Morgunblaðið - 06.04.1995, Side 68

Morgunblaðið - 06.04.1995, Side 68
68 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Dýraglens Ferdinand Bændur og ráðherrar Frá Albert Jensen: UNDANFARNA áratugi hafa bænd- ur landsins mátt búa við rætinn óhróður í sinn garð. Allt sem miður hefur farið í landbúnaði er sögð þeirra sök. Háa verðið á vörum þeirra til neytenda, styrkjakerfið og fleira sem allir verða að borga. Það er reynt að gera þá tortryggi- lega og þeim líkt við ómaga á þjóð- inni. Ofugmæli af þessu tagi, eru höfundanna aðalsmerki á fleiri svið- um. Það væri nær að þakka bændum miklar framfarir í landbúnaði á sama tíma og að þeim er þrengt. Margir þeirra búa við þröngan kost, á sama tíma og milliíiðirnir tútna út. Það er mikil þröngsýni og ósann- girni að kenna bændum um offram- leiðslu og annað sem neikvætt telst til landbúnaðar, því sannleikurinn um vandamálin er margslunginn og aðallega stjórnmálalegs eðlis. Það mætti benda á að SÍS-furstarnir höfðu allt upp í tuttuguföld laun venjulegra bænda og eftirlaunin tug- ir milljóna. Ég ætla að fólk viti hveij- ir unnu þjóðinni betur. Allt sem heitir stjórnun eða mark- aðsleit, hefur að miklu leyti verið í höndum einokunarhrings SÍS-veldis- ins eða stjórnmálamanna. Bændur hafa sjaldnast fengið fijálsræði til ráðstöfunar framleiðsiu sinnar, en því meir af handónýtum ráðunautum sem þvælast fyrir og auka kostnað. Það var ekki bændum að kenna að milljörðum var hvað eftir annað eytt í geymslu offramleiðslu sem síðan var hent. SÍS græddi, ríkið tapaði og bændum var kennt um. Alþýðuflokkurinn, með Jón Bald- vin Hannibalsson í broddi fylkingar, hefur ásamt Jónasi Kristjánssyni rit- stjóra kennt bændum um flest sem afvega fer í landbúnaði. Það er trú- lega eins og að skvetta vatni á gæs, að reyna að beina sjónum þeirra að rótum vandans. Að svipta ísland sjálfstæði sínu og troða því í ESB með aðferðinni tilgangurinn helgar meðalið, er eitt af aðal málum Al- þýðuflokksins í komandi kosningum. Svo að leyfa lítt heftan innflutning búvara vitandi um afleiðingar þess fyrir íslenska bændur og raunar alla þjóðina. í þessu sem öðru sést tví- skinnungur flokksins. Man fólk ekki þaráttu hans fyrir álagningu stórfellds skatts á mat- væli. Nokkuð sem setti láglaunafólk- ið út í horn. Og svo fer Jón ráð- herra um stórmarkaði með mismun- andi verðlagðar innkaupakörfur, í lágkúrulegum áróðri fyrir erlendar vörur. Menn hljóta að muna fullyrð- ingar ráðherrans, nýkomnum frá Brussel, um að með ESS-samning- unum fengju íslendingar allt fyrir ekkert. Þreytist fólk aldrei á að taka slíka menn alvarlega. Með hveiju eigum við að borga, ef útlendingar eiga að vinna allt fyrir okkur. Ekki bara í landbúnaði. Þeir sem telja bændur ómaga, ættu að líta sér nær og hugsa um leið til þeirra möguleika sem við höfum í vistvænni framleiðslu. Það er verið að gera góða hluti í sveitunum og ég vona að þeim fækki sem svelta vilja bændur úr heimahögum sínum. Gleymum ekki uppgræðslu og tijá- rækt, búgrein á uppleið. í framtíðinni munu bændur hafa búpening sinn á girtum uppgrædd- um svæðum. Þeir hafa sýnt, eins og bóndinn á Efri-Brunná í Saurbæ hefur sannað, að hægt er að gera betur en tvöfalda afurðir án fjölgun- ar gripa. Þegar stjórnvöld hvöttu bændur til að draga úr hefðbundnum greinum og helja loðdýrarækt og laxeldi í stórum stíl fór fjárausturinn sannarlega úr böndunum. Fyrir- hyggjan var látin lönd og leið. Þar sem víðar voru stjórnendur sem ráð- gjafar ekki starfinu vaxnir. Þar sem þessi mál eru í lagi er það bændun- um sjálfum að þakka. Frá upphafi niðurskurðar landbúnaðar, hafa ráð- gjöf og ákvarðanataka um málefni bænda verið á neikvæðu nótunum í þeirra garð. Þessu verður að breyta. Bændur, sjómenn og annað verka- fólk hefur sætt öryggisleysi og gífur- legu launamisrétti. Á sama tíma hafa gagnslausir einstaklingar blás- ið út eins og ormar á gulli. Versti óvinur þjóðarinnar er skipulögð græðgi og óheiðarleiki. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Þetta á víst að vera góð mynd... Hún er um hund sem týnist. Og hann Hann HVAÐ? verður að fara yfir fjall til að komast heim... Og hann bjargar líka ketti... Þjóð með snuddu Frá Hákoni Hákonarsyni: NÝLEGA fluttist ég heim eftir sex ára dvöl erlendis. Eg get ekki orða bundist yfir þeirri heimtufrekju sem mér virðist þessi þjóð vera haldin. Það er eins og sé verið að venja barn af pela, grátur og harmkvein, æðisköst og verkföll. Það má svo sannarlega sjá afleiðingar vinstri manna og áhrif stjórna sem þeir hafa tekið þátt í. Þjóðin alin á spena sósíalísma og bændurnir gerðir að heilögum kúm sem ekki má snerta. Það er því ekki við þegna þessa lands að sakast, heldur hina, þröng- sýna og þijóska vinstri og félags- hyggjumenn sem vilja gera þjóðina að pelabörnum sínum. Þeir vilja að þegnarnir verði svo háðir ríkisbákn- inu (móðirin sem alltaf hlustar) að þeir geti sér enga björg veitt nema ríkið komi þeim til hjálpar. Allt og sumt sem þeir þurfa að gera er að heimta meira frá ríkinu og ef það ekki dugar til, þá bara fara í verk- fall (börn neita stundum að borða). Það er aðeins ein leið til þess að menn geti notið sín sem verur. Þeir þurfa að vera fijálsir og finna að þeir séu metnir sem sjálfstæðir ein- staklingar. Þeir þurfa að læra að nota þá hæfileika sem þeim eru gefn- ir; að reiða sig á sjálfan sig. Þeir þurfa að fá að þjálfa og þroska sköp- unarhæfileika sína og njóta þeirrar uppskeru sem af hlotnast. Þannig er sjálfstæði einstaklinga best borg- ið og þjóðin mun dafna best. Ekki gera þetta að vinstri vori, því þá munu kommar koma að vörmu spori. HÁKON HÁKONARSON, Álfalandi 10, Reykjavík. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður franivegis Varðveitt i Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinU efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.