Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ JBorjjttnIíIabíb VIKAN 2/4 - 8/4 ►SNÆFELLSBÆR hefur hug á að nýta byggingar lóranstöðvarinnar að Gufu- skálum á Snæfellsnesi fyrir sameiginlegan björgunar- skóla Landsbjargar, Rauða kross íslands og Slysa- varnafélags íslands. ►FLUGLEIÐIR hafa tekið að sér stórskoðun á þremur Fokker 50-fIugvélum SAS- flugfélagsins í sumar. Verð- mæti samningsins er 20-30 milljónir kr. Blaðafulltrúi Flugleiða segir að með þessu og öðrum viðhalds- verkefnum sé viðhaldsstöð félagsins orðin með stærstu aðilum sem taka að sér við- hald fyrir Fokker 50-vélar. ►MATVÖRUVERÐ hefur lækkað undanfarin ár i stór- mörkuðum í Reykjavík samanborið við verð á mat- vöru í stórmörkuðum í Ósló og Kaupmannahöfn. Þetta má ráða af könnun á verði matvæla og nýlendu vöru sem Samkeppnisstofnun gerði nýlega i samvinnu við Neytendasamtökin. ►AKVÖRÐUN um hvort AIusuisse-Lonza ræðst í stækkun álversins í Straumsvik verður tekin á stjórnarfundi fyrirtækisins í júnimánuði, að því er fram kom á samningafundi við- ræðunefndar Islendinga og Alusuisse í Kaupmannahöfn í vikunni. Jafnframt hefur verið ákveðinn annar fund- ur, 20. og 21. apríl næstkom- andi, þar sem reyna á að semja um orkuverð og skattalega meðferð fyrir- fnuiMGiiic ►STJÓRN Reykjalundar hefur óskað eftir því að losna undan samningi sínum við heilbrigðisráðuneytið um rekstur heilsugæslu- stöðvar i Mosfellsbæ. Þriðjungur starfsemi án samkeppni NÆRRI þriðjungur atvinnustarf- semi á íslandi er rekinn án þess að um neina samkeppni sé að ræða. Eitt brýnasta verkefni tiliþess að bæta samkeppnisstöðu íslendinga felst í því að auka samkeppni í at- vinnulífínu. Þetta kemur meðal ann- ars fram í drögum að samantekt starfshóps um samkeppnisstöðu ís- lands árið 2010. Starfshópurinn nefnir þrjú svið þar sem úrbóta sé einkum þörf. Bæta verði almenna menntun og tækniþekkingu, tryggja verði frjálsa og eðlilega samkeppni hvar sem er í atvinnulífínu og gæta verði aðhalds og hófsemi í fjármál- um og skipuleggja þau til lengri tíma en áður. Það eigi jafnt við um heim- ili, fyrirtæki, ríkissjóð og sveitarfé- lög. Irving Oil býður út smíði 9 tanka KANADÍSKA fyrirtækið Irving Oil hefur boðið út smíði 9 olíutanka fyrir væntanlega birgðastöð sína í Reykjavík, sem eiga að rúma 450.000 föt, eða tæplega 72.000 rúmmetra af eldsneyti. Stöð af þess- ari stærð myndi auka geymslurými olíu í Reykjavík um yfír 40% og yrði sú stærsta á landinu. Jaðarskattar geta orðið tæplega 100% JAÐARSKATTAR geta farið upp í tæplega 100% hjá fjölskyldu sem hefur atvinnutekjur á bilinu 125 til 210 þúsund krónur vegna samspils skatta og tékjutengdra bóta, svo sem bamabóta og húsaleigubóta, samkvæmt útreikningum hagfræð- inga Alþýðusambands íslands. Grálúðudeilan harðnar GRÁLÚÐUDEILA Kanadamanna og Spánverja harðnaði að nýju á fimmtu- dag er spænskir togaraskipstjórar sökuðu kanadísk varðskip um að hafa reynt að klippa á togvíra tveggja tog- ara. Kanadamenn þvertaka fyrir þetta. Evrópusambandið fordæmdi meintar aðgerðir Kanadamanna og um 3.000 spænskir sjómenn söfnuðust saman við kanadíska sendiráðið í Madnd og köstuðu físki og eggjum í það. Óvissa ríkis um samningaviðræð- ur Spánveija og Kanadamanna en á þriðjudag höfnuðu Spánveijar drögum að samkomulagi í deilunni. Öfgasinnaðir múslim- ar myrða 45 manns ÖFGAHÓPUR múslima á Filippseyjum réðist á þriðjudag á miðborg Ipil og Iagði hana í rúst. 45 manns létu Iífíð í árásinni og 40 særðust. Múslimar segja árásina dæmi