Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
HREFNA
SIG URÐARDÓTTIR
+ HREFNA Sig-
urðardóttir
fæddist 2. júní 1916
á Vesturbraut í
Hafnarfirði. Hún
lést í Borgarspíta-
lanum 1. apríl sl.
Foreldrar hennar
voru Elísabet Böð-
varsdóttir, f. 20.
apríl 1896 á Stein-
um undir Eyjafjöll-
um, d. 3. mars
- j 1993, og Sigurður
Sigurðsson, f. 17.
júní 1891 í Pálsbæ
á Seltjamarnesi, d.
12. júní 1951. Foreldrar Elísa-
betar voru Böðvar Böðvarsson,
bakari í Hafnarfirði, f. 29.
desember 1863, d. 2. júní 1953,
og Sigríður Jónasdóttir, f. 24.
desember 1865, d. 29. ágúst
1900. Hrefna var önnur í röð-
inni af sex alsystkinum. Eldri
bróðir hennar var Böðvar, f.
19. maí 1915, næstur á eftir
henni var Sigfús Bergmann, f.
18. júlí 1918, þá Sigurður, f.
27. jan. 1920, Guðný Sigríður,
f. 4. mars 1921, og Bryndís
Elsa, f. 12. nóv. 1922. Foreldrar
Hrefnu skildu árið 1922 og þá
fluttist Elísabet með Hrefnu og
systkini hennar Böðvar, Guðný
Sigríði og Bryndísi Elsu til föð-
ur slns, Böðvars, og seinni konu
hans, Guðnýar Jónasardóttur,
en hún var systir fyrri konu
hans og því móðursystir Elísa-
betar. Bræðumir Sigfús og Sig-
urður ólust upp annars staðar.
Sigurður, faðir Hrefnu, kvænt-
ist síðar og átti þijú börn með
síðarí konu sinni, auk nokkurra
barna á milli hjónabanda. Elísa-
bet, móðir Hrefnu, giftist ekki
aftur. Hrefna lauk prófi frá
Flensborgarskóla og síðan
meistaraprófi í
kjólasaumi. Hinn
14. nóvember 1936
giftist Hrefna Val-
geiri Þórði Guð-
laugssyni prentara
og síðar kaup-
manni, f. 18.7. 1910
í Hafnarfirði. Hann
lést 26. desember
1989. Þau Valgeir
eignuðust sjö börn:
1) Halldór, f. 1. des-
ember 1937, endur-
skoðandi í Rvík,
kvæntur Ernu
Helgadóttur, en þau
eiga eina dóttur og þijá syni.
2) Elísabet f. 29. september
1940, blómaskreytingamaður í
Hafnarf., gift Sigfúsi Magn-
ússyni. Þau eiga eina dóttur og
þijá syni. 3) Böðvar, f. 6. febr-
úar 1942, framkvæmdastjóri í
Rvík, kvæntur Jónínu Ebenez-
erdóttur. Þau eiga tvær dætur
og einn son. 4) Þórey, f. 4. des.
1946, húsmóðir og iðnrekandi
í Hafnarf., gift Eggerti Hannes-
syni, en þau eiga tvær dætur
og einn son. 5) Ásta Dóra, f.
6. okt. 1949, bankastarfsmaður
á Hellissandi, gift Ægi Ingvars-
syni. Þau eiga dóttur og tvo
syni. 6) Sigurður Guðni, f. 22.
maí 1954, dagskrárgerðarmað-
ur hjá Sjónvarpinu, kvæntur
Valgerði Stefánsdóttur. Þau
eiga eina dóttur og þijá syni.
7) Þuríður, f. 18. mars 1956,
starfsmaður á dagheimili í
Hafnarf., gift Friðbért Frið-
bertssyni, en þau eiga þijá syni.
Barnabörnin eru 24 og barna-
barnabörnin 17.
Hrefna verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju á morgun,
mánudaginn 10. apríl, og hefst
athöfnin kl. 13.30.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÓLÖF MARKÚSDÓTTIR,
áður Hátúni 8,
sem lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 2. apríl, verður jarðsung-
in frá Fíladelfíukirkjunni þriðjudaginn 11. aprfl kl. 13.30.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÓIM ÓLAFSSON
húsgagnasmiðameistari,
Dalbraut 27,
Reykjavik,
sem lést miðvikudaginn 29. mars, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudag-
in 11. apríl kl. 15.00.
