Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 16. MAR^ 1995 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Stasi-liðar hefðu einbeitt sér að Keflavíkurstöðinni I viðtali Kristjáns Jónssonar við David H. Childs, breskan sérfræðing í málefnum a-þýsku leyniþjónustunnar, kemur fram að Stasi reyndi mjög að hafa áhrif á þá mynd sem vestrænir fjölmiðlar brugðu upp af al- þýðulýðveldinu Morgunblaðið/Ámi Sæberg DAVID H. Childs, prófessor við Nottingham-háskóla og sérfræðingur í sögu Stasi. BRESKI prófessorinn David H. Childs hefur afl- að sér mikillar þekkingar á störfum austur-þýsku leynilögreglunnar alræmdu, Stasi. „Versti glæpur austur-þýsku stjórnarinnar og annarra slíkra var ekki að fjöldi fólks var myrtur, í alþýðulýðveldinu voru morðin ekki svo mörg. Verst var að stofnunin gerði út af við trúnað á milli manna, milli kennara og nemenda, lögmanna og skjólstæðinga þeirra, lækna og sjúklinga, jafnvel trúnað innan fjölskyldunnar", sagði Childs í viðtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær. Childs, sem er 61 árs að aldri og ritar að staðaldri greinar í The Times og Independent, verður ræðumaður á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs á laugardag um Stasi en hann kennir við Nottingham-háskóla og er menntaður í hagfræði og sögu. Childs hefur skrifað fjölda bóka, um breska sögu en einnig nokkrar um Austur-Þýskaland, hann stund- aði um hríð sagnfræðinám i Ham- borg. Væntanleg er frá honum bók um njósnir, mannrán og hryðju- verk Stasi víða um heim. Stofnunin annaðist öryggis- gæslu og njósnir kommúnista- stjómarinnar innanlands sem utan. Umsvifín voru ótrúlega mikil. í ríki með aðeins 17 milljónir íbúa voru fastir starfsmenn Stasi um 100.000, að auki hafði hún aðgang að 250.000 trúnaðarmönnum og uppljóstrurum, einnig meðal and- stöðuhópa, um allt landið. -Hvers vegna er nauðsynlegt að eyða púðri í að kanna feril Stasi? Er þetta aðeins hefndarþorsti, ertu að sparka í jiggjandi andstæðing? „Eg tel að mikilvægasta ástæð- an sé sú að við þurfum að kynna okkur mannleg samskipti af öllu tagi. Við veltum fyrir okkur og könnum hvort fólk sem hefur verið vinir, kunningjar eða starfsfélagar hafi verið reiðubúið að starfa fyrir Stasi eða segja nei. Viðfangsefnið er mannlegt eðli og samfélagið. Barn getið fyrir Stasi? Ég nefni sem dæmi þingmann græningja í Þýskalandi, hún er frá austurhlutanum og var andófs- maður. Hún komst að því að það var ekki einvörðungu veijandi hennar heldur einnig eiginmaður- inn sem starfaði fyrir Stasi. Hún veit ekki einu sinni hvort börnin hennar urðu til af ást eða voru getin fyrir Stasi. Að sjálfsögðu vill fólk fá að vita hvað gerðist í lífi þeirra, hvers vegna það gerðist, vill skiljátmdar- leg atvik sem ekki var hægt' að útskýra þegar þau urðu. Nú er hægt að varpa á þau ljósi með hjálp Stasi-skýrslnanna. Það er munur á þeim sem aðeins voru félagar í flokknum og hinum sem raunverulega njósnuðu um kunn- ingja og jafnvel sína nánustu fyrir einræðisstjómina. “ -Hvert var aðalstarf og helstu markmið Stasi? „Aðalmarkmiðin voru tvö. Ann- ars vegar innra eftirlit, að tryggja að ekkert ógnaði í reynd stjóm flokksins. Hitt var að njósna er- lendis fyrir Varsjárbandalagið. Sovéska leynilögreglan, KGB, var að sjálfsögðu frá upphafi með yfirstjómina á sinni hendi en það var nokkur verkaskipting á milli þessara stofnana. Stasi-liðar önn- uðust augljóslega megnið af njósn- unum i Vestur-Þýskalandi, áttu svo hægt um vik þar en þeir vildu hafa fulltrúa sína sem víðast, einn- ig í löndum sem ekki voru á þeirri stundu mjög mikilvæg fyrir A- Þýskaland. Þeir fengu að vinna sjálfstætt að vissu marki með leyfí Sovétmanna, taka framkvæði. Þjóðverjarnir notuðu sendiráðin sem bækistöð, höfðu mikinn áhuga á iðnaðarnjósnum en einnig reyndu þeir að koma sér upp vinum í áhrifastöðum, á þjóðþingum og slíkum stöðum. Þeir lögðu einnig áherslu á að ná sambandi við þá sem höfðu bein áhrif á skoðanir og viðhorf almennings, íjölmiðla- fólk, háskólamenn og aðra þá sem skrifuðu um A-Þýskaland eða fjöll- uðu um alþýðulýðveldið á einhvern hátt. Þeir reyndu að fá þá til að fegra ímynd ríkisins." -Hvers konar upplýsingar reyndu þeir aðallega að komast yfir erlendis? „Fyrst og fremst hernaðarlegar upplýsingar og þar einbeindu þeir sér að V-Þýskalandi. Þeir komu að sínum mönnum í öllum mikil- vægum öryggisstofnunum landsins á einhveiju tímaskeiði. Einnig reyndu þeir að komast yfir tækni- legar upplýsingar, þeim var vel ljóst að þeir voru langt á eftir í þeim efnum. Tölvuiðnað sinn byggðu þeir að miklu leyti upp með stolnum gögnum.