Morgunblaðið - 05.04.1995, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 37
ná tali af mér. Þá var ekki ólíklegt
að hún væri nýbúin að baka pönnu-
kökur. Heimsóknimar urðu stundum
langar, einkum þegar við fórum að
spjalla um gamla daga. Það var
gaman að heyra hana segja frá upp-
vaxtarárunum í sveitinni og fyrstu
árunum sínum hérna á mölinni. Hún
kunni ótrúlega mikið af lausavísum,
oft voru það vísur sem faðir hennar
hafði ort, þegar hún var sjálf barn
að aldri. Hún hafði ótrúlega gott
minni á kveðskap; stuttu fyrir andl-
átið var hún enn að fara með vísur.
Börnin hennar hafa lært af henni
að bera umhyggju fyrir öðrum.
Reyndust þau henni öll vel, svo og
tengdabörnin hennar. Þó vil ég sér-
staklega geta yngsta barns ömmu
minnar, Brynhildar Ernu. Þær héldu
saman heimili á Mánagötunni nær
sleitulaust, þar til Guðrún amma tók
þá ákvörðun að fara á elliheimili.
Sú ástúð og umhyggja sem Erna
veitti móður sinni, varð til þess, að
amma bjó svo lengi á Mánagötunni
sem raun bar vitni. Ég komst ekki
hjá því að kynnast þessu, þegar ég
bjó sjálf í sama húsi.
Gjafmildi er orð sem kemur í hug-
ann, þegar ég hugsa um ömmu mína.
Hún hafði yndi af að gefa; hún valdi
alltaf eitthvað sem kom sér vel.
Stundum laumaði hún peningum í
lófa hjá barnabörnum sínum, en hún
gaf líka af sjálfri sér. Því var líkami
hennar orðinn lúinn og hún var tilbú-
in að kveðja þennan heim. Hún trúði
á Guð og mátt krossins og las mikið
um trúmál. Sálmabókina hafði hún
alltaf hjá sér.
Ein af síðustu myndunum sem
teknar voru af ömmu sýnir hana þar
sem hún heldur á 49. afkomanda
sínum, langalangaömmubarni. Við
systkinin kveðjum Guðrúnu ömmu
og þökkum henni allt sem hún var
okkur og börnum okkar. Guð blessi
minningu hennar.
Guðríður St. Sigurðardóttir.
Það má segja að hún Guðrún Ein-
arsdóttir, eða Gunna á Mánagötunni
eins og við kölluðum hana, hafi skot-
ið yfir mig skjólshúsi frá fyrstu tíð.
Því haustið sem ég fæddist, hafði
móðir mín Hróðný fengið að vera
um sumarið á Mánagötunni hjá syst-
ur sinni og mági Árna J. Árnasyni
húsgagnasmið og börnum 'þeirra.
Faðir minn var þá upp í Kerlingar-
fjöllum við sauðfjárveikivarnir. Við
fluttumst svo um haustið til Hvera-
gerðis.
Mín fyrsta minning um Gunnu
frænku er úr jólaboði á Mánagöt-
unni. Þá var glatt á hjalla, gengið
í kringum jólatré og sungið. Og það
merkilegasta var að Árni tók söng-
inn upp á stálþráð og leyfði okkur
svo að heyra í okkur á eftir. Þetta
þótti mikið undur á þeim tíma.
Næsta sem ég man er þegar Gunna
sendi mömmu pakka með fallegum
kjólum af dætrum sínum. í pakkan-
um leyndist líka kassi af heimabök-
uðum sykurkökum sem ég hafði
aldrei smakkað fyrr og þær voru sko
ljúffengar.
Minningarnar tengjast svo heim-
sóknum á Mánagötuna, þá var kallað
á systumar Siggu og Dísu og var
sjón að sjá þær systur með þykku
fallegu flétturnar sínar, uppábúnar
í ísl. búningnum sínum. Seinna kom
svo Salla líka í hópinn. Ekki fór fram
hjá neinum að þar fóru systur á ferð
og sópaði að þeim. Svo var það árið
1960-61 að ég var búin að stofna
heimili, að við vorum húsnæðislaus
og farin að örvænta. Þá komu boð
frá Gunnu frænku um að við gætum
fengið að vera hjá henni ef við vild-
um deila með henni eldhúsinu, því
var tekið feginshendi. Hún var þá
búin að missa manninn sinn fyrir
11 árum og stóð þá ein uppi með 5
börn og er hægt að ímynda sér að
það var ekki neinn dans á rósum
að framfleyta sér og sínum. Þegar
við vorum hjá henni vann hún í
Kexverksmiðjunni Esju frá því kl. 7
á mognana og fór svo jafnvel í auka-
vinnu er hún kom þaðan, því hún
ætlaði að heimsækja dóttur sína til
Skotlands. Það gerði hún og hafði
gaman af. Þegar hún kom aftur
færði hún syni mínum falleg mat-
rósaföt, sem ég á enn til minningar.
Gjafmildari manneskju en hana
Gunnu hef ég ekki fyrirhitt fyrr né
síðar. Sem dæmi um góðmennsku
hennar og gjafmildi er þegar
mamma átti litla aura og bað systur
sína að selja fyrir sig stokkabeltið
sitt. Gunna gerði það, en seinna kom
í ljós að hún hafði sjálf keypt beltið
og færði henni það, sagðist ekki
geta hugsað sér að hún tapaði því.
Þetta lýsir Gunnu best, alltaf að
hugsa um aðra en sjálfa sig. Hafí
hún þökk fyrir allt.
