Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ERLA G UNNARSDÓTTIR + Erla Gunnars- dóttir fæddist í Hafnarfirði 23. febrúar 1936. Hún andaðist á Landa- kotsspítala aðfara- nótt 11. mars síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjónin Margrét Björnsdóttir, f. 1. október 1901, d. 6. febrúar 1980, og Gunnar Ásgeirs- son, verkstjóri, f. 7. ágúst 1904, d. 1. janúar 1990. Erla ólst upp í Hafnarfirði á Kross- eyrarveginum ásamt systur sinni Hállbjörgu, f. 21. júní 1928, gift Guðna V. Björnssyni bifreiðastjóra. Þau eru búsett í Hafnarfirði og eiga sex börn. Hinn 14. apríl 1956 giftist Erla Guðmundi Jafetssyni, vél- sljóra, f. 16. september 1935. Guðmundur varð bráðkvaddur um borð í varðskipinu Óðni 26. janúar sl. eða fyrir röskum sex vikum. Dætur Erlu og Guð- mundar eru: 1) Margrét Halla, f. 5. apríl 1955, var gift Ágústi Björgvinssyni, þau slitu sam- vistir. Margrét er nú í sambúð með Jóni Sigurðssyni, verslun- armanni. Börn Margrétar og VIÐ andlát kærrar vinkonu og fé- laga hvarflar hugurinn aftur til ár- anna 1949-’50 þegar nokkrir ungir sveinar úr Reykjavík fóru að sækja í Hafnarfjörðinn og varð fljótlega góð vinátta milli þeirra og Erlu. Þessir sveinar kölluðu sig K.K.8. Það má segja að frá þeim tíma hafi vin- áttan staðið og Erla verið akkerið í hópnum. Þegar hún og strákarnir festu ráð sitt féllu makarnir algjör- lega inn í hópinn. Saumaklúbbur var stofnaður og eru strætóferðirnar til Hafnarfjarðar í saumaklúbb til Erlu minnisstæðar. Börnin komu, fjöl- skyldan stækkaði, en alltaf var tími fyrir vinahópinn. Erla og Guðmund- ur bjuggu fýrstu árin í Hafnarfirði. Árið 1966 fluttu þau til Raufarhafn- ar og svo að Mývatni og voru þau þar til 1972, en tengslin rofnuðu aldrei, þó langt væri á milli og heim- sóknir til þeirra alltaf jafn ánægju- legar. Þau fluttu aftur til Hafnar- fjarðar og síðan 1973 bjuggu þau á Svöluhrauni 9. Crfisdrukkiur iralcAPi- IftO Slmi 555-4477 ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 Erfídrykkjur Glæsileg kaffi- hladborð, fallegir salír og mjÖg góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR IIÍÍTFiL LOFTLEIÐIR Ágústs eru Guð- mundur, f. 1977, Björgvin Eyjólfur, f. 1981, og Anna Linda, f. 1983. 2) Björg, f. 31. mars 1962, gift Helga Sverrissyni, raf- virkja. Þeirra börn eru: Erla, f. 1983, Dagný, f. 1987, og Andri, f. 1989. 3) Elva, f. 15. septem- ber 1964, gift Eiríki Sigurðssyni, raf- virkja. Þeirra böm eru: Erla, f. 1990, og Egill, f. 1993. Á meðan Erla var í gagn- fræðaskóla vann hún á sumrin hjá Sólveigu Sveinbjarnardóttur og Lofti Bjamasyni við bama- pössun, bæði í Hafnarfirði og í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Síðar þegar hún hafði lokið gagn- fræðanámi, vann hún í eldhús- inu í Hvalstöðinni. Erla vann við fiskvinnslu bæði í Hafnarflrði og á Raufarhöfn. Síðar starfaði hún í Ásmundarbakaríi og Haukahúsinu í fimm ár. Frá 1981 starfaði hún í Fjarðar- kaupum. Útför Erlu fer fram frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mjög gott samband hefur verið milli Erlu og dætranna og hafa barnabörnin átta veitt henni margar ánægjustundir og hafa þau oft þurft að passa ömmu þegar afi var á sjón- um. Árið 1981 stofnaði hópurinn ferðaklúbb og voru nokkrar innan- og utanlandsferðir famar saman, en bæði höfðu hjónin mjög gaman af ferðalögum. Veglegasta ferðin var þó farin 1992, þegar siglt var um Karíbahafið og síðan dvalið í Puerto Rico. Sameiginlegar gönguferðir hófust 1988 og var