“ -Hver var munurinn á hefð- bundnum njósnurum kommúnista o g svonefndum vinum í áhrifastöð- um sem nefndir eru á ensku „ag- ents of influence“? Vora skilin á milli_ stundum óljós? „Ég held þau hafi verið óljós. Þingmenn og aðrir stjórnmála- menn, breskir og vafalaust íslensk- ir, úr öllum flokkum, ræddu oft opinskátt við a-þýska stjórnarer- indreka eða blaðamenn sem sendu síðan leynilegar skýrslur um samt- ölin til A-Berlínar, án þess að við- komandi fómarlömb hefðu hug- mynd um það. Stjórnmálamennimir vildu ein- faldlega bæta samskiptin við þessi lönd, markmiðið var að koma í veg fyrir þriðju heimsstyijöldina. Fjár- málamenn vildu koma á viðskipta- samböndum, selja framleiðslu sína á a-evrópskum mörkuðum og voru reiðubúnir að ræða fijálslega við fulltrúa A-Þýskalands, gerðu sér ekki alltaf grein fyrir að verið var að misnota þá af fólki sem var í tengslum við Stasi. Þessi sam- skipti held ég ekki að sé hægt að gagnrýna, aðalmarkmiðið var að bæta alþjóðasamskipti. Síðan vora svo þeir sem litu á lönd Varsjárbandalagsins sem kyndilbera framfara og vora fúsir að láta upplýsingar í té opinberum sendimönnum og stundum leyni- legum fulltrúum þessar ríkja, segja þeim hvað var að gerast á heima- vígstöðvunum." „Hræðileg lesning“ -Nú er vitað að skýrslurnar um afrek Stasi era ekki mjög traustar heimildir. Verðum við nokkum tíma fær um að greina á milli monts eða jafnvel uppspuna annars vegar og raunveralegra afreka hins vegar? „Ég veit hvað þú átt við. Á neðstu stigum vora að sjálfsögðu Stasi-njósnarar sem vilda láta líta út fyrir að þeir væra í nánari sam- skiptum við ákveðna einstaklinga en raunin var, þannig myndu þeir auka hróður sinn hjá yfirmönnum í A-Berlín og Moskvu. Þetta gerð- ist vissulega. Hins vegar vora A-Þjóðvetjar mjög snjallir í að fá fólk til að vinna fyrir sig og því miður hafa upplýs- ingar í skjölum stofnunarinnar fyrst og fremst bent til þess að útsendarar Stasi hafi raunverulega innt sína þjónustu af hendi. Samt sem áður verðum við að vera vark- árir því að stundum ýktu þeir af- rekin og stundum vissu fóm- arlömbin ekki að viðmælendurnir vora á snæram Stasi. Við verðum að vera vissir í okkar sök áður en við dæmum í málum einstaklinga. Mikið af upplýsingunum í Stasi- skjölunum er einskis nýtt, ef þeir hefðu eytt meiri kröftum í að fram- leiða nýtísku neysluvörur og minni í að tryggja öryggi ríkisins væra þeir kannski enn við völd! En þar er einnig margt sem skiptir miklu máli, sýnir hvað sumir gerðu eða vora reiðubúnir að gera öðra fólki. Stundum er þetta hræðileg lesn- ing.“ -Var reynt að fá alla erlenda stúdenta í A-Þýskalandi til að vinna fýrir Stasi? Var reynt að ná taki á öllum útlendingum sem komu til landsins, t.d. með hleran- arbúnaði á hótelherbergjum gesta á Eystrasaltsvikunni? „Ég veit það ekki en það er stað- reynd að Stasi gat hlerað öll hótel. í Chemnitz gátu þeir komið fyrir leynilegum myndbandsupptöku- tækum á öllum hótelherbergjum borgarinnar ef þeir fengu tveggja stunda fyrirvara. Þeir fylgdust með öllum útlend- ingum en martröð Stasi var að fýlgjast með atburðum á borð við Leipzig-kaupstefnuna, stofnunin hafði þrátt fyrir allt einfaldlega ekki tök á að fylgjast með hveijum einstökum gesti, sama var að segja um Eystrasaltsvikuna. í landa- mæragæslunni var þó ávallt hugað að hveijum ferðamanni, hvert starf hans var, hjúskaparstaðan, aldur, allt var kannað í von um að það gæti gagnast Stasi. Reynt var að leggja snörar fyrir fólk í kynferðis- legum efnum, með