Morgunblaðið - 05.04.1995, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 39
GUÐRÚNJÓNA
THORSTEINSSON
+ Guðrún Jóna Thorsteinsson
fæddist á Blönduósi 25.
mars árið 1926. Hún lést á
Borgarspítalanum 28. mars síð-
astliðinn. Foreldrar hennar
voru Einar Oddur Scheving
Thorsteinsson, f. 1898, d. 1974,
kaupmaður og Hólmfríður Al-
bertsdóttir, f. 1899, d. 1984.
Systkini Guðrúnar eru Þórunn
Scheving, f. 1924, Gyða, f. 1927,
og Stefán Scheving, f. 1931.
Hálfsystur Guðrúnar, Bryndís
og Ester Einarsdætur, eru látn-
ar. Guðrún giftist Jóni Múla
Árnasyni 1954. Þau skildu.
Dætur þeirra eru Ragnheiður
Gyða, f. 1957, og Oddrún Vala,
f. 1962. Dóttir Ragnheiðar
Gyðu er Guðrún Valgerður, f.
1991.
Útför Guðrúnar Jónu verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin kl. 13.30.
MEÐ FÁUM fátæklegum orðum
langar mig að kveðja fyrrum ná-
grönnu mína, Guðrúnu Sch. Thor-
steinsson frá Blönduósi.
Það var um miðjan sjöunda ára-
tuginn sem ég flutti í Miðstrætið.
Þetta var áður en hver grasi gróinn
fersentimetri var annaðhvort afgirt-
ur eða malbikaður, þegar bílar voru
enn sjaldséðir á götunum, og Þing-
holtin sannkölluð barnaparadís.
Ekki leið á löngu fyrr en dóttir mín
Alda Lóa, þá varla nema á þriðja
ári, sást æ oftar stefna völtum fót-
um upp grasbrekkuna að timbur-
húsi í Þingholtsstræti beint fyrir
ofan. Þar hafði hún fundið sína
fyrstu vinkonu, Lillugó, og hefur
ekki borið skugga á vináttu þeirra
síðan. Hákon sonur minn var fjórum
árum eldri eða jafnaldri Aggíar
(þær systur heita opinberlega Odd-
rún Vala og Ragnheiður Gyða), og
átti líka oft leið upp á loftið þar sem
stelpurnar bjuggu með foreldrum
sínum, en það voru Jón Múli Árna-
son og Guðrún Sch. Thorsteinsson
sem reyndar var aldrei kölluð annað'
en Didda.
í þá daga unnu fæstar mæður
utan heimilis heldur leyndust bak
við eldhúsgardínur þrúgaðar af
sektarkennd ef þær voru ekki allan
daginn að baka, skrúbba og skúra.
En Didda lá í bókum. í huganum
ferðaðist hún um allan hnöttinn og
langt aftur í aldir, las um rústir og
fornar grafir Egyftalands, um
menningu indíána og horfna dýrð
Suður-Ameríku. Af þessu miðlaði
hún börnunum, ræddi við þau eins
og fullorðið fólk, líka um lífið og
tilveruna, og stundum spilaði hún
við þau. Hún gaf þeim tíma, sýndi
þeim virðingu og hlýju og fýrir það
verð ég henni eilíflega þakklát.
Jón Múli var líka feikna barngóð-
ur. Á þessum tíma var hann oft á
morgunvakt í útvarpinu en losnaði
um hádegið, fór þá í sund og tók
krakkana okkar með. Nákvæmlega
klukkan eitt flautaði litli bíllinn
hans (Trabant, að sjálfsögðu, sem
brátt mun skýrast) í Miðstrætinu
og vei mér sem móður ef börnin
mín stóðu þá ekki teinrétt og viðbú-
in á stéttinni með sunddótið sitt.
Heimsmynd þeirra Diddu og Jóns
var ofin úr tveimur þáttum sem á
þessum tímum kalda stríðsins
máttu virðast æði mótsagnakennd-
ir. í einn stað voru þau af kreppu-
árakynslóðinni sem leyfði sér að
trúa því að hugsjónir sósíalismans
gætu ræst, gæðum jarðar yrði von
bráðar skipt jafnt á milli allra, en
það hét í þá daga að vera rauður
eða róttækur og þótti skelfileg
skoðun.
í annan stað voru þau heilluð af
bandarískri menningu. Bandaríkin
voru þó fýrir þeim alls ekki „Guðs
eigið land“ þar sem hver sendisve-
inn gat orðið forseti, ef hann bjó
yfir nægu sjálfstrausti. í skáldsögu
sinni „Dimmur hlátur“ hafði
Sherwood Anderson sett fram and-
stæða formúlu um farsælt líf hjóna:
„Þau höfðu ekki færst meira í fang
en hæfileikar þeirra leyfðu og
hrærst, án þvingunar, á þröngu og
greiðfæru sviði á víðivöllum tilver-
unnar.“
Það sem heillaði voru einmitt
lýsingar hjá róttækum höfundum
eins og Anderson, Dreiser og
Steinbeck á tregaslag bandarískrar
alþýðu, milljónunum sem ekki höfðu
„meikað það“ og séð drauma sína
um glæst líf Hollywood-myndanna
bresta eins og sápukúlur. Og svo
var það sveiflan milli harms og
kátínu í tónlistinni sem undirokaðir
blökkumenn höfðu flutt með sér frá
heimkynnum sínum í Afríku, svell-
andi af frumkrafti. Louis Arm-
strong, Billie Holiday. Og enn var
það fleira. Didda elskaði Frank Sin-
atra allt frá því hann sló í gegn
með laginu angurværa: „Without a
Song“ og það var hún sem sagði
mér að lesa hina grátfyndnu skáld-
sögu um kaupsýslumanninn Babbitt
helst einu sinni á ári til að halda
geðheilsunni í góðu lagi. Það var
líka hún sem kenndi mér að meta
þýðingu Stefáns Bjarman á frægu
verki Hemingways, „Hveijum
klukkan glymur."
