Morgunblaðið - 25.03.1995, Side 30

Morgunblaðið - 25.03.1995, Side 30
I 30 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Gígja sýnir í Allra- handa GÍGJA Baldursdóttir opnar- málverkasýningu í Gallerí Allrahanda, Akureyri laugar- daginn 25. mars. Gígja er fædd í Reykjavík 1959, stundaði nám við Myndlista- skólann í Reykjavík 1980- 81, Oslo Maleskole 1981- 82, Myndlista- og handíðaskóla íslands 1982- 86, lauk BFA gráðu frá Iowa State University 1992. Þetta er fimmta einka- sýning Gígju, en hún hefur haldið sýningar bæði hér heima og erlendis. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 14-18 og lýkur sunnudaginn 9. apríl. Kvikmynda- sýning fyrir börn FINNSKA bamamyndin Rölli verður sýnd í Norræna húsinu sunnudaginn 26. mars kl. 14.. Þessi mynd fjallar um tröllið Rölla, sem býr einn í kofa sínum. Myndin er 100 mín og er með finnsku tali. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Kvikmynd um Zhúkov „ZHÚKOV marskálkur - blöð úr ævisögu“ nefnist heimildarkvikmynd, sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag, 26. mars kl. 16. í myndinni segir frá frægasta hershöfð- ingja Sovétríkjanna í síðari heimsstyijöldinni, Georgíj Zhúkov, en hann átti m.a. hlut að sigri sovéskra hersins í orrustunni um Moskvu og rak síðan flótta Þjóðveija vestur á bóginn, allt til Berlín- ar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Þrír einleikir í Deiglunni ÞRÍR einleikir eftir Ingi- björgu Hjartardóttur, Bónd- inn, Dóttirin og Slaghörpu- leikarinn verða sýndir í Deigl- unni á Akureyri laugardaginn 25. mars kl. 16. Leikstjóri er Sigríður Mar- grét Guðmundsdóttir. Leik- endur eru Guðbjörg Thorodd- sen, Guðlaug María Bjarna- dóttir og Ingrid Jónsdóttir. Þættirnir segja sögu þriggja kvenna sem eiga að baki mis- munandi lífsferil. Fílharmónía flytur Messías SÖNGSVEITIN Fílharmónía flytur Messías eftir Hándel í Langholtskirkju í dag, laugardag 25. mars og sunnudag 26. mars kl. 16.30 báða dagana. Einsöngvarar verða þau Elísabet F. Eiríks- dóttir sópran, Alina Dubik alt, Kolbeinn Ketilsson tenór, Bjarni Thor Kristinsson bassi og Xu Wen sópran. Auk þess leikur 22 manna kammer- sveit og konsertmeistari er Szymon Kuran. Stjórnandi er Úlrik Ólason. LISTIR Eiríkur Guðmundsson Steinunn Inga Óttíirsdóttir Steinunn Haraldsdóttir Þröstur Helgason Frásagnarbókmennt- ir átjándu aldar FÉLAG um átjándu aldar fræði boðar til málþings um frásagnar- bókmenntir átjándu aldar, laugar- daginn 25. mars í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrarsal á 2. hæð. Hefst mál- þingið kl. 14. Atjánda öldin var tímabil mikilla umskipta í íslenskri frásagnarlist því að þá var lagður grundvöllur að skáldsagnagerð síðari tíma auk þess sem ritun sjálfsævisagna óx fiskur um hrygg. Þá bar mikið á ferðafrásögnum, rómönsugerð og þýðingum almúgabóka og ævin- týrasagna að ógleymdum þjóðsög- um. íslendingar tóku að fást við sjálfa sig og samtíð sína í frásagn- arbókmenntum sem voru mun fjöl- skrúðugri og merkilegri en almennt hefur verið talið. Á málþinginu verða flutt eftirfarandi ijögur erindi um frásagnarlist þessa tíma. Eiríkur Guðmundsson, Því nú skaltu deyja. Um mót rómönsu og skáldsögu í verkum Jóns Oddssonar Hjaltalín; Steinunn Inga Óttarsdótt- ir, Af íslenskum Gúllíver og Ódys- seifi. Um Reisubók Eiríks Björns- sonar og Ferðasögu Áma Magnús- sonar frá Geltastekk; Steinunn Haraldsdóttir, Skáldsagan-Tíma- spursmál? Um tímavitund í frásagn- arbókmenntum upplýsingatímans; Þröstur Helgason, Tilurð höfundar- ins. Efling sjálfsverunnar á 18. og 19. öid í ljósi íslenskrar skáldskap- arfræði. Öllum er heimill aðgangur. LÚÐRASVEIT Grunnskóla Þorlákshafnar lék á tónleikunum. Tónlistarskóli Árnesinga 40 ára ÞORLÁKSHAFNARDEILD Tónlistarskóla Árnesinga hélt tónleika þann 15. mars sl. í til- efni af 40 ára afmæli skólans. Tónleikarnir voru vel sóttir. Efnisskráin var fjölbreytt, m.a. léku fiðlu-, trompet- og klari- netthópar, Lúðrasveit Þorláks- hafnar og Skólalúðrasveit. Einnig komu fram einsöngvari og einleikarar, allt nemendur skólans sem eru komnir lengra í námi. Félagar í Söngfélagi Þorlákshafnar sungu sem gestir á tónleikunum. Alls starfa fimm kennarar auk deildarstjóra við tónlistar- kennsluna. Nemendur eru um eitt hundrað á öllum aldri. Deildarstjóri Þorlákshafnar- deildar er Robert Darling og stjórnar hann jafnframt Lúðra- sveit og Söngfélagi. Deildinni voru færðar góðar gjafir í tilefni afmælisins. Bjarni Jónsson oddviti Ölfushrepps flutti ræðu og sagði meðal ann- ars að í haust væri stefnt að því að öll starfsemi deildarinnar færðist inn í Grunnskólann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.