Morgunblaðið - 25.03.1995, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 25.03.1995, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 33 AÐSENDAR GREINAR Hlutverk borgarstjóra SAMKVÆMT flest- um skoðanakönnunum eiga R-listaflokkarnir, Alþýðubandalag, Al- þýðuflokkur, Framsókn- arflokkur, Kvennalistinn og Þjóðvaki, í talsverð- um vandræðum í yfir- standandi kosningabar- áttu. Reyndar er það þannig að Kvennalistinn, flokkur borgarstjórans í Reykjavík, virðist eiga það á hættu að þurrkast úr. Þessar staðreyndir virðast hafa vakið lífs- mark með R-listanum en þó með öðrum hætti en menn áttu von á. Til þess að reyna að bæta stöðu R-lista flokkanna hafa forsvarsmenn þeirra gripið til þess örþrifaráðs að væna Arna Sigfússon og Ingu Jónu Þórðardóttur um að hafa sagt ósatt í kosningabaráttunni sl. vor. Spurn- ingunni sem hefur ekki verið svarað í þessum darraðardansi er hvort eitthvert samhengi sé á milli slæmr- ar stöðu Kvennalistans samkvæmt skoðanakönnunum og frammistöðu Ingibjargar Sólrúnar í borgarstjóra- starfinu. Því getur hver svarað fyr- ir sig. Barnaspítalinn Ingibjörg 'Sólrún hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að það sé ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að taka þátt í byggingu barnaspítala. Með afstöðu sinni hefur hún komið í veg fyrir að ýtt sé úr vör samvinnuverk- efni ríkisins, Reykjavíkurborgar og frjálsra félagasamtaka um bygg- ingu barnaspítala í Reykjavík. Ef það er ekki hlutverk borgarinnar að taka þátt i verkefnum af þessu tagi og ef það er ekki hlutverk borgarstjóra að tryggja að verkefni af þessu tagi fái sæmilega lend- ingu, hvert er þá hlutverk borgar- stjórans? Skattahækkanir Borgarstjóri beitti sér fyrir því að hækka fasteignagjöld í Reykja- vík um 26_% þvert ofan í fyrri yfír- lýsingar. Á sama tíma voru útgjöld borgarinnar aukin þannig að allt tal um nauðsyn skattlagningar vegna fortíðarvanda Sjálfstæðis- flokksins er út í hött. Fasteigna- gjaldahækkun þessi var sérstaklega ósanngjörn þar sem hún bitnaði á þeim sem síst skyldi. Fasteigna- gjöld borgarbúa hækkuðu án tillits til tekna gjaldenda. Hækkunin leiddi af sér hækkun lánskjaravísi- tölu og þar með hækkun á skuldum heimilanna í landinu um hundruð milljóna. Hækkunin kom þar að auki sérstaklega harkalega niður á elli- og örorkulífeyrisþegum og hækkaði þeirra fasteignagjöld um allt að 50%. Borgarstjóri hefur í andstöðu við samtök vinnuveitenda lagt sérstakt heilbrigðisgjald á fyrirtækin í borg- inni. Gjald þetta er af sumum talið skorta lagastoð og eitt er víst að gjaldið mun ekki verða til þess að lækka verð á vöru og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Vinnuskólinn Borgarstjóri beitti sér fyrir niður- skurði á fjárframlögum til vinnu- skólans þrátt fyrir hástemmdar yf- irlýsingar í kosninga- baráttunni um nauð- syn þess að efla vinnu og viðurværi unglinga og ungs fólks í borginni. Borgarstjóri hefur með undarlegum vinnubrögðum eyði- lagt margra ára vinnu hjúkrunar- heimilisins Eirar þannig að félagið hefur skilað inn lóð þeirri sem félagið fékk úthlutað í Suð- ur-Mjódd og þar af leiðandi hefur verið seinkað uppbyggingu frekari hjúkrunarþjónustu fyrir aldraða í