Didda var kaupmannsdóttir frá
Blönduósi og afi hennar hafði verið
læknir og skátahöfðingi. En örlaga-
vefur fjölskyldunnar gerðist
snemma ærið flókinn, ríkulegur
efniviður í stórbrotið skáldverk um
allt litróf tilfinninganna. Eftir að
þau Jón skildu einangraði hún sig
á vissan hátt enn meira en fyrr
þótt hún færi út að vinna við
umönnun aldraðra í Hafnarbúðum.
Ég man hvað hún hafði gaman af
að kynnast Ingibjörgu Thors sem
þar dvaldi á sínum efstu dögum.
Didda átti það sammerkt með
mörgum konum af sinni kynslóð
að henni auðnaðist ekki að nýta
gáfur sínar á breiðara sviði. Leiftr-
andi kímnigáfa og lífsýn sem af-
hjúpaði eldsnöggt alla hræsni og
yfirborðsmennsku hefði gert hana
að afbragðs blaðamanni, en þeir
hæfileikar hafa erfst til dætra henn-
ar. Þær voru henni alla tíð fjarska-
lega góðar og síðustu árin þegar
heilsu hennar fór hrakandi var
umhyggja þeirra einstök.
Fyrir mína hönd og barna minna
votta ég þeim einlægustu samúð.
Inga Huld Hákonardóttir.
t
Hjartans þakkir til þeirra, er sýndu okkur samúfi og hlýhug viö
andlát og útför bróður okkar,
EGGERTS ÓSKARS JÓHANNESSONAR.
Sigríður Jóhannesdóttir,
Jóna Jóhannesdóttir,
Eyrún Jóhannesdóttir.
t
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar,
JÓNU REBEKKU INGIBERGSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Páll Ingibergsson.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og vináttu við and-
lát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
JÓHANNESAR STEFÁNSSONAR
frá Neskaupstað.
Sérstakar þakkir til alls hjúkrunarfólks,
einnig til allra vina og samstarfsmanna
í Neskaupstað.
Soffía Björgúlfsdóttir,
Valgarður Jóhannesson, Rós Navart Jóhannesson,
Ólafur M. Jóhannesson, Þórdís Stephensen,
Pétur Valgarðsson, Guðbjartur Ólafsson
Jóhannes Stefán Ólafsson, Magnús Þór Ólafsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
LÁRU SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR,
Dalbraut21,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11-E Landspítala.
Guðmundur A. Ingvarsson,
synir, tengdadætur og barnabörn.
t
Hugheilar þakkir fyrir vinarhug og virðingu auðsýnda vegna
andláts eiginmanns míns,
ÓSKARS EGGERTSSONAR
fyrrv. stöðvarstjóra
Andakílsárvirkjunar,
Borgarfirði.
Hrafnhildur Þorgeirsdóttir.
Sjábu hlutina
í víbara samhengi!
- kjarni málsins!
ATVIN WmMMAUGL YSINGAR
Atvinnuráðgjafi
á Vestfjörðum
Starf atvinnuráðgjafa á Vestfjörðum er laust
til umsóknar. Atvinnuráðgjafi starfar undir
yfirstjórn framkvæmdastjóra Fjórðungssam-
bands Vestfirðinga. Skrifstofa ráðgjafans er
í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði.
Um frekari upplýsingar varðandi starfið er
væntanlegum umsækjendum bent á, að snúa
sér til framkvæmdastjóra sambandsins á
skrifstofutíma í síma 94-3170 eða 94-4780,
eða formanns stjórnar, Péturs H. R. Sigurðs-
sonar, í síma 94-4368.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl og ber að
skila umsóknum til skrifstofu sambandsins,
Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1,
400 ísafirði.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Apótek
óskar að ráða lyfjatækni eða vanan starfs-
kraft í heilsdags- eða hlutastarf sem fyrst.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar:
„L - 15786“, fyrir 10. apríl nk.
Tónlistarkennarar
vantar að Tónlistarskóla Norðurhéraðs.
Rúmlega ein staða er í boði og aðalnáms-
greinar eru píanó, gítar og blokkflauta.
(Önnur tónlistarkennsla er einnig möguleg).
Skólinn er staðsettur í Brúarásskóla,
Jökulsárhlíð.
Upplýsingar í símum 97-11046 og 97-11912.
fP
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Óskum að ráða matartækni til afleysinga frá
apríl til ágúst í leikskólann .
Steinahlfð v/Suðurlandsbraut.
Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri
í síma 533 3280.
Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir
vinnustaðir.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552-7277.