Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 30
I 30 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Gígja sýnir í Allra- handa GÍGJA Baldursdóttir opnar- málverkasýningu í Gallerí Allrahanda, Akureyri laugar- daginn 25. mars. Gígja er fædd í Reykjavík 1959, stundaði nám við Myndlista- skólann í Reykjavík 1980- 81, Oslo Maleskole 1981- 82, Myndlista- og handíðaskóla íslands 1982- 86, lauk BFA gráðu frá Iowa State University 1992. Þetta er fimmta einka- sýning Gígju, en hún hefur haldið sýningar bæði hér heima og erlendis. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 14-18 og lýkur sunnudaginn 9. apríl. Kvikmynda- sýning fyrir börn FINNSKA bamamyndin Rölli verður sýnd í Norræna húsinu sunnudaginn 26. mars kl. 14.. Þessi mynd fjallar um tröllið Rölla, sem býr einn í kofa sínum. Myndin er 100 mín og er með finnsku tali. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Kvikmynd um Zhúkov „ZHÚKOV marskálkur - blöð úr ævisögu“ nefnist heimildarkvikmynd, sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag, 26. mars kl. 16. í myndinni segir frá frægasta hershöfð- ingja Sovétríkjanna í síðari heimsstyijöldinni, Georgíj Zhúkov, en hann átti m.a. hlut að sigri sovéskra hersins í orrustunni um Moskvu og rak síðan flótta Þjóðveija vestur á bóginn, allt til Berlín- ar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Þrír einleikir í Deiglunni ÞRÍR einleikir eftir Ingi- björgu Hjartardóttur, Bónd- inn, Dóttirin og Slaghörpu- leikarinn verða sýndir í Deigl- unni á Akureyri laugardaginn 25. mars kl. 16. Leikstjóri er Sigríður Mar- grét Guðmundsdóttir. Leik- endur eru Guðbjörg Thorodd- sen, Guðlaug María Bjarna- dóttir og Ingrid Jónsdóttir. Þættirnir segja sögu þriggja kvenna sem eiga að baki mis- munandi lífsferil. Fílharmónía flytur Messías SÖNGSVEITIN Fílharmónía flytur Messías eftir Hándel í Langholtskirkju í dag, laugardag 25. mars og sunnudag 26. mars kl. 16.30 báða dagana. Einsöngvarar verða þau Elísabet F. Eiríks- dóttir sópran, Alina Dubik alt, Kolbeinn Ketilsson tenór, Bjarni Thor Kristinsson bassi og Xu Wen sópran. Auk þess leikur 22 manna kammer- sveit og konsertmeistari er Szymon Kuran. Stjórnandi er Úlrik Ólason. LISTIR Eiríkur Guðmundsson Steinunn Inga Óttíirsdóttir Steinunn Haraldsdóttir Þröstur Helgason Frásagnarbókmennt- ir átjándu aldar FÉLAG um átjándu aldar fræði boðar til málþings um frásagnar- bókmenntir átjándu aldar, laugar- daginn 25. mars í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrarsal á 2. hæð. Hefst mál- þingið kl. 14. Atjánda öldin var tímabil mikilla umskipta í íslenskri frásagnarlist því að þá var lagður grundvöllur að skáldsagnagerð síðari tíma auk þess sem ritun sjálfsævisagna óx fiskur um hrygg. Þá bar mikið á ferðafrásögnum, rómönsugerð og þýðingum almúgabóka og ævin- týrasagna að ógleymdum þjóðsög- um. íslendingar tóku að fást við sjálfa sig og samtíð sína í frásagn- arbókmenntum sem voru mun fjöl- skrúðugri og merkilegri en almennt hefur verið talið. Á málþinginu verða flutt eftirfarandi ijögur erindi um frásagnarlist þessa tíma. Eiríkur Guðmundsson, Því nú skaltu deyja. Um mót rómönsu og skáldsögu í verkum Jóns Oddssonar Hjaltalín; Steinunn Inga Óttarsdótt- ir, Af íslenskum Gúllíver og Ódys- seifi. Um Reisubók Eiríks Björns- sonar og Ferðasögu Áma Magnús- sonar frá Geltastekk; Steinunn Haraldsdóttir, Skáldsagan-Tíma- spursmál? Um tímavitund í frásagn- arbókmenntum upplýsingatímans; Þröstur Helgason, Tilurð höfundar- ins. Efling sjálfsverunnar á 18. og 19. öid í ljósi íslenskrar skáldskap- arfræði. Öllum er heimill aðgangur. LÚÐRASVEIT Grunnskóla Þorlákshafnar lék á tónleikunum. Tónlistarskóli Árnesinga 40 ára ÞORLÁKSHAFNARDEILD Tónlistarskóla Árnesinga hélt tónleika þann 15. mars sl. í til- efni af 40 ára afmæli skólans. Tónleikarnir voru vel sóttir. Efnisskráin var fjölbreytt, m.a. léku fiðlu-, trompet- og klari- netthópar, Lúðrasveit Þorláks- hafnar og Skólalúðrasveit. Einnig komu fram einsöngvari og einleikarar, allt nemendur skólans sem eru komnir lengra í námi. Félagar í Söngfélagi Þorlákshafnar sungu sem gestir á tónleikunum. Alls starfa fimm kennarar auk deildarstjóra við tónlistar- kennsluna. Nemendur eru um eitt hundrað á öllum aldri. Deildarstjóri Þorlákshafnar- deildar er Robert Darling og stjórnar hann jafnframt Lúðra- sveit og Söngfélagi. Deildinni voru færðar góðar gjafir í tilefni afmælisins. Bjarni Jónsson oddviti Ölfushrepps flutti ræðu og sagði meðal ann- ars að í haust væri stefnt að því að öll starfsemi deildarinnar færðist inn í Grunnskólann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.