borginni. Hækkun stöðumælagjalda Borgarstjóri hefur beitt sér fyrir hækkun á stöðumælagjöldum í and- stöðu við alla þá er reka atvinnu- starfsemi í miðborginni. Slík hækk- un, ef af verður, yrði reiðarslag fyrir atvinnufyrirtækin í miðborg- inni sem eiga í harðri samkeppni við fyrirtæki í öðrum borgarhlutum. Afgjöld veitufyrirtækjanna, raf- magnsveitu, vatnsveitu og hita- veitu, í borgarsjóð hafa verið hækk- uð um allt að 80% á milli ára. Þetta þýðir að handbært fé fyrirtækjanna snarminnkar og nú þegar hafa menn áhyggjur af því að hækka þurfi gjaldskrár fyrirtækjanna eða gefa fyrirtækjunum heimild til lán- töku strax í upphafi næsta árs. Veitufyrirtækin hafa getað boðið lægra orkuverð en sambærileg fyr- irtæki annars staðar. Þessi stað- reynd hefur átt sinn þátt í því að atvinnufyrirtækin hafa i eins mikl- um mæli og raun ber vitni sest að í borginni en ekki í öðrum sveitarfé- lögum. Þessu er nú stefnt í voða. Vinir og vandamenn Borgarstjóri réð sér strax í upp- hafí ferils síns sérstakan aðstoðar- mann. Aðstoðarmaður borgarstjóra hefur ekkert skilgreint hlutverk. Borgarstjóri kom í veg fyrir í borg- arstjórn að þetta nýja embætti yrði skilgreint og mótað áður en ráðið var í það. Enginn veit hvert umboð eða valdsvið þessa nýja embættis er. En laun og ferðakostnað aðstoð- armannsins borga Reykvíkingar. Ýmsar aðrar stöður hafa verið sett- ar á laggirnar sem auka munu kostnað og umsvif borgarbáknsins og útþensla báknsins er rétt að byija ef eitthvað er að marka hug- myndir borgarstjóra um fyrirhug- aðar stjórnkerfisbreytingar. ■ I UlllltVSIMII Suðurveri, Stigahiíð 45, sími 34852 > Frífilfíiv ,V Arjlúirjjrkori ,V Frí jiíokkun \ Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar Gunnar Jóhann Birgisson ríGI ■ kuml/nlli Borgarstjóri hækkaði fasteignagjöld um 26%, segir Gunnar Jóhann Birgisson, þvert ofan í fyrri yfírlýsingar. Borgarstjóri réð Stefán Jón Haf- stein til þess að gera stjórnsýsluút- tekt á stjórnkerfi borgarinnar. Hún hafði hins vegar lofað því að gerð yrði hlutlaus stjórnsýsluúttekt á stjórnkerfi borgarinnar. Reykvík- ingar áttu að trúa því að tilviljun ein hefði ráðið því að Stefán Jón Hafstein, einn af kosningasmölum R-listans og persónulegur vinur borgarstjóra,' varð fyrir valinu. Stjórnsýsluúttekt Stefáns Jóns Haf- stein varð hvorki fugl né fiskur enda þessi ágæti útvarpsmaður ekki rétti maðurinn í starfið. Borgarstjóri hefur nú nýlega ráð- ið Einar Örn Stefánsson, fyrrver- andi kosningastjóra R-listans, til þess að sjá um útgáfu á Borgar- fréttum, fréttabréfi borgarinnar. Einar Örn fékk verkið í lokuðu þriggja manna útboði að því að sagt er. Sennilega hefur tilviljun ein ráðið því að Einar Örn átti lægsta boðið! Tillögur um félagslega aðstoð Borgarstjóri hefur ásamt flokk- systur sinni, Guðrúnu Ögmunds- dóttur, í smíðum reglur, sem þegar hafa verið samþykktar af meirihlut- anum í félagsmálaráði, sem stór- auka félagslega aðstoð Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur. Þessar regl- ur hafa verið harðlega gagnrýndar af flestum er að málinu hafa kom- ið, þar sem þær auka útgjöld borg- arinnar og í raun yfirbjóða laun þau sem í boði eru á almennum vinnu- markaði. Reiknað hefur verið út að verði reglur þessar að veruleika þurfi hjón á vinnumarkaði með tvö börn að hafa um kr. 265.000.