Morgunblaðið - 25.03.1995, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 33
AÐSENDAR GREINAR
Hlutverk
borgarstjóra
SAMKVÆMT flest-
um skoðanakönnunum
eiga R-listaflokkarnir,
Alþýðubandalag, Al-
þýðuflokkur, Framsókn-
arflokkur, Kvennalistinn
og Þjóðvaki, í talsverð-
um vandræðum í yfir-
standandi kosningabar-
áttu. Reyndar er það
þannig að Kvennalistinn,
flokkur borgarstjórans í
Reykjavík, virðist eiga
það á hættu að þurrkast
úr. Þessar staðreyndir
virðast hafa vakið lífs-
mark með R-listanum en
þó með öðrum hætti en
menn áttu von á. Til
þess að reyna að bæta stöðu R-lista
flokkanna hafa forsvarsmenn
þeirra gripið til þess örþrifaráðs að
væna Arna Sigfússon og Ingu Jónu
Þórðardóttur um að hafa sagt ósatt
í kosningabaráttunni sl. vor. Spurn-
ingunni sem hefur ekki verið svarað
í þessum darraðardansi er hvort
eitthvert samhengi sé á milli slæmr-
ar stöðu Kvennalistans samkvæmt
skoðanakönnunum og frammistöðu
Ingibjargar Sólrúnar í borgarstjóra-
starfinu. Því getur hver svarað fyr-
ir sig.
Barnaspítalinn
Ingibjörg 'Sólrún hefur lýst því
yfir í fjölmiðlum að það sé ekki
hlutverk Reykjavíkurborgar að taka
þátt í byggingu barnaspítala. Með
afstöðu sinni hefur hún komið í veg
fyrir að ýtt sé úr vör samvinnuverk-
efni ríkisins, Reykjavíkurborgar og
frjálsra félagasamtaka um bygg-
ingu barnaspítala í Reykjavík. Ef
það er ekki hlutverk borgarinnar
að taka þátt i verkefnum af þessu
tagi og ef það er ekki hlutverk
borgarstjóra að tryggja að verkefni
af þessu tagi fái sæmilega lend-
ingu, hvert er þá hlutverk borgar-
stjórans?
Skattahækkanir
Borgarstjóri beitti sér fyrir því
að hækka fasteignagjöld í Reykja-
vík um 26_% þvert ofan í fyrri yfír-
lýsingar. Á sama tíma voru útgjöld
borgarinnar aukin þannig að allt
tal um nauðsyn skattlagningar
vegna fortíðarvanda Sjálfstæðis-
flokksins er út í hött. Fasteigna-
gjaldahækkun þessi var sérstaklega
ósanngjörn þar sem hún bitnaði á
þeim sem síst skyldi. Fasteigna-
gjöld borgarbúa hækkuðu án tillits
til tekna gjaldenda. Hækkunin
leiddi af sér hækkun lánskjaravísi-
tölu og þar með hækkun á skuldum
heimilanna í landinu um hundruð
milljóna. Hækkunin kom þar að
auki sérstaklega harkalega niður á
elli- og örorkulífeyrisþegum og
hækkaði þeirra fasteignagjöld um
allt að 50%.
Borgarstjóri hefur í andstöðu við
samtök vinnuveitenda lagt sérstakt
heilbrigðisgjald á fyrirtækin í borg-
inni. Gjald þetta er af sumum talið
skorta lagastoð og eitt er víst að
gjaldið mun ekki verða til þess að
lækka verð á vöru og þjónustu á
höfuðborgarsvæðinu.
Vinnuskólinn
Borgarstjóri beitti sér fyrir niður-
skurði á fjárframlögum til vinnu-
skólans þrátt fyrir hástemmdar yf-
irlýsingar í kosninga-
baráttunni um nauð-
syn þess að efla
vinnu og viðurværi
unglinga og ungs
fólks í borginni.
Borgarstjóri hefur
með undarlegum
vinnubrögðum eyði-
lagt margra ára
vinnu hjúkrunar-
heimilisins Eirar
þannig að félagið
hefur skilað inn lóð
þeirri sem félagið
fékk úthlutað í Suð-
ur-Mjódd og þar af
leiðandi hefur verið
seinkað uppbyggingu
frekari hjúkrunarþjónustu fyrir
aldraða í borginni.