Þeir, sem vildu minnast hans láti Styrkt-
ar- og líknarsjóð Oddfellow, eða aðra
líknarsjóði njóta þess.
Jóhanna Kristjónsdóttir,
Ingvi J. Viktorsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
VILBORG HÁKONARDÓTTIR,
Brimhólabraut 11,
Vestmannaeyjum,
lést 3. apríl sl.
Útför hernnar fer fram frá Landakirkju,
'Vestmannaeyjum, þriðjudaginn 11. apríl
kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkað-
ir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Sjúkrahús
Vestmannaeyja.
Friðrik Helgi Ragnarsson, Erla Viglundsdóttir,
Anna Birna Ragnarsdóttir,
Hafsteinn Ragnarsson, Steinunn Hjálmarsdóttir,
Ómar Ragnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
MIIMNINGAR
ELSKU Hrefna. Þetta er bréf til
þín að leiðarlokum. Þetta er
þakkarbréf mitt til þín. Þökk fyrir
alla hlýjuna, tryggðina og vinátt-
una sem þú sýndir mér alla tíð,
litlu systur þinni eins og þú kallað-
ir mig. Samgangur okkar hefði
mátt vera meiri, en þá sök tek ég
á mig. Þú varst 18 árum eldri en
ég og ég man fyrst eftir þér þegar
þið Valli bjugguð á Grundarstíg
12 með barnahópinn ykkar. Þang-
að kom ég stundum sem bam með
pabba okkar í heimsókn. Strax þá
skynjaði ég þessar góðu taugar
sem þú barst til mín. Svo liðu árin
og samband okkar hélst. Þegar ég
átti í erfiðleikum vegna mikilla
veikinda og lá á sjúkrahúsi vikum
og mánuðum saman komst þú oft
í heimsókn og fylgdist með mér.
Fyrir það þakka ég þér elsku
Hrefna mín.
Þú varðst fyrir mikilli sorg þeg-
ar þú misstir hann Valla þinn
snögglega fyrir nokkrum árum og
leiðst þjáningar vegna saknaðar,
gast eiginlega ekki á heilli þér tek-
ið, því að þið hjónin voruð svo sam-
rýnd. Hann var líka hlýr og yndis-
legur maður.
Ég minnist líka samverustunda
okkar systrana þegar við rifjuðum
upp alla gömlu brandarana hans
pabba, sem var mikil eftirherma
og gat hermt eftir ýmsum skrítn-
um karakterum af list. Og hvað
við gátum hlegið mikið og skemmt
okkur, eins og smástelpur. Ég
þakka þér líka fyrir það að hringja
á hveijum einasta afmælisdegi
mínu undanfama áratugi, þú
gleymdir þeim aldrei. Þú varst
góð, dugleg móðir sjö myndarlegra
bama sem hljóta að vara stolt af
þér. Því það mega þau svo sannar-
lega vera. Og nú ertu komin til
hans Valla þíns í ný heimkynni og
mér fínnst ég skynji gleði þína að
fá að vera með honum á ný.
Haðu þökk elsku Hrefna mín,
fyrir allt og fyrir samfylgdina.
Sigríður Gyða.
Rétt eftir að við Siggi kynnt-
umst, krakkar í menntaskóla, vildi
hann kynna mig fyrir Hrefnu móð-
ur sinni — annaðhvort það eða
hann var bara svangur — og bauð
mér í mat til hennar þar sem hún
vann í mötuneyti. Hrefna tók að
sjálfsögðu á móti okkur, gaf okkur
að borða og spjallaði eins og ekk-
ert væri eðlilegra. Oft litum við
eftir þetta inn til hennar á leið úr
skólanum, sátum við eldhúsbekk-
inn og fengum að borða.
Ekki leið á löngu þar til við
börnin í menntaskóla áttum von á
okkar eigin bami. Hrefna og Val-
geir tóku þeirri frétt sem hinum
eðlilegasta hlut og mesta fagnað-
arefni. Alltaf var viðmót þeirra og
stuðningur samur í öllu sem við
leituðum til þeirra með. Hjónin
Hrefna og Valgeir áttu sjálf stóra
fjölskyldu því þau eignuðust sjö
böm og núna eru barnabörnin orð-
in 24 og barnabarnabömin 17.