- á mánuði í laun til þess að jafna að- stöðu sína gagnvart hjónum sem eiga tvö börn, eru ekki í vinnu og njóta félagslegrar aðstoðar. Vegna gagnrýni á reglurnar hefur sérstakt endurskoðunarfyrirtæki verið ráðið til þess að reikna út áhrif þessara reglna. M.ö.o. reglurnar eru samdar og samþykktar af R-listanum og kynntar í borgarráði og síðan er hlaupið upp til handa og fóta og málið sett i nánari skoðun. Þetta eru ekki sannfærandi vinnubrögð. Borgarstjóri var með hástemmd- ar yfirlýsingar í fjölmiðlum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar um hvernig leysa mætti atvinnu- leysi og skapa fleiri atvinnutæki- færi i borginni. Ekkert hefur gerst í þessum málaflokki fyrir utan það að ráðnir hafa verið ráðgjafar og sérfræðingar til þess að skrifa skýrslur um ástand mála. Sennilega er ekki langt að bíða þess að ráðn- ir verði sérfræðingar til þess að skrifa skýrslur um störf þessara ráðgjafa. R-listinn felldi tillögu Sjálfstæðisflokksins um að jafna aðstöðu fyrirtækjanna i borginni með því að afnema sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Menn bíða spenntir eftir næsta út- spili R-listans í atvinnumálum. Vonandi sinnir borgarstjóri hlut- verki sínu betur í framtíðinni ef borgarstjóri á annað borð vill hafa eitthvert hlutverk. Höfundur er borgarfulltrúi. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 789. þáttur Sigurður Eggert Davíðsson- hefur sent mér hressandi lesmál, og hafi hann sællskrifað mér bréf: „Kæri Gísli. Ákaflega finnst mér leiðinlegt, þegar viðtakandi þakkar við- mælanda fyrir samtal og viðmæl- andi svarar: Takk sömuleiðis. [Innskot umsjónarmanns: Gaman væri að lesa hér til samanburðar skrá Haildórs Laxness um orðaf- ar ömmu sinnar, Guðnýjar Klængsdóttur. Sjá bók Halldórs I túninu heima.] Item: Eru orðin snjóþyngsli, fannfergi, jarðbönn et. cet. horfin úr málinu? Snjómagn skal það heita núna. Item: Þótt landakort hangi á vegg, eru ennþá til áttirnar norð- ur og suður. Við getum verið stödd suður á Ítalíu, en ekki „nið- ur“ í því fræga landi Rómveij- anna. Við förum norður í Straumfjörð á Grænlandi, en tæp- lega „upp“. Item: Bylgjan í hádeginu 16. þessa mánaðar: „Grænlenskur togari hálfur á hliðinni." Skyldi það hafa verið fram- eða aftur- hlutinn, með öðrum orðum stefnismegin eða skutmegin?“ ★ Hlymrekur handan kvað: Sóleygjur lifna í logni (svo langt frá að nokkur slík bogni) með atferli högu rétt eins og í sögu eftir sjéníið Jóhann í Sogni. ★ Arnheiður er fornnorrænt. Síðari liðurinn, heiður, merkir hin bjarta, en um fyrri liðinn er óvissa. Allt frá fornöld skiptust á gerðirn- ar Arn og Arin, sbr. Arnbjörg og Arinbjörg. Er nú tvennt til: Annaðhvort flýgur hér konungur fuglanna, örninn, yfir þessum nafngiftum, eða á ferðinni er nafn- orðið arinn sem bæði táknaði að fornu heilagan fórnareld og heim- iliseldinn. Arin gat þannig verið tákn heimilisins. Trúlegast er að menn hafi samsett með hvort tveggja í huga, fuglinn og eldinn. Svo hélt Assar Janzén, Vestur- Svíi, sem lengi var talinn nafnap- áfi Norðurlanda. Arnheiður kemur fyrir h-laust til forna, en lítið er að