Hækkun stöðumælagjalda
Borgarstjóri hefur beitt sér fyrir
hækkun á stöðumælagjöldum í and-
stöðu við alla þá er reka atvinnu-
starfsemi í miðborginni. Slík hækk-
un, ef af verður, yrði reiðarslag
fyrir atvinnufyrirtækin í miðborg-
inni sem eiga í harðri samkeppni
við fyrirtæki í öðrum borgarhlutum.
Afgjöld veitufyrirtækjanna, raf-
magnsveitu, vatnsveitu og hita-
veitu, í borgarsjóð hafa verið hækk-
uð um allt að 80% á milli ára. Þetta
þýðir að handbært fé fyrirtækjanna
snarminnkar og nú þegar hafa
menn áhyggjur af því að hækka
þurfi gjaldskrár fyrirtækjanna eða
gefa fyrirtækjunum heimild til lán-
töku strax í upphafi næsta árs.
Veitufyrirtækin hafa getað boðið
lægra orkuverð en sambærileg fyr-
irtæki annars staðar. Þessi stað-
reynd hefur átt sinn þátt í því að
atvinnufyrirtækin hafa i eins mikl-
um mæli og raun ber vitni sest að
í borginni en ekki í öðrum sveitarfé-
lögum. Þessu er nú stefnt í voða.
Vinir og vandamenn
Borgarstjóri réð sér strax í upp-
hafí ferils síns sérstakan aðstoðar-
mann. Aðstoðarmaður borgarstjóra
hefur ekkert skilgreint hlutverk.
Borgarstjóri kom í veg fyrir í borg-
arstjórn að þetta nýja embætti yrði
skilgreint og mótað áður en ráðið
var í það. Enginn veit hvert umboð
eða valdsvið þessa nýja embættis
er. En laun og ferðakostnað aðstoð-
armannsins borga Reykvíkingar.
Ýmsar aðrar stöður hafa verið sett-
ar á laggirnar sem auka munu
kostnað og umsvif borgarbáknsins
og útþensla báknsins er rétt að
byija ef eitthvað er að marka hug-
myndir borgarstjóra um fyrirhug-
aðar stjórnkerfisbreytingar.
■ I UlllltVSIMII
Suðurveri, Stigahiíð 45, sími 34852
> Frífilfíiv
,V Arjlúirjjrkori
,V Frí jiíokkun \
Ljósmyndastofa
Gunnars Ingimarssonar
Gunnar Jóhann
Birgisson
ríGI ■
kuml/nlli
Borgarstjóri hækkaði
fasteignagjöld um 26%,
segir Gunnar Jóhann
Birgisson, þvert ofan í
fyrri yfírlýsingar.
Borgarstjóri réð Stefán Jón Haf-
stein til þess að gera stjórnsýsluút-
tekt á stjórnkerfi borgarinnar. Hún
hafði hins vegar lofað því að gerð
yrði hlutlaus stjórnsýsluúttekt á
stjórnkerfi borgarinnar. Reykvík-
ingar áttu að trúa því að tilviljun
ein hefði ráðið því að Stefán Jón
Hafstein, einn af kosningasmölum
R-listans og persónulegur vinur
borgarstjóra,' varð fyrir valinu.
Stjórnsýsluúttekt Stefáns Jóns Haf-
stein varð hvorki fugl né fiskur
enda þessi ágæti útvarpsmaður
ekki rétti maðurinn í starfið.
Borgarstjóri hefur nú nýlega ráð-
ið Einar Örn Stefánsson, fyrrver-
andi kosningastjóra R-listans, til
þess að sjá um útgáfu á Borgar-
fréttum, fréttabréfi borgarinnar.
Einar Örn fékk verkið í lokuðu
þriggja manna útboði að því að
sagt er. Sennilega hefur tilviljun
ein ráðið því að Einar Örn átti
lægsta boðið!
