Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 21 EISTLAND Kaliningrad (Kopigsbefgí AUSTURRIKI fOJNGVERJA dSL €9 JPLAND MOLD' OATIA ARMENÍA JÚGÓ SLAVÍA BOSNM HERSEi Korsíka BULGARIA Sardinía Heimild: Minonty Rights Group, The Economist. Kortið er ekki tæmandi yfirlit um þjóð- ernislega minnihlutahópa í Evrópu JLAND Færeyjar oökotland,1 N-lrland. BRÉTLÁNI) ’ IföSgæi ' ' h?t» < r &áf’ “ _ \ - - 'j'.V'v.v ETTLAND m j LAND HVITA RÚSSLAND «9 POLLAND GIA TEKKLAND FRAKK — 1995 MALTA kypur 65. Walesbuar 66. Þjóbverjar (þýskumælandi) iMINNIHLUTAR 1. Bretónar 2. Búlgarar J. Dagestar 1. Danir 19. Færeyingar 20. Galisíumenn 21. Grikkir 22. Hvítrússar 5. Finnar 23. Ingúsetar 5. Flæmingjar 24. ítalir (flæmskumælandi) 25. Kabardínar 7. Frakkar 26. Kalmykar (frönskumælandi) 27. Karatsjevar 3. Fríúiar 28. Katalóníumenn 29. Kirjálar 35. Moldovar 30. Komi 36. Mordvinar 31. Korsíkumenn 37. Múslimar 32. Króatar 38. N-írar 33. Ladínar 39. N-Ossetar 34. Mari 40. Pólverjar 41. Rómönskumælandi 42. Rúmenar 43. Rússar 44. Rúthenar 45. Samar 46. Sardiníumenn 47. Serbar 48. Sígaunar 49. Slóvakar 50. Slóvenar 51. Skotar 52. Sorbar 53. S-Ossetar 54. Svíar 55. Tatarar 56. Tékkar 57. Tsjerkessar 58. Tsjetsjenar 59. Tsjúvassar 60. Tyrkir 61. Ungverjar 62. Údmúrtar 63. Úkraínumenn 64. V-Fríslendingar manna af þessum þjóðum voru flutt- ir til Síberíu á Stalínstímanum og traðkað á þeim á ýmsan annan hátt. Þær telja sig nú eiga harma að hefna. Hafði einhver heyrt af þjóðunum við Volgu, til dæmis Mordvinum, Bashkirum og Tsjúvössum, sem sumar hveijar sitja á gjöfulum olíu- lindum og myndu endanlega kippa fótunum undan stöðugleika i Rúss- landi ef þær ákvæðu að reyna sömu leið og Tsjetsjenar? Og hver hafði heyrt um Rúthena, sem búa í Karpatafjöllum og eru líkast til rúmlega milljón talsins? Þeir nutu sjálfsstjómar innan Tékkóslóvakíu seinustu mánuðina fyrir yfirtöku Hitlers á fjórða ára- tugnum, en svo hefur lítið heyrzt frá þeim fyrr en á seinustu árum, nú þegar þeir vilja sínar eigin út- varpsstöðvar og skóla og aukna sjálfstjórn innan Úkraínu. Hér og þar í Austur-Evrópu eru þannig nýir eða væntanlegir kunn- ingjar í heimsfréttunum, sem heimta eigið ríki eins og aðrar og jafnvel fámennari þjóðir hafa feng- ið. Stöðugleikasáttmcilinn Það er því engin furða að menn hafi reynt að spyma við fótum. í síðasta mánuði undirrituðu 52 Evr- ópuríki svok,allaðan stöðugleikasátt- mála Evrópu. Sáttmálinn, sem sam- inn er að frumkvæði Evrópusam- bandsins, ekki sizt núverandi for- ysturíkis, Frakklands, gerir ráð fyr- ir að ríki Evrópu virði réttindi minni- hlutahópa og skuldbindi sig jafn- framt til að virða núverandi landa- mæri í álfunni. Evrópusambandið gerir þá kröfu til þeirra ríkja, sem sótt hafa um aðild að sambandinu, að þau virði réttindi minnihlutahópa og standi ekki í landamæradeilum við nágrannaríkin, eigi þau að geta gengið í ESB. í viðaukum samningsins er fjöldi undirsamninga um gagnkvæma við- urkenningu landamæra og aðgerðir í þágu minnihlutahópa. Þar á meðal er samningur Slóvakíu og Ungverja- lands um að landamærum verði ekki breytt þótt meira en hálf millj- ón Ungvetja búi i Slóvakiu; fremur verði reynt að tryggja pólitísk rétt- indi þeirra. Hins vegar tókst ekki að ná samningum milli Ungvetja- lands og Rúmeníu um réttindi ung- verska minnihlutans og ijölmörg önnur deilumál eru óleyst þrátt fyr- ir undirritun sáttmálans. Gagnrýnendur stöðugteikasátt- málans hafa bent á að með gerð hans