Morgunblaðið - 05.04.1995, Síða 9

Morgunblaðið - 05.04.1995, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Blöndal samgönguráðherra Alþýðuflokkur andvíg- ur einkavæðingu símans SAMGÖNGURÁÐHERRA kveðst ekki skilja gagnrýni seljenda síma- og notendabúnaðar á uppstokkun Pósts og síma á þeim forsendum m.a. að nýtt aðalsvið geti hugsan- lega greitt niður verð notendabún- aðar af hagnaði sínum af rekstri farsímakerfanna tveggja, og hún hljóti að vera byggð á misskilningi. Ráðherra segir að Alþýðuflokkurinn hafi verið mótfallinn því að hann flytti frumvarp um einkavæðingu símans. Halldór Blöndal samgönguráð- herra kveðst hafa hafið undirbúning þess að símanum verði breytt í hlutafélag í eigu ríkisins. Skref það sem var stigið með stofnun nýs aðalsviðs er héldi utan um íjar- skiptabúnað og rekstur farsíma- kerfa, sé dæmi um ijárhagslegan aðskilnað þeirrar starfsemi símans sem lýtur að samkeppni frá hinum hluta rekstrarins sem er bundinn einkaleyfi. Þetta sé áfangi til að opnað verði fyrir samkeppni. Hins vegar sé óveijandi fyrir hann sem ráðherra að gera nokkurn þann hlut sem rýra myndi þau verð- mæti sem felast í P&S, eða reyna að bijóta niður starfsemi stofnunar- innar með tilviljana- og handahófs- kenndum hætti. „Þá myndi ég bregðast sem vörslumaður ríkisíjár- muna og ríkiseigna,“ segir Halldór. íslendingar ekki reiðubúnir Hann minnir á gildandi lög um P&S og kveðst hafa viljað hraða undirbúningi einkavæðingar á símahluta P&S, en fyrir því hafi ekki verið pólítískar forsendur. „Það lá alveg ljóst fyrir í ríkis- stjórninni, að Alþýðufiokkurinn var ekki reiðubúinn til að ganga inn á að ég flytti frumvarp um einkavæð* ingu símans. Þegar við erum að tala um fijálsa samkeppni verður hún að vera á einkaréttarlegum grundvelli og þá verður að skil- greina nákvæmlega fyrir sér hvern- ig síminn muni standa að rekstrin- um að sínu leyti eins og gert er í ölium öðrum löndum. Eg held að liggi ljóst fyrir að íslendingar eru ekki reiðubúnir til að láta einkaað- ila annast alla póst- og símaþjón- ustu hér á landi og það er alveg sama sjónarmiðið í öðrum þeim iöndum sem ég þekki til.“ Bækling- ur um rétt sjúklinga kominn út BÆKLINGUR um rétt sjúklinga hefur verið gefinn út á vegum land- læknisembættisins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. í bæklingnum er getið um helstu atriði varðandi réttindi sjúklinga, t.d. varðandi upplýsingar um eigið heilsufar, sjúkdóma, rannsóknir, meðferð og batahorfur. Fjallað er um rétt sjúklinga til að fá afrit af sjúkraskrá sinni, þagnarskyldu starfsfólks heitbrigðisþjónustunn- ar, vottorð, þátttöku í vísindarann- sóknum, sjúklingatryggingar, kvartanir, brottnám líffæra og krufningar. Bæklingurinn um rétt sjúklinga er samin af Vilborgu Ingólfsdóttur, yfirhjúkrunarfræðingi landlæknis- embættisins, í samráði við Sigríði Haraldsdóttur, ritstjóra heilbrigðis- skýrslna, Ólaf Ólafsson, landlækni, og Dögg Pálsdóttur, Pál Sigurðsson og Guðjón Magnússon hjá heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytinu. Bæklingurinn liggur m.a. frammi á öllum heilsugæslustöðvum. NONAME COSMETICS ....■'■■■ feynning á morgun fimmtudaginn 6. apríl frá bl. 14-18. 20% bynningarafsláttur. (Nýbomin sumarlínan í sólgleraugum). Háaleitisbraut 58-60, sími 813525. Utankjörstaðaskrifstofa "l S) álfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð Símar: 588-3322, 588-3323, 588-3327 Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningunum 8. apríl. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavík, Engjateigi 5, alla daga kl. 10.00-12.00,14.00-18.00 og 20.00-22.00. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband ef þið verðið ekki heima á kjördag. MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 9 Hótel ísland kynnir skemmtidagskrána ÞÓ LÍBI ÁR 06 ÖLD BJÖRGVEN HALLDÓRSSON - 25 ÁRA AFMÆIJSTÓNLEIKAR BJÖRGVIN HALLDÓRSSON lítur yfir dagsvorkid sem (læiíurlaf'iisöní'vari á hljómplötum í aldartjórðung, og vió heyrum nær 60 lög frá glæstuni ferli - frá 1969 til okkar daga Gestasöngvari: * SIGRÍÐUR BEINTEÍNSDÓ’mR Næstu sýningar: 8., 12., 19., 22. og 29. apríl Leikmynd »g leiksljórn: BJÖRN G. BJÖRNSSON lHjómsveitarstjórn: GUNNAR ÞÓRDARSON iisanii 10 munna hfjónisveit Matseöill Koníakstóneruö humarsúpa meö rjómatopp Kynnir: JÓN AXKL ÓLAFSSON Lamba-piparsteik með gljáöu grænmeti, kryddsteiktum jaröeplum og rjómapiparsósu lslands- og Noróurlanuaineislarar i sainkxaiiiistlöiisuin Irá Dansskola Anóar liaralils sVna dans. Grand Marnier ístoppur meö hnetum og súkkulaöi karamellusósu og ávöxtum. \eró kr. 4.600 - Sýningarverd kr. 2.000 Dansleikur kr.800 Sertilboð a gistmgu, sími 688999. Bordapantanir í sima 687111 SöTfll XB Framsóknarflokkurinn Ólafur Örn Haraldsson er fylgjandi bættum rekstrar- skilyrðum smærri fyrirtækja og sjálfstætf starfandi einstaklinga. Nýr baráttumaður fyrir Reykvíkinga 2. sætið í Reykjavík »íp RÍKISVÍXILL L'.. , .i Fjármálastjórar - sjóðir - stofnanir - fyrirtæki • Ríkisvíxlar hafa fjölmarga kosti við fjárstýringu. • Ríkisvíxlar eru örugg skammtímaverðbréf með tryggri ávöxtun. Þau eru skráð á Verðbréfaþingi íslands sem tryggir greið viðskipti við kaup og sölu. Útboð fer fram í dag kl. 14:00. í boði eru 3ja, 6 og 12 mánaða víxlar. Getum útvegað ríkisvíxla með styttri lánstíma. Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa um tilboð á vexti á ríkisvíxlum. Sími 562 6040. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.