Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
JBorjjttnIíIabíb
VIKAN 2/4 - 8/4
►SNÆFELLSBÆR hefur
hug á að nýta byggingar
lóranstöðvarinnar að Gufu-
skálum á Snæfellsnesi fyrir
sameiginlegan björgunar-
skóla Landsbjargar, Rauða
kross íslands og Slysa-
varnafélags íslands.
►FLUGLEIÐIR hafa tekið
að sér stórskoðun á þremur
Fokker 50-fIugvélum SAS-
flugfélagsins í sumar. Verð-
mæti samningsins er 20-30
milljónir kr. Blaðafulltrúi
Flugleiða segir að með
þessu og öðrum viðhalds-
verkefnum sé viðhaldsstöð
félagsins orðin með stærstu
aðilum sem taka að sér við-
hald fyrir Fokker 50-vélar.
►MATVÖRUVERÐ hefur
lækkað undanfarin ár i stór-
mörkuðum í Reykjavík
samanborið við verð á mat-
vöru í stórmörkuðum í Ósló
og Kaupmannahöfn. Þetta
má ráða af könnun á verði
matvæla og nýlendu vöru
sem Samkeppnisstofnun
gerði nýlega i samvinnu við
Neytendasamtökin.
►AKVÖRÐUN um hvort
AIusuisse-Lonza ræðst í
stækkun álversins í
Straumsvik verður tekin á
stjórnarfundi fyrirtækisins
í júnimánuði, að því er fram
kom á samningafundi við-
ræðunefndar Islendinga og
Alusuisse í Kaupmannahöfn
í vikunni. Jafnframt hefur
verið ákveðinn annar fund-
ur, 20. og 21. apríl næstkom-
andi, þar sem reyna á að
semja um orkuverð og
skattalega meðferð fyrir-
fnuiMGiiic
►STJÓRN Reykjalundar
hefur óskað eftir því að
losna undan samningi sínum
við heilbrigðisráðuneytið
um rekstur heilsugæslu-
stöðvar i Mosfellsbæ.
Þriðjungur starfsemi
án samkeppni
NÆRRI þriðjungur atvinnustarf-
semi á íslandi er rekinn án þess að
um neina samkeppni sé að ræða.
Eitt brýnasta verkefni tiliþess að
bæta samkeppnisstöðu íslendinga
felst í því að auka samkeppni í at-
vinnulífínu. Þetta kemur meðal ann-
ars fram í drögum að samantekt
starfshóps um samkeppnisstöðu ís-
lands árið 2010. Starfshópurinn
nefnir þrjú svið þar sem úrbóta sé
einkum þörf. Bæta verði almenna
menntun og tækniþekkingu, tryggja
verði frjálsa og eðlilega samkeppni
hvar sem er í atvinnulífínu og gæta
verði aðhalds og hófsemi í fjármál-
um og skipuleggja þau til lengri tíma
en áður. Það eigi jafnt við um heim-
ili, fyrirtæki, ríkissjóð og sveitarfé-
lög.
Irving Oil býður út
smíði 9 tanka
KANADÍSKA fyrirtækið Irving Oil
hefur boðið út smíði 9 olíutanka
fyrir væntanlega birgðastöð sína í
Reykjavík, sem eiga að rúma
450.000 föt, eða tæplega 72.000
rúmmetra af eldsneyti. Stöð af þess-
ari stærð myndi auka geymslurými
olíu í Reykjavík um yfír 40% og
yrði sú stærsta á landinu.
Jaðarskattar geta
orðið tæplega 100%
JAÐARSKATTAR geta farið upp í
tæplega 100% hjá fjölskyldu sem
hefur atvinnutekjur á bilinu 125 til
210 þúsund krónur vegna samspils
skatta og tékjutengdra bóta, svo
sem bamabóta og húsaleigubóta,
samkvæmt útreikningum hagfræð-
inga Alþýðusambands íslands.
Grálúðudeilan
harðnar
GRÁLÚÐUDEILA Kanadamanna og
Spánverja harðnaði að nýju á fimmtu-
dag er spænskir togaraskipstjórar
sökuðu kanadísk varðskip um að hafa
reynt að klippa á togvíra tveggja tog-
ara. Kanadamenn þvertaka fyrir
þetta. Evrópusambandið fordæmdi
meintar aðgerðir Kanadamanna og
um 3.000 spænskir sjómenn söfnuðust
saman við kanadíska sendiráðið í
Madnd og köstuðu físki og eggjum í
það. Óvissa ríkis um samningaviðræð-
ur Spánveija og Kanadamanna en á
þriðjudag höfnuðu Spánveijar drögum
að samkomulagi í deilunni.
