Morgunblaðið - 05.04.1995, Síða 25

Morgunblaðið - 05.04.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 2í LISTIR „SPÍRALL taminn af flugfisk- um“ og er máluð með olíu á striga 1993. Taminn af flug'fiskum SÝININGU Sigtryggs Bjarna Bald- vinssonar í „Við Hamarinn", Strand- götu 50, Hafnarfirði, lýkur á sunu- daginn kemur. A sýningunni eru olíumálverk frá síðastliðnum þremur árum. í verkum þessum leiðir listamaðurinn hugleið- ingar um jafn ólíka hluti og köllun listamannsins og svart kaffí til sjón- rænnar niðurstöðu, sem reynir á þan- þol og takmarkanir málverksins, eins og segir í kynningu listamannsins. ♦ ♦ ♦------ Lúðrablástur í Bústaðakirkju LÚÐRASVEIT verkalýðsins heldur árlega vortónleika í Bústaðakirkju á morgun kl. 20. Á efnisskrá tónleikanna eru meðal annars verk eftir Kenneth J. Alford, R. Vaughan Williams, Philips Sparke, Andrew Lloyd Webber og Magnús Þór Sigmundsson að ógleymdum marsakónginum John Philip Sousa. Tónleikarnir eru að þessu sinni helgaðir minningu Bergþóru Guðrún- ar Þorbergsdóttur, sem lék með lúð- rasweitinni til margra ára og Iést nýlega aðeins 27 ára að aldri. Sérstaklega verður flutt í minn- ingu hennar lag Jóns Ásgeirssonar við kvæðið Maístjarnan eftir Halldórs Laxness. Alls eru hljóðfæraleikarar í Lúðra- sveit verkalýðsins 48 talsins. Stjórn- andi sveitarinnar er Malcolm Holloway. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. -------♦-♦■■♦----- Nýjar plötur • ÚT er kominn geisladiskur og snælda sem ber nafnið „Ætti ég hörpuÞessi diskur hefur að geyma söng tveggja sópransöngkvenna, þeirra Fríðar Sigurðardóttur og Höllu Soffíu Jónasdóttur. Píanóleik- ari er Kári Gestsson. Á efnisskrá eru að mestum hluta íslensk tvísöngslög s.s. titillagið Ætti ég hörpu eftir Pétur Sigurðs- son, Hríslan og lækurinn eftir Inga T. Lárusson, Vorljóð eftir Jón Björns- son. Ave Maria eftir Eyþór Stefáns- son, Sólseturljóð eftir Bjarna Þor- steinsson, Fagurt er á sumrin eftir Þórarin Guðmundsson, Rósin eftir Friðrik Jónsson, Vögguljóð eftir Sig- urð Demetz og Undir dalanna sól eftir Björgvin Þ. Valdimarsson. Nokkur erlend tvísöngslög eru á söngskránni. Dreifingaraðilar eru fiytjendur og Japis. -------♦ ♦-♦------ Nýjar bækur • NÝLEGA er komin út á vegum Háskólaútgáfunnar og Félagsvís- indastofnunar Háskóla íslands bókin The Forgotten Half. Comparison of Dropouts and Graduates in Their Early Work Axperience. The Icelandic Case, eftir dr. Gerði G. Óskarsdóttur. í bókinni er greint frá niðurstöðum umfangsmikillar rannsóknar á áhrif- um menntunar á gengi 25 ára fólks í atvinnulífinu. Leitað er svara við spumingum eins og: Hvaða áhrif hefur menntun á laun, virðingarstöðu starfa og starfsánægju? Bókin er 14. ritið íritröð Félags- vísindastofnunar. Hún er 400 bls. að lengd og kostar 3.750 kr. Þrestir syngja KARLAKÓRINN Þrestir heldur vortónleika sína í Víðistaðakirkju í dag og á morgun kl. 20.30 og á laugardag kl. 17. Einsöngvari með kórnum er Sigurður Skagfjörð Steingrímsson. Á efnisskránni eru nokkur þjóð- leg lög eftir þá Árna Thorsteins- son og Pál ísólfsson og eins tvær lagasyrpur eftir stofnanda kórs- ins, Friðrik Bjarnason. I syrpu rússneskra þjóðlaga syngur Sig- urður S. Steingrímsson einsöng og eins eru tvö frumsamin lög eftir stjórnanda kórsins, Eirík Árna Sigtryggsson. KARLAKÓRINN Þrestirsyngur í kvöld og á morgun í Víðistaðakirkju. Átök Ögmundar og Péturs snúast um grundvallarmismun a vinstri og hægri - áhersluna á fólk eba fjármagn Þess vegna endurspegla baráttusætin í Reykjavík uppgjörið um allt land! Fólkið Ögmundur Jónasson, 3. sæti G-lista. Aherslusvió: Kjarabarótta launafólks og jöfnun lífskjara Pétur H. Blöndal, 8. sæti D-lista. Áherslusvió: Fjórmagnsmarkaóur og veröbréfaviöskipti í kappræðum Ögmundar Jónassonar og Péturs H. Blöndal, sem skipa baráttusæti G- og D-listanna í Reykjavík, endurspeglast í raun það sem allir landsmenn kjósa um á laugardaginn - vinstri eða áherslur í stjórn landsins. Deilur þeirra snúast um grundvallarsjónarmið, um velferd einstaklmganna og verðmsetasköpun { atvinnulífinu annars vegar, og hins vegar ískalt mat markaðshyggjunnar á því „hversu stórum hluta þfóðarlnnar þurfl aft hfólpa með velferðarkerfinu". Vangaveltur Péturs um hvað sé hæfilegur fjöldi fátæks fólks eru magnaðar: „Bru það 10% eða 1 9% ftfóðarlnnar? ...ðegar ókveðlð hefur verlð hve stórum hluta þfóðarlnnar við eetlum að hfólpa, getum vlð leyft hlnum að bfarga sér sfélfum. I>elr vllfa það endllega." (Grein Péturs í Mbi. 25. mars 1995). Reykvíkingar geta ekki aðeins valið á táknrænan hátt fyrir alla landsmenn um hsegrl eða vinstri stefnu - um áhersluna á fólkið eða fjármagnið, manninn eða markaðshyggjuna. Þeir geta heldur ekki aðeins með atkvæðum sínum valið sína eigin þingmenn. Hvert atkvæði í Reykjavík getur vegna stærðar kjördæmisins skipt miklu máli fyrir þingstyrk flokkanna í einstökum kjördæmum um allt land. Ögmundur Jónasson er fulltrui óháðra sem fylkt hafa liði með Alþýðubandalaginu í komandi kosningum og beita munu sér af alefli fyrir bœttum kjörum, jafnrétti i launum, aukinni atvinnu og viðunandi afkomu allra þegna fslensks velferðarþjóðfélags. Við þurfum Ögmund á þing - þjóðarinnar vegna! XG í REYKJAVÍK Alþýðubandalagið og óhóðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.