Morgunblaðið - 05.04.1995, Page 23

Morgunblaðið - 05.04.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 23 LISTIR I slæmu fyrirtæki Skiptar skoðanir stjórnmálamanna á fundi BÍL Framsókn fylgjandi menningar ráði VALGERÐUR Sverrisdóttir, Framsóknarflokki, sagði á fundi sem Bandalag íslenskra lista- manna stóð fyrir á mánudagskvöld að flokkurinn vildi setja á laggim- ar sérstakt menningarráð sem yrði sameiginlegur vettvangur stjóm- valda og þeirra sem að menningar- málum starfa. Hugmyndin væri fram komin vegna skorts á heild- arstefnu í menningarmálum. Mótun heiidarstefnu í stefnuskrá Framsóknarflokks- ins er gert ráð fyrir að hlutverk ráðsins verði að móta slíka heildar- stefnu, veita stjórnvöldum ráðgjöf á sviði menningarmála og skipa - ásamt menntamálaráðherra - fag- nefndir sem muni hafa úrslitavald varðandi úthlutun fjármagns til einstakra þátta menningarmála. Valgerður sagði ennfrémur að ráð- ið myndi verða formlegur um- ræðu- og samráðsvettvangur á sviði menningarmála og jafnframt hafa möguleika á frumkvæði í ein- stökum málum. í máli Valgerðar kom fram að hugmyndin fæli í sér valddreif- ingu. Ákvarðanatakan myndi í auknum mæli færast á hendur listamanna. Vísir að kvótakerfi Mörður Árnason, Þjóðvaka, er ekki hlynntur menningarráði. Kvaðst hann á fundinum fremur vilja setja fé í hugverk og sköpun en steinsteypu og skrifstofumenn. Svavar Gestsson, Alþýðubanda- lagi, tók í sama streng og lét svo um mælt að menningarráð væri vísir að kvótakerfi í menningar- málum. Hann vill hins vegar tryggja að yfirstjórn menningar- stofnana verði fagleg í framtíðinni. ---------».♦ ♦--- Vorvaka hjá Emblum EMBLUR í Stykkishólmi halda ár- lega vorvöku sína dagana 5.-12. apríl og í kvöld verður kvöldvaka í kirkjunni kl. 20.30. Söngkonan Ingibjörg Marteinsdótt- ir flytur sönglög við undirleik Láru Rafnsdóttur, Sigrún Eldjárn les úr óútkominni bók sinni „Skordýra- þjónusta Málfríðar", Hjörleifur Stefánsson arkitekt flytur erindi sem hann nefnir Gamla kirkjan í Stykkishólmi og tengsl hennar við sjálfstæðisbaráttu Islendinga og Birna Pétursdóttur og Rakel Olsen ijalla um séra Jens Hjaltalín á Set- bergi. í tengslum við vorvökuna verður opnuð í Norska húsinu samsýning Ingu Elínar og Þóru Sigþórsdóttur sem sýna gler- og leirlist. Þóra Sig- þórsdóttir hefur tekið þátt í samsýn- ingum hér heima og haldið einka- sýningar í Kaupmannahöfn. Sýningin er sölusýning og verður opnuð í dag kl. 17 og stendur til og með 12. apríl. -kjarni málsins! KVlKMYNPm Sagabíö I slæmum félagsskap „Bad Company" ★ Vi Leikstjóri: Damian Harris. Aðalhlut- verk: Ellen Barkin, Laurence Fis- hbume, Frank Langella. Touchstone Pictures. 1995. Þau ljúga, stela, svindla, svíkja, múta og drepa eins og stendur í auglýsingunni og þau eru aðalsögu- hetjurnar — fólkið sem áhorfendur eiga yfirleitt að finna samkennd með — í spennumyndinni í slæmum fé- lagsskap eða „Bad Company". Heit- ið gæti líka verið I slæmu fyrirtæki því aðalpersónurnar, sem Ellen Barkin og Laurence Fishburne leika, vinna hjá firma sem sérhæfir sig í að koma mönnum á kaldan klaka. Barkin og Fishburne eru einstaklega leikin í morðum og fjárkúgunum og vilja taka völdin í fyrirtækinu af sportveiðimanninum Frank Lan- gella, sem hnýtir flugur á skrifstof- unni og kallar þær eitthvað eins og Mitterands-misskilninginn. Reyndar er söguþráðurinn svo skrautlegur og fer út um svo víðan völl að það mundi æra óstöðugan að ætla að rekja-hann eitthvað nán- ar. Nægir að segja að hann er ákaf- lega ólíkindalegur og að eins og öðrum og meiri myndum á undan þessari, sem reynt hafa það sama, tekst hér alls ekki að fylla mann samúð með siðferðilega brengluðum aðalpersónunum og örlögum þeirra. Þau eru einfaldlega of samviskulaus- ir skíthælar. Myndin lýsir starfsvettvangi bandarískra leyniþjónustumanna eftir kalda stríðið; þeir eru orðnir iðnaðarnjósnarar. En það er ekkert áhersluatriði í leikstjórn Damian Harris, sem stundum virðist óljós. Allt virðist sett í myndina án þess að fara eftir nokkurri forgangsröð og hún er að mestu spennulaus því hér er ekki gert út á hasar heldur svik og pretti sem koma áhorfand- anum lítt á óvart. Um miðbikið tekur þungamiðja sögunnar að færast tals- vert og brátt veit maður varla lengur hvert er aðalatriðið í myndinni. Það er nokkur rökkurmyndastíll yfir í slæmum félagsskap og Barkin leikur kynótt klækjakvendið af tals- verðri ástríðu. Fishburne er svona harðnagli sem segir fátt og þegir því meira svo klisjan er fullkomnuð. Eitt Hollywoodtabú er brotið í mynd- inni; þessi tvö sofa saman. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.