marka þá stafsetningu. Nafnið var mjög sjaldgæft eftir heimildum að dæma. Helstu tölur: Manntal 1703 fímm (allar vestanlands eða suð- vestan); manntal 1845 þijár, allar í Rangárvallasýslu; manntal 1910 15, þriðjungur fæddur í Rangár- vallasýslu; skírðar árin 1921-50 38; þjóðskrá 1990 a.m.k. 109. ★ Óslett er hún Obba greyið, þeir ætla Gauja ’ana, og margur hefur þvílíkt þegið, það má strauja ’ana. (Skammhenda, ók. höf.) ★ Einar G. Pétursson skrifar mér það sem hér fer eftir, og hafi hann stinna þökk fyrir: „Kæri Gísli. Nokkuð hefur dregist fyrir mér að skrifa þér línu, en loks læt ég nú verða af því. Fyrir nokkru, nánar tiltekið 14. jan. síðastlið- inn, yar í þáttum þínum í Morgun- blaðinu rætt um íslenskt orð fyrir grísk-latneska orðið »nepotismi«." Þegar ég var að læra íslandssögu við Háskóla íslands ræddi Þór- hallur Vilmundarson prófessor um þetta fyrirbæri hérlendis á árum áður og notaði um það orð- ið »ættdrægni« og nefndi sem dæmi: ættmenn Odds biskups Einarssonar um 1600, Stefán- unga um 1800 og Thórsara á þessari öld. I þessari kennslu- stund sat Ragnar heitinn Stefáns- son hershöfðingi, sem síðar varð kennari við Menntaskólann á Akureyri, og gat hann ekki orða bundist og sagði: „Og svo höfum við okkar Kennedya vestur í Ameríku." Mér fínnst orðið »ættdrægni« fremur gott og vera líkt, en þó ekki of líkt, orðinu »ættrækni« og endingin »-drægni« er notuð í orðum eins og »hlutdrægni«. Einnig felst í hugtakinu að menn dragi hlut ættmenna sinna, svo að orðið verður að teljast gagn- sætt. Þórhallur er orðhagur eins og hann á kyn til, kannaðist hann vel við að hafa notað þetta orð og gaf mér leyfi til að koma þvi hér á framfæri. Ekki sagði hann að faðir sinn, Vilmundur Jónsson landlæknir, hefði búið orðið til. Eitt svar kallar á aðra spurn- ingu. Til er að menn dragi alls ekki taum ættmenna sinna, held- ur fyrirlíti þau og láti með glöðu geði utanaðkomandi fólk ríða sér gandreið til andskotans, þótt það sé mjög gagnstætt hagsmunum ættmenna og þrátt fyrir viðvaran- ir þeirra. Hvað á að kalla slíkan »öfugan nepótisma«? Með bestu kveðjum og þökk- um!“ Eigum við ekki að segja „frændbægni", svona til bráða- birgða? ★ Hlymrekur handan kvað: Þegar prestinn Ian Paisley hinn svera sá Pála í grenndinni vera, þá rak hún upp vein, því hún var í Sinn Fein, „hinum pólitíska armi írska lýðveldishers- ins“. ★ „Og er hríðviðri gjörði og vatnsflóðið kom og vindar blésu og dundu að húsinu, og húsið, féll eigi að heldur, þvi að það var grundvallað yfir helluna.“ (Matt- eus 7,25; Oddur Gottskálksson þýddi.) ★ „Njála er ljót bók, en hún er góð.“ (Guðrún Árnadóttir frá Lundi, 1887-1975.) Auk þess er beðist velvirðingar á rangri tölu á síðasta þætti. Hann er nr. 788. * A* WÉV TÍLLl 5 88 55 22 NÝTUM TÍMANN TIL NÁMS! Ef þið eruð á aldrinum IO-I5 ára þá eigið þið kost á tölvunámskeiði í næstu viku. Gott tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt og gagnlegt í verkfallinu. Námskeiðið verður haldið dagana 27. - 30. mars og verður kenntfrákl. 13:00-16:00. Hafið samband strax í síma 569 7769 eda 569 7770 KRAKKAR OG UNGLINGAR! 4MTERneT töflureiknir MARGHVÐUUN HITv'NNSLa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.