Morgunblaðið - 06.04.1995, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.04.1995, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 15 FRÉTTIR STARFSMENN Pósts og síma fylltu salinn, þar sem fulltrúar flokkanna tjáðu sig um stofnunina. Fremst má sjá Jón Birgi Jónsson ráðuneytisstjóra í samgönguráðuneytinu og Olaf Tómasson póst- og símamálastjóra. Össur Skarphéðinsson um Póst og síma Alþýðuflokkur- innleggstgegn sölu fyrirtækisins OSSUR Skarphéðinsson sagði á fundinum með starfsmönnum Pósts og síma að Alþýðuflokkurinn legðist gegn einkavæðingu stofn- unarinnar. Hann sagði einnig að það hefði verið Alþýðuflokkurinn, sem hefði komið í veg fyrir að Búnaðarbankinn yrði seldur á kjörtímabilinu, sem nú er að líða. „Menn [í Alþýðuflokknum] voru yfirleitt allir sammála því að ríkinu bæri að draga úr ýmiss konar umsvifum, selja þau fyrirtæki, sem voru á samkeppnismarkaði, jafn- vel eins og SR-mjöl og fleiri slík fyrirtæki. Þegar upp er staðið er búið að selja um það bil tíu stofn- anir eða fyrirtæki, sem voru alfar- ið í eigu ríkisins. Velta þessara fyrirtækja nam samanlagt 4,6 milljörðum króna síðasta árið, sem þau voru í ríkiseign og hjá þeim störfuðu alls 340 manns,“ sagði Össur en bætti við að fyrirætlan- irnar hafi verið miklu meiri. Hindraði sölu á Búnaðarbanka „Ég minnist til dæmis á það að þegar forsætisráðherra hélt fram- sögu fyrir svokölluðum bandormi veturinn 1991 sagði hann meðal annars: Búnaðarbanka íslands verður breytt í hlutafélag í upp- hafi næsta árs og hafin sala á hlut ríkisins í honum. Innan míns flokks var ágreiningur um þessa stefnu. Það varð ofan á vegna afstöðu Alþýðuflokksins eða afla innan Alþýðuflokksins að Búnað- arbankinn var ekki seldur. Það var fyrst og fremst vegna andstöðu Alþýðuflokksins,“ sagði Össur og bætti því við að flokkurinn beitti sér fyrir því að selja fyrirtæki, sem væru á samkeppnismarkaði, en legðist algjörlega gegn því að selja fyrirtæki, sem byggju við fáképpni eða einokunaraðstöðu líkt og orku- fyrirtækin og Póstur og sími gerðu. Morgunblaðið/Kristinn AUKIÐ sjálfstæði Pósts og síma er nauðsynlegt að mati samgönguráðherra. Hann vill því breyta stofnuninni í hlutafélag í eigu ríkisins eða fara aðrar leiðir. Samgönguráðherra um breytingar á Pósti og síma Kæruleysi að hunsa þróun í átt til frelsis HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra sagði á fundi með starfs- mönnum Pósts og síma á miðviku- dag að það væri ekki aðalatriði að breyta stofnuninni í hlutafélag heldur „kemur það ekki síður til greina að stofnað verði sjálfstætt fyrirtæki í eigu ríkisins, sem lúti almennt lögmálum markaðarins, greiði skatta og skyldur og þar fram eftir götunum," sagði Hall- dór. Mikill fjöldi fólks starfar hjá Pósti og síma og sagði Halldór að þess vegna mætti stofnunin ekki verða fyrir mikilli röskun né held- ur mætti hún við því að Alþingi héldi aftur af henni, því hvort tveggja drægi úr atvinnuöryggi starfsmanna. Sjálfstæður Póstur og sími óháður ákvörðunum Alþingis Halldór sagði að í löndunum allt í kringum okkur væri þróunin í átt til frelsis í póst- og símamál- um mjög hröð og nefndi