Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 13 ERLEIMT FRÉTTIR hins vegar aðra sögu. Samkvæmt upplýsingum bandarísku alríkislög- reglunnar, FBI, hefur glæpum held- ur fækkað á síðustu árum. Á sjö- unda áratugnum fjölgaði morðum snarlega en í upphafi þess áttunda fór að draga þar úr. Árið 1993 voru 24.530 morð framin í Banda- ríkjunum, samkvæmt tölum FBI. Óneitanlega er þetta há tala, hún leiðir í ljós að 9,5 af hverjum 100.000 íbúum í Bandaríkjunum falla fyrir morðingjahendi. En þetta er hins vegar sama hlutfall og við átti árið 1973. Innbrotum hefur fækkað á landsvísu um rúm tíu prósent á síðustu fjórum árum. Skemmdarverk unglinga og smá- glæpir ýmsir eru fátíðari í banda- rískum borgum en í flestum borgum Evrópu. Þessar staðreyndir henta ekki stjórnmálamönnunum og ná ekki eyrum almennings. Stjómmála- mennirnir reyna margir hveijir að höfða til millistéttarinnar og ala oftar en ekki á ótta almennings. Látið er að því liggja að „spreng- ing“ sé yfirvofandi í fátækrahverf- unum og að „lýðurinn", sem er dökkur á hörund, muni bijótast út úr þeim. Þannig er leynt og ljóst höfðað til kynþáttafordóma. Sú staðreynd að 84% þeirra hvítu manna sém myrtir eru falla fyrir hendi hvítra illvirkja fer ekki hátt. Nýjar tillögur Það er af þessum sökum sem ýmsar tillögur um refsingar hljóma furðulega í eyrum Evrópumanna. Þannig kom nýverið fram sú tillaga í Arkansas, heimaríki Bills Clint- ons, að teknar yrðu upp opinberar hengingar. í Massachusetts, á aust- urströndinni, sjálfu vígi umburðar- lyndisins, hefur litið dagsins ljós tillaga um að hver sá sem handtek- inn er með meira en 400 grömm af heróíni í fórum sínum verði tek- inn af lífi. Tillögur þessar hafa ver- ið settar fram í fullri alvöru og vakið verðskuldaða athygli. Aðrar sem heita mega raunhæfari gera m.a. ráð fyrir því að dauðarefsing- um verði beitt í afmörkuðum tilvik- um (t.a.m. þegar um er að ræða fjöldamorðingja, leigumorðingja eða hermdarverkamenn) og þá verði áfrýjunarrétturinn skertur til að tryggja aukna skilvirkni og þar með minni kostnað. Þótt refsigleðin virðist hafa gagntekið Bandaríkjamenn og 38 af 50 ríkjum hafi leitt dauðarefsing- una í lög fer því fjarri að fram- ganga ríkisstjóra í þessu viðfangi sé sambærileg. Dauðarefsingar eiga einkum fylgi að fagna í Suður- ríkjunum. Raunar eru níu ríki í suðrinu, sem stundum eru nefnd „dauðabeltið" - í samræmi við „Biblíubeltið“,„ryðbeltið“ og „sólar- beltið" - , ábyrg fyrir um 80% pró- sentum af þeim aftökum sem fram- kvæmdar hafa verið frá 1976. í Texas er allt stórt og það á einnig við um dauðalistann. Þar hafa rúm- lega 90 glæpamenn verið teknir af lífí á síðustu 18 árum. Hins vegar fjölgar á dauðadeildinni um fjóra fyrir hvern einn sem banað er með rafmagni, gasi eða lyfjum. Úlfurinn og lögmálið Samfélagsfræðingar af ýmsum gerðum hafa fjallað um þessa sér- stöðu Bandaríkjamanna hvað dauða- refsingar varðar og fram hafa kom- ið ýmsar skýringar. Dauðarefsingar virðast höfða til tveggja þátta sem blunda, að vísu misdjúpt, í banda- rísku þjóðarsálinni. í fyrsta lagi ótt- ast hinn almenni borgari þá upp- lausn í samfélaginu, sem fjölmiðlar vestra hamra svo mjög á. í annan stað leiða vinsældir dauðarefsinga í ljós ákveðna eftirsjá eftir fortíðinni þegar landið var að byggjast frá austri til vesturs og réttlætinu var framfylgt án teljandi fyrirhafnar. í heimspekilegum efnum einkenna einfaldar hugmyndir um blessun, verðleika og réttlæti í anda Kalvins einnig mjög alla lífsafstöðu alþýðu manna vestra. í Bandaríkjunum birt- ast þannig sannindin í ljóði Kiplings um lögmál frumskógarins; úlfurinn sem virðir það mun dafna en úlfur- inn sem brýtur það deyr. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Tíu punda birt- ingur úr Skaftá ENN er slæmt ástand á sjóbirt- ingsveiðislóðum, ís yfir vötnum og ísrek víða þar sem sér á vatn. Þó hefur skánað nokkuð síðustu daga, en veiði hófst í illviðri síðustu helgi. Það var þó ekki alveg rétt að menn hafí einungis verið að fá’ann í Varmá. Heppnir veiði- menn settu einnig í fiska á öðrum degi í Skaftá fyrir landi Nýjabæj- ar. 17 fiskar, allt að 10 pundum veiddust. „Það var ekki veiðandi á laugar- daginn, en ástandið var betra á sunnudaginn og þá fengum við rífandi veiði, 17 sjóbirtinga á tvær stangir. Þeir stærstu voru 8 og 10 punda og í aflanum voru einn- ig 5 og 6 punda fískar. Enginn smærri en 3 pund,“ sagði Hallberg Svavarsson