Þegar Valgeir dó á jólunum 1989
Crfisclrykkjur
frvcttingohð/ið
liaGRPi-mn
Sími 555-4477
* Fersk blóm og
skreytingar
* við öll tækifærí
* Persónuleg þjónusta.
* Fákafeni 11, sími 689120.
^■Trrra-TrTranTrmrTi'TrTrrrTi-rr
missti Hrefna mikið og saknaði
hans sárt allt frá því, besta vini
sínum í þau 53 ár sem þau voru
gift.
Hrefna var afar félagslynd kona
og naut þess að hitta fólk og taka
þátt í veisluhöldum. Þegar ég
kynntist henni og varð hluti af fjöl-
skyldunni þótti mér nóg um allar
veislurnar, fannst þær vera þung
skylda. En auðvitað hafði Hrefna
betur og von bráðar var mér farið
að finnast þær vera ljúf skemmmt-
un og ómissandi hluti af tilver-
unni. Fjölskyldan var Hrefnu afar
mikils virði og hún lagði mikið upp
úr trygglyndi og samheldni innan
hennar.
Það kostar ekki lítið í vinnu og
fé að framfleyta níu manna fjöl-
skyldu eins og hún var stærst og
oft hefur verið erfitt að láta enda
ná saman. í sameiningu stýrðu þau
Hrefna og Valgeir þessu stóra
heimili. Oft unnu þau bæði úti en
einnig bæði inni á heimilinu enda
varla hægt að skila góðu verki án
mikillar samvinnu og jafnréttis.
Hrefna var fagmaður í öllu sem
snerti föt. Hún hafði mikinn áhuga
á þeim, var alla tíð mjög vel klædd
og fór vel með fötin sín. Hún var
kjólameistari að mennt og vann
fyrir sér um tíma við sauma en
hún saumaði líka fötin á sjálfa sig
og sjö böm; kjóla, jakkaföt og
kápur og svo vel að tekið var eftir.
Hrefna var mikill stjórnandi
enda veitti ekki af með þetta stóra
fyrirtæki semrheimili hennar hlýtur
að hafa verið og þegar börnin
fluttu að heiman hélt hún áfram
að sjá um ákveðna hluti í lífí flestra
afkomenda sinna eins og til dæmis
að fínna íbúðir, vinnu, notuð hús-
gögn fyrir þá sem vora að byija
að búa og dagmömmu fyrir yngstu
bömin.
Hrefna og Valgeir skilja eftir
sig mikinn auð sem era afkomend-
urnir. Hrefna fékk að njóta þess
þegar hún þurfti á að halda í veik-
indum sínum því börnin hennar
stóðu þétt saman við hlið hennar
til dauðadags. Á erfíðum tímum
sést hve mikils virði er að hafa
ræktað samheldni og vináttu í fjöl-
skyldunni og Hrefna má vera stolt
af ævistarfinu.
Við sem eftir lifum eigum eftir
að njóta þess. Þakka þér fyrir og
blessuð sé minning þín.
Valgerður Stefánsdóttir.
Laugardaginn 1. apríl dó elsku-
leg amma okkar eftir erfið veik-
indi. Hrefna amma eins og við
kölluðum hana var alltaf ljúf og
góð. Hún ólst upp í Hafnarfirði og
leit alltaf á sig sem Hafnfírðing
þrátt fyrir að hafa búið í Reykja-
vík í mörg ár.
Amma var ung þegar hún
kynntist afa okkar, Valgeiri Guð-
laugssyni. Þau eignuðust saman
sjö börn og bjuggu lengst framan
af við þröngan kost. Þrátt fyrir
þrengslin var gleðin og spaugsem-
in alltaf ríkjandi á heimili þeirra.
Börn þeirra era öll miklir spéfugl-
ar, og hermir sagan að þau hafi
borðað skósóla á virkum dögum
og handrit um helgar.
Amma og afi voru mjög sam-
rýnd þar til hann lést skyndilega
fyrir rúmum fimm áram. Fráfall
hans var mikið áfall fyrir ömmu.
Amma var mjög glæsileg kona
og lagði alltaf mikla áherslu á að
vera vel til höfð og fín. Hún var
félagslynd og þekkti marga, enda
leið henni best innan um ættingja
og vini.
Það var metnaður hennar að
halda utan um þessa stóru fjöl-
skyldu og láta hana koma sem
oftast saman. Ósk hennar var að
halda þessu áfram og vonum við
ERHSDRYKKJUR
Glæsilegir salir, gott verð
m)j(BOggóbþjónusta.
