Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 13 FRETTIR Fundur Sjálfstæðisflokksins í Garði um siávarútvegsmál Hart deilt á kvótakerfið og eignfærslur Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson HART var deilt á fundi um sjávarútvegsmál í Garði í fyrra- kvöld og skiptar skoðanir um ágæti aflamarkskerfisins. J-listinn á Austur- landi FRAMBOÐSLISTI Þjóðvaka í Austurlandskjördæmi hefur verið birtur. Hann skipa: 1. Snorri Styrkársson, hag- fræðingur, Neskaupstað, 2. Melkorka Freysteinsdóttir, skrifstofumaður, Fellabæ, 3. Sigríður Rósa Kristinsdóttir, húsmóðir, Eskifirði, 4. Gunn- laugur Ólafsson, lífeðlisfræð- ingur, Mosfellsbæ, 5. Guð- björg Stefánsdóttir, verslunar- maður, Djúpavogi, 5. Guðbjörg Stefánsdóttir, verslunarmað- ur, Djúpavogi, 6. Þórhildur Sigurðardóttir, hárskeri, Vopnafirði, 7. Sigurður Örn Hannesson, húsasmiður, Hornafirði, 8. Valur Þórarins- son, verkamaður, Fáskrúðs- firði, 9. Þröstur Rafnsson, tón- listarkennari, Neskaupstað, 10. Oddrún Sigurðardóttir, verkakona, Egilsstöðum. Jafnrétti í launamálum kynjanna ÞJÓÐVAKI, hreyfing fólksins, heldur opinn fund um launa- mál kvenna og hvernig eigi að snúast gegn því launamis- rétti sem konur búa við, fimmtudaginn 16. mars. Frummælandi á fundinum verður Lára V. Júlíusdóttir, 5. maður á lista Þjóðvaka í Reykjavík. Fundurinn verður haldinn í kosningamiðstöð Þjóðvaka að Hafnarstræti 7 og hefst hann kl. 20. Allt áhugafólk um jafn- réttis- og launamál er boðið hjartanlega velkomið og hvatt til að mæta og láta skoðun sína í ljós. Fundarstjóri verður Páll Halldórsson, formaður BHMR. Kosninga- skrifstofa opnuð í Njarðvíkum Morgunblaðið. Keflavík Sjálfstæðisflokkurinn í nýja sameinaða sveitarfélaginu í Keflavík, Njarðvík og Höfnum opnaði um helgina kosninga- skrifstofu í Njarðvík. Magnús Jóhannesson hefur verið ráð- inn kosningastjóri og sagði hann að skrifstofan yrði opinn alla daga frá kl 14:00 til 19:00 og þar yrði á næstunni leitast við að aðstoða fólk við utan- kjörstaðaatkvæðagreiðslu. Kosningaskrifstofan var opn- uð við hátíðlega athöfn og var gestum boðið kaff og meðlæti að vild. ■ KVENNALISTINN í Reykjaneskjördæmi heldur skemmtifund tileinkaðan ung- um kjósendum i Fjörukránni í Hafnarfirði fimmtudaginn 16. mars kl. 20.30. Dagskráin er fjölbreytt. Kristín Hall- dórsdóttir flytur erindi er nefnist Við verðum sjálfar að breyta heiminum, ungar stúlk- ur úr kjördæminu láta í sér heyra, Heiða úr Unun syngur nokkur lög, Orville og félag- ar úr Kramhúsinu sýna Afró- dans, fiðluleikur, umræður o.fl. Kosningaskrifstofan Dalshrauni 1, Hafnarfirði, er opin virka daga kl. 14-18. MIKIL gagnrýni kom fram á afla- markskerfið á fundi sem Sjálfstæðis- flokkurinn boðaði til um sjávarút- vegsmál í Garði í fyrrakvöld. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði að loknum framsöguerindum að hánn gæti í mörgu tekið undir gagnrýnisraddir en hann hefði sakn- að þess í ræðum framsögumanna að enginn þeirra hefði bent á önnur stjórnkerfi eða leiðir til úrbóta. Kjartan Ólafsson félagi í Sambandi ungra sjálfstæðismanna hafði uppi hörð orð um aflamarkskerfið sem hann sagði hygla fámennum hópi útgerðarmanna. Sagði hann það hneisu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að styðja þá sj ávarútvegsstefnu, sem nú er fylgt og lagði það til að lög um stjórn fiskveiða yrðu afnumin hið fyrsta. Sigurður Bjarnason, hafnarstjóri í Sandgerði, sagði meira drepið af fiski og meiru af honum hent í sjó- inn en bæði fiskifræðingar og stjórn- málamenn teldu. Sagði hann þetta mikinn misbrest í aflamarkskerfinu. Hann sagði að síðustu árin hefðu aðkeyptar veiðiheimildir haldið uppi veiðum á Suðurnesjum og benti á að alltaf fjölgaði banndögum