Öfgasinnaðir múslim-
ar myrða 45 manns
ÖFGAHÓPUR múslima á Filippseyjum
réðist á þriðjudag á miðborg Ipil og
Iagði hana í rúst. 45 manns létu Iífíð
í árásinni og 40 særðust. Múslimar
segja árásina dæmi um að þolinmæði
þeirra sé á þrotum og óttast menn að
fleiri hryðjuverka sé að vænta. Filip-
peyski stjómarherinn berst enn við
liðsmenn öfgahópsins sem tóku gísla
á leið sinni úr borginni og hafa nokkr-
ir þeirra látið lífið í bardögunum.
Rússar hóta að hætta
fækkun vopna
RÚSSAR hótuðu á mánudag að standa
ekki við ákvæði sáttmálans um fækkun
heðfbundinna vopna í Evrópu vegna
fyrirhugaðrar stækkunar Atlantshafs-
bandalagsins í austurátt. Þá höfnuðu
þeir eindregnum tilmælum Bandaríkja-
stjórnar að hætta við sölu á kjama-
kljúfum til írans.
►RÁÐAMENN í Banda-
ríkjunum hafa rætt hug-
myndir um fríverslun er
spanni Evrópu og Norður-
Ameríku við bandamenn
sína í V-Evrópu. Viðræð-
urnar eru þó á algeru
frumstigi.
►FULLTRÚUMáum-
hverfisráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna tókst á
föstudag að koma saman
sameiginlegri niðurstöðu
ráðstefnunnar. í henni er
niðurstöðu fundarins vís-
að til nefndar sem á að
setja markmið um að
draga úr loftmengun.
►SAMKOMULAG náðist í
verkfalli opinberra starfs-
manna í Færeyjum á
föstudag en er skrifa átti
undir samning, neitaði fé-
lag ungra lækna að sam-
þykkja hann og stendur
verkfall því enn. Samið
hafði verið um helming
þeirrar hækkunar sem
verkfallsmenn höfðu kraf-
ist og áttu þeir að fá 4,25%
hspkknn
►RÚSSNESKIR og úkra-
ínskir þingmenn skiptust
í vikunni á um að rífa
hver annars þjóðfána.
Ástæðan er versnandi
samskipti vegna d.eilna um
framtíð Krím.
►SKÝRT var frá nýjum
fjöldamorðum í Búrúndí
og voru tútsímenn þar að
verki. Mikill straumur
flóttafólks hefur verið til
nágrannaríkjanna Zaíre
og Tansaníu, sem lokað
landamærunum vegna
fjöldans.
Forystumenn tóku
daginn snemma
FORYSTUMENN stjóm-
málaflokkanna tóku að
venju kjördaginn snemma
og mættu á kjörstaði í gær-
morgun, flestir í fylgd fjöl-
skyldumeðlima sinna.
Ekki var að sjá nein
þreytumerki á þessum leið-
togum stjórnmálaflokkanna
eftir undangengna kosn-
ingabaráttu, og hafa þeir þó
allir verið á ferð og flugi
vítt og breitt um landið til
að kynna kjósendum áhersl-
ur sínar og þeirra flokka
sem að baki þeim standa
eftir að kosningabaráttan
hófst.
JÓN Baldvin Hannibalsson
formaður Alþýðuflokksins
kom ásamt eiginkonu sinni,
Bryndísi Sehram og dóttur-
syni þeirra, Starkarði Sig-
urðssyni, á kjörstað í Mið-
bæjarskóla um klukkan níu
í gærmorgun, eða um það
leyti þegar kjöstaðir opn-
uðu dyr sínar fyrir kjós-
endum.
Morgunblaðið/Sverrir
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Morgunblaðið/RAX
ÓLAFUR Ragnar Gríms-
son formaður Alþýðu-
bandalagsins og eiginkona
hans, Guðrún Þorbergs-
dóttir, heilsuðu upp á Sæ-
mund Pálsson varðstjóra
lögreglunnar þegar þau
mættu á kjörstað á Sel-
tjarnarnesi rétt fyrir
klukkan 10 í gær, en þar
var kosið í Mýrarhúsa-
skóla.
KRISTÍN Ástgeirsdóttir
þingmaður Kvennalista og
oddviti hans í Reykjavík
kom á kjörstað í Miðbæjar-
skóla um klukkan 10 í gær-
morgun og greiddi þar at-
kvæði sitt.
Morgunblaðið/Sverrir
JÓHANNA Sigurðardótt-
ir formaður Þjóðvaka
kom á kjörstað í Álfta-
mýrarskóla klukkan tíu í
gærmorgun ásamt syni
sínum, Davíð Steinari
Þorvaldssyni, 18 ára, sem
var að kjósa í fyrsta
skipti.
Morgvnblaðið/Rúnar Þðr
AÐ VENJU mættu Akur-
eyringar snemma á kjör-
stað. Hjónin Snorri Krist-
jánsson og Heba Helga-
dóttir voru með flokks-
merki í barminum og
Grétar Viðarsson lög-
regluþjónn bað þau vin-
samlegast að fjarlægja
þau.
(
(
(
n
(
(
/*:
1
i
i
\i
i
i(
I i
i
<
i(
(
(
i(
(
(
(
(
I
t
(
(
(
(