um að þolinmæði þeirra sé á þrotum og óttast menn að fleiri hryðjuverka sé að vænta. Filip- peyski stjómarherinn berst enn við liðsmenn öfgahópsins sem tóku gísla á leið sinni úr borginni og hafa nokkr- ir þeirra látið lífið í bardögunum. Rússar hóta að hætta fækkun vopna RÚSSAR hótuðu á mánudag að standa ekki við ákvæði sáttmálans um fækkun heðfbundinna vopna í Evrópu vegna fyrirhugaðrar stækkunar Atlantshafs- bandalagsins í austurátt. Þá höfnuðu þeir eindregnum tilmælum Bandaríkja- stjórnar að hætta við sölu á kjama- kljúfum til írans. ►RÁÐAMENN í Banda- ríkjunum hafa rætt hug- myndir um fríverslun er spanni Evrópu og Norður- Ameríku við bandamenn sína í V-Evrópu. Viðræð- urnar eru þó á algeru frumstigi. ►FULLTRÚUMáum- hverfisráðstefnu Samein- uðu þjóðanna tókst á föstudag að koma saman sameiginlegri niðurstöðu ráðstefnunnar. í henni er niðurstöðu fundarins vís- að til nefndar sem á að setja markmið um að draga úr loftmengun. ►SAMKOMULAG náðist í verkfalli opinberra starfs- manna í Færeyjum á föstudag en er skrifa átti undir samning, neitaði fé- lag ungra lækna að sam- þykkja hann og stendur verkfall því enn. Samið hafði verið um helming þeirrar hækkunar sem verkfallsmenn höfðu kraf- ist og áttu þeir að fá 4,25% hspkknn ►RÚSSNESKIR og úkra- ínskir þingmenn skiptust í vikunni á um að rífa hver annars þjóðfána. Ástæðan er versnandi samskipti vegna d.eilna um framtíð Krím. ►SKÝRT var frá nýjum fjöldamorðum í Búrúndí og voru tútsímenn þar að verki. Mikill straumur flóttafólks hefur verið til nágrannaríkjanna Zaíre og Tansaníu, sem lokað landamærunum vegna fjöldans. Forystumenn tóku daginn snemma FORYSTUMENN stjóm- málaflokkanna tóku að venju kjördaginn snemma og mættu á kjörstaði í gær- morgun, flestir í fylgd fjöl- skyldumeðlima sinna. Ekki var að sjá nein þreytumerki á þessum leið- togum stjórnmálaflokkanna eftir undangengna kosn- ingabaráttu, og hafa þeir þó allir verið á ferð og flugi vítt og breitt um landið til að kynna kjósendum áhersl- ur sínar og þeirra flokka sem að baki þeim standa eftir að kosningabaráttan hófst. JÓN Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins kom ásamt eiginkonu sinni, Bryndísi Sehram og dóttur- syni þeirra, Starkarði Sig- urðssyni, á kjörstað í Mið- bæjarskóla um klukkan níu í gærmorgun, eða um það leyti þegar kjöstaðir opn- uðu dyr sínar fyrir kjós- endum. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Ámi Sæberg Morgunblaðið/RAX ÓLAFUR Ragnar Gríms- son formaður Alþýðu- bandalagsins og eiginkona hans, Guðrún Þorbergs- dóttir, heilsuðu upp á Sæ- mund Pálsson varðstjóra lögreglunnar þegar þau mættu á kjörstað á Sel- tjarnarnesi rétt fyrir klukkan 10 í gær, en þar var kosið í Mýrarhúsa- skóla. KRISTÍN Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalista og oddviti hans í Reykjavík kom á kjörstað í Miðbæjar- skóla um klukkan 10 í gær- morgun og greiddi þar at- kvæði sitt. Morgunblaðið/Sverrir JÓHANNA Sigurðardótt- ir formaður Þjóðvaka kom á kjörstað í Álfta- mýrarskóla klukkan tíu í gærmorgun ásamt syni sínum, Davíð Steinari Þorvaldssyni, 18 ára, sem var að kjósa í fyrsta skipti. Morgvnblaðið/Rúnar Þðr AÐ VENJU mættu Akur- eyringar snemma á kjör- stað. Hjónin Snorri Krist- jánsson og Heba Helga- dóttir voru með flokks- merki í barminum og Grétar Viðarsson lög- regluþjónn bað þau vin- samlegast að fjarlægja þau. ( ( ( n ( ( /*: 1 i i \i i i( I i i < i( ( ( i( ( ( ( ( I t ( ( ( (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.