Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 15 LISTIR Draumur um veruleika * A hundrað ára afmæli Ragnheiðar Jóns- dóttur lýsir Dagný Kristjánsdóttir stíl- brögðum ríthöfundaríns sem lágmæltum og án skrauts. Hún stiklar einnig á stóru í lífshlaupi Ragnheiðar. ÞAð ER eitthvað sérstakt og gríp- andi við frásagnaraðferð Ragnheiðar Jónsdóttur. Jón Karl Helgason, bók- menntafræðingur, hefur líkt stíl hennar við texta Gyrðis Elíassonar; bæði eru lágmælt, bæði eru fremur fámælt og forðast skraut og flúr í stílnum, en í og undir texta þeirra finnur lesandinn hyldýpin opnast. Ragnheiður Ragnheiður Jónsdóttir fæddist á Stokkseyri 9. apríl 1895. Foreldrar hennar hétu Jón Sigurðsson og Guð- rún Magnúsdóttir. Ragnheiður fetaði í fótspor föður síns, settist í Kennara- skóla íslands og lauk þaðan kennara- prófi. I Kennaraskólanum kynntist hún Guðjóni Guðjónssyni sem síðar varð skólastjóri Bamaskólans í Hafn- arfirði. Þau giftu sig árið 1916 og eignuðust tvö börn: Jón Ragnar (1920-1993) og Sigrúnu (1926-) sem gift er Gesti Þorgrímssyni, en bæði eru þekktir myndlistarmenn. Ragnheiður kenndi meira og minna í 18 ár og hafði yndi af kennsl- unni. Hún hafði líka faglegan metn- að, sótti m.a. framhaldsnámskeið í Englandi árið 1929 og varð einn af kennurum Austurbæjarskólans árið eftir. Austurbæjarskólinn var talinn einn fullkomnasti bamaskóli á Norð- urlöndum árið 1930. í kennaraliði Sigurðar Thorlacius skólastjóra, voru úrvalskennarar og nokkrir þeirra áttu eftir að verða bestu barna- og unglingabókahöfundar fjórða og fimmta áratugarins. Má þar nefna Stefán Jónsson, Margréti Jónsdóttur, Gunnar M. Magnúss og Ragnheiði Jónsdóttur. Við Austurbæjarskólann skrifaði Ragnheiður fyrsta ævintýraleikinn sinn. Hún segir í viðtali að hún hafi kallað þetta „leiki“ því sér hafi fund- ist „leikrit“ svo merkilegt orð. Ævintýraleikirnir komu út á bók árið 1934. Dórubækur - Kötlubækur Fyrsta Dórubókin kom út árið 1945. Á næstu ellefu árum skrifaði Ragnheiður sjö bækur um Dóru og Völu. Aðalbjörg Sigurðardóttir segir í ritdómi um Dóru í dag (1954): „Dóra mælir með sér sjálf, enda orð- in svo vinsæl hjá lesendum, sem hún er ætluð, að skáldkonan mun ekki hafa .frið fyrir kröfum þeirra að fá sífellt að heyra meira um Dóru.“ Dóra er sólskinsbarn, rík, falleg og glöð en við hlið hennar setur Ragnheiður lágstéttarstelpuna Völu sem hefur litla ástæðu til að brosa framan í heiminn. Vala er flóknari persóna en Dóra og greinilegt að hún vekur meiri áhuga höfundarins. Þremur árum eftir að Ragnheiður lauk bókaflokknum um Dóru byijaði hún að skrifa bókaflokkinn um Kötlu (1959-1967). Kötlubækurnar eru að mörgu leyti gjörólíkar Dórubókun- um. Aðalpersónan, Katla, er dulur unglingur öfugt við hina opnu og einlægu Dóru. Dóra er eins og stofu- blóm, á meðan Katla er holtasóley, viðkvæm og stök. Fjölskylda Kötlu leysist upp í upphafi bókaflokksins. Móðirin bregst illa við skilnaðnum og Kötlu sem er ellefu ára finnst heimurinn hrynja. Hún kynnist smám saman öðrum bömum úr brotnum fjölskyldum og lærir að hjónaskilnaður skiptir ekki sköpum en viðbrögðin við honum geta gert það. Ragnheiður skrifaði alls 18 skáld- sögur fyrir börn og unglinga auk smásagna og leikrita. Hún notar fáar en skýrar andstæður til að varpa ljósi á samfélagið. Silja Aðalsteinsdóttir segir í bók sinni íslenskar barnabæk- ur 1780-1979 (1981): ...enginn ís- lenskur barnabókahöfundur hefur sýnt eins vel andstæður og þverstæð- ur í íslensku samfélagi eftirstríðsár- anna“ (184). Meginstyrkur Ragn- heiðar liggur þó í sálfræðilegu innsæi hennar. Hún tekur tilvistarkreppu ungl- inga alvarlega. Hún lýsir þeim stödd- um á mörkum bernsku og fullorðins- ára, með óróleika í blóðinu vegna vaknandi kynhvata, leitandi, oft angistarfullum, stundum