gengið um Stór- Reykjavíkursvæðið og farið í helgar- ferðir. Það var mikið áfall þegar hinn illvígi sjúkdómur uppgötvaðist hjá Erlu fyrir tíu mánuðum, en þá komu í ljós eiginleikar hennár til að takast á við vandamálið af rósemi og yfir- vegun, hefja baráttuna við sjúkdóm- inn með dyggum stuðningi Guð- mundar, dætra, fjölskyldna og vina. Það var því reiðarslag fyrir Erlu í hennar erfiðu veikindum þegar Guðmundur varð bráðkvaddur 26. janúar sl. Það var með ólíkindum hve sterk hún var að takast á við þetta mikla mótlæti. En þá kom enn betur í ljós styrkur hennar og æðru- leysi. Árið 1995 verður vinahópnum þungbært, því á rúmum sex vikum hafa hjónin Erla og Guðmundur kvatt og farið í þá ferð sem bíður okkar allra. Elsku Magga, Björg, Elva, tengdasynir og barnabörn, við æsku- vinirnir biðjum Guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. En við vitum að Guðmundur tekur brosandi á móti henni. Blessuð sé minning vinkonu okkar Erlu Gunnarsdóttur. Fyrir hönd æskuvinanna, Hjördís Kröyer. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Hún Erla amma er dáin, hún er farin frá okkur allt of fljótt. Farin að hitta hann afa. Amma, sem var svo lífsglöð og brosmild, gaf okkur og kenndi svo mikið, við munum sakna hennar sárt. En í minningunni lifa góðu stundimar sem við áttum með henni og afa á Svöluhrauninu, ferðirnar í Fjarðarkaup, þar sem við fengum alltaf vínber í poka, og útilegurnar á sumrin. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði, en nú vitum við að þér líð- ur vel og þið afi eruð saman aftur. Guð geymi þig, elsku amma. Erla og Egill. SVANBORG SÆMUNDSDÓTTIR +Svanborg Sæ- mundsdóttir var fædd 19. des. 1913. Hún lést að kvöldi 8. mars á Borgar- spítalanum. For- eldrar hennar voru Sæmundur Jó- hannsson, síðast bóndi á stað í Stein- grímsfirði og kona hans Elísabet Jóns- dóttir. Systkini Svanborgar voru: Katrin, dó ung, Jón, dáinn, Benedikt, dáinn, Guðmundur, dáinn og Jóhann, sá eini sem er á lífi. Svanborg hlaut venjulega ménntun eins og börn þeirra tíðar og fór á unglinga- skóla að Hólum í Hjaltadal og síðar Húsmæðraskólann á Blönduósi. Var í vinfengi við skólastjórann frú Huldu Stef- ánsdóttur og vann á hennar heimili meðal annars á Þingeyr- um. Svanborg fór til náms í vefnaði í Noregi og lauk þaðan prófi. Kenndi síðan við Húsmæð- raskóla Reykjavíkur 1945-46 og Húsmæðraskóla Borgfirð- inga á Varmalandi 1946-1949. Svanborg giftist eiginmanni sín- um Bjarna Péturssyni Walen, f. 22. mars 1913, d. 2. mars 1987, 18. april 1948. Foreldrar Bjarna voru Peder Mikael Sjursson Walen bóndi í Vík, Vikebygd, Hördalandi, Noregi, og Berta Lovis Hansdóttir. Bjarni og Svanborg bjuggu fyrst á Svarfhóli í Staf- holtstungum, 1 ár á Hofsstöðum í sömu sveit. Fluttust þá að Hjarðarnesi á Kjal- arnesi og voru þar búandi i 6 ár. Þá varð Bjarni bústjóri á Kópavogsbúinu á meðan þar var rek- inn búskapur og síðan verkstjóri á sama stað. Svan- borg fór aftur að kenna vefnað, með- al annars á Húsmæðraskólanum að Staðarfelli. Ennfremur tók Svanborg um tíma nemendur heim til sín og kenndi vefnað. Er störfum Bjarna lauk við Kópavogsbúið festu þau hjónin kaup á snoturri íbúð að Furu- grund 34 í Kópavogi. Eftir það starfaði Bjarni við gróðrarstöð í Fossvogi á meðan heilsan leyfði. Börn. þeirra hjóna eru Magni Skarphéðinn, doktor í landbúnaðarlíffræði, starfar nú í Þýskalandi. Kona hans Bar- bara Bjarnason. Eiga þau einn son, Benedikt. 