sem var við veiðar í Nýjabæjarlandi í Skaftá ásamt Björgvin Gíslasyni og eiginkonum þeirra beggja. Hallberg sagði að fiskarnir hefðu veiðst jöfnum höndum og flugu og spún og sú fluga semn best gaf hafi verið svartur Nobbler. Dentist gaf einn- ig físka, en flugurnar voru hnýttar á stóra straumfluguöngla. „Björg- vin er búinn að vera fyrstu dagana á þessu svæði í fjögur ár og þetta er langbesta veiðin. í samanburði fengust tveir fískar í fyrra,“ bætti Hallberg við. Ástandið slæmt eða skánandi... Benedikt Lárusson, fyrrum for- maður Stangaveiðifélagsins Birt- ings á Klaustri, sagði að lítið væri farið að renna fyrir sjóbirting á þeim slóðum. Bæði væri ástandið á ánum yfirleitt slæmt enn sem komið væri og svo væru margir landeigendur mótfallnir vorveið- inni þar sem menn legðu meira upp úr þvi að leyfa sjóbirtingnum GUNNAR t.v. og Sigurður Rósarssynir með vænan sjó- birting úr Varmá. Myndin er frá opnuninni á dögunum. að komast til sjávar þannig að hann gengi aftur vænni er sumri hallaði. „Menn hafa þó aðeins reynt, en það fer fáum sögum af árangrinum. Þó hefur ástandið batnað og ég gæti trúað því að það væru að koma skilyrði til góðr- ar veiði,“ sagði Benedikt. Þröstur Elliðason sagði ástandið það sama við Rangárnar og fyrstu dagana. Engin veiði hefur verið og aðstæður afleitar. Merkingar- verkefnið sem þar stendur fyrir dyrum bíður því enn um sinn. Þröstur sagðist allt eins reikna með því að veiði gæti ekki hafist fyrr en undir næstu mánaðamót.. Hvassviðri tefur göngu- mann „FERÐ Ingþórs hefur gengið mjög vel, ef fimmtudagurinn er undanskilinn, en þá voru 9 vind- stig og hann varð að halda kyrru fyrir í tjaldinu allan daginn,“ sagði Ragna Finnsdóttir, eigin- kona Ingþórs Bjarnasonar, sem nú er á leið frá Akureyri til ísa- fjarðar á gönguskíðum. Ingþór lagði af stað á sunnu- dagsmorgun og sagði Ragna að á fimmtudagskvöld hefði hann verið búinn að ganga 89 kíló- metra. „Hann varð að hafast við í tjaldinu allan fimmtudaginn, en þá var hann staddur vestan við Hanskafell, norðan Langjökuls. Hann lét vel af sér og kvaðst hafa eytt deginum í að hlusta á útvarpið. Þetta hvassviðri tefur hann auðvitað, en hann ætlar sér að vinna tímann upp á næstu dögum, svo hann komi til ísa- fjarðar á skírdag, eins og að var stefnt." Ragna sagði aðspurð að hún væri alveg róleg þótt eiginmaður- inn væri einn á fjöllum. „Ég veit að hann er vel búinn að öllu leyti og hann lætur björgunarsveitar- menn á leiðinni vita reglulega af sér.“ Endurgreiðsla virði saukaskatts vegna fjárfestiogar í hótel- og gistirými á árinu 1993. Samkvæmt heimild í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 122/1993, um breytingar í skattamálum, sbr. 9. gr. laga nr. 45/1995, um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, hefur fjármálaráðherra gefið út reglugerð nr. 199/1995, um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna fjárfestingar í hótel- og gistirými á árinu 1993. Rétt til endurgreiðslu hafa skattskyldir aðilar, sem stunda útleigu á hótel- og gistirými og annarri gistiþjónustu eða leigja út slíkan rekstur, og fjárfestu í þeirri starfsemi á árinu 1993. Endurgreiðsla skal að hámarki nema 17% af eignfærðri nýfjárfestingu, sem bar virðisaukaskatt á árinu 1993, í fasteignum og búnaði í gistirými. Fjárhæð endur- greiðslu er ákvörðuð þannig að reiknuð er út heildar- fjárhæð virðisaukaskatts samþykktra endurgreiðslu- þeiðna, og ef heildarfjárhæð er hærri en 10 m.kr. lækkar hlutfall endurgreiðslu samsvarandi þannig að heildar- endurgreiðsla verði 10 m.kr. Endurgreiðslufjárhæð hvers og eins aðila er deilt í tvær jafnar fjárhæðir sem greiddar verða út 1. nóvember 1995 og 1. apríl 1996. Endurgreiðsla er háð skilyrði um að aðilar hafi með höndum rekstur gistiþjónustu öll uppgjörstímabil ársins 1994 og fyrstu tvö uppgjörstímabil ársins 1995 vegna endurgreiðslu á árinu 1995 og öll uppgjörstímabil ársins 1995 og fyrsta uppgjörstímabil ársins 1996 vegna endurgreiðslu á árinu 1996. Aðilar sem rétt eiga á endurgreiðslu skulu senda virðisaukaskattsskrifstofu ríkisskattstjóra beiðni um endurgreiðslu á sérstöku eyðublaði sem ríkisskattstjóri gefur út, ásamt ársreikningi og afriti af leyfisbréfi til gististaðarekstrar. Beiðni ásamt fylgigögnum skal berast ríkisskattstjóra fyrir 1. maí 1995. Nánari upplýsingar veitir virðisaukaskattsskrifstofa ríkisskattstjóra. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.