VEBLUELDHUSIÐ
^^^^ALFHEIMUM 74 - S. 568-6220
að svo verði, henni og afa til heið-
urs.
Minning Hrefnu ömmu og Valla
afa mun lifa í hjörtum okkar allra.
Elín, Hrefna og Ebenezer.
Elsku amma okkar hefur nú
kvatt þennan heim. Margar góðar
minningar um góðar stundir og
samveru með þér, eMu amma,
koma í huga okkar, minningar sem
við geymum með okkur til að létta
á sorginni.
„Fræ þitt mun lifa i mér, og frjóangar
þínir munu blómgast í hjarta rnínu, og ilm-
ur þinn mun verða minn andardráttur, og
saman skulum við gleðjast allar stundir."
(Úr Spámanninum.)
Elsku amma, minningin um þig
verður okkar ljós, og leið þín björt
í höfðinglegar móttökur í öðrum
heimi.
Magnús, Elísabet, Þór og
Steingrímur.
Nú er hú amma farin yfir móð-
una miklu, farin til að vera hjá
honum afa eða það hugga ég mig
við. En síðan afí lést fyrir rúmum
fimm áram fínnst mér amma aldr-
ei hafa náð sér að fullu en hún
og afi höfðu alla tíð verið mjög
samrýnd. Amrna var samt alltaf
mjög hress, fór allra sinna ferða
og hafði gaman af lífínu, þó sér-
staklega þegar hún var í faðmi
afkomenda sinna. Það var svo fyr-
ir hálfu ári að hún greindist með
illkynja sjúkdóm. Hún fékk góða
hjálp og náði sér þó nokkuð á strik
en það var svo aftur fyrir u.þ.b.
tveimur mánuðum sem henni fór
að fara mjög aftur.
Ég kynntist ömmu og afa aftur
árið 1987 þegar ég var 16 ára en
þá fluttist ég úr foreldrahúsum
hingað til Reykjavíkur. Ég var
símalaus til að byija með og eins
og gefur að skilja fannst mér erf-
itt og einmanalegt að vera svona
langt frá mínum nánustu og þá
var gott að eiga ömmu og afa að.
Ég fór að venja komur mínar til
þeirra einu sinni til tvisvar í viku
og eyddi þá alltaf með þeim kvöld-
stund. Það var mikið hlegið og
spjallað og einnig vora vel þegnir
fróðleiksmolar látnir falla.
Það var svo í febrúar 1989 að
ég hóf nám í hárgreiðslu og síðan
þá hef ég alltaf hugsað um hárið
á henni ömmu og það mat hún
mikils. En þetta varð líka til þess
að við héldum okkar góða vinskap.
Þessar mörgu samverustundir með
henni ömmu hafa gefið mér af-
skaplega mikið og eru mér ómetan-
legar. Minningarnar um hana lifa
innra með mér og munu ylja mér
um ókomin ár.
Með þessum orðum vil ég kveðja
ömmu mína.
Rúrí Edda.
Þegar ég var yngri var ég mikið
með ömmu og afa í Hörðalandinu.
Ég er fyrsta barn foreldra minna
og var því oft í pössun hjá ömmu
Hrefnu og afa Valla. Ég sótti mik-
ið í að að sofa heima hjá þeim um
helgar. En upp úr standa minning-
ar um sumarferðir þar sem þau
buðu mér að dvelja með sér í viku
í bústað fyrir utan bæinn. Þegar
þessar ferðir eða heimsóknir mínar
stóðu yfír gengu amma og afí mér
í foreldra stað. Mér leið alltaf vel
hjá þeim. Þar var rólegt og þægi-
legt andrúmsloft. Þau vora sam-
rýnd og samband þeirra og sam-
ræður vora skemmtilegar og lif-
andi. Afí með gaman- og lygasög-
ur og amma hristandi hausinn,
sussandi á hann gefandi merki um
að þetta væri nú ekki allt sannleik-
anum samkvæmt, en þótti samt
gaman að. Þau voru hvort öðru
allt. Eftir að afi lést náði amma
aldrei sama flugi og þegar þau
voru saman.
Amma var góð og dugleg kona.
Það skipti hana miklu máli að ég
væri vel girtur og fötin litu vel út,
ég mátti heldur ekki vera svangur
eða láta mér leiðast. Hún gerði við
fötin mín, spilaði við mig, spældi