Þegar mamma frétti lát systur
sinnar, rétti hún mér ljóð eftir pabba
sem henni fannst eiga vel við á þess-
ari stundu.
Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá,
að lokkar oss himins sólarbrá,
og húmið hlýtur að dvína,
er hrynjandi geislar skína.
Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást,
að hugir í gegnum dauðann sjást.
-Vér hverfum og hðldum viðar,
en hittumst þó aftur - síðar.
(Jóhannes úr Kötlum)
Blessuð sé minnihg Guðrúnar
Einarsdóttur.
Inga Dóra Jóhannesdóttir.
• Fleiri minningargreinar um
Guðrúnu S. Einarsdóttur bíða
birtingar ogmunu birtast
í blaðinu næstu daga.
t
KRISTÍN SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR
lést á Hrafnistu aðfaranótt 3. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Aðstandendur.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÓLÖF MARKÚSDÓTTIR,
Hátúni 8,
Reykjavfk,
lést 2. apríl. Jarðarförin auglýst síðar.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
ÁSGEIR SIGURÐSSON,
áðurtil heimilis
á Langholtsvegi 186,
er lést á elliheimilinu Grund laugardaginn 1. apríl, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskapellu föstudaginn 7. apríl kl. 10.30.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björgvin Halldórsson.
t
Móðir mín, amma, og langamma,
ANNA GUÐRÚN NORÐFJÖRÐ,
Skipasundi 27,
Reykjavík,
sem andaðist þann 28. mars sl., verður
jarðsungin frá Áskirkju fimmtudaginn
6. apríl kl. 15.00.
Ása Norðfjörð, Óskar Norðfjörð Ævarsson
Anna Norðfjörð Ævarsdóttir, Jón Ingi Georgsson,
og barnabarnabörn.
t
Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
DAGNÝ WESSMAN,
sem lést í Landspítalanum 30. mars, verður jarðsungin frá Aðvent-
kirkjunni, Ingólfsstræti 19, föstudaginn 7. apríl kl. 13.30.
jbWessman, Inga Wessman,
ína Petersen, Christian Petersen,
Dagga Lís Kjærnested, Harrý Kjærnested,
Wilhelm Wessman, ÓlöfWessman,
Ragnar Wessman, AldaWessman,
Anna Sigríður Wessman, Helgi Hálfdánarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Stóra-Dal,
Byggðavegi 115,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. apríl kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar,
er bent á Sjúkrahús Akureyrar.
Guðrún Ingólfsdóttir, Ingi Jóhannesson,
Sóley Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN E. JÓNSDÓTTIR
frá Reykjahlíð,
Meðalholti 17,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju
fimmtudaginn 6. apríl kl. 13.30.
Egill Jónsson, Regína Ingólfsdóttir,
Þórunn A. Kjerúlf,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SVEINN ÁRNASON
bifrelðastjóri,
Nýjabæ,
Eyrarbakka,
verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju föstudaginn 7. apríl
kl. 14.00.
Þeir, sem vildu minnast hins látna, vinsamlegast láti dvalarheimilið
Sólvelli njóta þess.
Birgir Sveinsson,
Guðleif Sveinsdóttir, Ragnar Magnússon,
Sigrfður Sveinsdóttir, Sigurður Bjarnason,
Sigurbjörg Sveinsdóttir, Heimir Jóhannsson,
Júlia Sveinsdóttir, Joe Vincenti,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÞÓRIR K. KARLSSON
leigubílstjóri,
Rodvallen 35,
Gressvik,
Noregi,
andaðist í Fredrikstad sjúkrahúsinu
þann 26. mars.
Minningarathöfn og bálför hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Kristrún Malmquist,
Kristrún Þórisdóttir,
Karl Þór Þórisson, Freyja Sigurmundsdóttir,
Hrefna Þórisdóttir, Jan Martinsen,
Elfn Þórisdóttir,
Þórbjörg Þórisdóttir
og barnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir, bróðir og afi,
MAGNÚS EINARSSON
kennari frá Laxnesi,
til heirnilis í Hjaltabakka 12,
er lést í Landspítalanum 28. mars, verð-
ur jarðsunginn föstudaginn 7. apríl.
Athöfnin fer fram frá Fossvogskirkju
kl. 13.30.
Jarösett verður í Gufuneskirkjugarði.
Ingibjörg Sveinsdóttir,
Sveinn E. Magnússon, Guðrún Guðmundsdóttir,
Sigurbjörg I. Magnúsdóttir, Kristinn R. Jóhannsson,
OddnýS. Magnúsdóttir, Ingimundur Guðmundsson,
Einar Magnússon, Margrét Steingrfmsdóttir,
Helga Magnúsdóttir,
Margrét Einarsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær sonur minn, bróðir okkar og
mágur,
HALLDÓR PÁLL STEFÁNSSON,
Mörk,
Hásteinsvegi 13,
Vestmannaeyjum,
sem lést af slysförum 1. apríl, verður
jarðsunginn frá Landakirkju, Vest-
mannaeyjum, laugardaginn 8. apríl
kl. 14.00.
Ása Guðrún Jónsdóttir,
Margrét Steinunn Jónsdóttir Arnar Ingólfsson,
Tómas Stefánsson, Steinunn Kristensen,
Gyða Stefánsdóttir,
Halldóra Stefánsdóttir, Haukur Gunnarsson,
Jón Stefánsson, Ásta Gylfadóttir,
Sveinn Stefánsson, Hulda Kristinsdóttir.