2) Elísabet Berta Lovísa, félagsráðgjafi, hennar börn eru Svanborg Þórsdóttir og Bjarni Þórisson. Útför Svan- borgar fer fram frá Kópavogs- kirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. MAÐUR finnur best til aldurs þeg- ar samferðafólkið kveður, þá renn- ur það upp fyrir okkur hve árin hafa liðið hratt, án þess að maður tæki eftir því sem skyldi. Mér finnst ekki svo langt síðan sem raun ber Mikið finnst okkur lífið skrítið. Nú vonum við að þú sért komin til hans afa, sem fór svo skyndilega frá okkur. Við vonum líka að ykkur líði báðum vel. Það er erfitt til þess að hugsa að við eigum ekki eftir að hitta þig og eiga góðar stundir með þér, en í minningu okkar lifir þú sem besta amma í heimi. Við þökkum þér fyrir allt það góða sem þú hefur gert fyrir okkur og allar stundirnar sem við höfum fengið að vera með þér, þú varst alltaf svo kát og glöð og gafst okk- ur svo mikið. Við systkinin biðjum góðan Guð að geyma elsku Erlu ömmu og varð- veita hana. Ég fel í forsjá þína Guð faðir sálu mína því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bomin þín, svo blundi rótt (M. Joch.) Erla, Dagný og Andri. Elsku amma mín. Það er sárt að kveðja þig svona fljótt. Það er svo stutt síðan afi dó og nú ert það þú. Það var kannski best fyrir þig að þú fékkst að deyja og fara aftur til afa. Ég sakna þín og okkar stunda. Mér þykir vænt um þig, elsku amma mín. Mér finnst sárt að ná ekki að kveðja þig. Guð geymi þig og hvíldu í friði, elsku amma mín. Anna Linda. Elsku amma mín. Það er sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt, ekki eldri en þú varst, kona á besta aldri. Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan afi dó og nú þú, amma mín. Þó er gott að vita að þú ferð aftur til afa. Mér þykir mjög vænt um þig. Guð geymi þig, þangað sem þú ferð núna. Guðmundur. Því miður þurftir þú að deyja svona fljótt á eftir afa. Það var kannski best fyrir þig að deyja frá þessum veikindum, sem voru orðin svo mikil og ólæknandi. Þú varst á besta aldri, aðeins 59 ára gömul, og það er sárt að vita að hvorki þú né afi verðið viðstödd ferming- una mína nú í vor. Mér þykir gott að vita til þess að það var ég sem eyddi með þér einu af síðustu dægr- um ævi þinnar, þegar ég svaf hjá þér í þijár nætur og þar á meðal síðustu afmælisnóttina þína. Þetta verður erfitt því nú ert þú farin aðeins einum og hálfum mánuði á eftir afa. Nú verða sumarbústaða- ferðirnar ykkar afa með okkur barnbörnin ekki fleiri. Nú ferð þú aftur til afa þar sem hann bíður eftir þér. Guð geymi þig og passið þið afi hvort annað. Mér þykir mjög vænt um þig. Björgvin Eyjólfur. Nú andar næturblær um bláa voga. Við bleikan himin daprar stjömur loga. Og þar sem forðum vor í sefi söng, nú svífur vetramóttin dimm og löng. (Tómas Guðmundsson) Með þessum ljóðlínum vil ég kveðja elsku systur mína og þakka henni samverustundirnar í gegnum tíðina. Systir. Hún Erla frænka er látin langt um aldur fram, aðeins 59 ára. Þetta er þungbær staðreynd, sem maður verður að sætta sig við. Þegar við fréttum um veikindi hennar síðastliðið sumar vonuðum við að það mætti komast fyrir þau. En batinn lét á sér standa. Ekki eru nema rúmar fimm vikur frá því við sátum og skrifuðum fáein minn- ingarorð um elskulegan eiginmann hennar, Guðmund Jafetsson, sem lést þann 26. janúar sl. Ofarlega í hugum okkar eru minningar frá síðasta vori, þegar haldið var mikið niðjamót Kjartans og Hildar langafa og ömmu Gunn- ars afa okkar suður á Garðskaga. Þar mætti Erla frænka full áhuga á að