sé fyrst og fremst horft til skamms tíma og reynt að fyrir- byggja deilur, sem séu i uppsigl- ingu. Það þurfi að horfa lengra fram á við og reyna að leysa hinn undir- liggjandi vanda, sem er margum- ræddur árekstur milli þeirra stað- reynda að þjóðir eru ekki skýrt af- markaðar, og hins, að flestar þjóðir vilja sitt eigið þjóðríki, sem er full- valda og þar af leiðandi skýrt af- markað. Nýjar hugmyndir í Vestur-Evrópu Það er hins vegar langt í frá að lausnin blasi við. Sumir hafa bundið vonir við þróunina innan Evrópu- sambandsins. Bent hefur verið á að í Vestur-Evrópu eigi „þjóðríkið" undir högg að sækja, annars vegar vegna þess að völd og verkefni hafi færzt til yfirþjóðlegra stofnana ESB, hins vegar af því að í flestum ESB-ríkjum hafi orðið þróun í átt til aukinnar sjálfstjómar héraða og svæða. í Vestur-Evrópu er fjöldi ríkis- lausra smáþjóða og minnihlutahópa, rétt eins og austar í álfunni, og í sumum tilfellum (Norður-írland, Baskaland, Bretónaskagi) hafa þjóðemissinnar ógnað öryggi við- komandi ríkja. Minnihlutaþjóðernis- hreyfingar innan ESB binda hins vegar miklar vonir við áðumefnda þróun. Hreyfingar t.d. Walesbúa, Bretóna, Baska og Katalóníumanna vonast til að geta stjómað til dæm- is mennta-, menningar- og heil- brigðismálum heima í héraði, en hermál, stærri ákvarðanir i efna- hagsmálum, til dæmis um peninga- mál, og utanríkismál verði á könnu sambandsstjórnar í Evrópuhöfuð- borginni Brussel. Hugmyndin höfðar til minnihluta- þjóðernissinna meðal annars vegna þess að hún gæti fullnægt kröfu þeirra um að allar þjóðir séu jafnar — stjómvöld í Bilbao og Madríd, Cardiff og London yrðu undir sömu yfirstjórn sett, sem væri ekki yfír- stjórn einnar þjóðar, heldur sam- þjóðlegs valds, þar sem allar þjóðir ættu fulltrúa. Vísi að samkomu, sem væri fulltrúi slíks valds, sjá menn til dæmis í svokallaðri héraðanefnd ESB, sem var sett á stofn með Maastricht-sáttmálanum. Þar sitja meðal annarra forsætisráðherrar bæði Baskalands og Katalóníu. Nefndin hefur hins vegar enn sem komið er lítil völd. Sumir þjóðernissinnar viðurkenna jafnvel að fullveldishugtakið hafí breytzt og sjálfstætt ríki sé ekki ®jafneftirsóknarvert og áður. „Af hverju ættum við að stofna nýtt ríki í hinni nýju Evrópu? Rfkin munu leysast upp,“ segir Xabier Arzallus, formaður Þjóðemisflokks Baska, í samtali við The Economist. Verði hugmyndir af þessu tagi einhvern tímann að vemleika, gætu þær hugsanlega leyst þann vanda, sem við blasir i Austur-Evrópu. En forsenda þess, að þær gangi upp, er meðal annars þróað efnahags- og stjómmálalíf, sem ekki er enn fyrir hendi þar. Og draumsýn Arzallusar er enn órafjarri, jafnvel í Vestur-Evrópu. „Þjóðríkið" lifír þar góðu lífi. Ef menn gefa sér hins vegar þá forsendu, að landamæri í Evrópu eigi að haldast óbreytt, verð- ur að leysa þjóðemisvandamál á annan hátt en með stofnun nýrra ríkja. Lausnir á þorð við stöðug- leikasáttmálann era því sennilega það skársta, sem við höfum í bili, og gætu leitt til hægfara þróunar á lengri tíma. Þjóðernishyggjan er ekki uppskrift að friði og hamingju í heiminum, vegna þess annmarka að fæstar þjóðir búa á eyjum langt úti I hafi. Hún er þvert á móti uppskrift að átökum og glundroða. Þjóð- ernishyggjan er ein- hver áhrifaríkasta hugmyndafræði, sem hefur verið fundin uppf að því leytinu að ótrúlega margir hafa verið þess fýsandi að deyja — og drepa — fyrir þjóð sína I stríði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.