Tillögur um félagslega aðstoð
Borgarstjóri hefur ásamt flokk-
systur sinni, Guðrúnu Ögmunds-
dóttur, í smíðum reglur, sem þegar
hafa verið samþykktar af meirihlut-
anum í félagsmálaráði, sem stór-
auka félagslega aðstoð Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkur. Þessar regl-
ur hafa verið harðlega gagnrýndar
af flestum er að málinu hafa kom-
ið, þar sem þær auka útgjöld borg-
arinnar og í raun yfirbjóða laun þau
sem í boði eru á almennum vinnu-
markaði. Reiknað hefur verið út að
verði reglur þessar að veruleika
þurfi hjón á vinnumarkaði með tvö
börn að hafa um kr. 265.000.- á
mánuði í laun til þess að jafna að-
stöðu sína gagnvart hjónum sem
eiga tvö börn, eru ekki í vinnu og
njóta félagslegrar aðstoðar. Vegna
gagnrýni á reglurnar hefur sérstakt
endurskoðunarfyrirtæki verið ráðið
til þess að reikna út áhrif þessara
reglna. M.ö.o. reglurnar eru samdar
og samþykktar af R-listanum og
kynntar í borgarráði og síðan er
hlaupið upp til handa og fóta og
málið sett i nánari skoðun. Þetta
eru ekki sannfærandi vinnubrögð.
Borgarstjóri var með hástemmd-
ar yfirlýsingar í fjölmiðlum fyrir
síðustu borgarstjórnarkosningar
um hvernig leysa mætti atvinnu-
leysi og skapa fleiri atvinnutæki-
færi i borginni. Ekkert hefur gerst
í þessum málaflokki fyrir utan það
að ráðnir hafa verið ráðgjafar og
sérfræðingar til þess að skrifa
skýrslur um ástand mála. Sennilega
er ekki langt að bíða þess að ráðn-
ir verði sérfræðingar til þess að
skrifa skýrslur um störf þessara
ráðgjafa. R-listinn felldi tillögu
Sjálfstæðisflokksins um að jafna
aðstöðu fyrirtækjanna i borginni
með því að afnema sérstakan skatt
á skrifstofu- og verslunarhúsnæði.
Menn bíða spenntir eftir næsta út-
spili R-listans í atvinnumálum.
Vonandi sinnir borgarstjóri hlut-
verki sínu betur í framtíðinni ef
borgarstjóri á annað borð vill hafa
eitthvert hlutverk.
Höfundur er borgarfulltrúi.
ÍSLENSKT MÁL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
789. þáttur
Sigurður Eggert Davíðsson-
hefur sent mér hressandi lesmál,
og hafi hann sællskrifað mér
bréf:
„Kæri Gísli.
Ákaflega finnst mér leiðinlegt,
þegar viðtakandi þakkar við-
mælanda fyrir samtal og viðmæl-
andi svarar: Takk sömuleiðis.
[Innskot umsjónarmanns: Gaman
væri að lesa hér til samanburðar
skrá Haildórs Laxness um orðaf-
ar ömmu sinnar, Guðnýjar
Klængsdóttur. Sjá bók Halldórs
I túninu heima.]
Item: Eru orðin snjóþyngsli,
fannfergi, jarðbönn et. cet. horfin
úr málinu? Snjómagn skal það
heita núna.
Item: Þótt landakort hangi á
vegg, eru ennþá til áttirnar norð-
ur og suður. Við getum verið
stödd suður á Ítalíu, en ekki „nið-
ur“ í því fræga landi Rómveij-
anna. Við förum norður í
Straumfjörð á Grænlandi, en tæp-
lega „upp“.
Item: Bylgjan í hádeginu 16.
þessa mánaðar: „Grænlenskur
togari hálfur á hliðinni." Skyldi
það hafa verið fram- eða aftur-
hlutinn, með öðrum orðum
stefnismegin eða skutmegin?“
★
Hlymrekur handan kvað:
Sóleygjur lifna í logni
(svo langt frá að nokkur slík bogni)
með atferli högu
rétt eins og í sögu
eftir sjéníið Jóhann í Sogni.
★
Arnheiður er fornnorrænt.
Síðari liðurinn, heiður, merkir hin
bjarta, en um fyrri liðinn er óvissa.
Allt frá fornöld skiptust á gerðirn-
ar Arn og Arin, sbr. Arnbjörg
og Arinbjörg. Er nú tvennt til:
Annaðhvort flýgur hér konungur
fuglanna, örninn, yfir þessum
nafngiftum, eða á ferðinni er nafn-
orðið arinn sem bæði táknaði að
fornu heilagan fórnareld og heim-
iliseldinn. Arin gat þannig verið
tákn heimilisins. Trúlegast er að
menn hafi samsett með hvort
tveggja í huga, fuglinn og eldinn.
Svo hélt Assar Janzén, Vestur-
Svíi, sem lengi var talinn nafnap-
áfi Norðurlanda.