hitta skyldfólkið, þar sem margir voru að sjást í fyrsta sinn. vitni er fundum okkar bar fyrst saman, mín og þeirra hjóna Svan- borgar Sæmundsdóttur og Bjarna P. Walen, sem þá voru nýgift bændahjón í Borgarfirði. Það var árið 1950 sem fjölskylda mín flutti úr dölum byggðar niður í Stafholts- tungur í næsta nágrenni þeirra hjóna. Ég var þá unglingsstelpa fákunnandi að fljúga úr foreldra- húsum. Það talaðist svo til að ég færi til þessara hjóna til aðstoðar við börn og bú, þau tóku mér afar vel og tókst strax með okkur góð vinátta sem hélst alla tíð. Þau hófu fljótlega að kenna mér ýmis störf sem áður voru mér framandi, svo sem vélmjaltir og þessháttar vinnu- brögð. Einnig slógu þau á léttari strengi, æfðu mig á kvöldin i „norskum dönsum“. Þetta og svo margt fleira lærði ég, bæði til leikja og starfa og gekk námið bara furðu vel. Hæfni í fjósverkunum náði ég nokkuð vel og fimi í dansinum svona bærilega. Þau voru grínsöm og fróð, sögðu mér ótal sögur frá sínum heimaslóðum sem voru bæði Strandir og'Noregur. Var ég oft gagntekin af frásagnahæfileikum þeirra. Hjón þessi voru semsé vel upplýst til munns og handa. Hann landbúnaðarfræðingur frá Noregi, hún húsmæðraskólalærð frá Blönduósi auk þess að hafa sér- hæft sig í vefnaðarkennslu. Þarna á Svarfhóli dvaldi ég að mestu leyti þar til þau brugðu búi í Borgarfirði og fluttu árið 1954 á Kjalarnes þar sem þau bjuggu til 1959 að þau flytjast í Kópavog þar sem Bjarni gerðist bústjóri á Kópavogsbúinu. Héldust áfram góð kynni milli þeirra og fjölskyldu minnar. * Hér í Kópavogi vorum við ná- grannar og var þá mikill samgang- ur milli heimila okkar. Á hátíðar- stundum voru þau mér nærri, svo sem við giftingu mína, þar var hann svaramaður minn og hún ráð- gjafi. Á skírnar- og fermingardög- um bama minna mættu þau gjarn- an öllum til gleði. Þau voru okkar ágætustu vinir alla tíð. Það var unun að sjá hve samtaka þau voru í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Ástúðina hvors til annars mátti lesa úr augum þeirra til þess síðasta. Þau eignuðust tvö börn sem þau studdu til mennta. Sonurinn Magni Skarphéðinn hefur dvalið erlendis á þriðja tug ára, en dóttirin Elísabet Berta er búsett hér og hefur verið hjálparhella mömmu sinnar mörg hin síðustu ár. Bamabörnin eru þrjú, auga- steinar ömmu sinnar. Hinn 2. mars 1987 lést Bjarni Walen eftir erfið veikindi. Eftir það bjó Svanborg ein og hefur það orð- ið henni mikil viðbrigði. En nú sem fyrr sýndi hún stillingu sem hún bjó yfir í svo ríkum mæli, hún sneri sér að starfsemi aldraðra og stund- aði það sem þar var upp á boðið. Hún tók þátt í söngkór þeirra af lífí og sál því söngur og músík voru hennar hjartans mál. Síðustu mánuðir urðu henni erfiðir - á haustdögum fékk hún áfall sem varnaði henni máls - samt hélt hún sínu andlega þreki og hafði þrótt til gönguferða og gat stundað handavinnu sem fyrr. Okkar vinátta hefur staðið í 45 ár. Ég minnist ótal góðra stunda — oft ef eitthvað bjátaði á leitaði ég til minnar gömlu húsmóður, sótti styrk, þáði góð ráð svo sem ég hafði gjört svo oft. Nú við leið- arlok vil ég þakka henni vináttu og tryggð liðinna ára. Hún var alltaf þessi trausta kona sem mað- ur bar virðingu fyrir. Hún var börnum sínum góð móðir, manni sínum sterk stoð sem aldrei brást. Barnabörnin sem enn eru á við- kvæmum aldri sakna nú ömmu I I ( ( ( I ( ( < ( ( ( ( f ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( I (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.