstaréttar- dómara sem lést 1989; Júlíus Huxley, ógiftur. Utför Ingu fór fram frá Foss- vogskapellu í gær. ÞAÐ má segja, að um það leyti sem Inga fæðist sé Þjórsártún nýbýli, því laust eftir aldamótin byrjuðu foreldrar hennar að byggja íbúðar- hús í óræktarmóa austan við Þjórsá. Um svipað leyti var byggð brú yfir Þjórsá. Þetta var miðsvæð- is, miðað við Rangárvallasýslu og Árnessýslu, og kom sér vel með tilliti til læknisstarfa, enda stað- setningin við það miðuð. Strax og Inga hafði aldur til, fór hún að sinna gestum og hveiju öðru, sem með þurfti á heimilinu. Inga hafði gott eyra fyrir hljómlist og fékk að læra á org- el. Seinna fór hún til Reykjavíkur og hélt þar áfram hljómlist- arnámi. Var hún orðin allfær í að spila á org- el og píanó. Oft var það, þegar Ólafur faðir hennar kom heim, þreyttur eftir langt ferðalag í sjúkravitjanir, að hann sagði við Ingu: „Inga mín, spilaðu nú fyrir mig eitthvert gott lag.“ Brást það aldrei, að Inga spilaði fallegt lag og söng með, enda hafði hún góða söngrödd. Það var eins og við manninn mælt, að Ólafur faðir hennar hvíldist fljótt og vel við svona aðstæður. Inga var nokkra vetur í Reykja- vik og var meðal annars við nám í Verslunarskólanum. Um nokkurt skeið höfðu þau Inga og Loftur sumarbústað í Þjórsártúni. Inga hafði alveg sér- staklega mikinn áhuga á blóma- og tijárækt, en þarna var mjög góð aðstaða fyrir slíkt. Inga beitti sér þá fyrir því, að slíkur garður yrði útbúinn í Þjórsártúni. Ég nefni hér Ingu, en maður hennar, Loftur, studdi hana einhuga við þessar framkvæmdir. Inga teiknaði og skipulagði garðinn, og sá að öllu leyti um framkvæmdir á þessu verki. Ég tel, að uppbyggingin hafi tekist svo vel, að á þeim tíma hafi aðrir ekki gert betur. Inga átti nokkuð erfitt með heils- una, þarfnaðist heitara loftslags. Taldi hún það gott fyrir sig að dvelja t.d. í Los Angeles. Eftir fráfall Lofts 24. nóvember 1960, dvaldi hún þar, ásamt syni sínum, Júlíusi Huxley, og þar and- aðist hún 26. febrúar sl. eftir skamma legu. Inga var greind kona, létt í lund og glæsileg í allri framkomu. Hún hafði mikla listræna hæfileika, teiknaði vel og málaði. Garðyrkja var eitt af hennar áhugamálum, enda kom hún upp fallegum görð- um, þar sem hún bjó. Ég sakna hennar og minnist með virðingu, vinarhug og þakklæti og sendi öllum aðstandendum og vin- um samúðarkveðjur. Huxley Ólafsson. Inga, föðursystir mín, er fallin frá. Langri vegferð er lokið. Hún fæddist í Þjórsártúni 1. september 1901. Þar höfðu foreldrar hennar resit nýbýli úr landi Kálfholts, við hina nýju Þjórsárbrú, 1898. Ólafur hafði dvalið í Vesturheimi, m.a. í Winnipeg, 1887-1893. Hann hefur fýst vestur aftur, því þau hjónin seldu og ætluðu sér vestur um haf aftur. En greiðslan fyrir býlið brást, og þó Ólafur vildi samt fara, þá sagðist Guðríður ekki láta aðra nýta eigur þeirra fyrir ekki neitt. Þau sneru því austur aftur frá Reykjavík. Inga sagðist muna það frá þessari ferð að hafa verið reidd á hestbaki í meis, á móti eldri bróð- ur sínum, Huxley, en hann lést fjögurra ára gamall. En Þjórsártún óx og dafnaði sem gistihús og sem menningar- og samkomustaður tveggja sýslna, Árnes og Rangárvalla. Þar gistu Friðrik VIII. og Hannes Hafstein 1907, og gestabókin er enn til með nöfnum þeirra. Framkvæmda- skáldið Einar Benediktsson og Ey- jólfur „Landshöfðingi“ stjórnuðu þaðan landnámi Titanfélagsins (póstfang Þjótandi), er hún var um fermingu. Hún sagðist muna, að skáldið hefði brýnt sér barninu bindindi, og það hélt hún alla sína ævi. Hún fór ung til Reykjavíkur, og hóf nám við Verslunarskólann, en lauk ekki námi, því átján ára giftist hún Lofti Loftssyni, útgerð- armanni frá Akranesi, miklum at- hafnamanni og ljúfmenni, sem framan af hafði rekstur sinn í Sandgerði, en hin síðari árin í Keflavík. Þau bjuggu framan af á MAGNÚS BRYNJÓLFSSON + Magnús Brynj- ólfsson fæddist að Bár í Hraun- gerðishreppi, Ár- nessýslu, lá.janúar 1905. Hann lést á Landakotsspítala 8. mars sl. Foreldrar Magnúsar voru Margrét Þorvarð- ardóttir og Brynj- ólfur Magnússon. Þau eignuðust þrjú börn, auk Magnús- ar, Elínu, f. 1903, sem lifir bróður sinn, og Guðríði, f. 1906, d. 1930. Magnús kvæntist Guðnýju Stef- aníu Guðmundsdóttur, f. 22. maí 1903, d. 17. apríl 1987, frá Brandagili í Hrútafirði. Magn- ús og Guðný eignuðust þijá syni. Þeir eru: 1) Brynjólfur, rafvirkjameistari, f. 1930, d. 1972. Hann var ógiftur og barn- laus. 2) Guðmundur, rafvirkja- meistari hjá Rafrúnu hf., f. 1941, kvæntur Guðbjörgu Richter. Þeirra börn eru Guðný, f. 1970, Margrét, f. 1974, og Brynjólfur, f. 1980. Guðmundur átti áður tvo syni, Jóhann, f. 1960, og Gunnar, f. 1965. 3) Hrafn, fram- kvæmdastjóri SAL, f. 1943, kvæntur Kristínu Erlings- dóttur og eiga þau þijú börn, Magnús Frey, f. 1968, Sig- rúnu Huld, f. 1970, og Tinnu, f. 1973. Magnús vann um áratugaskeið sem verkstjóri við byggingu Hallgrímskirkju eða allt frá upphafi kirkjubygging- arinnar 1945 til 1985 og átti lengstan starfsaldur allra þeirra, sem við kirkjusmíðina unnu. Útför Magnúsar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 16. mars, kl. 13.30. í DAG verður til moldar borinn tengdafaðir minn Magnús Brynj- ólfsson, níræður að aldri. Eins og títt var á uppeldisárum Magnúsar hafði ungt fólk í þá daga hvorki tækifæri né efni á langri skóla- göngu. Magnús var því einn af þessum greindu mönnum, vel les- inn bæði á sögulegan fróðleik og ljóð. íslendingasögurnar og skáld- skapur Hallgríms Péturssonar voru í miklum metum hjá honum. Ég minnist þess að hafa sétið með honum yfir Njálu, þar sem hann hafði heilu setningarnar orðrétt yfir og leiðrétti mig stöðugt ef skilningur minn var ekki nákvæm- lega réttur. Þá var hann ekki síður minnugur á kvæði og ýmsar frá- sagnir. Tengdaforeldrar mínir, Guðný og Magnús, unnu alla tíð hörðum höndum við að færa björg í bú. Þau keyptu þriggja hæða hús á Vífilsgötu 22 í Reykjavík árið 1945 og sé ég fáa leika það eftir í dag, en þá hafðkMagnús öll kreppuárin haft stopula verkamannavinnu, eins og títt var í þá daga og staðið í biðröðum eftir vinnu. Þegar tengdamóðir mín lést árið 1987, hélt Magnús einn heimili eins lengi og heilsan leyfði. Það var árið 1945 sem smíði Hallgrímskirkju hófst, en það var Byggingarfélagið Stoð hf. sem tók það verk að sér. Nær allan bygg- ingartíma kirkjunnar starfaði Magnús sem verkstjóri við kirkjuna og sá um allar járnabindingar sem var ærið verk. Hann varð þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá kirkjuna rísa fullbúna. Magnús leit á hana ekki síður sem listarverk en guðs- hús, þar sem samhentur hópur smiða starfaði sem einn maður. Hann var alla tíð bæði ánægður með vinnustað sinn og samstarfs- menn sína. „Að lifa vel er að vinna vel, að sýna iðjusemi." Þetta spak- mæli á vel við Magnús. Magnús var í eðli sínu sannur sóslalisti, aðhylltist ungur þá stefnu og fór ekki dult með skoðun sína. Hann fluttist á mölina árið 1925 og kynntist því þeim öru breytingum sem urðu á íslensku samfélagi á næstu áratugum ald- arinnar. Þessi ár mörkuðu spor hans. Magnús var einstaklega barn- góður maður. Hann kenndi barna- bömum og barnabarnabörnum sín- um bæði margt og mikið, var ótæmandi viskubrunnur, sem þau munu ávallt búa að. Nú þegar ég kveð tengdaföður minn vil ég þakka honum nær þriggja áratuga samveru, sem aldrei bar skugga á. Magnúsi var lítið um hrós gefið, fannst það bara fyrir aðra. Ég hygg þó að ég misbjóði honum ekki með neinu orðagjálfri þegar ég fullyrði að hann var drengur góður. Ég veit að þar mæli ég fyrir munn þeirra sem kynntust honum og áttu með hónum samleið. Ástvinum votta ég samúð mína. Kristín Erlingsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.