sem dæmi að í ESB myndu fjarskipti verða gefin frjáls frá og með 1. janúar 1998. Þetta væri það umhverfí sem við byggjum við og við þessu þyrfti að bregðast. Það væri mikið kæruleysi að láta sem þessi þróun ætti sér ekki stað. „Þess vegna er ég þeirrar skoðunar og það er bjargföst trú mín að við eigum nú að stíga það skref sem stigið hef- ur verið í kringum okkur og breyta Pósti og síma í hlutafélag í eigu ríkisins eða í fjárhagslega sjálf- stæða stofnun í eigu ríkisins sem er óháð ákvörðunum Alþingis," sagði Halldór. Hann sagði að Samkeppnisráð hefði þegar kveðið upp úr um að ekki mætti leika neinn vafi á að rekstrarhlut Pósts og síma sem væri í samkeppni, nyti niður- greiðslu frá rekstrarhlutum sem nytu einokunar. Halldór fullyrti að ef stofnuninni yrði breytt myndu starfskjör og áunnin rétt- indi starfsmanna í engu verða skert. Hlutafélagsbreyting fyrsta skref í átt að sölu? Kristín Ástgeirsdóttir frá Kvennalista sagði að símakerfið væri eitt af mikilvægustu öryggis- tækjum þjóðarinnar og ekki mætti á nokkurn hátt stofna Pósti og síma í hættu. Hún sagðist lítið mark taka á yfirlýsingum um að nema ætti staðar eftir hlutafélags- breytingu og að hlutir ríkisins yrðu ekki seldir. Hún sagði að slíkt hefði átt að gilda um Lyfjaverslun íslands en nú væri búið selja hana alla. Hún sagðist vilja að Póstur og sími yrði áfram á vegum ríkis- ins. Jóhanna Sigurðardóttir frá Þjóðvaka sagðist hafa barist hart gegn einkavæðingu Pósts og síma og ef breyta ætti stofnuninni í hlutafélag væri það aðeins fyrsta skrefið í átt að því að selja hana. Hún spurði til hvers ætti að selja Póst og síma þegar stofnunin hefði skilað 860 milljónum króna í ríkis- sjóð á síðasta ári. Framsókn vill kanna hlutafélagsbreytingu Guðmundur Bjarnason frá Framsóknarflokki sagðist ekki vera hræddur við að tala um ríkis- rekstur. Ríkið ætti að sjá um ákveðna hluti. Gæta yrði hags- muna þjóðarheildar og að allir nytu sambærilegrar þjónustu. Guðmundur sagði ekki marga geta keypt og annast rekstur Pósts og síma og ástæða væri til að óttast það að einokunarfyrirtæki lentu í höndum einhverra sem maður treysti ver en ríkinu. Hann sagðist vilja kanna til hlítar hvort hlutafé- lagsbreyting gæti verið rétta leið- in. Ögmundur Jónasson frá Al- þýðubandalagi og óháðum sagði að þegar saga einkavæðingar væri skoðuð hefði ferlið mjög oft hafist á hlutafélagsbreytingum. íslenska símaþjónustan væri vel rekin og einhver sú ódýrasta í öllum heim- inum. Hvers vegna ætti þá að gera stofnunina að hlutafélagi? Hann sagði að þegar stofnun væri komin í einkaeign hefði það alls staðar gerst að launin hefðu lækk- að og fólki verið fækkað. wlett-Packard prentara HP LaserJet 4L geislaprentarinn. Tilvalinn prentari fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Tilboðsverð: kr. 59.900 stgr. HP ScanJet llcx litaskanninn. Glæsilegur hágæða borðskanni. Hér á stórlækkuðu verði. Tilboðsverð: kr. 99.900 stgr. Liturinn er galdurinn. Hewlett-Packard er trygging fyrir gæðum, endingu og endaiausri ánægju í litaútprentun. Hátækni til framfara * * Tæknival Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.