króka- leyfisbáta. Sigurður sagði að kvóta- kerfið væri gengið sér til húðar. Hneisa fyrir Sjálfstæðisflokkinn Kristberg Kristbergsson fisk- kaupandi tók undir með Sigurði og sagði að flestir bátar á Suðurnesjum væru orðnir leiguliðar. Hann sagði að krókaleyfisbátar hefðu orðið fyrir miklum niðurskurði og stæði það útflutningi á flökum með flugi fyrir þrifum. Hann lagði það til að leyfðar yrðu fijálsar veiðar hjá smábátum. Kjartan Ólafsson, félagi í Sam- bandi ungra sjálfstæðismanna, sagði að fámennum hópi útgerðarmanna hefði verið gefin helsta auðlind þjóð- arinnar. Hann sagði suma útgerðar- menn græða stórfé á kvótasölu og braski með veiðiheimildir. „Að mínu viti eru lög um stjórnun fiskveiða hin mestu ólög og samrýmast á eng- an hátt lýðræði, allir þegnar þjóðfé- lagsins eiga að hafa jafnan rétt til nýtingar auðlindanna. Sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki vinna eftir þeirri meginreglu að fisk- urinn í kringum landið sé sameign íslensku þjóðarinnar er hrein hneisa. Að afhenda fámennum hópi þjóðar- auðlind okkar til eignar og erfða er GENGIÐ hefur verið frá framboðs- lista Náttúrulagaflokksins sem býður fram í Reykjavík til komandi alþingiskosninga. Flokkurinn legg- ur áherslu á að komið verði á fót svokölluðum samstillingarhóp sem nýta á vitundaraðferð til að eyða streitu úr andrúmsloftinu, bæta tíð- arandann og skapa grundvöll til framfara á Islandi. Framboðslista Náttúrulaga- flokksins skipa: 1. Jón Halldór Hannesson, fram- kvæmdastjóri, 2. Örn Sigurðsson, kerfisfræðingur, 3. Ingimar Magn- ússon, garðyrkjumaður, 4. Edda Kaaber, bókavörður, 5. Halldór hróplegt óréttlæti," sagði Kjartan. Hann sagði að sjávarútvegur landsmannáværi að safnast á hend- ur örfárra manna og að kaup ís- lenskra sjávarafurða á meirihluta í Vinnslustöðinni hf. og barátta þess- ara fyrirtækja um viðskipti við Út- gerðarfélag Akureyringa væri til marks um fyrstu átök auðhringanna um kvótann, þetta hafi aðeins verið toppurinn á ísjakanum. Besta þekking sem viðbúum yfir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að hvorki það kerfi sem nú er við lýði né önnur væru með öllu gailalaus. Hann sagði stjórnunarkerfi í sjávarútvegi ekki heilagan hlut heldur verkfæri til að ná markmiðum sem skiptu íslensku þjóðina öllu máli. Þrjú meginmarkm- iðin í sjávarútvegi væru verndun fiskistofna og uppbygging þorsk- stofnsins, setning leikreglna sem skiluðu mestum hagnaði fyrir þjóð- arbúið í heild og að setja reglur sem stuðli að sem mestu fijálsræði innan þeirra takmarka sem auðlindin setur sjávarútvegnum. Þorsteinn sagði að veitt hefði ver- ið 30% umfram ráðleggingar fiski- fræðinga sl. 10 ár og sér þætti það verst á fjögurra ára tíma sínum sem sjávarútvegsráðherra að hafa ekki haft stuðning til þess að fara að ráðleggingum fiskifræðinga. Hann spurði hvort ekki væri kominn sá tími að horfast í augu við afleitt ástand fiskistofnanna og taka meira mark á fiskifræðingum. Þeirra vís- indi væru ekki nákvæm en þó sú besta þekking sem við byggjum yf- ir. Hann sagði að á meðan fiskiskipa- flotinn væri stærri en afrakstursgeta fiskimiðanna freistuðust menn til að ganga illa um auðlindina, þar skipti engu máli hvaða stjórnunarkerfi væri við lýði. Þorsteinn vísaði á bug fullyrðing- um um að heimildir krókaleyfisbáta hefðu verið skertar. Heildaraflamark þeirra væri sama og áður, 21.500 tonn, en forystumenn smábáta- manna hefðu valið það kerfi að nýir aðilar gætu komið að veiðunum og með því skertist aflamark hvers og eins. Þetta hefði því ekki áhrif á framboð fisks til útflutnings með flugi, það væri óbreytt. Hann benti á að 1984 hefðu um 18% af aflahlut- deild verið á Suðurnesjum en núna væri hún 15,84% og hefði verið um Birgir