tilliti til ólíkra þarfa. Leitað var á herbergjum. Sjálfur var ég eitt sinn viku í Jena, það var árið 1978. Ég fór heim á hótel um miðjan dag, það var óvenju- legt, oftast var ég í háskólanum allan daginn. Ég sá strax á stúlk- unni í móttökunni að hún varð vandræðaleg, ég ákvað umhugsun- arlaust að nota fremur stigann en bíða eftir lyftunni. Þegar ég hljóp upp stigann mætti ég tveim mönn- um, augljóslega Stasi-mönnum. Dyrnar á herberginu mínu voru enn opnar. Á borðið hafði ég lagt nýja skjalatösku, hún hafði verið rannsökuð vandlega, leðurbætur á hornunum höfðu verið losaðar til að leita að leynihólfum." -Ef Stasi hefði komið fyrir útsendara á íslandi hvaða upplýs-. ingar myndi hann eða hún hafa reynt að komast yfir og hvað myndi vinur í áhrifastöðu hafa reynt að gera fyrir A-Þýskaland hér á landi? „Ég veit ekki allt of mikið um stjómmálaástandið á íslandi svo að ég verð að vera varkár. Það er á hinn bóginn ljóst að ísland skipti miklu máli hemaðarlega fyrir Atl- antshafsbandalagið (NATO) og þess vegna einnig fyrir Varsjár- bandalagið. Það er vitað að íslendingar eru mjög sjálfstæðir í hugsun og menn hefðu því gert sér vonir um að tækist útsenduram að öðlast áhrif í stjórnmálaflokki myndu þeir geta fengið fólk til að krefjast þess að herstöð NATO yrði lokað. Þetta hefði að minni hyggju verið efst á blaði hér. Beitt hefði verið stjórnmálaleg- um aðferðum til að vinna þessum málstað fylgi, fyrir opnum tjöldum en einnig með leynd. Með leynd á ég við að reynt hefði verið að koma andstæðingum fyrir kattarnef í pólitískum skilning, ekki í eigin- legri merkingu, gera þá áhrifalitla. Það er vitað að þetta var gert þótt ég viri ekki hvort svo hafi verið hér á íslandi. Ymsar aðferðir voru notaðar til þess arna, hægt vart að nota ýmis hneykslismál gegn einstaklingum. Innan flokkanna var hægt að breiða út orðróm til að sverta þá í augum flokksmanna sem höfðu ekki hugmynd um að Stasi-menn voru að koma sínum málum áleiðis með þessum aðferðum. Ég legg áherslu á að ég veit það ekki fyrir víst en það er einnig mögulegt, ef við tökum mið af því sem við vitum um starfsemi Stasi annars staðar, að leyniþjónustan hafi þjálfað skemmdarverkamenn sem ráðast áttu á herstöð NATO hér. Ég ítreka að ég hef engar sannanir fyrir þessu en þeir gerðu þetta í V-Þýskalandi, þjálfuðu kommúnista í leynilegum æfinga- búðum. Hægt yrði að senda þá af stað ef til alvarlegra átaka kæmi milli austurs og vesturs, láta þá valda glundroða." -Skjöl um íslenskan stjórn- málamann, sem stundaði nám í A-Þýskalandi, voru fjarlægð úr safni Stasi í júní 1989. Hver getur verið skýringin á því? „Það er mjög erfitt að svara því, um þetta leyti töldu flestir leið- togar kommúnista að stjómin væri ekki í hættu. Þeir gerðu sér ekki grein fyrir því hve stutt var í enda- lokin, þeir myndu ekki hafa viljað eyða skjölunum. Hins vegar gæti verið að þeir hafi stundum fylgst með einhveijum sem var á uppleið, var líklegur til að komast til auk- inna metorða í stjórnmálum, virtist verða æ mikilvægari. Þeir gætu hafa viljað dylja tengslin við slíkan mann enn betur. Þeir gætu hafa eytt skjölunum til að tryggja að einvörðungu lítill hópur æðstu manna vissi um þessi tengsl, lægra settir starfsmenn gátu tekið upp á því að flýja og ljóstra öllu upp sem þeir vissu og stjórnendur Stasi vildu ekki taka slíka áhættu ef um mikilvæg skjöl var að ræða. Þetta gæti verið skýr- ingin, tímasetningin, júní 1989, er undarleg. Það er mjög ósennilegt að maðurinn hafi sjálfur getað fengið einhvem til að fjarlægja skjölin.“ -Nú vitum við að ýmis leynileg skjöl komust í hendur einstaklinga í Moskvu, jafnvel glæpamanna. Getur verið að einhverjir þeirra hafí í fóram sínum skjöl sem gætu reynst íslenskum áhrifamönnum hættuleg, sem hægt væri að nota til að kúga þá með einum eða öðr- um hætti? „Það er hugsanlegt en ég hef ekki heyrt um slíkt. Því miður er alger upplausn í Rússlandi núna, enginn veit hvað þar er raunvera- lega að gerast, allt getur gerst þar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.