Arnheiður kemur fyrir h-laust
til forna, en lítið er að marka þá
stafsetningu. Nafnið var mjög
sjaldgæft eftir heimildum að
dæma. Helstu tölur: Manntal 1703
fímm (allar vestanlands eða suð-
vestan); manntal 1845 þijár, allar
í Rangárvallasýslu; manntal 1910
15, þriðjungur fæddur í Rangár-
vallasýslu; skírðar árin 1921-50
38; þjóðskrá 1990 a.m.k. 109.
★
Óslett er hún Obba greyið,
þeir ætla Gauja ’ana,
og margur hefur þvílíkt þegið,
það má strauja ’ana.
(Skammhenda, ók. höf.)
★
Einar G. Pétursson skrifar mér
það sem hér fer eftir, og hafi
hann stinna þökk fyrir:
„Kæri Gísli.
Nokkuð hefur dregist fyrir mér
að skrifa þér línu, en loks læt ég
nú verða af því. Fyrir nokkru,
nánar tiltekið 14. jan. síðastlið-
inn, yar í þáttum þínum í Morgun-
blaðinu rætt um íslenskt orð fyrir
grísk-latneska orðið »nepotismi«."
Þegar ég var að læra íslandssögu
við Háskóla íslands ræddi Þór-
hallur Vilmundarson prófessor
um þetta fyrirbæri hérlendis á
árum áður og notaði um það orð-
ið »ættdrægni« og nefndi sem
dæmi: ættmenn Odds biskups
Einarssonar um 1600, Stefán-
unga um 1800 og Thórsara á
þessari öld. I þessari kennslu-
stund sat Ragnar heitinn Stefáns-
son hershöfðingi, sem síðar varð
kennari við Menntaskólann á
Akureyri, og gat hann ekki orða
bundist og sagði: „Og svo höfum
við okkar Kennedya vestur í
Ameríku."
Mér fínnst orðið »ættdrægni«
fremur gott og vera líkt, en þó
ekki of líkt, orðinu »ættrækni«
og endingin »-drægni« er notuð
í orðum eins og »hlutdrægni«.
Einnig felst í hugtakinu að menn
dragi hlut ættmenna sinna, svo
að orðið verður að teljast gagn-
sætt. Þórhallur er orðhagur eins
og hann á kyn til, kannaðist hann
vel við að hafa notað þetta orð
og gaf mér leyfi til að koma þvi
hér á framfæri. Ekki sagði hann
að faðir sinn, Vilmundur Jónsson
landlæknir, hefði búið orðið til.
Eitt svar kallar á aðra spurn-
ingu. Til er að menn dragi alls
ekki taum ættmenna sinna, held-
ur fyrirlíti þau og láti með glöðu
geði utanaðkomandi fólk ríða sér
gandreið til andskotans, þótt það
sé mjög gagnstætt hagsmunum
ættmenna og þrátt fyrir viðvaran-
ir þeirra. Hvað á að kalla slíkan
»öfugan nepótisma«?
Með bestu kveðjum og þökk-
um!“
Eigum við ekki að segja
„frændbægni", svona til bráða-
birgða?
★
Hlymrekur handan kvað:
Þegar prestinn Ian Paisley hinn svera
sá Pála í grenndinni vera,
þá rak hún upp vein,
því hún var í Sinn Fein,
„hinum pólitíska armi írska lýðveldishers-
ins“.
★
„Og er hríðviðri gjörði og
vatnsflóðið kom og vindar blésu
og dundu að húsinu, og húsið,
féll eigi að heldur, þvi að það var
grundvallað yfir helluna.“ (Matt-
eus 7,25; Oddur Gottskálksson
þýddi.)
★
„Njála er ljót bók, en hún er
góð.“ (Guðrún Árnadóttir frá
Lundi, 1887-1975.) Auk þess
er beðist velvirðingar á rangri
tölu á síðasta þætti. Hann er nr.
788.
* A*
WÉV TÍLLl
5 88 55 22
NÝTUM TÍMANN TIL NÁMS!
Ef þið eruð á aldrinum IO-I5 ára þá eigið þið kost á tölvunámskeiði í
næstu viku. Gott tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt og gagnlegt í
verkfallinu. Námskeiðið verður haldið dagana 27. - 30. mars og verður
kenntfrákl. 13:00-16:00.
Hafið samband strax í síma 569 7769 eda 569 7770
KRAKKAR OG UNGLINGAR!
4MTERneT töflureiknir
MARGHVÐUUN
HITv'NNSLa