uppreisnar- gjörnum. Hún býður ungum lesend- um ekki einfaldar lausnir á þeim vanda sem að þeim steðjar að utan og innan. Ragnheiður var hins vegar barnakennari og hún gengur aldrei eins langt í greiningum sínum í barnabókunum og hún gerir í fullorð- insbókum sínum. Að hafa eða hafa ekki Ragnheiður Jónsdóttir skrifaði níu skáldsögur fyrir fullorðna, sú fyrsta Arfur kom út árið 1941. Næst kom sveitasagan I skugga Glæsibæjar (1945) og í tilefni af því var tekið viðtal við höfundinn sem hefst þann- ig: „Landskunnur rithöfundur sagði við mig um daginn: „Veiztu að það er í þann veginn að koma út skáld- saga eftir Ragnheiði Jónsdóttur, sem ég tel að sé mjög athyglisverð bók, tvímælalaust langbezta bók hennar, og ég held að mér sé óhætt að full- yrða, ein bezta skáld- sagan sem komið hefur út eftir íslenzka konu um langt skeið.“ í ljósi þess að höfund- ur hafði aðeins gefíð út tvær bækur er „langbezta bók hennar" kannski svolítið ýkju- kennt, en „hinn lands- þekkti" heimildamaður hefur haft hugarfar gagnrýnenda á hreinu þegar hann undirstrikar að bókin ógni ekki öðr- um „landsþekktum“ höfundum, hún skari aðeins fram úr hinum konunum. Næstu fullorð- insbækur Ragnheiðar Jónsdóttur voru Þórubækurnar fjórar (1954- 1964) sem segja sögu bóndadóttur- innar Þóru frá Hvammi. Þóra á að vera fædd um 1922 og hún lætur sig „dreyma um veruleika". Hún er lítil sveitastelpa sem vill ekki verða kona heldur karl þegar hún verður stór af því áð hlutskipti kvennanna í kringum hana er svo óaðlaðandi og leiðinlegt. Þóru litlu langar í skóla. Þegar hún stækkar dreymir hana um að fá allt sem ævintýrin lofa ösku- buskunum; prins, höll en líka bækur, menntun og listir. Það er skemmst frá að segja að hún fær fæst af þessu á þeim rúmlega þijátíu árum sem við fylgjum henni. Þórubækurnar lýsa öfugum þroskaferli ef miðað er við ævintýrin. I lágmæltum texta sínum tekst Ragnheiði að opna ótrúlega merk- ingarauðlegð þar sem spurt er hvað kynið sé, hvaða blekkingar séu okkur lífsnauðsyn og hvað gerist ef þær bresta. Listrænn hápunktur á ferli Ragn- heiðar Jónsdóttur er skáldsagan Mín liljan fríð (1961) þar sem fjallað er um sálfræðileg átök móður og dóttur sem kosta dótturina lífíð. Viðtökur I þremur síðustu skáldsögum sín- um er Ragnheiður byijuð að losa sig djarflegar frá raunsæishefðinni sem hún hafði raunar frá upphafi notað býsna persónulega. Aðalbjörg Sig- urðardóttir skrifaði um Arf árið 1941 og líkti sviðsetningum bókarinnar, stuttum köflum og snöggum skiptum, við tækni kvikmyndarinnar. Flestir ritdómarar á þessum tíma fjölluðu þó um efni bókanna, ekki form. Fyrstu þijár full- orðinsbækur Ragnheið- ar vöktu mikla athygli en eftir því sem kalda stríðið kólnaði S listum og menningu áttu kon- urnar erfiðara upp- dráttar. Það var aldrei ráðist á Ragnheiði beint í menningarumræðunni og henni var gefin nokkur sérstaða í hópi „kerlinganna“ eins og Ólafur Jónsson segir í ritdómi (1964): „Ragnheiður Jónsdottir er miklu fágaðri, menntaðri höfundur en þær Guðrún Jónsdóttir og Guðrún frá Lundi og viðleitni hennar að því skapi alvarlegri. Þær segja móralsk- ar skemmtisögur; hún leitast við miklu djúptækari þroskasögu, sál- könnun og -lýsingu.“ Eftir þessa yfir- lýsingu notar Ólafur Jónsson sama niðrandi mælikvarða á bók hennar og þeirra. Engum hefði verið það fjær skapi en Ragnheiði Jónsdóttur að vera lýst eins og kvenkristi, negldri á krossinn af illum og grimmum karlritdómur- um. Hún var heldur ekki krossfest, eftir því hefði verið tekið. Þegar við- tökur við bókum hennar eru skoðað- ar má sjá að þögnin lagðist æ þéttar að þeim eftir því sem þær urðu betri. Til þessa lágu margar ástæður en þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir rithöfund í fullu starfi. Hvernig gat hún tekið það gilt að þögnin hefði ekkert að gera með persónu hennar eða listrænt gildi verka hennar? Á meðan þessu fór fram í menn- ingarumræðu eftirstríðsáranna lásu íslendingar bækur Ragnheiðar Jóns- dóttur sem var ein af fímm mest lesnu höfundum alþýðubókasafn- anna í kringum 1960. Hún fékk mikla svörun frá lesendum og þótti vænt um það. Hún dó 9. maí 1967 en bækur hennar lifa hana. Höfundur er dósent við Háskóla íslands. Ragnheiður Jónsdóttir N áttúrustemmn- ingar Nínu MYNDLIST Listasafn Islands MÁLVERK Nína Tryggvadóttir Opið alla daga (nema mánud.) kl. 12-18 til 20. apríl. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá kr. 1.200. STUNDUM er rétt að minna á að málverk er ekki bara málverk. Það er einnig afrakstur margslungins ferlis menningarlegra, persónu- legra, félagslegra og jafnvel pólití- skra þátta sem koma saman í einni manneskju, og fá þar útrás á ákveðnum tíma í ákveðnu verki, sem verður eilífur vitnisburður um aðstæður og aðdraganda. Það er eitt mikilvægasta hlutverk listfræðinga á hveijum tíma að stuðla að stöðugu endurmati á þeirri myndlist, sem þegar hefur markað sín spor í söguna. Við slíka endur- skoðun er hægt að líta til margra þátta sem ekki voru til staðar í þeim samtíma sem viðkomandi myndlist spratt úr, og kunna að verða til þess að breyta viðhorfum manna til listarinnar, bæði til betri og verri vegar. Af slíkum þáttum má nefna áhrif listarinnar á síðari þróun, breyttar áherslur i myndlist- inni almennt, og síðast en ekki síst sögulega þróun almennt, í félags- legu, menningarlegu og jafnvel pól- itísku samhengi. I þessu sambandi má nefna að á síðastliðnum áratug hefur orðið nánast bylting í viðhorfum til lista- sögunnar víða um lönd, sem rekja má til endurskoðunar af þessu tagi. Svokölluð „Endurskoðunar" - eða „gagnrýnin“ listasaga hefur verið hvatinn að mörgum stórsýningum síðustu ára, þar sem varpað hefur verið nýju ljósi á myndlist fyrri tíma, bæði með því að rekja þróun ein- stakra listhreyfinga af meiri kost- gæfni (sýningin „Aðdragandi Im- pressionismans" í Þjóðlistasafninu í Washington D.C. á síðasta ári sýndi glögglega tengsl hreyfingar- innar við eldri myndlist), með því að tengja þær við samtímann (sýn- ingin „Vestrið sem ímynd Ameríku“ 1991 Qallaði um þátt myndlistar- innar í sköpun þeirrar ímyndar af „Vestrinu“, sem enn er lífseig) eða með því að skoða myndlist með pólitískum gleraugum (á sýning- unni „Thomas Cole: Frá landslagi til Sögu“ sem opnuð var í fyrra og verður sett upp í Brooklyn-safninu í New York á þessu ári er sýnt fram á að hinn stórkostlegi málverka- flokkur listamannsins, „Þróun keis- aradæmis" er líkast til spá um hvert útþenslustefna þáverandi stjórn- valda mundi leiða bandarískt þjóð- félag - spá sem er ef til vill að rætast nú, hálfri annari öld síðar). Fyrir tilstilli rannsókna og nýrra viðhorfa getur eldri myndlist þannig ætíð verið fersk, umdeilanleg og gróskumikil í samtímanum, og átt sinn þátt í að myndlist verði áfram mikilvægur þáttur í menningarlíf- inu. Því er þessi aðdragandi hafður hér á, að Listasafn íslands er með sýningunni á verkuin Nínu Tryggvadóttur einmitt að sinna Nína Tryggvadóttir: Abstrakt. 1960. þessu hlutverki í íslenskri listasögu. Þó aðeins sé rúmur aldaify'órðungur frá því listakonan lést, eru verk hennar nú hluti sögunnar, og frem- ur en að láta þau gleymast er því eðlilegt að skoða þau í nýju sam- hengi og reyna að átta sig betur á hvað býr að baki þeim. Þetta er leitast við að gera hér, bæði með vali verkanna og ekki síður með efni sýningarskárinnar. Nú eru rúmlega tuttugu ár frá því haldin var viðamikil yfirlitssýn- ing á verkum listakonunnar í Lista- safni Islands, og frá þeim tíma hafa aðeins verið haldnar tvær sýn- ingar á verkum hennar, auk verka sem hafa verið á‘ samsýningum. 