Morgunblaðið - 06.04.1995, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 06.04.1995, Qupperneq 80
m HEWLETT PACKARD HPÁ ÍSLAND I H F Höfdabakka 9, Roykjavík, slmi (91) 671000 Frá mögulcika til vcruleika Afl þegar þörf krefurl & > RISC System / 6000 (Ö> NÝHER. I MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CFNTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Kanadíska olíufélagið Irving Oil býður út smíði 9 tanka í Reykjavík Yrði stærsta olíu- birgðastöð á Islandi Kanadísk, bandarísk og dönsk fyrir- tæki lýsa áhuga á framkvæmdunum KANADÍSKA fyrirtækið Irving Oil hefur boðið út smíði 9 olíut- anka fyrir væntanlega birgðastöð sína í Reykjavík, sem eiga að rúma 450.000 föt, eða tæplega 72.000 rúmmetra af eldsneyti. Stöð af þessari stærð myndi auka geymslurými olíu í Reykjavík um yfir 40% og yrði sú stærsta á land- inu. íslensk fyrirtæki njóti ákveðins forgangs Arthur Irving Jr., einn af for- stjórum Irving Oil, sagði í samtali við Morgunblaðið að tilboðsfrestur í smíði tankanna rynni út næst- komandi mánudag, en 10-11 fyrir- tæki hefðu þegar lýst yfir áhuga, þar á meðal tvö kanadísk, tvö bandarísk og tvö dönsk fyrirtæki. í útboðsgögnunum væri tekið fram að verktakar skyldu veita íslenskum fyrirtækjum forgang í flutningum og við undirverktöku, en Irving Jr. sagði að hann vissi af að minnsta kosti tveimur ís- lenskum verktakafyrirtækjum sem gætu séð um uppsetningu birgða- stöðvarinnar. Hann sagðist telja að birgða- stöðin yrði af svipaðri stærðargr- áðu og stöðvar íslensku olíufélag- anna. Birgðastöð Olís á Laugar- nesi mun rúma í kringum 60.000 rúmmetra af eldsneyti, en í Örfiris- ey eru birgðastöðvar Ölíufélagsins með um 50.000 rúmmetra og Skeljungs með um 65.000 rúm- metra. Birgðastöð Irving yrði um 10% stærri en sú síðastnefnda, miðað við útboðsgögnin, og gæti rúmað rúmlega þriðjung af árlegri bensínnotkun íslendinga, svo dæmi sé tekið. Smíði þriggja birgðastöðva boðin út samtímis Arthur Irving Jr. sagði að á sama tíma og boðin væri út smíði birgðastöðvarinnar í Reykjavík væri líka boðin út smíði álíka stórr- ar stöðvar á Nýfundnalandi auk birgðastöðvar í Portland í Maine í Bandaríkjunum, sem yrði fimmfalt stærri en sú í Reykjavík. Hann sagði að stálfyrirtæki Irving-fjöl- skyldunnar nytu ekki forgangs í smíði tankanna, heldur væri ein- göngu horft til lægsta verðsins. Útlit fyr- ir gott veður á kjördag VEÐURSTOFAN spáir bæri- legasta veðri á kjördag, laugar- dag. í dag verður tekin ákvörð- un um það hvort kjördagar verða tveir og fer það, að sögn Ólafs Walters Stefánssonar, skrifstofustjóra í dómsmála- ráðuneytinu, eftir útliti um veð- ur og færð. Á laugardag er spáð hægri suðaustlægri átt á suðvestan- verðu landinu. Það á að þykkna upp og sennilega verður dálítil slydda eða rigning síðdegis. í öðrum landshlutum er spáð hægri breytilegri átt. Skýjað verður með köflum eða léttskýj- að.^ Á sunnudag er spáð sunnan kalda eða stinningskalda. Skýj- að verður og dálítil rigning um sunnan- og vestanvert landið en þurrt að mestu norðan- og norðaustanlands. Veður fer hlýnandi. Lést í vinnuslysi Blönduósi. Morgunblaðið. ÞAÐ hörmulega slys varð við Lax- árvatnsvirkjun sunnan Blönduóss um hálftíuleytið í gærmorgun að starfsmaður RA- RIK, Bragi Reynir Axelsson, lést af slysförum við störf sín. Bragi heitinn sem var rafvirki var að vinna við aðalrofa hústöflu í virkjunarhúsi er hann varð fyrir raflosti og er talið að hann hafi látist samstundis. Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum Rafmagnseftirlits ríkis- ins, Vinnueftirlits ríkisins og lög- reglu. Bragi var fertugur að aldri og búsettur á Blönduósi. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú böm. Bragi Reynir Axelsson Morgunblaðið/Sverrir Atlanta með níu flugvélar FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hóf um helgina umfangsmikið leiguflug fyrir ríkisflugfélag Saudi-Arabíu sem standa mun yfir næstu sex mánuði. Verða notaðar þijár Boeing 747-breiðþotur. Um næstu helgi byijar Atlanta leigu- flug fyrir Kabo Air í Nígeríu og verða einnig notaðar þrjár Bo- eing 747-flugvélar í það verk- efni. I næsta mánuði byijar Atl- anta flug í Tyrklandi og tvær vélar félagsins eru staðsettar í Köln. Alls verður Atlanta með 9 vélar í notkun í sumar, þar af 7 Morgunblaðið/PPJ breiðþotur. Alls munu 311 manns starfa við þetta flug, þar af 164 íslendingar. Myndin var tekin af af flugfrejjum og -þjónum áður en lagt var upp til Saudi- Arabíu. ■ 164 íslendingar starfa/B3 Kaupa flotkví til Hafnarfjarðar Gæti skapað eitt hundrað ný störf BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðarbæjar tekur í dag fyrir umsókn Vél- smiðju Orms og Víglundar um aðstöðu fyrir flotkví, en hafnar- stjórn bæjarins gaf grænt ljós á umsókn fyrirtækisins í gær. Guð- mundur Víglundsson, tæknifræð- ingur hjá Vélsmiðjunni, segir að kvíin gæti verið komin til landsins í sumar og hún gæti beint og óbeint skapað 100 ný störf í Hafn- arfirði. Guðmundur sagði að lyftigeta flotkvíarinnar yrði 5-6.000 tonn og hún gæti því tekið alla íslenska togara til viðgerða og einnig með- alstór flutningaskip. Hann sagði nægan markað vera fyrir hendi, þar sem íslensk skip hefðu farið að stórum hluta utan til viðgerða, en einnig skapaðist aðstaða til að taka að sér erlend verkefni, þar sem mikil skipaufnferð væri um Atlantshafíð og mikil kunnátta og færni í skipasmíði fyrir hendi hér á landi. ■ Flotkví gæti/Bl Hæðar- punktar í hrauninu UNDIRBÚNINGUR er hafinn að lagningu nýs vegar að Bláa lón- inu og var verið að taka hæðar- punkta þegar ljósmyndarann bar að garði. Fyrsti áfangi á að liggja frá Grindavíkurvegi og að aðveituæðinni til Keflavíkur. Síðar verður lagður vegur að framtíðarstað Bláa lónsins í hrauninu. Að sögn Kristins Benediktssonar hjá Heilsufélag- inu við Bláa lónið mun þessi veg- ur verða lagður bundnu slitlagi og gjörbreyta aðkomunni að þessum vinsæla ferðamannastað í sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.