Olgeirsson, vélstjóri, 6. Rúna Björg Garðarsdóttir, leiðsögumað- ur, 7. Árni Sigurðsson, jarðeðlis- fræðingur, 8. Guðjón Björn Krist- jánsson, framkvæmdastjóri, 9. Helgi Sigurðsson, háskólanemi, 10. Guðrún Eyþórsdóttir, kennari, 11. Ari Halldórsson, kennari, 12. Helgi Hauksson, útgáfustjóri, 13. Erla Vigdís Kristinsdóttir, leikskóla- kennari, 14. Örn Ásgeirsson, há- skólanemi, 15. Guðrún Andrésdótt- ir, framhaldsskólakennari, 16. Jak- ob Bragi Hannesson, kennari, 17. Gunnar Ari Einarsson, húsasmiður, 18. Brynhildur Björnsdóttir öryrki, 19. Gunnþórunn Geirsdóttir, hús- móðir. 15% frá 1987 að meðaltali. Vinnslan hefði þó aukist meira en sem næmi minnkun aflahlutdeildar á svæðinu. Þorsteinn kvaðst ekkert sjá því til fyrirstöðu að fyrirtæki sameinist í sjávarútvegi með tilheyrandi sam- þjöppun á aflaheimildum og sæi hann ekki tengsl á milli þessa og aflamarkskerfisins. Hann sagði ekk- ert eitt fyrirtæki búa yfir meira en 5% af heildaraflahlutdeild og sagði hann vel koma til greina að sett yrði þak á það hve mikinn hluta heildaraflamarks eitt fyrirtæki gæti átt. 100% reglan þýðir endalok útgerðar Oddur Sæmundsson skipstjóri sagði mikið meira af fiski í sjónum en fiskifræðingar telja. Hann sagði að ef lögum um svokallaða 100% reglu yrði ekki brejtt, en þau hafa í för með sér að útgerð getur ekki fært meiri kvóta á skip en sem nem- ur upphaflegri úthlutun til þess, þýddi það endalok útgerðar á svæð- inu. Stefán Tómasson, sem skipar 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi, sagði að arðurinn af auðlindinni skilaði sér beint til þjóð- arinnar. í fyrsta lagi nytu sjómenn arðsins, þá vinnslan og fiskverkafólk og útgerðin þyrfti að kaupa aðföng og viðhald á skipum. Það væri því íjarri lagi að arðurinn rynni óskiptur í vasa örfárra útgerðarmanna. Kristján Pálsson, fyrrverandi bæj- arstjóri í Njarðvík, sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðismanna á Reykjanesi, kvaðst vera reiðubúinn til þess að skoða ítarlega með hvaða leiðum mætti auka hlutdeild króka- leyfisbáta í þorskaflanum fengi hann til þess umboð frá kjósendum í kom- andi Alþingiskosningum. Hann sagði að raunhæft væri að skilja á milli veiða og vinnslu. Fiskvinnslan sæti ekki við sama borð og veiðarnar hvað varðar rétt til að kaupa fisk. Hann sagði það ógeðfellt að svo væri komið að kvóti gæti gengið í erfðir milli manna án þess að nokk- uð sé við því að gera. „Ég tel rétt að reynt verði að ná fram breyting- um á þessum nýju aðferðum við eignfærslur því ég held í rauninni að þa_ð stangist á við hugsunarhátt allra íslendinga og eðli að auðlindir þjóðarinnar gangi í erfðir innan ætta,“ sagði Kristján. Kristján tók undir með Oddi að 100% reglan geti haft alvarlegar afleiðingar á Suðurnesjum og nauð- synlegt væri að breyta þeim lögum á næsta þingi. „Ég hef heyrt það hjá mínum félögum í Sjálfstæðis- flokknum að það sé vilji fyrir því að skoða þetta mál sérstaklega og reyna að koma þeim breytingum fram á næsta þingi að menn þurfi ekki að horfa upp á það að þeir þurfi að leggja niður útgerð með tilkomu þessara laga,“ sagði Krist- ján. Hafðu hárið f lagi Við vitum upp á hár hvað þú viltfyrir þitt hár ^ bjóðum ykkursama lága œrm ► Herraklipping-_______1190,- ► Dömuklipping......... 1190,- ► Klipping + léttþurrkun_________1590,- ► Barnaklipping________ 900,- ► Körfuboltakl_________ 590,- Gcrður Þórisdóttir ► hárgre iðslu m e istar i \\\VA C er nybyrjuð BRDSKUR hiáokkur HÁRGREI0SLU & RAKARAST0FA Höfðabakki 1 • S. 587 7900 v/hliBina á Snæwarsvídeó Munið að panta fermingargreiðslur tímanlega. 20% afsláttur af strípum fyrir fermingarbörn. N áttúrulagaflokkurinn Framboðslistinn tilbúinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.