1982 kom út bók um listakonuna, en með þessari sýningu og ritgerð Aðalsteins Ingólfssonar í sýningar- skránni má segja að gerð sé fyrsta tilraunin til að endurskoða verk Nínu í sögulegu samhengi. Hvað varðar persónulega þróun listakonunnar er einkar fróðlegt að velta fyrir sér áhrifum pólitískra aðstæðna á list hennar. Áralöng útlegð frá Bandaríkjunum í kjölfar brennimerkingar á McCarthy-tíma- bilinu kom í veg fyrir að hún gæti haldið áfram að starfa í grósku- mestu miðstöð heimlistarinnar á sjötta áratugnum, New York, en þar hafði hún þegar getið sér gott orð; þegar henni var loks boðið að koma þangað á ný, hafði listheimur- inn skilið hana eftir. Þrátt fyrir þennan mótbyr hélt Nína að sjálfsögðu áfram að þróa list sína á sjötta áratugnum, sem var henni á margan hátt gjöfull á listræna sviðinu, en væntanlega hefði sú þróun orðið önnur hefði hún getað búið í New York, eins og Aðalsteinn bendir á í ritgerð sinni. Þarna gripu því pólitísk við- horf illilega inn í mögulega fram- vindu íslenskrar myndlistar, og ætti sú staðreynd að vera mönnum víti til varnaðar Það er síðan einkum eftir að lista^ konan fær loks vilyrði fyrir að fá að flytja til New York á ný (1957), sem íslensk náttúra tekur að blómstra í verkum hennar, en þá hefst síðasti og að margra áliti öflugasti áratugurinn á listferli hennar. Þetta er hins vegar ekki einangruð tilhneiging Nínu, eins og Aðalsteinn bendir á; um svipað leyti var ný náttúrusýn að koma fram í verkum ýmissa þekktra banda- rískra afstrakt-expressionista. Eins og sýningargestir sjá glögg- lega á sýningunni verður nokkur þróun í verkum listakonunnar innan þessa tímabils. Má þar sjá ólík vinnubrögð, sem þó hverfast öll að landinu; víða er sem sjónarrönd skipti grunnfletinum, en síðan dansi litfletir þar ofan í loftkenndri leit að samastað. Aðalsteinn telur að kveikja þessara mynda sé vissulega íslenskt náttúrufar, en með vissum formerkjum: „... er eins og tvinnist saman í þessum myndum mjög svo óáþreifanlegir þættir: bjartir vor- vindar, sumarnæturkyrrur, stríð haustveður.“ Slíkar hugleiðingar vekja einnig upp aðra spurningu: Er ef til vill misráðið að gera jafn mikið úr sér- stöðu afstraktlistar á grunni forms- ins (eða formleysisins) og verið hefur, og réttara að líta fremur á hana sem ákveðið skeið myndlistar, þar sem hlutbundin myndgerð víkur að mestu fyrir hinni huglægu, þó grunn beggja sé að finna í raun- heiminum, náttúrunni? - Slík álykt- un væri ekki fjarri út frá miklum samhljómi orða ýmissa listamanna í viðtölum í gegnum árin, og þessi sýning bendir vissulega einnig í sömu átt. Væri áhugavert að kanna verk fleiri svonefndra afstraktlista- manna út frá þessu sjónarmiði. Sýningin í Listasafninu er ekki mikil um sig - rúmlega þijátíu verk í tveimur sölum - en myndar engu að síður sterka heild. Þar kemur salur 4 einkum vel út, sem og síð- asti myndaflokkur Nínu (verk nr. 25-26 og 31-33) sem má segja að rísi upp úr myrkri hins dökka bak- grunnar. Sýningarskráin er einnig vel heppnuð og fróðleg, utan þess að litgreining mynda er nokkuð mis- jöfn, og gjalda ljósmyndir af verk- um nr. 13, 27 og 29 þess sérstak- lega. Engu að síður er hún eiguleg- ur gripur, sem sem flestir listunn- endur ættu að tryggja sér, um leið og þeir skoða þessa sýningu. Máverk eru ekki bara málverk, heldur einnig tákn síns tíma og afrakstur persónulegra, jafnt sem menningarlegra og pólitískra að- stæðna. Abstrakt-tímabilið í ís- lenskri myndlist hefur verið nokkuð vel kynnt á undangengnum áratug- um, en einkum út frá formlegum og tæknilegum forsendum. Hér kann brátt að verða breyting á, og náttúrustemningar Nínu Tryggva- dóttur kunna að marka tímamót um á hvern hátt við ræðum ab- strakt-list hér á landi. Eiríkur Þorláksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.